Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAI 1989 Skólalokin verði með faglegnm hætti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá for- manni Skólameistarafélags ís- lands, Ingvari Ásmundssyni. Hollywood opið SJO kvöld í viku FRA og með n.k. sunnudagskvöldi verður veitingahúsið Hollywood opið sjö kvöld í viku, eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum síðan. Áhugi fólks fyrir því að fara út í miðri viku hefur aukist eftir að sala bjórs var leyfð, segir í frétt frá veitingahúsinu. Aðgangseyrir verður enginn. Arneshreppur: Vorhátíð Árnesi, Trékyllisvík. ÁRLEG vorhátfð Finnboga- staðaskóla var nýlega haldin í samkomuhúsi sveitarinnar. Sú nýlunda var í skólastarfínu í vetur, að bömin fóru í náms- og kynnisferð til Reykjavíkur. Var öllu þessu gerð skilmerkileg skil á vorskemmtuninni. EJ GENGISSKRÁNING Nr. 92 19. maí 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 55,71000 55,87000 53,03000 Slerlp. 90,12500 90,38400 89,78000 Kan. dollari 46,85500 46,98900 44,60600 t Dönsk^r. 7,26340 7,28420 7,26440 Norsk kr. 7,84760 7,87010 7,78940 Sænsk kr. 8,37870 8,40280 8,32500 Fi. mark 12,71630 12,75280 12,66840 Fr. franki 8,35390 8,37790 8,36240 Belg. franki 1,35090 1,35480 1,35110 Sv. franki 31,73730 31,82840 31,94110 Holl. gyllini 25,09180 25,16380 25,06320 V-þ. mark 28,27850 28,35970 28,27810 ít. líra 0,03885 .0,03896 0,03861 Austurr. sch. 4,02050 4,03200 4,01670 Port. escudo 0,34340 0,34430 0,34180 Sp. peseti 0,45230 0,45360 0.45570 Jap. yen 0,40115 0,40230 0,40021 írskt pund 75,62900 75,84600 75,49100 SDR (Sérst.) 70,05140 70,25260 68,78630 ECU, evr.m. 58,91610 59,08530 58,82090 Tollgengi tyrir maí er sölugengi 28. apríl. Sjáltvirkur simsvari gengisskráningar er 62 32 70. „Vegna frásagnar af ummælum formanns HÍK Winciar Jóhannsdótt- ur, á fundi HÍK, 19. þ.m. sem höfð eru eftir henni í fjölmiðlum, vill for- maður Skólameistarafélags íslands taka fram eftirfarandi: Eins og formaður HÍK veit manna best hefur formaður Skólameistara- félagsins beitt sér verulega fyrir lausn umræddrar kjaradeilu. Undirritaður hefur á fundum með ráðherra og skólameisturum lagt áherslu á það að skólalok, að loknu verkfalli, yrðu með faglegum hætti og að um það yrði haft fullt samráð við kennara og samtök þeirra. Annað það sem varðar skólameist- ara og fram kemur í fréttum af ummælum formanns HÍK telur und- irritaður ekki svara vert. F.h. stjórnar Skólameistarafélags íslands _ Ingvar Ásmundsson." Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- rúnu Zoega, ritara fræðsluráðs: „í Morgunblaðinu í gær er sagt frá tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæð-1 isflokksins í borgarstjóm 18. maí, sem samþykkt var með 10 atkvæð- um gegn þremur. í tillögunni er lýst yfir eindregnum stuðningi við ákvörðun fræðsluráðs um að mæla með Valgerði Selmu Guðnadóttur í starf skólastjóra Ölduselsskóla. Enn fremur segir að allir umsækjendur séu hæfír til starfans, en ljóst sé að Valgerður Selma hafi meiri menntun og lengri starfsreynslu en aðrir umsækjendur. Vegna þessa óskar undirrituð, ritari fræðsluráðs, eftir að taka fram: Af hinum þrem- ur umsækjendum hefur Auður Stella Þórðardóttir ótvírætt mesta menntun. Hún hefur hins vegar styttri starfsaldur en hinir tveir umsækjendumir og enga reynslu af stjórnun skóla. í borgarstjórn snemst umræðumar eingöngu um tvo umsækjendur, þau Valgerði Selmu og Reyni Daníel, en af þeim tveimur hefur Valgerður Selma bæði meiri menntun og lengri starfsreynslu sem yfírkennari, auk þess sem hún hefíir gegnt starfi skólastjóra við einn stærsta skóla borgarinnar í eitt ár.“ Fiskverð á uppboðsmörkuðum 19. