Morgunblaðið - 29.06.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989
Fyrirtækjum er
freklega mismunað
eftirHalldór
Blöndal
Mikil ábyrgð fylgir því að vera
fjármálaráðherra. Það sjáum við
glöggt af atburðum síðustu daga.
Innheimtumenn ríkissjóðs hafa
gengið hart fram og stöðváð rekst-
ur fyrirtækja, þar sem ríkissjóður
hefur átt eða talið sig eiga kröfu
um gjaldfallinn söiuskatt. Auðvitað
hefur fjöldi fyrirtækjanna verið
mismunandi eftir umdæmum. Sums
staðar hefur innheimta söluskatts
verið í föstum skorðum og ekkert
tiiefni til sérstakra innheimtuað-
gerða.
Það er nauðsynlegt að inn-
heimtumenn ríkissjóðs geri áhlaup
einstaka sinnum. Það hristir upp í
kerfinu og ýtir við mönnum. Fyrir-
tækin innheimta söluskattinn fyrir
ríkissjóð og ber að skila honum á
réttum gjalddaga. Það er sjálfsagt
að innheimtu söluskatts sé fylgt
fast eftir, jafnt og þétt allan ársins
hring. Reynslan sýnir, að þar sem
það er gert, veldur innheimta sölu-
skattsins ekki vandræðum, heldur
gengur snurðulaust fyrir sig.
Það er mikill ósiður sem hefur
loðað við okkur íslendinga að vera
einlægt að breyta skattalögum,
fella niður eða taka upp undanþág-
ur á víxl o.s.frv. Þetta veldur rétt-
aróvissu, m.a. um það, hvað sé sölu-
skattskylt og hvað ekki. í ljósi þessa
verður að meta söluskattskröfu
ríkissjóðs á hendur Hagvirkis. Það
liggur engan veginn ljóst fyrir,
hvort hún eigi ekki öll eða að hluta
til við rök að styðjast. Þess vegna
hefur hún verið til umíjöllunar í
ríkisskattanefnd. Það er eðlilegt og
í samræmi við venju og almenntr
siðgæði að innheimtuaðgerðir bíði
þess að ríkisskattanefnd felli úr-
skurð. Hagvirki hefur ekki innheimt
söiuskattinn, svo að það er engu
að skila. Ef söluskattskrafan verður
dæmd gild, fellur hún á Hagvirki
sjálft en ekki Landsvirkjun eða
Vegagerð ríkisins, sem Hagvirki
seldi þjónustu. Það virðist hafa far-
ið framhjá fjármálaráðherra eða
hann látið sem vind um eyrun þjóta.
Fjármálaráðherra hefur farið of-
fari. Aðför hans að Hagvirki ber
keim af sýndarmennsku, skrumi, —
ég leyfi mér að segja valdníðslu.
Það gerir hlut fjármálaráðherra og
ríkisstjórnarinnar verri en ella, að
fyrirtækin eru ekki látin sitja við
sama bortþað yfirlögðu ráði. Það
er siðleysi. Ég nefni dæmi um þetta:
1. I áhlaupi flármálaráðherra
hefur þess verið gætt, að inn-
heimtuaðgerðirnar taki ekki til allra
fyrirtækja jafnt. Svo er t.d. um þau
fyrirtæki, sem hafa lagt mál sín
fyrir ríkisskattanefnd. Það var geð-
þóttaákvörðun ráðherra, hvernig
með þau var farið. Önnur fyrirtæki
hafa lagt umsókn inn í Hlutabréfa-
sjóð eða Atvinnutryggingarsjóð út-
flutningsgreina, sem eru gælusjóðir
ríkisstjórnarinnar. Þau voru undan-
skilin í áhlaupinu.
2. Ríkisstjórnin lét sig engu
skipta lengi vel, þótt hundruð karla
og kvenna misstu atvinnu sína
vegna lokunar Hagvirkis af því að
það er ekki „gott“ fyrirtæki að
hennar dómi. Nú hefur almennings-
álitið gripið í taumana1, raddirnar
utan úr þjóðfélaginu, sem hafa
hvolfst yfir ríkisstjórnina og krafist
réttaröryggis fyrir þetta fyrirtæki
„Fjármálaráðherra
virðist loksins hafa tek-
ið áminningri Ríkisend-
urskoðunar og er það
vel. Eg vona sannar-
lega, að áhlaupinu verði
fylgt eftir með festu í
innheimtunni og að
Qármálaráðherra læri
af þeim alvarlegu mis-
tökum, sem hann hefiir
gerst sekur um.“
og þá sem þar vinna og innsiglin
hafa verið rofin.
