Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 59

Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 59
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR IAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 59 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ urinn að byvja Þrír í banni og strangttekið á grófum leik Á morgun hefst íslandsmótiö í knattspyrnu með þremur leikjum í 1. deild karla. Hinir lelklrnir í 1. umferö fara fram á mánudag og þriöjudag, en 18. og síðasta umferð veröur leikin laugardaginn 16. sept- ember. Eins og undanfarin ár spáðu þjálfarar, fyrirliðar og for- menn fyrstu deildar liðanna í spil- in um endanlega röð. Samkvæmt skoðanakönnuninni verja íslands- meistarar Fram titilinn, fengu 287 stig af 300 mögulegum. Vals- menn voru ekki langt undan með 261 stig, en síðan komu KR (228), ÍA (199), KA (198), Víkingur (124), FH (114), Fylkir (92), Þór (82) og ÍBK (65). Á blaðamannafundi, sem félag 1. deildar liða stóð fyrir kom fram að dómarar munu taka mjög strangt á grófum leik, „við ætlum að stöðva hann,“ sagði Ingi Jóns- son, sem er í dómaranefnd KSÍ. Slagurinn hefst klukkan 14 á morgun. Þá leika KR og ÍA á KR-velli, FH og KA í Kaplakrika og Þór og Víkingur á Þórsvelli. Á mánudag leika ÍBK og Valur í Keflavík og á þriðjudag verður viðureign Fram og Fylkis í Laug- ardalnum. Þrír leikmenn taka út bann i fyrsta leik; Erlingur Kristjánsson, KA, Óli Þór Magnússon, ÍBK, og Sigurður Björgvinsson, KR. Morgunblaöiö/Bjami Ragnar Margelrsson fékk besta marktækifæri fslands og átti möguleika á að jafna, en Dave Beasant varði skot hans utan teigs í slá. Sem þrekæfing við verstu aðstæður og það seinna gerði útslagið. Skömmu áður kom besta marktæki- færi íslands, Ragnar Margeirsson átti upphafíð og endinn, plataði mótheija með einfaldri gabbhreyf- ingu, skaut frá vítateig gegn rok- inu, en Dave Beasant, markvörður, náði að veija í slá og út. Jafnræði var með liðunum án umtalsverðrar hættu í fyrri hálfleik; Halldór Áskelsson átti tvö langskot framhjá, en Gary Mabbutt, fyrir- liði, fékk hættulegasta færi mót- heijana á 30. mínútu eftir hom frá Paul Gascoigne, en Bjami Sigurðs- son varði skalla hans frá markteig í hom. Englendingar vom ákveðnari, unnu flest návígi, léku á stundum vel samán, en endahnútinn vantaði þar til f lokin. Vöm íslenska liðsins var traust, en gerði tvö aídrifarík mistök. I fyrra skiptið náði Sævar Jónsson ekki að hreinsa í fyrstu snertingu, knötturinn barst út fyrir teig og Hurlock skoraði með góðu skoti. I seinna skiptið sendi Andy Mutch knöttinn af löngu færi undan vind- inum í átt að íslenska markinu, vamarmennimir hikuðu, misskiln- ingur virtist á milli Guðmundar Hreiðarssonar og Atla Eðvaldsson- ar og Steve Bull skoraði af stuttu færi. Sigi Held: „Megum aldrei sofnaá verðinum“ Siegfried Held, landsliðsþjálfari, var ánægður með að hafa fengið þennan leik. „Þetta var mik- ilvægur leikur og við hefðum þurft fleiri til að slípa af vankantana. Við megum aldrei sofna á verðinum og vomm minntir tvisvar á það — bæði mörkin komu eftir mistök. En þetta endurspeglar muninn á at- vinnumennsku og áhugamennsku. Áhugamenn geta gert mistök án þess að vera refsað fyrir í inn- byrðis viðureignum, en atvinnu- menn nýta sér mistök mótheijanna í ríkara mæli. En svoha leikir em til að læra af og vonandi læmm við af mistök- unum. Við vitum betur við hveiju verður að búast í Moskvu og verðum að nýta næstu daga vel fyrir þau átök,“ sagði Held. Hann fer í dag til Austur-Þýskalands til að fylgjast með leik heimamanna gegn Aust- urríki, sem em f sama riðli og ís- land í undankeppni HM. Sigurður í viðræðum við enskt lið Önnurfélög í myndinni Sigurður Jónsson kom ekki til landsins í leikinn gegn Englendingum. Hann tilkynnti forráðamönnum KSÍ að hann kæmist ekki frá Englandi, en f gær átti Sigurður viðræður við forráðamenn ensks 1. deildarfé- lags, sem vill kaupa hann frá Wednesday. í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi vildi Sig- urður ekki upplýsa um hvaða félag væri að ræða. „Málið er á mjög viðkvæmu stigi — það em 3-4 félög inni í myndinni hjá mér ennþá," sagði Sigurður. Sheffíeld Wednesday vill halda Sigurði, og var honum boðinn nýr samningur f fyrra- dag. Hann neitaði honum hins vegar strax, og sagðist ákveðinn í að skipta um félag, eins og áður hefur komið fram. VART var hundi út sigandi f Laugardalnum í gœrkvöldi vegna kulda, úrhellis og roks, en engu að sfður lótu tæplega þúsund manns sig hafa það að mæta á völlinn og fylgjast með leikmönnunum, sem höfðu skildum að