Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 39

Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 39 Mæðradagurinn í tilefni mæðradagsins, sem haldinn er hátíðlegur einu sinni á ári hveiju, minntist ég greinar sem ég las fyrir all-löngu í er- lendu blaði. Greinina skrifaði kona sem hafði þá verið gift sama manninum í hálfa öld og átt með honum þijá syni. Grein henn- ar fer hér á eftir, stytt og endursögð, en ég læt höfund tala í eigin persónu. Ég er alls ekki í hópi þeirra kvenna sem telja að Mæðradagur- inn feli í sér einhveija niðurlæg- ingu varðandi stöðu kvenna. Sú afstaða finnst mér ekki samræm- ast tilganginum með að tileinka mæðrum hátíðisdag. Engu að síður er ég ekki hlynnt Mæðra- degi. Mér fínnst það hálfgerð óvirð- ing að vilja heiðra móðurina að- eins einn dag á ári. Hina dagana 364 má hún aftur vera í skugga hversdagsleikans með sínar skyld- ur og áhyggjur. Þessa hátíðardags, sem þröng- vað er upp á okkur, finnst mér allt í lagi að minnast á heimilum þar sem eru lítil börn. Það kemur við hjartað í hverri móður þegar lítill snáði — sem enn er of ungur til að muna þær kveðjur sem reynt hafði verið að kenna honum að færa móður sinni — kemur hlaup- andi til hennar með glampa í aug- um og leggur blóm í kjöltu henn- ar. En hversvegna þarf einhvem ákveðinn „Mæðradag"? Gefa ekki allir dagar tilefni til að færa mömmu blóm? Þörf móðurinnar fyrir ást og alúð er svo lítillát. Fyrst af öllu koma bömin og eiginmaðurinn, þar á eftir getur hún hugsað um sjálfa sig. Ef þau eru ánægð og hamingjusöm er hver dagur í hennar augum mæðradagur. Þegar ég lít til' baka á hálfrar aldar hjónaband og synina þijá þurrka minningamar um allar gleðistundirnar burt sérhveija til- hugsun um erfíði og raunir. En það er einmitt þetta sem gefur lífinu gildi. Hvaðan er annars þessi „Mæðradagur" kominn? Eins og svo mörg önnur tilbúin tilefni kemur hann frá Bandaríkjunum — landi ótakmarkaðra tækifæra. Þar hafði Ann Jarvis — sem sjálf átti engin böm — krafizt þess árið 1907 að haldinn yrði sérstak- ur hátíðardagur til heiðurs öllum mæðmm. Þessi hugmynd breidd- ist óðfluga út, bæði innanlands og utan. En tilgangurinn hjá Ann Jarvis var allt annar í upphafí. Með því að heiðra móðurina vildi hún vekja athygli á því að ekkert samfélag fær þróazt án konunn- ar. Öll vitum við hver varð árang- ur hugmyndarinnar. Yfírborðstil- efni til að gefa gjafír. Einn dagur á ári, sem færir blómasölum og konfektframleiðendum stóraukna sölu. Og jafnframt dagur sem bætir samvizku margra. Af öllum þessum ástæðum er ég lítt hrifín af „degi móðurinn- ar“, því ég kæri mig ekki um sviðsettar kenndir. Þeir sem telja sig hafa ástæðu til geta haldið upg á daginn. Ég teldi betur farið ef ekki væri gert svona mikið veður út af þessum eina degi ársins, en þess í stað reynt að koma ein- hveijum góðum áformum dagsins í framkvæmd hina 364 daga árs- ins. Svo mörg voru orð höfundar. En mér fannst vel við eiga að koma þeim á framfæri nú. Von- andi geta þau oiðið öðrum til íhugunar. Með móðurkveðju, Jórunn. Skákþing íslands: Guðmundur Gíslason sigr-„ aði í áskorendaflokki ___________Skák________________ Bragi Kristjánsson SKÁKÞING íslands í áskorenda- flokki var teflt á Akureyri um