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði , Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 56,50 45,00 54,24 60,604 3.287.219 Þorskur(smár) 34,00 34,00 34,00 1,284 43.639 Ýsa 65,00 20,00 43,36 5,581 242.009 Ýsa(óst) 53,00 35,00 52,68 1,239 65.245 Karfi 29,00 26,00 26,41 1,183 31.247 Ufsi 28,50 10,00 23,90 1,615 38.609 Steinbítur 22,00 15,00 15,13 2,148 32.503 Steinbítur(óst) 15,00 15,00 15,00 0,297 4.455 Langa 13,00 13,00 13,00 0,246 3.194 Lúða 250,00 200,00 236,94 0,017 4.028 Koli 25,00 25,00 25,00 0,063 1.575 Samtals 50,54 74,277 3.753.721 Selt var úr Núpi ÞH og bátum. Á mánudag verður meðal ann- ars selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Stakkavík ÁR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 45,00 30,00 41,92 10,327 432.891 Þorsk(siginn) 82,00 76,00 80,13 0,122 9.776 Ýsa 68,00 15,00 57,07 2,433 138.858 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,021 315 Ufsi 15,00 12,00 13,84 0,784 10.848 Steinbítur 12,00 12,00 12,00 0,523 6.276 Langa 12,00 12,00 12,00 0,095 1.140 Lúða(smá) 170,00 170,00 0,021 3.570 Skötuselur 90,00 90,00 90,00 0,004 360 Rauðmagi 57,00 55,00 56,00 0,104 5.824 Blandað 6,00 6,00 6,00 0,009 54 Samtals 41,15 15,363 632.160 Selt var úr handfæra- og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 55,00 30,00 46,11 9,882 455.685 Ýsa 65,00 25,00 53,60 11,104 595.192 Karfi 26,50 15,00 17,73 3,807 67.510 Ufsi 28,50 10,00 27,29 10,073 274.877 Steinbítur 20,00 15,00 16,99 2,006 34.090 Hlýri 7,00 7,00 7,00 2,890 20.230 Langa 35,00 20,00 26,53 0,620 16.450 Lúða 305,00 225,00 260,57 0,079 20.585 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,182 6.370 Keila 5,00 5,00 5,00 0,435 2.175 Skata 78,00 10,00 11,75 0,311 3.654 Skötuselur 285,00 220,00 254,21 0,019 4.830 Háfur 6,00 6,00 6,00 0,181 1.085 Samtals 36,13 41,588 1.502.733 Flækjur ástarlífsins í Laugarás- bíói LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmynd sem fjallar um þijár vinkonur í smábænum Mystic og vandræði þeirra við að reyna að ráða fram úr flækjum ástarlífsins. Með aðalhlutverk fara Annabeth Gish, Julia Roberts og Lili Taylor. Leikstjóri er Donald Petrie. Hundaræktarfé- lag íslands 20 ára Hundaræktarfélag íslands verður 20 ára á þessu ári og í tilefiii afinælisársins verða haldn- ar 2 hundasýningar, sú fyrri nú á sunnudaginn í Reiðhöllinni í Víðidal og sú seinni helgina 21. og 22. október. Dómarar á sýningunni nk. sunnu- dag verða þær; Diane Anderson frá Bandaríkjunum og Ebba Aalegaard frá Danmörku. Þær eru báðar íslenskum hundaá- hugamönnum að góðu kunnar því þær hafa báðar dæmt hér áður. Á sunnudaginn verða sýndir 140 hund- ar í tveimur dómhringjum. Sýningin hefst klukkan 9 og dag- skráin verður á þessa leið; Frá klukk- an 9-11 í hring A verður íslenski fjárhundurinn sýndur. Klukkan 11-12 verður Pug, langhundar, Möltugrefíll, Yorkshire Terrier. Klukkan 1-2 púðlar. Klukkan 2-3 írski seti. Klukkan 15.30.-16. verða úrslit og verðlaunaafhending. Fjórir bestu hundár sýningarinnar verða valdir, einnig besti hvolpur og besti öldungur. í dómhring B verður enskur Coc- ker Spaniel sýndur frá klukkan 9-9.40. Klukkan 9.40-10.15 enskur Springer Spaniel. Klukkan 10.15-12 Golden Retriver. Klukkan 1-3 La- brador Retriver. Klukkan 15-15.30. verður afkvæmasýning. Klukkan 16.30-17 verða hundaleikir og klukkan 17-17.30. verður sýnd hundafimi (Agility). Besta hund sýningar mun Diane Anderson dæma en besta hvolp og besta öldung sýningar mun Edda Aalegaard dæma. \ Enn stekkur FEF-fló Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður í dag í Skeljanesi 6 og hefst kl. 2 e.h. Þetta er næst síðasti laugardagsmarkwaður FEF að sinni og hefur verið mik- il og góð aðsókn undanfarna laug- ardaga, að því er segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Bætt hefiir verið við ýmsum góðum munum og fatabirgðir hafa verið end- urnýjaðar að mestu. Morgunblaðið/Bj ami Margrét Hallgrímsdóttir við fornleifasýninguna í Viðeyjarstofu. Munir úr upp- greftri sýndir í Viðeyjar- stofii MUNIR sem fundist hafa við forn- leifagröft í Viðey eru nú á sýningu í kjallara Viðeyjarstofu. Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðing- ur hefur sett upp sýninguna og eru elstu munirnir frá þrettándu öld, gætu jafiivel verið allt frá tíundu öld, að sögn Margrétar. Alls hafa fundist um sjö þúsund munir við uppgröftinn og eru á sýningunni dæmigerðir munir fyrir þá sem fundist hafa. Meðal sýningargripa eru lyfjaglös, beináhöld, skór, bæði ofnir og úr skinni, matarílát og skálar af fjar- lægum uppruna. Til dæmis er bolli með austurlensku tákni í botni, líklega frá sautjándu öld. Merkustu munimir eru, að sögn Margrétar, talnabönd, hringur frá fjórtándu eða fímmtándu öld og Maríutákn, sem fundust í gröf manns, sem líklegt er að hafí verið ábóti í Viðeyjark- laustri. Þar að auki em myndir af vaxtöflum þeim sem fundist hafa, en á þeim er varðveitt letur frá fimmtándu öld á íslensku, latínu og hollensku, kirkjulegur texti. Uppgröfturinn er nú að hefjast aftur eftir hlé í vetur. Grafíð er í rústum klausturs, en Margrét segir að svo virðist sem undir þeim séu leifar af enn eldra bæjarstæði. „Þetta er svona bæjarhóll, það er að segja, húsin hafa alltaf verið byggð á sama stað. Þama em leifar af skála, síðan klaustur þar ofan á og síðast yngri hús frá tímum Skúla." Leiksýning í Sel- fosskirkju NÝIR einþáttungar eftir dr. Jakob Jónsson verða sýndir i Selfoss- kirkju sunnudaginn 21. maí. Einþáttungamir heita Þögnin, Kossinn og Sjáið manninn og dregur leiksýningin nafn sitt af síðasta þættinum. Leikstjóri sýningarinnar er Jakob S. Jónsson, aðstoðarleikstjóri er Ólöf Sverrisdóttir, tónlistina samdi Hörð- ur Áskelsson, Snorri Sveinn Frið- riksson hannaði leikmyndina og lýs- ingu annaðist Ámi J. Baldvinsson. Leikendur em þau Erlingur Gísla- son, Þómnn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Hákon Waage. Morgunblaðið/Júlíus Frá kynningu íþróttasambands fatlaðra á Lækjartorgi. íþróttasamband fatlaðra 10 ára ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra átti 10 ára afinæli á miðvikudag. Af því tilefiii gekkst sambandið fyrir kynningu á Lækjartorgi til þess að vekja athygli vegfarenda á þeim möguleikum sem fatlaðir hafa á íþróttaiðkana, sjálfum sér til heilsubótar. Vegfarendum var kjmnt hvemig er að ferðast um í hjólastól, og sýnd- ir möguleikar þessara farartækja og ýmsar þær hindranir sem á vegi fólks í hjólastólum verða. Með þessu vill íþróttasamband fatlaðra hvetja alla sem þekkja fatl- að fólk, sem ekki iðkar íþróttir, til að leggja að því að snúa sér til sam- bandsins og kynna sér þá möguleika til heilsubótar sem þar standa til boða. Tónleikar í Lista- saftii^ Sigurjóns Ólafs- sonar TÓNLEIKAR með verkum Jónas- ar Tómassonar verða haldnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sunnudaginn 21. maí klukkan 17. Flutt verða verkin Sónata XVIII fyrir hom, Sónata XIX fyrir bassa- klarinett og píanó og Cantata II fyrir söngrödd, selló, altflautu, bassaklarinett og horn. Flytjendur: Hrefna Eggertsdóttir píanó, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, John Speight söngur, Kjartan Óskarsson, bassaklarinett, Þorkell Jóelsson horn og Jónas Tómsasson altflauta. Vortónleikar Sel- kórsins Fj ölskyldudagur Siglfirðingafé- . lagsins Fjölskyldudagur Siglfirðinga- félagins í Reykjavík og nágrenni verður í Kirkjuhvoli, Garðabæ, á morgun, sunnudaginn 21. maí, klukkan 15. Eldri Siglfirðingar sérstaklega boðnir. Ýmislegt verður til skemmt- unar. SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur hina árlegu vortónleika sína fyrir styrktarfélaga og aðra söngunnendur, sunnudaginn 21. maí kl. 20.30 í Neskirkju. Á efnisskrá eru bæði innlend og erlend lög. Kórinn hefur æft lög frá Norðurlöndunum í vetur, þar sem hann mun halda í söngferðalag til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs nú í byrjun júní. Meðal annars mun kórinn heimsækja Höganes þar sem fram fer vinabæjarmót, en Höganes er einmitt vinabær Seltjamamess. Sjómandi Selkórsins er Friðrik Guðni Þórleikfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.