Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 iltarigi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri FlaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Kjarasamningar BHMR Kjaradeila háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna er hin erfiðasta, sem upp hefur komið seinni árin. Henni er nú lokið og erfitt að gera grein fyrir því, hvað í samkomulag- inu felst. Talsmenn ríkisins telja, að samningur þessi sé innan þess ramma, sem settur var með kjarasamningum ann- arra opinberra starfsmanna. Sumir háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn telja,. að samning- urinn þýði um 16% launahækk- un á einu ári. Ljóst er, að í samkomulaginu felst ákvörðun um að hækka laun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna verulega á næstu árum og verður fróðlegt að sjá, hvort aðrir opinberir starfsmenn sætti sig við það án þess að fá sambærilegar hækkanir. Hefur einhver trú á því? Það ákvæði samkomulags- ins, að hver verkfallsmaður fái greiddar 20 þúsund krónur af fé skattborgaranna, sem ein- hvers konar uppbót fyrir tekj- utap í verkfallinu er auðvitað fráleitt. Héðan í frá munu ríkis- starfsmenn jafnan krefjast slíkra greiðslna við lok verk- falls og almennu verkalýðs- félögin munu áreiðanlega gera sömu kröfur við svipaðar að- stæður. Sú ákvörðun ríkis- stjómarinnar að samþykkja þessar greiðslur er óskiljánleg. Væntanlega eru forráðamenn Alþýðubandalagsins að gera tilraun til að kaupa frið í flokki sínum á kostnað skattgreið- enda. Slík meðferð almannafjár er óveijandi. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að samning- ar þeir, sem ríkið gerði við BSRB hafi farið langt út fyrir mörk þess, sem efnahagur þjóðarinnar leyfí um þessar mundir. í kjölfar þess voru gerðir kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði, sem atvinnuvegimir hafa ekki efni á. Nú hafa verið gerðir nýir samningar við aðra hópa opin- berra starfsmanna, sem em ekki fremur í samræmi við veruleikann í íslenzku atvinnu- lífí en hinir fyrri. Raunar er ástæða til að benda á, að ríkið er þegar byrjað að svíkja samn- ingana við BSRB ef eitthvað er að marka þær yfírlýsingar, sem talsmenn BSRB gáfu að loknum þeirra samningum. Gengisbreytingin á dögunum er auðvitað í engu samræmi við þær yfirlýsingar, sem þá voru gefnar. Þrátt fyrir allt þetta er það líka veruleiki, sem við blasir, að launakjör háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins hafa í mörgum tilvikum verið fárán- leg. Öll sanngimi hefur mælt með kjarabótum fyrir þetta fólk, þegar tekið er mið af laun- um þeirra, menntun og kostn- aði við að afla menntunar. Það er þessi þverstæða i efna- hagslífi okkar, þ.e. hin augljósa þörf á að bæta kjör ýmissa starfshópa og um leið getuleysi undirstöðuatvinnuvega og skattgreiðenda til þess að standa undir slíkum lqarabót- um, sem hefur valdið því, að Morgunblaðið hefur á undan- fömum vikum, mánuðum og misserum, bent á nauðsyn umfangsmikils uppskurðar í efnahags- og atvinnulífi okkar. Sá uppskurður miði annars vegar að því, að atvinnulífið geti skilað meiri hagnaði jafn- framt því sem útgjöld opinberra aðila verði skorin niður og hins vegar að lækka verðlag á vöru og þjónustu með stóraukinni samkeppni erlendis frá. Án slíkrar gmndvallarbreyt- ingar í atvinnu- og efnahagslífí okkar heldur hin eilífa hring- ferð áfram, þ.e. gengisbreyt- ingar, kjaraskerðingar, kaup- hækkanir umfram getu, tap- .rekstur atvinnuvega o.sv. frv. Slík hringferð er nú hafin. Ríkisstjómin sjálf stendur fyrir henni. Hún reið á vaðið með launastefnu, sem _ enginn