páskana. Þátttakendur voru 22 og tefldu 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason sigraði með 8 vinninga. Hann tefldi geysivel og bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Guðmundur er ungur og hæfi- leikaríkur skákmaður, sem stöðugt hefur bætt við sig síðustu árin. Með sigrinum vann hann sér rétt til að tefia um íslandsmeistaratitilinn við bestu skákmenn þjóðarinnar í landsliðskeppninni í haust. Akur- eyringamir Ólafur Kristjánsson og Rúnar Sigurpálsson urðu jafnir í örðu sæti með 6 vinninga hvor, og verða að tefla einvígi um réttinn til þátttöku f landsliðsflokki. Rúnar er aðeins 17 ára, en Ólafur er þijátíu ámm eldri og var kominn í fremstu röð norðlenskra skák- manna tíu árum áður en Rúnar fæddist! í 4.-5. sæti komu Kári Elísson og Ámi Ármann Ámason, hlutu 5 vinning hvor. 6.-9. Þór Valtýsson, Magnús Teitsson, Sig- urður Gunnar Danfelsson og Páll Leó Jónsson, 5 vinninga hver. Skáksambandið hefur á undan- fömum ámm staðið fyrir landsliðs- keppninni víða um land, en nú er áskorendaflokkur íslandsmóts f fyrsta skipti haldinn utan Reykjavíkur. Er gott til þess að vita, að skákmenn landsbyggðar- innar geti stöku sinnum teflt á heimavelli á Skákþingi íslands. Reykvískir skákmenn vom því mið- ur allt of fáir að þessu sinni og misstu með því af tækifæri til að keppa um sæti í efsta flokki í haust. Mótið fór vel fram og var Akureyringum til sóma eins og við var að búast. Við skulum að lokum sjá eina af vinnipgsskákum sigurvegarans. Hvitt: Arni Ármann Amason Svart: Guðmundur Gíslason Frönsk-vöm 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 — Re7, 7. Dg4 — Dc7. Algengasta framhaldið í dag er 7. - 0-0!?, t.d. 8. Bd3!? - f5, 9. exf6 — ep, Hxf6, 10. Bg5 — Hf7, 11. Dh4— h6, 12. Bxe7 - Hxe7, 13. Dg3 - cxd4, 14. cxd4 - Bd7, 15. Dg6! - Da5, 16. Kdl - Bb5, 17. Dh7+ - Kf7, 18. Bg6+ - Kf6, 19. Bh5 — Be8, 20. Bxe8 — Hxe8, 21. Re2 með flókinni stöðu (Jón L. Ámason — McDonald, Oakham 1988). Aðrir leikir þykja ekki eins virk- ir, t.d. 7. - Rf5, 8. Bd3 - h5, 9. Df4 — cxd4, 10. cxd4 — Dh4, 11. Dxh4 - Rxh4, 12. Bg5 - Rf5, 13. Re2 - Rc6, 14. c3 - Ra5, 15. Rf4 - Re7, 16. Be2 og hvítur hefur varanlegt frumkvæði (Yanovsky — Uhlmann, millisvæðamótinu í Stokkhólmi 1962). Á Fjarkaskákmótinu í febrúar reyndi sovéski stórmeistarinn Ver- eslav Eingom 7. — Kf8 gegn Jóm L. Ámasyni og lenti í erfíðleikum eftir 8. a4 — Dc7, 9. Rf3 — b6, 10. Ba3 - h6, 11. Bd3 - Ba6, 12. 0-0 - Kg8, 13. a5 - Bxd3, 14. cxd3 - Rd7, 15. c4 - Kh7, 16. cxd5 — Rxd5, 17. De4+ — g6, 18. Hfcl - Kg7, 19. Rd2 - Hab8, 20. Rc4 o.s.frv. 8. Dxg7 — Hg8, 9.1)xh7 — cxd4, 10. Re2 - Max heitinn Euwe, heimsmeist- ari 1935—37 og einn mesti skák- fræðingur sögunnar, stakk upp á furðulegum leik í þessari stöðu, 10. Kdl!? Afleiðingamar verða miklar flækjur, t.d. 10. — Rd7, 11. Rf3 — Rxe5!?, 12. Bf4 - Dxc3, 13. Rxe5 - Dxal+, 14. Bcl - Hf8, 15. Bd3 - Bd7, 16. Hel - Rc6, 17. Rxf7 - Hxf7, 18. Bg6 - 0-0-0, 19. Dxf7 — e5, 20. Ke2 — e4 með óljósri stöðu. 10. - Rc6, 11. f4 - Bd7, 12. Dd3 - dxc3, lS.DxcS — Þessi leikur var vinsæll um tíma, en virðist ekki gefa hvíti betra tafl samkvæmt nýjustu rannsóknum. Hvítur hefur að undanfömu leik- ið 13. Rxc3 með góðum árangri, t.d. 13. - a6, 14. Re2 - Rf5, 15. Hbl - Rce7, 16. Dc3! - Bc6, 17. Hgl - 0-0-0 (17. - d4!?), 18. Rd4! - Rxd4, 19. Dxd4 - Rf5, 20. Db6 - Dxb6, 21. Hxb6 - Rd4, 22. Kf2 - Rxc2, 23. Bd3 - Rd4, 24. Hb4 með betra tafli fyrir hvít (Karpov - Nogueiras, Brussel 1988). 