Morgunblaðið - 29.06.1989, Side 19

Morgunblaðið - 29.06.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 ------------------—------------ 19 f Hvað varð um Haf- skipsgjaldþrotið ? Hvað verður um „glæpinn“? eftirHalldór Guðmundsson Innihald aðal baksíðufréttar Morgunblaðsins þriðjudaginn 20. júní sl. virðist hafa farið framhjá býsna mörgum. Það er ef til viil ekkert undarlegt þegar haft er í huga að fréttin var um lok á þrota- bússkiptum Hafskips. Flestir virðast vera búnir að fá sig fullsadda, og í hugum margra er Hafskipsmálið þegar afgreitt sem: „stærsta gjaldþrot og glæpa- mál síðustu ára“. Látum vera þótt þessi tilfinning sé almenn. Hún á sér augljósa skýr- ingu í matreiðslu fjölmiðla á Haf- skipsmálinu, allt frá því að Helgar- pósturinn hóf atlöguna í hinum miklu rekstrarerfiðleikum Hafskips árið 1985. En hvað veldur því að þeir fjölmiðlar sem mest veltu sér upp úr „gríðarlegu gjaldþroti", „gífurlegu tapi Utvegsbankans“, „stórkostlegum glæpum“ og hand- töku og gæsluvarðhaldi forsvars- manna Hafskips, skuli ekki sjá ástæðu til þess nú að leggja mat á niðurstöðu í skiptum á þrotabúi Hafskips? Sú staðreynd að Útvegsbankinn tapar 292 milljónum króna og að almennir kröfuhafar fá yfir 50% af kröfum sínum greiddar gefur sann- arlega ástæðu til fjölmiðlaumfjöll- unar. Er hugsanlegt að þekkingar- og/eða skilningsleysi „fréttahauk- anna“ valdi þessari þögn — eða getur það verið að það sé enginn áhugi á „góðum“ fréttum af Haf- skipsmálinu? Getur það verið að tíminn sé smám saman að leiða það í ljós, að blaðran sem fjölmiðlar blésu upp í Hafskipsmálinu sé að springa í andlit „fréttahaukanna" og því þjóni það ekki hagsmunúm þeirra að vekja of mikla athygli á þeirri staðreynd sem við blasir: Hafskip var alls ekki gjaldþrota! Nú kann einhvern að undra og spurningin vaknar óhjákvæmilega: Varð Hafskip þá ekki gjaldþrota? Jú að sönnu, en Hafskip var gert gjaldþrota! Hugum lítillega að því hvað fjöl- miðlar sögðu í fárinu miðju og hver er niðurstaðan í þrotabússkiptun- um. Fjölmiðlar töluðu um algert hrun Hafskips og milljarða gjaldþrot! Fjölmiðlar töluðu um að Ötvegs- bankinn einn myndi tapa 100 millj- ónum króna, jafnvel 1.500 milljón- um króna. Hver er raunin? Útvegs- bankinn tapar 292 milljónum króna. Almennar kröfur námu 1.071 millj- ón króna, upp í þær greiðast 536 milljónir eða rúmlega 50%! Það er Ijóst af þessum tölum að líklega hefði enginn þurft að tapa neinu ef svigrúm hefði verið veitt á sínum tíma til þess að endurskipu- leggja rekstur Hafskips eða til þess að selja rekstur þess og viðskipta- vild — í stað þess að selja eigurnar i pörtum. Sem einfalda samlíkingu mætti hugsa sér að við sölu á bíl væri beitt þeirri aðferð að rífa hann í sundur og selja sem varahluti. Það þarf enga sérstaka skarpskyggni til þess að sjá hvernig verðmæti rýrna við slíkar aðfarir. Hafskip var að sjálfsögðu í gífur- legum rekstrarerfiðleikum, en þessi niðurstaða í þrotabússkiptunum bendir til þess að fráleitt hafi verið og fullkomlega óþarft að knýja fyr- irtækið í gjaldþrot. Þessi niðurstaða í þrotabússkipt- unum leiðir einnig vel í ljós á hvílikum villigötum fjölmiðlar voru og vekur til umhugsunar um ábyrgð þeirra. Það er ekki ætlunin að rekja frek- ar hér hvernig hlutir gengu fyrir sig í Hafskipsmálinu. Sú saga verð- ur sjálfsagt skrifuð í smáatriðum í fyllingu tímans. Megindrættirnir liggja hins vegar nokkuð ljósir fyr- ir: Ofurþungi neikvæðrar fjölmiðla- umræðu þegar reksturinn hékk á bláþræði gerði útslagið og þegar við bættist að stjórnmálamenn héldu ekki haus myndaðist banda- lag um aftöku. Hjuggu þá ýmsir þeir sem hlífa áttu, s.s. þingmenn Reykjavíkur. í framhaldi fór.svo réttvísin á taugum. (Innskot: Það kom berlega í ljós það sem oft hefur verið haldið fram, að Reykvíkingar eigi í raun enga þingmenn, ekki á sama hátt og „Er hugsanlegt að þekkingar- og/eða skilningsleysi „frétta- haukanna“ valdi þess- ari þögn — eða getur það verið að það sé eng- inn áhugi á „góðum“ fréttum af Hafskipsmál- inu?“ önnur kjördæmi. Það má leiða að því líkur að Hafskip hefði aldrei verið gert gjaldþrota hefði aðsetur þess verið utan Reykjavíkur.) Þar sem bandalag um aftöku var Notaðu tækifærið! Allar fKsar á feikigóðu verði þessa viku. Halldór Guðmundsson komið á þurfti að sjálfsögðu hand- töku samkvæmt leikreglum „rétt- arríkisins". Það má segja sem svo að fyrst réttvísin fór á taugum undan fjöl- miðlaþrýstingi' hafi handtaka for- svarsmanna Hafskips verið „eðli- leg“ mistök. Hitt er með öllu óskilj- anlegt hvernig fjölmiðlum var gef- inn kostur á því að framkvæma aftökuna opinberlega um leið og handtakan fór fram. En það skýrir ef til vill um leið áhugaleysi þeirra á málinu nú — Hafskipsmálið er í þeirra augum „dautt mál“. Hvort einhveijir hljóti uppreisn æru eða ekki — það breyt- ir engu. Að lokum fullyrðing sem hvorki er hægt að sanna né afsanna:_Helm- ingur allra fyrirtækja á Íslandí myndi koma svipað út eða lakar ef rekstur þeirra yrði stöðvaður og þau tekin til skipta á sama hátt og Hafskip. Og ein spurning sem væri verð- ugt verkefni fyrir „rannsóknar- blaðamann“ að leita svara við: Hversu mörg gjaldþrotafyrirtæki hafa náð því að greiða 50% upp í almennar kröfur á t.d. síðastliðnum 10 árum? Höfundur er framkvæmdastjóri GBB Auglýsingaþjónustunnar hf. Fagurt umhverfi bætir manulífið! HÚSA SMIDJAN SKÚTUVOG116 SÍMI 6877 00 Efni, áhöld og góðar hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.