gmndvöllur er fyrir. Á næstu mánuðum munum við sjá gengi krónunnar lækka stöðugt og aðrar gamalkunnar afleiðingar efnahagsstefnu af því tagi, sem þessi ríkisstjórn hefur rekið. Afleiðingar þessa verkfalls fyrir nemendur í framhalds- skólum em alvarlegar. Morg- unblaðið hefur orðið fyrir að- kasti úr ýmsum áttum fyrir að vara kennara við verkfalli á þessum árstíma. Reynslan ein á eftir að leiða í ljós hveijar hinar raunvemlegu afleiðingar verkfallsins verða fyrir nem- endur. En nú var gengið svo langt gagnvart þeim, að skyn- samara fólk í röðum kennara hlýtur að koma í veg fyrir, að þessum leik gagnvart ungu fólki verði haldið áfram. Launastefnan sem gleymdist eftir Þorstein Pálsson Nú er lokið einhverju lengsta verkfalli sem hér hefur orðið. Óneit- anlega er það mikill léttir þegar lausn fæst í langvarandi vinnudeil- um og svo er einnig nú. Aðdragandi og niðurstaða þessa verkfalls vekja hins vegar upp fjöl- margar spumingar sem ærin ástæða er til þess að fjalla um. Og það er nauðsynlegt að gera í sam- hengi við pólitíska veruleika sem við búum nú við. Ýmsum þótti skjóta nokkuð skökku við þegar háskólamenn í ríkisþjónustu settu fram meiri og hærri kröfur en almennt gerðist hjá verkalýðsfélögum. Er þá sama hvort litið er til annarra opinberra starfsmanna eða stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Á það hefur verið bent í þessu sambandi að núverandi ráðherrar fjármála og menntamála hafa á undanförnum árum gert það að einni uppistöðu stjórnmálabaráttu sinnar að rökstyðja kröfur um meiri launa- hækkanir til háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna en annarra. Komið að tómum kofunum Það var því ekki óeðlilegt að for- ystumenn þessara samtaka skyldu setja fram meiri kröfur en aðrir einmitt nú þegar forystumenn Al- þýðubandalagsins fara með lykil- ráðuneytin í ríkisstjórn íslands. Forystumenn háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna komu hins vegar að tómum kofunum þar sem áður voiu gefin fögur fýrirheit. í annan stað vakti það athygli með hversu miklum hroka fjármála- ráðherra kom fram gagnvart þess- um starfshópum. I raun réttri skeytti ríkisstjórnin í engu um þessa vinnudeilu fyrr en hún hafði staðið vikum saman með þeim afleiðingum sem ekki þarf að fara mörgum orð- um um, en hefur komið með mest- um þunga niður á skólafólki í landinu. Slíkt skeytingarleysi er einsdæmi af hálfu ríkisstjómar. Engu er líkara en ríkisstjórnin hafi talið sjálfri sér trú um að unnt væri að bijóta niður stéttarfélög háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna með því einu að láta verk- fall þeirra standa nógu lengi. Þetta lýsir því valdhrokahugarfari sem einkennir stjómarathafnir núver- andi ráðherra. Þvert á launastefnuna Efnisleg niðurstaða samning- anna er einnig athyglisverð. Ekki síst í ljósi fyrri yfirlýsinga ráðherra um launastefnu félagshyggjuríkis- stjómarinnar. í tengslum við kjara- samninga fjármálaráðherra við BSRB fyllti ráðherrann alla fjöl- miðla af skmmyfirlýsingum um al- gjörlega nýja pólitík af hálfu stjórn- valda sem fæli í sér sögulega niður- stöðu. Því v.ar haldið fram að í fyrsta skipti hefðu í reynd verið gerðir samningar með hagsmuni láglaunafólksins í huga. Kjaminn í þeim boðskap fólst í því að samið var um ákveðna krónu- töluhækkun launa til félagsmanna í BSRB. Þannig átti að tryggja að lægstlaunuðu ríkisstarfsmennirnir fengju hlutfallslega mestu launa- bætumar. Þetta var félagsleg for- senda fyrir samþykki BSRB á samningunum og fjölmiðlar drógu ekki af sér í því að kynna þessa „sögulegu niðurstöðu". Samningarnir við