Morgunblaðið - 06.05.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 06.05.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAI 1989 Jilpöóur á morgun Borgarneskirkja ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Ath. breyttan messutíma. Vorferð kirkjuskól- ans í Grafarvogshverfi og sunnu- dagaskólans í Árbæ til Þorláks- hafnar verður farin eftir hádegi sama dag. Börnin mæta í Folda- skóla kl. 13 og lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Prestur sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 13.30—17. Sóknarnefndin. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Gideonfélagar kynna starf sitt. Sr. Lárus Halldórsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Qrganisti Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug- ardag 6. maí: Vorferðalag sunnu- dagaskólans. Farið verður suður með sjó. Lagt af stað kl. 11. Ragnheiður og Guðmundur. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Einsöngur: Ragnheiður Guð- mundsdóttir. Trompetleikur: Jón Sigurðsson og Ásgeir Stein- grímsson. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fermin'g- arguðsþjónusta kl. 16.30. Fermdur verður Hannes Jón Lár- usson, Þýskalandi. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld 26. sept. kl. 20.30. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Dagur aldraðra í söfnuðinum. Sunnu- dag 7. maí: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Öldr- uðum safnaðarfélögum sérstak- lega boðið til guðsþjónustunnar. Einsöng við guðsþjónustuna syngur Guðlaugur Tryggvi Karls- son. Kvenfélagið býður til kaffi- dr/kkju að guðsþjónustunni lok- inni. Undir borðum verða sungin sumarlög með aðstoð organist- ans, Pavel Smid, og félaga úr kór kirkjunnar. Þeir, sem óska eftir akstri til kirkju (og frá), eru beðn- ir að hafa samband í síma 14579 kl. 10—11 að morgni sunnudags- ins. Cecil Haraldsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ath. breyttan messutíma. Kaffi- sala kvenfélagsins kl. 15. Mánu- dag: Fundur kvenfélagsins kl. 20.30. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Dómprófastur sr. Ólafur Skúlason prédikar. Kirkja heyrnarlausra: Guðsþjónusta verður í Garðakirkju kl. 14. Mánu- dag: Orgeltónleikar kl. 12.15. Aftansöngur(Vesper) kl. 18. „Þrír einþáttungar" eftir dr. Jakob Jónsson. Frumsýning kl. 20.30. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. Orgeltónleikar kl. 12. Miðviku- dag: Orgeltónleikar kl. 14. Aftan- söngur (Vesper) á ensku. „Þrír einþáttungar" sýning kl. 20.30. Fimmtudag: Orgeltónleikar kl. 12.15. Föstudag: Orgeltónleikar kl. 12.15 og „Þrír einþáttungar" kl. 20.30. Laugardag: Mozart- tónleikar kl. 15. „Þrír einþátt- ungar" kl. 20.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. HJALLAPRESTAKALL í Kópa- Guðspjall dagsins: Jóh. 15.: Þegar huggarinn kemur. vogi: Almenn guðsþjónusta kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar, Digranesskóla. Aðalsafnaðar- fundur Hjallaprestakalls strax að lokinni guðsþjónustu kl. 12 á sama stað. Sóknarfólk hvatt til þátttöku. Sóknarnefndin. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Guðni Einars- son. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Sam Daniel Glad. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 14. Ræðuefni: Græðum ísland. Island græðist. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson. Kl. 15.00: Fjáröflunarkaffi minning- arsjóðs frú Ingibjargar Þórðar- dóttur. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Engin messa sunnudag. Þriðjudag: Opið hús hjá Samtökunum um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20—22 í safnaðarheimilinu. Helgistund í kirkjunni kl. 22. Fimmtudag: Kyrrðarstund í há- deginu. Orgelleikur frá kl. 12. Altarisganga og bænastund kl. 12.10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Þriðjudag: Öpið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sóknarprestur. Föstudag: Fyrirbænasamvera kl. 22. SELTJARNARNESKIRKJA: Laugardag 6. maí: Vorferðalag barnastarfsins. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13 suður á Reykja- nes. Helgistund verður í Hvals- neskirkju. Foreldrar velkomnir með. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas- son. Prestur sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Æskulýðsfund- ur mánudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. VÍÐISTAÐASÓKN: Messa í Víðstaðakirkju kl. 11. Kór Víði- staðakirkju syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Ferð Kirkjukórsins verður farin frá Víðistaðakirkju kl. 13. Sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. Á laugar- dögum er lesin ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16, hin fyrsta á sumrinu, ef veður leyfir. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Flokks- foringjarnir stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Messað á Mosfelli kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Söfnuður heyrnleysingja kemur í heimsókn. Prestur hans, sr. Miyako Þórðarson, og sr. Gunnlaugur Garðarsson þjóna. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Messa í Víði- staðakirkju kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Kristín Jó- hannsdóttir. Ferð kirkjuskólans verður farin frá Víðistaðakirkju kl. 13. Sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferðalag sunnudagaskólans kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Aðalsafnaðarfundur í Kirkjulundi eftir messu. Sóknar- prestur. KAPELLA kaþólskra, Keflavík: Messað á sunnudögum kl. 16. EYRARBAKKAKIRKJA: Ferming- arguðsþjónusta kl. 13. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. 40 ára fermingarbörn taka þátt í guðsþjónustunni. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: í tilefni 30 ára vígsluafmælis Borgarnes- kirkju, verður haldin hátíðar- messa sunnudaginn 7. maí kl. 14. Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið í messukaffi. Borgarneskirkja var vígð á upp- stigningardag 7. maí 1959 af Ásmundi Guðmundssyni biskupi. Arkitekt kirkjunnar er Halldór Jónsson. Af sama tilefni var hald- in tónlistarstund í kirkjunni 4. maí sl. þar sem þeir Jón Þ. Björnsson organisti Borgarnes- kirkju og Jón Ólafur Sigurðsson organisti Akraneskirkju fluttu verk eftir Buxtehude, Bach og Hándel, ásamt þeim Laufeyju H. Geirsdóttur sópran, Erlu Gígju Garðarsdóttur sópran, Sigurði P. Bragasyni baríton, Tim Knapp- ett organleikara, Rögnu Krist- mundsdóttur sópran, Unni H. Arnardóttur alt og Ólafi H. Flosa- syni óbóleikara. Einnig söng kirkjukór Borgarneskirkju undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Minning: Hulda Stefánsdóttir Þrándarstöðum Fædd 26. nóvember 1920 Dáin 26. apríl 1989 í dag er kvödd í Egilsstaðakirkju Hulda Stefánsdóttir húsfreyja frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, jarð- sett verður á Eiðum. Hulda var fædd í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 26. nóvember 1920. Að henni stóðu sterkir stofn- ar. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Baldvinsson, kominn af kunnum ættum austan iands og norðan og Ólafía Ólafsdóttir bónda á Rauðasandi vestur, systir Sigur- jóns A. Ólafssonar alþingismanns, sem einnig var kunnur baráttumað- ur í samtökum sjómanna og verka- lýðs. Systkinin í Stakkahlið voru sjö og heimilið þar mannmargt á upp- vaxtarárum Huldu, fastmótað menningarheimili og traust. Hún naut bamafræðslu í Loðmundarfirði og sótti námskeið við Húsmæðra- skólann að Hallormsstað. Góðar gáfur og styrk skaphöfn nýttust henni vel í stóru hlutverki húsfreyju í sveit og ellefu bama móður. Árið 1942 giftist Hulda Stefáns- dóttir eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóhanni Valdórssyni á Þrándarstöð- um. 0g þar byijuðu þau búskapinn. En eftir fyrsta hjúskaparár sitt fóru þau niður í Loðmundarfjörð að Stakkahlíð og bjuggu í sambýli með ættfólki Huldu um fimm ára skeið. Næst er þess að geta að vorið 1948 fluttu ungu hjónin upp í Þánd- arstaði á ný. Þar beið þeirra mikið starf. Taka varð til hendi við rækt- un og húsabætur auk „fastra liða“, svo sem fóðuröflunar, heimilishalds, bamagæslu og hirðingu búljárins svo dæmi séu