gegna. Allir eiga hrós skilið fyrir viljann, nema 15-20 enskir áhorfendur, sem höguðu sér vægast sagt ósiðlega, einkum gagnvart enska landsliðsmanninum Paul Parker, sem er svartur á hör- und, en veðrið gerði það að verkum að landsleikurinn var sem þrekæfing við verstu að- stæður. Samleikur er oft hluti af erfíðum æfíngum og þó undarlegt megi teljast aðstæðna vegna örlaði af og til á spili hjá báðum liðum. Besti kafli íslands var Steinþór fyrri hluti seinni Guðbjartsson hálfleiks, en heldur skn'far dofnaði yfír mönn- um við fyrra markið Ísland-England O : 2( 0:0 ) Vináttulandsleikur (knattspymu i Laug- ardalsvelli fostudaginn 19. maí 1989. Mörk Englands: Terry Hurlock (71. mln.) og Andy Mutch (81. mln.). Áhorfendur: 776. Dómari: Kim Milton Nielsen, Danmörku. Lfnuverðir. Ólafur Sveinsson og Gisli Guðmundsson. Lið íslands: Bjami Sigurðsson (Guð- mundur Hreiðarsson 60. mfn.), Atli Eð- valdsson, Pétur Anþórsson (Viðar Þor- kelsson 37. min.), Agúst Már Jðnsson, Guðmundur Torfason, Guðni Bergsson, Gunnar Gíslason, Halldór Askeisson (Þorvaldur örlygsson 78. mln.), Ólafur Þórðarson, Ómar Torfason (Sævar Jóns- son 60. min.). Lið Englands: Stuart Naylor, Dave Be- asant, Gary Mabbutt, Tony Mowbray, Gary Pallister, Alan Mcleary, Tony Dor- igo, Paul Parker, Paul Gascoigne, Paul Allen, David Platt, Terry Hurlock Steve Bull, Andy Mutch, Paul Stewart, Tony Ford, Stuart Ripley, David Pearee. KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR ■ EVERTON og Liverpool eig- ast við í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. Sjónvarpað verður beint frá leiknum og hefst íþrótta- dagskráin 20 mínútum fyrr, klukk- an 13.40. ■ SÍÐAST þegar þessi lið áttust við í úrslitaleik bikarkeppninnar, árið 1986, sigraði Liverpooi og það árið vann það einnig deildakeppn- ina. Livei’pool virð- ist einnig nú vera á góðri leið með að leika sama leikinn aftur og yrði það þá fyrst liða til að sigra tvöfalt oftar en einu sinni. Frá Bob Hennessy íEnglandi ■ TOTTENHAM og Arsenal eru einu liðin fyrir utan Liverpool, sem hafa sigrað tvöfalt á þessari öld; Tottenham árið 1961 og Arse- nal árið 1971. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool sagði við blaðamenn á dögunum að lið gætu' ekki valið sér mótheija í bikar- keppni, en hefði Liverpool átt val um mótheija hefði það valið Ever- ton. „Liðið hefur lagt mikið af mörkum til borgarinnar hér í Liver- pool og hefur hjálpað fólki í þreng- ingum," sagði Dalglish, sem lagt hefur áherslu á einingu þessara tveggja liða frá Liverpool og áhangenda þeirra, fyrir úrslitaleik- inn. ■ LEIDIN á Wembley hefur, verið þymum stráð. Everton lagði að velli West Bromwich Albion 1:0, Plymouth 4:0, Barnsley 0:1, Wimbledon 1:0 og Norwich 1K). Liverpool sigraði hins vegar Carl- isle 0:3, Miliwall 0:2, Hull 2:3, Brentford 4:0 og Nottingham Forest 2:1. ■ EVERTON hefur flórum sinn- um orðið bikarmeistari; 1906,1933, 1966 og 1984. Liverpool hefur unnið bikarinn þrisvar; 1965, 1974 og 1986. ■ VEÐBANKI einn stendur frammi fyrir því að þurfa að borga út um eina miiljón punda, um 90 milljónir króna, ef Liverpool sigrar bæði deild og bikarkeppni. Tals- maður veðbankans, Graham Sharp sagðist hins vegar vonast til að nafni sinn Greame Sharp, einn framheija Everton, næði að skora nokkur mörk í leiknum í dag og koma í veg fyrir að fyrirtækið þurfi að greiða út þessa fjárhæð. ■ BJARTSÝNISMAÐUR einn veðjaði 5 pundum á að Bruce Grob- belaar, markvörður Liverpool gerði fyrsta mark ieiksins. Líkumar eru hins vegar manninum mjög í óhag svo ekki sé meira sagt. ■ STEVE Nicol , sem er 27 ára, leikur sinn þriðja bikarúrslita- leik á Wembley með Liverpool í dag. ■ JOE Worrow, sem var aðal- dómari á Reykjavíkurleikunum vorið 1986, dæmir leikinn í dag. Worrow er 43 ára og hefur dæmt í 13 ár í ensku deildinni, og síðustu átta árin hefur hann verið alþjóðleg- ur dómari. „Hápunktur ferils míns verður að dæma bikarúrslitaleikinn í dag, en að dæma slíkan leik er draumur allra knattspymudóm- ara,“ sagði Worrow, sem fær 60 pund, sem er um 5400 krónur, fyr- ir dómgæsluna í dag. ■ RONNIE Whelan fékk að vita í búningsherberginu fýrir bikarúr- slitaleikinn á Wembley fyrir ári að hann yrði hvorki í byijunarliðinu né á bekknum gegn Wimbledon, en þá hafði hann átt við meiðsli að stríða í þijá mánuði. Hann verður hins vegar fyrirliði Liverpool í leiknum í dag. ■ STEVE Staunton, sem er 17 ára, horfði á bikarúrslitaleikinn í fyrra í sjónvarpi á írlandi. í dag verður hann líklega í byijunarliði Liverpool.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.