háskólamennt- aða ríkisstarfsmenn ganga á hinn bóginn þvert á þetta sjónarmið. Þeir fela í sér hlutfallslega hækkun á launum þeirra ríkisstarfsmanna sem em í efri hluta launastigans. Niðurstaðan er því sú að þeir betur launuðu fá fleiri krónur í launa- hækkun en hinir lægri launuðu. Enn einu sinni fjúka stóryrði fjármála- ráðherrans út í buskann. Enn einu sinni hefur það komið á daginn að það er ekki að marka Jrá einni viku til annarrar hvað fjármálaráðherr- ann hefur fram að færa eða segir í fjölmiðlum. En blaðamennirnir, sem margir hveijir em nemendur hans úr Háskólanum, hafa ekki séð ástæðu til að blása þessi umskipti upp með sama hætti og falsyfirlýs- ingarnar sem gefnar vom fyrir nokkmm vikum. Innistæðulaus ávísun Fjármálaráðherrann hefur verið að hæla sér af því, með stuðningi Þjóðviljans að undanfömu, að hann hafi kveðið niður með öllu markaðs- launahugmyndir háskólamanna í ríkisþjónustu. Niðurstaða kjara- samninganna er á hinn bóginn sú að gengið ér að kröfum af þessu tagi en með býsna sérkennilegum hætti. Það er skrifuð út ávísun á framtíðina sem Ij ármálaráðherrann hefur ekki og getur ekki sýnt fram á að innistæða sé til fyrir. • Þessi lausn er í samræmi við annað hjá ríkisstjórninni um þessar mundir. Hveiju málinu á fætur öðm er ýtt út af borðinu með útgáfu innistæðulausra ávísana sem falla eiga á næstu ríkisstjórn. Þannig er um 1.200 milljóna króna erlendar lántökur til uppbótagreiðslna fyrir fiskvinnsluna. Sama máli gegnir um kaup á stuðningi Kvennalistans við húsbréfafmmvarpið sem greidd vom með 600 milljóna króna inni- stæðulausri ávísun. Ábyrgðarleysið er alls ráðandi. Kaupmáttur heimila lækkar um 10-12% Nú þegar kjarasamningum er að mestu leyti lokið á almennum vinnumarkaði og við ríkisstarfs- menn kemur í ljós að ríkisstjórninni tekst á einu ári að lækka kaupmátt heimilanna i landinu um 10-12%. Þetta gerist á sama tíma sem afla- brögð hafa verið meiri og betri en um langan tíma. Afurðaverð á er- lendum mörkuðum hefur verið stöð- ugt og öll ytri skilyrði því með ágæt- um öfugt við það sem fyrri ríkis- stjórn þurfti að glíma við þegar hvort tveggja gerðist, að verð á erlendum mörkuðum og gengi er- lendra gjaldmiðla lækkaði. Hveiju hefur þessi mikla kaup- máttarrýrnun skilað? Afkoma at- vinnuveganna hefur í engu verið bætt. Rekstrarstaða þeirra er enn sú sama og í lok verðlækkunartíma- bilsins síðastliðið haust. Ástæðan er einfaldlega sú að tillögum sjálf- stæðismanna um raunhæfar að- gerðir þá var hafnað. Verðbólgan eykst Þrátt fyrir miðstýringu á vöxtum hefur ekki tekist að neinu marki að ná vöxtum niður. Raunvextir hafa að vísu lækkað Gatnamót í stað' Bústaðavegur tengdurviðMiklatorg 1. Umferðin tii 18. BORG ARYFIRV ÖLD hafa ákveðið að leggja niður Miklatorg í sumar og taka í staðinn upp gatnamót með umferðarljósum, þar sem Bústaðavegur kemur inn á torgið og tengist Snorra- braut. Áætlaður kostnaður við verkið er um 160 miiyón- ir króna á þessu ári og á því að vera lokið 1. september. Á síðasta ári var hafist handa við lagningu Bústaðavegar í Öskjuhlíð, og er fyrirhugað að þar verði Qórar akreinar allt frá brúnni yfir Kringlumýrarbraut, að Snorrabraut. í framtíðinni verða gatnamót Bústaðavegar og Miklubrautar mislæg og mun Bústaðavegur þá tengjast Snorra- braut með brú en í þá framkvæmd verður ekki ráðist fyrr en Hring- braut hefur verið flutt til suðurs í átt að flugvellinum. Að sögn Inga U. Magnússonar gatnamálastjóra, aka allt að 70.000 bílar um Miklatorg á sólar- hring og má því búast við að trufl-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.