Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 4

Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM KJARASAMNINGA Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins: Innistæðu- laus ávísun á framtíðina „ÞAÐ er tvennt sem sem mér finnst skera f augu, varðandi þessa samninga rikisins við BHMR,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. „í fyrsta lagi henti Qármálaráðherra út í bu- skann fyrri stefiiu sinni um launa- jöfiiun. Hann básúnaði það út um allt þjóðfélagið, með stórum yfír- lýsingum, þegar samningurinn var gerður við BSRB, að með hon- um hefðu orðið algjör tímamót f kjarasamningum, þar sem tryggt hefði verið að þeir lægst launuðu fengju mestar kjarabætumar." Þorsteinn sagði forystumenn BSRB hafa lýst þessu sem meginfor- sendunni fýrir hógværum lq'ara- samningum. Nú kæmi á daginn að fjármálaráðherrann hefði aldrei haft í huga að standa við þessa stefnu og yfirlýsingar um hana. „Hann vissi það þegar hann gaf þessar yfirlýsing- ar, að hann ætlaði að svíkja þessa stefnu, þegar kæmi að samningum við háskólamenn. Niðurstaðan er sú að þeir háskólamenn sem hæst hafa launin, fá flestar krónumar í kjara- bætur,“ sagði Þorsteinn. Hitt atriðið sem Þorsteinn' sagði skera í augun, sagði hann lúta að þeim launahækkunum sem samið væri um á næsta ári, til þess að tryggja markaðsviðmiðun háskóla- manna í opinberri þjónustu. „Þau ákvæði virðast vera mjög óljós og sennilega veit hvorugur aðilinn um hvað er verið að semja, en þó bendir flest til þess að ríkisstjómin hafí í þessu máli, eins og ýmsum upp á síðkastið, verið að koma sér út úr ógöngum, með því að gefa út inni- stæðulausa ávísun á framtíðina." Hjörtur Eiríksson, firam- kvæmdastjóri VMSS: Mjög hættu- legt fordæmi „ÞAÐ ákvæði kjarasamninganna að semja um laun að hluta til i verkfalli er mjög hættulegt for- dæmi. Það eykur likur á þvi að krafa um slíkt verði ahnenn, jafii- vel um meiri greiðslur en nú var samið um. Loks er líklegt að samn- ingsatriði eins og þetta leiði til frekari verkfalla en ella og þau verði erfiðari og illleysanlegri en áður,“ sagði Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjórí Vinnumálas- amabands Samvinnufélaganna, í samtali við Morgunblaðið. „Ég harma það mjög að þessi leið skyldi farin. Fólk í verkfalli á ekki að vera á launum og því mjög óeðli- legt að semja með þessum hætti. Slíkt má í raun ekki undir nokkrum kringumstæðum eiga sér stað, því kaup í verkfalli er auðvitað andstætt eðli verkfalla sem vopns í kjarabar- áttu. Á vissan hátt er það ánægjulegt að kjarasamningar við flesta hópa launþega skuli hafa náðst. Ánægjan er hins vegar blendin vegna þess að samningamir em allt of dýrir fyrir þjóðfélagið og því auka þeir á verð- bólguna. Um bætt kjör launþega hefði þurft að semja um með öðrum hætti en launahækkunum," sagði Hjörtur Eiríksson. Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) / DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 20. MAÍ YFIRLIT f GÆR:Búist er við stormi á Austur-, Austfjarða-, suðaust- urmiðum og Suðausturdjúpi. Á sunnartverðu Grœnlandshafi er hægfara 977 mb lægð en vaxandi 975 mb lægð um 1.000 km suðsuðvestur i hafi hreyfist Noröur. Veður er að hlýna í bili en kólnar heldur á morgun, fyrst vestanlands. SPÁ: Allhvöss sunnan og suðaustanátt með rigningu sunnan og austanlands en heldur hægari suðaustan og minni úrkoma annar- staðar á landinu. Hiti 3-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðlæg átt. Skúrir sunn- anlands og vestaná sunnudag og 3ja-6 stiga hiti en lítillega bjart veður og 6-9 stiga hiti norðanlands. Rigning víða um land á mánu- dag, einkum sunnanlands og vestan og hlýnandi veöur. ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El EE Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, lieil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyrl 9 skýjað Reykjavlk 8 alskýjafi Bergen 12 léttskýjað Helsinkl 13 alskýjað Kaupmannah. 19 hálfskýjað Narssarssuaq 4 léttskýjað Nuuk +5 snjókoma Osló 18 lóttskýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 22 skýjað Amsterdam 24 mlstur Barcelona 20 mistur Berlin 26 láttskýjað Chicago 19 rfgning Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 26 lóttskýjað Glasgow 12 alskýjað Hamborg 23 lóttskýjað Las Palmss 22 lóttskýjað London 22 skýjað Los Angoles 13 lóttskýjað Lúxemborg 24 léttskýjað Madrid 26 skýjað Malaga 25 skýjað Mallorca 23 lóttskýjað Montreal 18 alskýjað New York 16 mlstur Orlando 21 mistur Parls 29 lóttskýjað Róm 21 léttskýjað Vfn 21 skýjaö Washington 17 þokumóða Wlnnipeg vantar Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra: Staðreynd að 15%hækkun BHMR á einu ári er of mikið „ÞESSIR samningar hafa að sjálf- sögðu afar mikla þýðingu. Hér hefði orðið óþolandi ástand ef verkfallið hefði haldið áfram, fram eftir sumrí, eins og mér fannst stefiia í,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra i sam- tali við Morgunblaðið um nýgerða kjarasamninga ríkisins og BHMR. Forsætisráðherra sagði að kostn- aðarlega séð, bæri að líta til þess að lítill munur yrði á kjarabótum BHMR og BSRB þá átta mánuði sem eftir væru af samningstíma BSRB. „Hins vegar geta menn náttúrlega deilt um þær hækkanir sem svo eru framundan hjá BHMR síðar á samn- ingstímabilinu. Mér sýnist sem BHMR fái um 15% hækkun á eins árs grundvelli. Það er staðreynd að það er of mikil hækkun," sagði Steingrímur, en bætti svo við: „Það er auðvitað afar mikils virði að fá með þessum samningum jafnvel allt að fimm ára frið í skólum." Steingrímur sagðist mundu standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði áður gefið, eins og í ríkisstjóminni 1985 að kjör háskólamenntaðra manna í þjónustu ríkisins ættu að vera sambærileg við það sem gerðist hjá háskólamenntuðum mönnum ut- an ríkisgeirans. „Raunar skil ég vel þá tortryggni sem er hjá þeim, vegna þess hve erfíðlega hefur gengið að fá þetta fram.“ Forsætisráðherra var spurður hvers vegna hann hefði ekki sem forsætisráðherra á árunum 1985 til 1987, séð til þess að staðið yrði við yfírlýsingu hans: „Framkvæmdin í svona máli, er náttúrlega í höndum flármálaráðherra, sem fer með þessi mál. Ég gaf þessa yfirlýsingu á sínum tíma að ósk BHMR og sam- kvæmt samþykki þáverandi fjár- málaráðherra, Alberts Guðmunds- sonar," sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. • • Ogmundur Jónasson formaður BSRB: Gengisfell- ingin er brigður á for- sendur kjara- samninga „ÞETTA eru brígður á forsendur kjarasamninganna," sagði Ög- mundur Jónasson formaður BSRB aðspurður um hvort hann teldi gengisfellinguna samrýmast ákvæðum kjarasamninganna. „Við munum fylgja eftir þeim ákvæðum í samningnum sem gera ráð fyrir aðgerðum til acj bæta okkar félagsmönnum það kaupmáttarhrap sem kann að leiða af verðhækkunum sem fylgja í kjölfar gengisbreyt- inga,“ sagði Ögmundur. Hann var spurður hvort hann gæti tekið undir það, sem meðal annarra Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþingismaður hefur haldið fram, að samnings- og verkfallsréttur hafi ekki nýst opinberum starfsmönnum og þeir hafi dregist aftur úr í laun- um, sfðan þessi réttindi fengust. „Ég er algjörlega ósammála