Á meðan fólkið hjá Hagvirki vissi
ekki hvort það háfði atvinnuna var
flármálaráðherra önnum kafinn við
að breyta kröfum ríkissjóðs á hend-
ur öðrum fyrirtækjum í svokölluð
B-hlutdeildarbréf í Hlutaijársjóði,
sem eru ónytir pappírar. Eftirgjöf
á kröfum ríkissjóðs með þesum
eftir Hilmar Biering
Ég minnist sólríkra sunnudaga
þegar ég ungur drengur sat hjá
foreldrum mínum í Fríkirkjunni og
ég fylgdist með fiskiflugunum í
gluggum kirkjunnar. Ég minnist
svalra vinda þegar við vorum því
fegnust að komast inn í kirkjuna
um efri dyrnar hjá kórnum við Skál-
holtsstíg. Ég þekkti hvern andlits-
drátt þeirra sem altaristaflan sýndi
og lágmyndirnar málaðar á stein-
bogann fyrir framan kórinn, en
þessar lágmyndir eru nú horfnar
undir græna plastmáiningu.
Orðin sem til okkar voru töluð
hélt ég að hefðu farið fram hjá mér
en eftir sat í huga mínum ef til
vill ein setning eða samlíking og
eitt vissi ég alltaf, ég vissi að þetta
var presturinn minn að tala í kirkj-
unni minni.
Þegar séra Árni Sigurðsson
stofnaði Kristilegt félag ungra
manna Fríkirkjusafnaðarins gerðist
ég stofnfélagi og félagsskírteinið
mitt á ég enn. Faðir minn var virk-
ur félagi í Bræðrafélagi Fríkirkju-
safnaðarins en bæði þessi félög eru
fyrir löngu hætt að vera til.
Árin liðu en stundir gleði og sorg-
ar styrktu böndin við Fríkirkjuna.
Ávallt gladdi það augu mín að
mynd af Fríkirkjunni skreytti um-
hverfi æsku minnar við Tjörnina í
Reykjavík og ávallt var í vitundinni
vissan um það að kirkjan mín yrði
hluti í umgjörð þessa umhverfis.
En þrátt fyrir friðsælar myndir
af kirkjunni að utan kom upp ólga
innan safnaðarins sem fyrir rúmum
þijátíu árum klauf söfnuðinn.
Margt af áhugasamasta safnaðar-
fólkinu sagði sig úr söfnuðinum og
stofnaði nýjan söfnuð um prest sem
ekki náði kosningu í prestskosning-
um. Um þetta mál var helst ekki
rætt nema í hálfum hljóðum, svo
sorgleg þóttu tíðindin.
Sagt er að sagan endurtaki sig
og nú hefur sundurþykkja aftur
leitt til klofnings. Ástæður þessarar
Halldór Blöndal
hætti skiptir verulegum fjárhæðum,
— tugum milljóna, gæti numið
hundrað eða hundruðum milljóna
króna, þegar upp er staðið. Fjár-
málaráðherra telur sig hafa ótak-
markaða heimild til þess arna.
3. Fjármálaráðherra hefur sam-
þykkt aukafjárveitingu til fyrirtæk-
is sem á í rekstrarerfiðleikum. Á
sama tíma svarar forsætisráðherra
ekki bréfi frá fyrirtæki í sömu at-
vinnugrein en enn önnur fyrirtæki
bíða gjaldþrotaskipta.
í þessu samhengi er óhjákvæmi-
legt að draga fram, að ríkisstjórnin
hefur með margvíslegum hætti
sundurþykkju eru að séra Gunnari
Björnssyni var vikið frá störfum
árið 1985. Hann var endruráðinn
er sættir tókust í deilum safnaðar-
stjórnar og séra Gunnars. Honum
var þó sagt upp störfum í annað
sinn um mitt ár 1988 enda af safn-
aðarstjórn taiið að hann hafi ekki
staðið við þá sáttargjörð sem réð
endurráðningu hans.
Söfnuðurinn var klofinn í tvær
fylkingar og á safnaðarfundi í
Gamla bíói sl. haust töldust stuðn-
ingsmenn séra Gunnars sigurvegar-
ar en á aðalfundi Fríkirkjusafnaðar-
ins í Háskólabíói 15. apríl sl. töld-
ust stuðningsmenn safnaðarstjórn-
ar sigurvegarar. En sá sem tapaði
á báðum þessum fundum var söfn-
uðurinn sjálfur. Sundraður kom
söfnuðurinn til fundanna og sundr-
aður fór hann af fundunum því
grundvöllur kristninnar, kærleikur-
inn, komst hvergi að.
