Morgunblaðið - 06.05.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
m
V
i
TVOFALDUR
L VENNINGUR
í kvöld
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki ,
vanta í þetta sinn! !
Bladid sem þú vaknar vió!
Um víðsýni
eftirAgnar
Þórðarson
Undanfama sunnudagsmorgna
hefur ungur maður verið með þátt
í Ríkisútvarpinu sem hann nefnir:
Af menningartímaritum. Hvað
þessir þættir em orðnir margir skal
ósagt látið, en núna í seinustu tvö
skiptin hefur stjórnandi þáttarins
fjallað um tímaritið Birting, sem
kom út á sjötta áratugnum.
í þeirri umfjöllun hafa sumir
aðstandenda Birtings komið fram
og lofað tímaritið fyrir menningar-
baráttu þess og kynningu á nýjung-
um í bókmenntum og listum. Vissu-
lega var það lofsverð viðleitni og
vel þegin á sínum tíma.
En það má vara sig á lofinu að
það verki ekki öfugt við það sem
til var ætlast.
í þessum þáttum sem um getur
var lögð mikil áhersla á það, hvað
þeir ritstjómarmenn hefðu verið
víðsýnir og lausir við fordóma. Ekki
kemur það þó alveg heim og saman
við mín samskipti við ritstjómina,
sem nú skal nánar vikið að.
Það var á því herrans ári 1956
sem Kristinn E. Andrésson valdi
nokkra menn í boðsferð til Sov-
étríkjanna á vegum Friðarsamtak-
anna þar. Meðal þeirra var Steinn
Steinarr og undirritaður.
Skömmu eftir heimkomu okkar
úr þeirri ferð hitti ég á fömum
vegi kunningja minn Matthías Jo-
hannessen sem þá var ungur blaða-
maður við Morgunblaðið. Vissi hann
að sjálfsögðu um ferð okkar og tók
að spyrja mig spjörunum úr, sem
seinna varð að viðtali sem hann
birti í Morgunblaðinu undir yfir-
skriftinni: Leist Ehrenburg ekki á
Stein Steinar? Nýjar útlendar bæk-
ur fást ekki í Sovétríkjunum, segir
Agnar Þórðarson.
Vakti viðtalið allnokkra eftirtekt
og umtal, því að það var ekki venja
að boðsgestir þökkuðu fyrir sig
opinberlega fyrir slíka boðsferð
nema með háfleygu lofi um Sov-
étríkin. Hér kvað við anfian tón, sem
sumir stimpluðu Sovétníð og fékk
ég ýmsar kaldar kveðjur þar að
lútandi, en Steinn hafði haft við orð
að styðja við bakið á mér ef ég
yrði skammaður fyrir að hafa kjaft-
að frá. Og það stóð ekki á liðveisl-
unni. Nokkmm dögum eftir spjall
okkar Matthíasar birtist viðtal
Helga Sæmundssonar í Alþýðublað-
inu við Stein Steinar undir fyrir-
sögninni: Sovét-Rússland er von-
andi ekki það sem koma skal.
Viðbrögðin voru snögg og af-
dráttarlaus á báða bóga, Steinn var
lofaður af sumum fyrir einurð sína
og hreinskilni, en Þjóðviljinn sendi
okkur náttúrlega tóninn, við höfð-
um selt okkur Morgunblaðinu, það
væri auðséð, allt sem við sögðum
um mannlífið í Sovétríkjunum væri
ekki annað en helber lygi og þvætt-
ingur, við höfðum ekkert séð né
skilið af því sem fyrir okkur hafði
borið og rangtúlkað og snúið út úr
því sem við okkur var sagt, því það
hafði ekki runnið af okkur allan
tímann, og seinast höfðum við orð-
ið okkur til skammar blindfullir hjá
Ilia Ehrenburg. Steinn glotti við og
sagði: Þeir fyrirgefa okkur aldrei,
og þar var hann forspár sem fyrr.