þessu sjónar- miði og held að þar komi annað til: Viðleitni til þess að halda kauptaxta niðri, ekki aðeins hjá ríkinu, heldur á hinum almenna vinnumarkaði einn- ig og ég held að verkfallsvopnið heyri til mannréttinda, hvort sem menn starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu." Hann var einnig inntur álits á svokölluðum „stríðsskaðabótum", sem félagar BHMR eru sagðir hafa fengið. „Ég hef hvergi séð neitt um þessar svokölluðu stríðsskaðabætur í kjarasamningnum, að minnsta kosti ekki í því eintaki sem ég hef fengið í hendur. Hitt efast ég ekkert um, að eigi þetta við rök að styðjast, þá muni fólk finna eihveijar leiðir til að koma þessum peningum í lóg.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Virðist benda til aukins launamunar „MIG skortir nægar forsendur til að meta nýgerðan kjarasamning ríkisins og háskólamenntaðra starfsmanna þess. Mér er ekki ljós þýðing þess ákvæðis, sem kveður á um sérstakar nefiidir til að meta og samræma laun háskólamennt- aðra manna i vinnu hjá einkaaðil- um og hinu opinbera svo og úr- skurði kjaradóms, náist samkomu- lag ekki,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið. Ásmundur sagði, að svo virtist sem auka ætti launagreiðslur til lang- skólagenginna ríkisstarfsmanna og til þeirra, sem bæru ábyrgð á stjóm- un. Það benti til aukins launamunar innan bandalagsins. Því virtist launa- stefnan, eins og hana mætti lesa úr samningsplagginu, stinga í stúf við þá stefnu, sem mest áherzla hefði verið lögð á að undanfömu. Mest hækkun virtist eiga koma á hæstu launin. Þetta ætti hins vegar allt eftir að koma í ljós og líkega yrði að bíða niðurstöðu lqaradóms á næsta ári til að sjá hver raunveruleg þýðing þessara samninga væri. Aðspurður um þýðingu svokall- aðra „stríðsskaðabóta" sagði Ás- mundur, að ljóst væri að i frjálsum samningum væri hægt að semja um hvað sem væri. Hann sæi því ekki ástæðu til neinna sérstakra yfírlýs- inga vegna þess þáttar kjarasamn- inganna. Þórarinn V. Þórarinsson, frainkvæmdastjóri VSÍ: Greiðsla launa í verk- falli siðleysi „AÐ minu mati er greiðsla hluta launa í verkfalli siðleysi af hálfu beggja samningsaðila. Þetta lýsir fyrírlitningu launþega á verkfalls- réttinum og jafhmiklu siðleysi af hálfu samninganefindar ríksins," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, f samtali við Morgunblaðið. „Ég legg ekki mat á samningin að öðru leyti. Áhrifin eru ekki komin fram ennþá, en ljóst er að það kem- ur til með að þurfa kjarkmenn í þann gerðadóm sem vinna á samanburð og úrskurða um samræmingu á laun- um háskólagenginna ríkisstarfs- manna og starfsbræðra þeirra í einkageiranum. Það er rétt sem borgarstjórinn í Reylqavík segir, að forsendur gerðardóms til að vinna eftir stangast á. Þá er það athygli vert við lyktir deilunnar og einsdæmi og þó víðar væri leitað, að verkfallsmönnum sé með kjarasamningi tryggt sjálfdæmi um það hvemig og með hve mikilli yfirvinnu þeir kjósa að vinna í fram- haldi verkfallsins á sumarleyfistíma sínum til að bæta sér upp launatap- ið. Það er skelfilegt að þessi réttur eigi að bitna á nemendum, ekki bara í framhaldsskólum, heldur einnig grunnskólum. Einn þáttur saming- anna kveður svo á að bömum verði ekki hleypt upp á milli bekkja án þess að ljúka prófum með formlegum hætti eða fá mat kennara. í öllu falli er ljóst að hagsmunir ungmenna í skólum landsins, sem nú hafa ýmist ráðið sig til vinnu eða skipulagt tíma sinn á annan hátt, hafi ekki skipað fyrsta sætið við lyktir þessarar kjara- deilu,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.