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins
kaus kjörstjórn sem stóð fyrir
prestskosningum 3. og 4. júní sl.
og var eini umsækjandinn, séra
Cesil Haraldsson, kosinn prestur
safnaðarins. Ástæður þess að hann
var einn í kjöri voru þær að hann
var eini umsækjandinn þegar stjórn
safnaðarins auglýsti stöðuna lausa
til umsóknar á síðasta ári en kjör-
stjórnin lét undir höfuð leggjast að
sinna þeirri sjálfsögðu skyldu sinni
að auglýsa nú prestsstarfið laust
til umsóknar.
Daginn eftir aðalfundinn hitti ég
í Sundlaug Vesturbæjar fríkirkju-
mann sem spurði mig hvort ég
væri ekki ánægður með niðurstöðu
fundarins. Þegar ég sagði að mér
þætti allt þetta mál hið sorglegasta
leit hann á mig hvasst og spurði:
„Ert þú Gunnarsmaður?" Þessari
spumingu get ég ekki svarað öðru-
vísi en þannig að ég er hvorki Gunn-
arsmaður né Gunnarsandstæðing-
ur. Séra Gunnar Björnsson hefur
bæði gert hluti sem hafa hneykslað
mig og hrifið mig en ég legg það
ekki á vogarskálar.
Macintosh fyrir byrjendur
Skemmtilegt og fræöandi 5 daga námskeið um
forritiö Works hefst á mánudag. Tími 16-19.
Ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerö.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan Greiðslukortaþjónusta
Grensásvegi 16 • Sfmi 68 80 90 og sanngjarnt sumarverð
Sameinum sundr-
aðan söfiiuð
þrengt svo kosti fyrirtækjanna í
landinu, einkum í sjávarútvegi, að
þau eru eitt af öðru að verða opin-
berum sjóðum að bráð og þar með
byggðarlögin þar sem þessi fyrir-
tæki eru burðarásinn í atvinnulífinu
Með því að beita gælusjóðunum á
víxl, Hlutabréfasjóði og Atvinnu-
tryggingarsjóði útflutningsgreina,
hefur ríkisstjórninni tekist að skipu-
leggja iangvinnan hallarekstur í
sjávarútveginum. Það er á mæltu
máli að þjóðnýta aftan frá. Eigið
fé fyrirtækjanna er smátt og smátt
að ganga til þurrðar og viðnáms-
þróttur landsbyggðarinnar dvínar í
samræmi við það.
Ríkisendurskoðun hefur vakið
athygli á því í skýrslum sínum til
Alþingis að innheimtumál ríkissjóðs
í heiid hafa ekki verið í nógu góðu
horfi. Það á þó ekki við um alla
innheimtumenn ríkissjóðs. Bæjar-
fógetarnir á Akureyri og Isafirði
þurftu t.d. ekki að grípa til neinna
sérstakra aðgerða nú vegna þeirrar
festu sem er á innheimtunni þar.
Fjármálaráðherra virðist loksins
háfa tekið áminningu Ríkisendur-
skoðunar og er það vel. Ég vona
sannarlega, að áhlaupinu verði fylgt
eftir með festu í innheimtunni og
að íjármálaráðherra læri af þeim
alvarlegu mistökum, sem hann hef-
ur gerst sekur um.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hilmar Biering
„Sá sem tapaði á báðum
þessum fundum var
söftiuðurinn sjálfur.
Sundraður kom söftiuð-
urinn tilfundanna og
sundraður fór hann af
fundunum því grund-
völlur kristninnar, kær-
leikurinn, komst hvergi
að.“
Eins og áður sagði þykir mér
allt þetta mál sorglegt en ef til vill
hefur séra Gunnar bent á þá einu
leið sem fær er út úr þeim ógöngum
sem Fríkirkjusöfnuðurinn er í þegar
hann lagði til að prestar safnaðarins
verði tveir. Stærð safnaðarins og
það hve dreift hann býr réttlætir
að tveir prestar þjóni söfnuðinum
og svo virðist sem fjárhagur
Fríkirkjunnar leyfi þessa lausn.
Ég veit að vandamál Fríkirkjunn-
ar verða ekki leyst í fjölmiðlum en
ég þekki enga aðra leið til þess að
vekja fólk til umhugsunar svo að
leitað verði lausnar á málinu og
ekki get ég horft aðgerðarlaus á
sundrungu safnaðarins. Ritað mál
hefur oft verið notað í sama til-
gangi og því vil ég vitna til orðs
Páls postula í fyrra bréfi hans til
Korintumanna þegar hann hafði
frétt að þrætur ættu sér stað innan
safnaðarins: „En ég áminni yður,
bræður, vegna nafns Drottins vors
Jesú Krists, að þér mælið allir hið
sama og að ekki séu flokkadrættir
á meðal yðar, heldur að þér séuð
fullkomlega sameinaðir í sama hug-
arfari og í sömu skoðun."
Höfundur er fyrrverandi
stjórnarmaður í safnaðarstjórn
Fríkirkjunnar.