En um haustið nokkrum vikum
síðar þegar þessi ferð okkar var
orðin víðfræg kom einn af ritstjór-
um Birtings þess að máli við mig,
að ég skrifaði fyrir þá stutta ferða-
sögu í næsta hefti ritsins. Tók ég
því fúslega og afhenti ferðasögu
mína að nokkrum dögum liðnum.
En nú leið og beið. Næsta hefti
Birtings var í burðarliðnum, en
ennþá hafði ég ekki fengið neina
próförk og ekkert samband var
haft við mig, þar til að einn félag-
anna úr ferðinni og góðkunningi,
Jón Óskar, kom heim til mín hálf
vandræðalegur með ritsmíð mína
og tjáði mér að meðritstjórar hans
vildu ekki birta frásögnina um
Rússlandsreisuna nema ég breytti
ýmsu í henni sem þeim féll ekki í
geð-
Eg sagði Jóni Óskari að þar sem
ég skrifaði undir eigin nafni bæri
ég einn ábyrgð á öllu sem þar væri
sagt og ég myndi ekki breyta einum
stafkróki. Fór Jón Óskar við svo
búið, en þar sem þá var komið fast
að jólum var vonlaust.að koma grein
minni í eitthvert tímarit fyrr en
með vorinu.
Því undi ég illa úr því sem kom-
ið var, enda mikið um að vera í
veröldinni um þær mundir, blóð-
baðið í Búdapest nýafstaðið og aft-
urkippur hjá Krútséff.
Það varð því úr að Þórarinn Þór-
arinsson birti grein mína í jólablaði
Tímans. Nokkrum árum síðar tók
ég hana óbreytta upp í bók mína,
Kallað í Kremlarmúr, Ferð um Sov-
étríkin, sumarið 1956 með Steini
Steinar og fleirum.
En þetta atvik sýnir ljóslega að
víðsýni þeirra félaga var ekki upp
á marga fiska ef við annan tón
kvað en þeim var að skapi. En slík
viðhorf voru algeng á þeim árum,
víðsýnin var afskaplega tempruð
Agnar Þórðarson
„Yíðsýni þeirra félag’a
var ekki upp á marga
fiska ef við annan tón
kvað en þeim var að
skapi. En slík viðhorf
voru algeng á þeim
árum, víðsýnin var af-
skaplega tempruð hjá
mörgum góðum mönn-
um.“
hjá mörgum góðum mönnum.
Stalínisminn lifði lengi eftir að
sá gamli hafði verið borinn fúinn
út úr leghöllinni á Rauða torginu
og grafinn utan garðs, sennilega
er hann enn við lýði og getur bloss-
að upp aftur eins og seinustu at-
burðir í Peking geta gefið vísbend-
ingu um.
I sambandi við sjálfhól manna
minnist ég jafnan gamals manns
frá æskustöðvum mínum á Kleppi,
hann taldi sig heilagan og ætlaðist
til að menn sýndu honum tilskylda
lotningu. Bar hann jafnan á sér
póstkort með mynd af sjálfum sér,
þar sem geislaði allt í kringum höf-
uð hans, einsog á austrænum dýrl-
ingamyndum. Þessa mynd af sér
gaf hann fúslega gesti og gang-
andi, því að á þeirri tíð höfðu fjöl-
miðlar ekki enn tekið að sér að
skapa frægðarstjörnu, svo að hann,
gamli maðurinn, varð á eigin spýtur
að koma dýrðarljóma sínum til skila
og hlaut að launum hjá almenningi
viðurnefnið sómi.
Höfundur er rithöfundur.
Sólstofur, renniglugga, renni-.
hurðir, útihurðir, fellihurðir o.fl.
úrviðhaldsfríu PVC efni.
ei,kert Vlðhald_
^AIItaf sem nýtt
Sólstofur
Sýnum
laugardag og sunnudag
frákl. 13-18:
Z2C
fciluggar og Gardhús hf.
Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ. sími 44300.