Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 22
22
MÖRGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989
Sovéska þingið ræðir embættaveitingar;
Sex mönnum Ryzhkovs
forsætisráðherra hafiiað
Beint sjónvarp frá fyrstu þingfundunum olli
stórfelldri framleiðslustöðvun víða um landið
Reuter
Handtökur við Prag-höllina
Tékkneskir lögreglumenn handtóku sex pólitíska andófsmenn og
misþyrmdu einum þeirra fyrir utan Prag-kastalann, embættisbústað
forseta Tékkóslóvakíu. Að sögn andófsmanna reyndu félagar úr
Óháðu friðarsamtökunum að afhenta Gustav Husak, forseta lands-
ins, bænarskjal þar sem þess var farið á leit að fangelsaður maður
sem neitaði að gegn herþjónustu yrði leystur úr haldi. Á myndinni
sést Frantisek Tomasek kardínáli og leiðtogi katólsku kirkjunnar í
Tékkóslóvakiu á svölum embættisbústaðar síns. í baksýn er Prag-
höllin. Tomasek hefúr á undanfornum árum opinberlega gagnrýnt
tékknesk sfjórnvöld fyrir mannréttindabrot og er hann einn helsti
forgöngumaður aukins trúfrelsis í Austur-Evrópuríkjum. Tomasek
verður níræður næstkomandi laugardag og af því tilefni munu
kardínálar og biskupar hvaðanæva úr Evrópu heiðra hann í St Vit-
us-dómkirkjunni í Prag.
Moskvu. Reuter.
ÞINGNEFNDIR Æðsta ráðs Sovétríkjanna, efri deildar þings landsins,
hafa hafnað sex mönnum sem Nikolaj Ryzhkov forsætisráðherra hafði
tilneftit í valdamikil embætti. Ráðherrann sagði á blaðamannafundi á
þriðjudag að hann myndi tilnefna nýja menn í stöðurnar. Anatolíj
Lúkjanov, varaforseti Sovétríkjanna, hefúr skýrt frá því að svo margir
hafi fylgst með beinum útsendingum sjónvarps frá fyrstu fúndum fúll-
trúaþingsins, neðri deildarinnar, og nýja Æðsta ráðsins fyrir skömmu
að iðnaðarframleiðsla hafi minnkað um 20% í landinu. Framvegis verð-
ur ekki sjónvarpað beint heldur skýrt frá helstu þingmálum í lok kvöld-
fréttatíma.
Ryzhkov hafði áður sagt í viðtali
við flokksmálgagnið Prövdu að hann
myndi beijast fyrir því að mennirnir
fengju embættin en dró í land á þing-
fundi Æðsta ráðsins á þriðjudag.
Félagar í þingnefndunum hafa ýmist
sakað mennina sex um vanhæfni eða
mistök í fyrri störfum.
Deilt er um stöður bankastjóra
sovéska seðlabankans, æðstu yfir-
menn menningarmála, olíu- og gas-
iðnaðar, vatnsbúskapar og íþrótta-
mála, auk fleiri embætta. Valeríj
Zakharov, sem hafði gegnt stöðu
JÚIyUVj/ , mi
Fyrir heimilið og vinnustaðinn
KX-T2135 BE
— Takkasími með sjálfvirku vali — 28 minni — Inn-
byggður hátalari og hljóðnemi — Handfrjáls notkun —
Skjár sem sýnir klukku, valið númer, tímalengd símtals
— Elti—hringing (ef símanúmer er á tali hringir síminn
sjálfkrafa í næsta valið númer) — Hægt að geyma við-
mælanda — Endurvalstakki fyrir síðasta númer —
Styrkstillir fyrir hljóð — Púlsval, tónval — Veggfesting
KX-T 2342 E
— Takkasími með sjálfvirku vali og innbyggðum
hátalara og hljóðnema — Handfrjáls notkun
— 20 minni — 6 minni fyrir beint útval
— Endurvalstakki fyrir síðasta númer
— Hægt að geyma viðmælanda
— Tónval, púlsval
— Veggfesting
KX-T 2386 BE
— Takkasími með símsvara
— Sjálfvirkt val
— Innbyggður hljóðnemi og hátalari
— 12 minni
— 3 minni fyrir beint útval
— Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek.
— Ljós í lakkaborði
— Tónval, púlsval
— Veggfesting.
HEKLAHF
Laugavegi 170-174 Sími 695500
menningarmálaráðherra í þijú ár
missti embættið. Tveir menn sem
tilnefndir höfðu verið í æðstu stöður
landbúnaðarmála, drógu sig í hlé
áður en þingnefndir höfðu lokið við
að ræða tilnefningar þeirra. Annar-
þeirra er Vladímír Kalashníkov að-
stoðarforsætisráðherra. Enn er eftir
að skipa í stöðu yfirmanns umhverf-
ismála en fjórir, sem tilnefndir höfðu
verið, hliðruðu sér við að takast á
við starfið sem talið er verða afar
erfitt viðfangs. Áhyggjur vegna um-
hverfisspjalla fara vaxandi í landinu
og einstakir þingmenn hafa sagt að
gífurlegt áfall geti verið á næsta leiti
vegna mengunar, m.a. frá kjarnorku-
„Ég held að það hafi verið skyn-
samlegt að draga tilnefningamar sex
til baka,“ sagði Leoníd Abalkín, einn
af aðstoðarforsætisráðherrum lands-
ins og helsti yfirmaður efnahags-
legra umbóta. „[Ryzhkov] hefði get-
að valið heppilegri menn í embættin."