nefnd um hin daglegu störf á stóru sveitaheimili. En fjöl- skyldan stækkaði nú ört. Vinnan er af hinu góða og mikil vinna meðan fólk er hraust. En nú fóru að stórfelldir erfiðleikar og ófyrirséðir og röskuðu mjög högum margra. Árferði í kringum 1950 var eitt hið versta á þessari öld. Ný harðindi með grasbresti gengu yfir á sjöunda áratug aldarinnar. Bú- fjársjúkdómar ollu og þungum bú- siljum. Húsbóndinn á Þrándarstöðum mætti þessari vá með mikilli vinnu utan heimilis og bæði til sjós og í landi. Og hann settist á skólabekk og lauk sveinsprófi múrara fimm- tugur. Þetta létti vitanlega ekki störf húsfreyju heima fyrir, en hún lét ekki sinn hlut eftir liggja. Nú urðu þau ótíðindi að íbúðar- hús Jóhanns og Huldu brann til kaldra kola 1972. Fluttust þau þá niður á Seyðisfjörð og bjuggu þar í átta ár. Nóg var að gera, enda er Jóhann fjölhæfur og afkastamik- ill starfsmaður. Áður en þetta gerðist hafði Stef- án, sonur þeirra hjóna, reist fjöl- skyldu sinni hús á Þrándarstöðum og bjó þar búi sínu. Og þangað leit- aði hugur, ég held, allrar fjölskyld- unnar. Því er það að 1980 færðu þau sig í áttina, Hulda og Jóhann, og settust að í Egilsstaðakauptúni á meðan Jóhann byggði þeim nýtt hús heima á Þrándarstöðum. Teikn- aði hann það sjálfur og fór ekki að öllu troðnar slóðir. Bygging þess tókst vel og þar hafa þau átt heima síðan. Undanfarin ár átti Hulda Stef- ánsdóttir við erfiðan sjúkdóm að stríða. Nú hefur hún lotið lægra haldi og jafnframt hlotnast hvíld. Að baki er starfsöm og viðburðarík ævi húsfreyju og móður, sem borið hefur undir belti og fætt ellefu börn og síðan stutt þau fram á veginn. Og þessi kona hefur séð kynslóðir vaxa úr grasi og hasla sér völl mitt í gróskumiklu mannlífi samtíðar, en einnig staðið andspænis þung- bærum örlögum þegar tveir mann- vænlegir synir hennar létust, langt fyrir aldur fram. Mig langar til þess að geta hér barna Huldu og Jóhanns á Þrándar- stöðum. Þau tíu er upp komust hafa öll stofnað heimili. Þrjú hafa byggt á Þrándarstöðum, fjögur búa í þéttbýlinu við Lagarfljót og tvö syðra. Eðvald er elstur systkinanna, fæddur 1943, bifreiðastjóri og nú sölustjóri á Egilsstöðum, kona hans Vilborg Vilhjálmsdóttir. Ólafía Her- borg, skrifstofumaður í Fellabæ, er fædd í Stakkahlíð 1945, maður hennar Jón Þórarinsson. Stefán Hlíðar 1949, fyrr bóndi, nú smiður á Þrándarstöðum, kona Guðrún Benediktsdóttir. Þorleifur fæddist 1951, bifvélavirki og framkvæmda- stjóri Ræktunarsambands Austur- lands, kona Auður Garðarsdóttir og byggðu á Þrándarstöðum. Hann lést 1979. Ásdís 1952, bankamaður á Egilsstöðum, maður Ragnar Þor- steinssons. Valdór 1954, iðnaðar- maður á Egilsstöðum, fráskilinn. Jóhann Viðar 1955, starfsmaður verktaka í Keflavík, kona Ósk Traustadóttir. Vilhjálmur Karl 1957, bóndi á Þrándarstöðum, kona hans Svanfríður Drífa Ólafsdóttir. Kári, fæddur 1959, dáinn 1961. Kári Rúnar, fæddur 1961, nemur bifvélavirkjun, kona Anna Gyða Reynisdóttir, búsett á Þrándarstöð- um. Ingibjörg Ósk 1965, verslunar- maður í Reykjavík, maður Heimir Hafsteinn Edvarðsson. Já, Þrándarstaðafjölskyldan er þegar orðin stór, systkinin níu á lífi sem fyrr getur, tengdabörn, 28 barnabörn — og þijú af þriðja ætt- lið, að fjölskylduföðurnum ógleymd- um. Samheldni þessa hróps er rík og um jólin koma allir saman á ein- um stað — á fjölskylduhátíð — sé þess nokkur kostur. Kynni mín af Huldu frændkonu minni og fjölskyldu hennar eru vissulega orðin nokkuð löng, en mjög í hátt við flugstraum þann og iðuköst sem auðkenna líf okkar margra. Að heilsast og kveðjast, hittast og gleðjast örskotsstund, þannig voru okkar samfundir. Frá þeim á ég nú samt fjarska góðar endurminningar og fullvissu um að Hulda á Þrándarstöðum var mikil- hæf kona og kærleiksrík móðir barna sinna. Já, stórt er framlag slíkra kvenna, til samfélagsins og til niðjanna, sem geyma í þakklát- um huga mynd þeirra og minningu. Við Margrét vottum Jóhanni á Þrándarstöðum, börnum þeirra Huldu og öðrum ástvinum þeirra innilega samúð. Vilhjálmur Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.