Morgunblaðið - 06.05.1989, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Lauc jardag |ur kl. 13:45
18. LEIKVlí <Á- 6. MA Í1989 1 ■ m
Leikur 1 Charlton - Wimbledon
Leikur 2 Derby - Aston Villa
Leikur 3 Middlesbro - Arsenal
Leikur 4 Newcastle - Millwall
Leikur 5 Norwich - Everton
Leikur 6 Southampton - Man. Utd.
Leikur 7 West Ham - Luton
Leikur 8 Barnsley - Portsmouth
Leikur 9 Brigton - Ipswich
Leikur 10 Leicester - C. Palace
Leikur 11 Swindon - Stoke
Leikur 12 W.B.A. - Sunderland
Símsvari hjá getraunum á
Ungfrúin góða og húsið
Myndskreytingar eftir Siri Derkert í Norræna húsinu
LAUGARDAGINN 6. maí kl. 15 verður opnuð sýning í anddyri Norr-
æna hússins á myndum eftir sænsku listakonuna Siri Derkert, sem
hún gerði við sögu Halldórs Laxness „Úngfrúna góðu og húsið“.
Auk bess eru á sýningunni tíu litlar myndir í Iit, sem teiknaðar voru
á íslandi 1949.
Sonur Siri, Carlo Derkert list-
fræðingur, heldur fyrirlestur í fund-
arsal Norræna hússins á laugardag
kl. 16 og nefndir Siri Derkert og
íslands. Umsjónarmaður sýningar-
innar, Annika Öhmer, kemur einnig
til landsins í sambandi við sýning-
una.
Siri Derkert fæddist 1888 í Sví-
þjóð og lést 1973. Hún hóf listanám
við málaraskóla Althins og síðar
nam hún við Listaháskólann í
Stokkhólmi, en hélt 1913 til Parísar
þar sem hún varð fyrir miklum
áhrifum að kúbismanum. Einnig bjó
hún á Ítálíu um skeið og málaði. Á
árunum 1910—20 var list hennar
mikilvægur þáttur í róttækri ný-
stefnu þess tíma.
Siri Derkert kom til íslands 1949
og dvaldist hér í átta mánuði og
kynntist mörgum íslendingum. ís-
land hafði mikil áhrif á hana, bæði
land og þjóð. Hún kynntist bókum
Halldórs Laxness og hreifst mjög
af þeim. Hún gerði þessar myndir
við „Úngfrúna góðu og húsið“ árið
1953 og var sagan fyrst gefín út á
sænsku með myndskreytingum Siri
Derkert í tímaritinu „VI“, blaði
sænsku samvinnuhreyfingarinnar
1954.
\ Ný útgáfa smásögunnar með
myndunum kemur út í sambandi
við þessa sýningu hjá Alfabeta-
bókaútgáfunni í Stokkhólmi. Stór
yfirlitssýning á verkum Siri Derkert
var haldin í Norræna húsinu 1976
á vegur Rikisutstállningar í Svíþjóð.
Sýningin stendur til 4. júlí og er
opin kl. 9—19 nema sunnudaga ki.
12—19. Aðgangur er ókeypis.
(Fréttatilkynning)
PORT
STÆKKAR!
■ 117 söluaðilar á líflegu og manneskjulegu
markaðstorgi I dag kl. 10—16.
■ Barnatívolí með klessubílum.
■ Skemmtilegar uppákomur um allt Kolaportið.
■ Hlustið á beint útvarp úr Kolaportinu
á Útvarp Rót, FM 106,8.
■ Næg ókeypis bílastæði á Bakkastæði.
Vinsamlegast notið lögleg bílastæði.
KOLAPORTIÐ
NUmKaÐStO£‘T
undir seðlabunkanum
Morgunblaðið/Jón Hafsteinn
Piltur ók á biðskýli
Piltur, sem ók mótorhjóli, slasað-
ist þegar hann ók á biðskýli við
Vesturlandsveg, nálægt Skála-
túni, um klukkan 18.30 á fimmtu-
dag. Pilturinn var fluttur á slysa-
deild, en er ekki talinn alvaríega
slasaður. Hjólið er mikið
skemmt.