13. - 0-0-0, 14. Hbl - Til greina kom að leika 14. Hgl ásamt g2-g4. 14. - Rf5, 15. Bd2 - d4, 16. Dc5?! - Eftir 16. Dd3 - f6!, 17. exf6 - e5!, 18. f7 - Hg7, 19. g4 - Rd6 hefur svartur góða stöðu, en sú leið er betri fyrir hvít heldur en fram- haldið í skákinni. 16. - b6, 17. Dc4 - Kb8,18. g3 - Bc8, 19. Bg2 - Bb7, 20. Kf2 - Dd7, 21. Dd3 - Hvítur á erfitt með að fínna skyn- samlegan leik. Drottningarferða- lagið til c5, c4 og d3 hefur kostað dýrmætan tíma, sem svartur hefur notað til.að koma mönnum sínum á góða reiti. Til greina kom að leika 21. Hbdl. 21. - f6,22. exfS - Hdfö, 23. c4 - Þessi framrás er of seinvirk til að bera árangur. Hvítur hefði átt að leika 23. Bf3 til að koma í veg fyrir yfirvofandi hótun Rf5-h4. 23. - HxfB, 24. c5 - 24. - Rh4! Einfalt og sterkt. Biskupinn á g2 fellur og veikleiki hvítu reitanna umhverfis hvíta kónginn ræður úr- slitum. 25. Bxc6 - Engu betra er 25. gxh4 — Re5 ásamt 26. — Hxg2+ eða 25. Be4 — Re5 o.s.frv. 25. — Dxc6, 26.Rxd4 — Hvftur er vamarlaus, því eftir 26. Hhgl Rf3 tapar hann minnst skiptamun. 26. - Dg2+, 27. Ke8 - Rf5+, 28. Rxf5 — exf5, 29. Dd7 — Tapar strax, en eftir 29. Bc3 — He6+, 30. Be5 - Hxe5+!, 31. fxe5 — f4+! 32. gxf4 - Df3+, 33. Kd2 — Df2+, 34. Kc3 — Hc8! á hvítur enga vöm. " 29. - De4+, 30. K£2 - Df3+ og hvítur gafst upp. Bragðdauf pítsa Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Mystic Pizza“. Sýnd í Laugar- ásbíói. Leikstjóri: Donald Pet- erie. Helstu hlutverk: Anna- beth Gish, Julia Roberts og Lili Taylor. Það sem er óvenjulegt en langt í frá sérstakt við „Mystic Pizza“ er að stelpur em í hefðbundnu strákahlutverkunum. Það sem er sérstakt er að strákanir era í hefðbundnu stelpuhlutverkunum. Af hveiju okkur ætti að varða fímmaur um það er myndin aldr- ei fær um að svara. Eins og oft vill verða er hún varla mikið meira en æfíngavöll- ur ungra leikara sem fá hver sitt tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Hún er enn ein af þessum unglingar-standa-á-tímamótum myndum um hlátur og grát í ástarmálum þriggja vinkvenna sem afgreiða pítsur í smábænum Mystic og era tengdar óijúfan- legum vináttuböndum. Ein vill ekki giftast en vill allt- af vera að gera það, önnur er með ríkasta stráknum og sú þriðja, systir hennar, með gifta manninum. Ekkert nýtt í því og áttatíu prósent myndarinnar koma engum á óvart. Handritið er alltof gegnsætt til þess og leik- stjómin lítt athyglisverð. Það sem vantar er raunveraleg átök í staðin fyrir gamlar lummur. Þegar kemur að hinum tuttugu prósentunum, karllýsingum myndarinnar, kveður við annan tón. Bill, sem er tveggja metra langur og 100 kílóa ramur á humarbát, vill ekki sofa hjá, fyrr en daman lofar að giftast honum. Þú elskar mig ekkert, þú vilt bara sofa þjá mér, liggur í orðum sjóarans. Það hlýtur að vera eitt- hvað fyndið við þetta. VerA f rá 1232 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. maí 1989 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. (H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.