Sendiherra Sovétríkjanna í Kabúl:
Vilja stöðva vopnasend-
ingar til Afganistans
Kabúl, Islamabad. Reuter.
JULI Vorontsov, sendiherra Sovétríkjanna í Kabúl, sagði á þriðjudag
að Sovétmenn væru tilbúnir til samninga við Bandaríkjamenn er skuld-
bindu risaveldin til að hætta vopnasendingum til deiluaðila í Afganistan.
Vorontsov, sem jafnframt er fyrsti sendingar til Afganistans gæti það
aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, sagði að Sovétmenn myndu
leggja til að risaveldin geri samninga
af þessu tagi er fulltrúar þeirra hitt-
ast til viðræðna um málefni Afgan-
istans í Moskvu 31. júlí og 1. ágúst
nk.
„Samningar af þessu tagi eru mjög
góð leið til að binda enda á bardaga
í Afganistan. Þeir myndu stöðvast
nær samstundis," sagði Vorontsov.
Hann sagði stríðsaðila eiga auðvelt
með að verða sér út um vopn.
Vorontsov sagði að skæruliðar
fengju vopn frá Pakistan og Banda-
rílq'unum og hefði enginn hörgull
verið á þeim hingað til.
Hann sagði að næðu risaveldin
samkomulagi um að stöðva vopna-
komið í hlut Sameinuðu þjóðanna að
hafa eftirlit með því.
Talsmenn afganskra skæruliða
sögðu í gær að þeir hefðu komist
að samkomulagi við sovéska sendi-
nefnd á mánudag um að leyfa starfs-
mönnum Rauða krossins að vitja
stríðsfanga sem eru í haldi í Afgan-
istan. Þeir segja að um 40.000
skæruliðar séu í haldi Sovétmanna
og afganska stjómarhersins.
Þeir sögðu jafnframt að sovéska
sendinefndin hefði fallist á kröfur
skæruiiða um að fangaskipti yrðu
höfð. í yfirlýsingu frá sovéska sendi-
ráðinu í Kabúl segir að hafnar verði
viðræður við Kabúlstjómina um
fangaskipti.
Un^verjaland:
Ferðafrelsi aukið
Búdapest. Reuter.
UNGVERSKA sljórnin hefur í
undirbúningi lög sem munu af-
nema nær alveg hömlur á ferða-
frelsi og verður löggjöfin með
svipuðu sniði og í vestrænum lýð-
ræðisríkjum. Tekið verður mið af
ákvæðum Mannréttindayfirlýsing-
ar Sameinuðu þjóðanna og ákvæð-
um Helsinki-samþykktarinnar.
Lögin eiga að taka gildi 1. janúar
næstkomandi.
Undanþegnir ferðafrelsi verða
fangar og ákærðir í sakamálum, fólk
sem skuldar opinber gjöld, herskyldir
karlar, böm undir lögaldri og þeir
sem hafa aðra á framfæri sínu og
loks, í sumum tilvikum, þeir sem búa
yfír hemaðar-og ríkisleyndarmálum.
Þeir síðastnefndu geta þó skotið
málum sínum til dómstóla og ekki
má halda þeim lengur í landi en fimm
ár. Ungveijum, sem flúið hafa landið,
verður nú leyft að setjast að án þess
að skilyrðið sé að þeir gerist ung-
verskir ríkisborgarar.
„Við lítum á réttinn til að flytjast
úr landi sem mannréttindi," sagði
Peter Timoranszky, talsmaður dóms-
málaráðuneytisins í Búdapest. Hann
vísaði því á bug að lögin yrðu sett
til að þess eins að landið fengi bestu
möguleg viðskiptakjör í Bandaríkjun-
um er setja ferðafrelsi sem skilyrði
fyrir slíkum kjörum. „Það er að vísu
mikilvægt fyrir Ungveijaland en við
teljum að líklegur missir fjölmargra
hæfra og velmenntaðra einstaklinga
úr landi muni skaða okkur svo mikið
að ágóðinn af betri viðskiptakjörum
dugi í mesta lagi til að vinna það tap
upp,“ sagði Timoranszky.
Grikkland:
Kommúnistar
reyna stjórn-
armyndun
Aþenu. Rcutcr.
LEIÐTOGAR kommúnista fengu í
gær umboð til stjórnarmyndunar
en á þriðjudag höfnuðu þeir til-
boði Andreas Papandreous, starf-
andi forsætisráðherra, um að
mynda sljóm með flokki hans.
Kommúnistar hafa lýst því yfir
að þeir vilji helst mynda þjóðstjórn
sem starfi á breiðum grundvelli. Þeir
munu nota stjórnarmyndunarumboð
sitt til þess að ræða við fulltrúa frá
báðum stóru flokkunum, Hellensku
sósíalistahreyfingunni og Nýja lýð-
ræðisflokknum.
Takist Harilaos Florakis, leiðtoga
kommúnista ekki að mynda stjórn
mun forseti Grikklands, Christos
Sartzetakis, reyna að mynda þjóð-
stjórn eins og gríska stjórnarskráin
býður. Takist honum það ekki heldur
verður efnt til nýrra kosninga.