Lokasýningar í Iðnó
NÚ um helgina verða síðustu sýn-
ingar á leikritinu um samföstu
bræðurna Sjang og Eng, eftir
Yngstu nem-
arnir sýna
NEMENDUR á barna- og ungl-
inganámskeiðum Myndlista- og
handíðaskóla íslands sýna verk sín
nú um' helgina í skólanum, Skip-
holti 1, kl. 14 til 22.
160 nemendur voru á námskeiðun-
um í vetur. Kennari er Hrafnhildur
Gunnlaugsdóttir.
Göran Tunström, sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur sýnt alls 40
sinnum í Iðnó. Síðustu sýningarn-
ar á barna- og Qölskylduleikritinu
Ferðin á Heimsenda eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur verða einnig
um helgina.
Aðalhlutverk í leikritinu Sjang og
Eng leika Sigurður Sigutjónsson,
Þröstur Leo Gunnarsson, Sigrún
Edda Bjömsdóttir og Guðrún Gísla-
dóttir, en í síðarnefnda leikritinu fara
þau Kjartan Bjargmundsson, Margr-
ét Árnadóttir, Edda Björgvinsdóttir,
Ása Hlín Svavarsdóttir og Stefán
Sturla Siguijónsson með aðalhlut-
verkin.
laugardogum eftir kl. 16:15 er
91-84590 og -84464.
Ummælum á BHMR-ftmdi mótmælt
Metsölublcid a hverjum ciegi
Morgunblaðinu hefúr borist eftirfarandi yfirlýsing stjórnar Starfs-
mannafélagsins Sóknar, vegna fundar kennara og annarra BHMR-
félaga með flármálaráðherra í Sóknarsal 2. maí sl.
„Daginn eftir baráttudag verka-
lýðsins 1. maí sl. héldu kennarar og
fleiri í Bandalagi háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna, fund í Sóknarsaln-
um með fármálaráðherra, Ólafi
Ragnari Grímssyni. Hluta fundarins
var útvarpað og sjónvarpað sem
kunnugt er.
I hita leiksins átti sér stað orrahríð
þar sem kjör og kjarasamningur
Sóknarfólks var til umræðu. í þeim
hluta umræðnanna sem útvarp og
sjónvarp sendi út komu fram um-
mæli sem ollu mikilli reiði hjá okkur
í forystusveit félagsins og viðbrögð
félaga okkar voru á sömu lund.
Ummæli, sem hægt er að túlka sem
beina árás á Starfsmaniiafélagið
Sókn og starfsvettvang félaga okkar.
Þótti okkur sem kálfurinn launaði
illa ofeldið því þetta sama fólk hefur
einmitt haft aðstöðu og samastað
hjá Starfsmannafélaginu Sókn, sem
með fyrirhyggju og af myndarskap
hefur komið sér upp aðstöðu sem fá
önnur stéttarfélög geta boðið félög-
um sínum uppá.
Setningar eins og þær að kjör
Sóknarkvenna geti ekki verið sam-
bærileg við kjör kennara með 7 ára
háskólanám lýsir hroka sem við fáum
ekki skilið.
Við bendum á að á sama tíma og
neminn situr í háskólanum og nýtur
þeirra forréttinda að stunda nám,
stundum við Sóknarfólk störf í þágu
þjóðfélagsins, störf sem lúta að
barnagæslu, umönnun og öðrum
þjónustustörfum á sjúkrahúsum og
stofnunum. Störf, sem þjóðfélagið
getur ekki verið án.
Af launum okkar höfum við eins
og aðrir borgað skatta og skyldur
til þess meðal annars að þjóðfélagið
geti menntað fólk og skapað betra
og upplýstara þjóðfélag.
Við mótmælum framkomu fundar-
manna í garð Sóknarfólks en bendum
á að það er óháð kjarabaráttu
BHMR.
F.h. Stjórnar Starfsmannafélags-
ins Sóknar,
Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
formaður.