Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989
afsláttur
veittur
af öllum
vorum
S> 68 5168.
Hjólað í vinnu
Nokkrir Lundúnabúar fóru á sjóskiðum niður ána Thames eða drógu fram hjólaskauta eða reiðhjól
til að komast til vinnu I gær. Starfsmenn bresku járnbrautanna voru þá í sólarhringsverkfalli til
að knýja á um launahækkanir en þeir hafa hafiiað tilboði ríkissljórnarinnar um 7% launahækkun.
Áhrifa verkfallsins gætti ekki jafii mikið í gær og í síðustu viku þegar strætisvagnabílsljórar og
sljórnendur neðanjárnbrautalestanna fóru í verkfall á sama tíma.
Sovétríkin:
Njósnarinn Glenn Souther var
ekki rússneskur að þjóðerni
- heldur fæddur í bænum Hammond í Indiana í Bandríkjunum
Moskvu. Reuter.
VLADÍMÍR Kryútskov, foringi í KGB, sovésku leyniþjónustunni, sagði
í gær, að njósnarinn Glenn Souther hefði verið borinn og barnfæddur
í Bandaríkjunum en ýmsir höfðu getið sér til, að hann hefði verið rúss-
neskur en verið „komið fyrir“ vestra á unglingsaldri. Sagði Kryútskov
einnig, að Souther hefði svipt sig lífi sökum sálrænna vandamála. f
Bandaríkjunum hefiir verið frá því skýrt, að hann hafi verið fæddur í
bænum Hammond í Indiana.
Kryútskov sagði á fundi með er-
lendum blaðamönnum, að Souther
hefði sjálfur tekið sér nafnið Míkhaíl
Orlov en vegna þess, að það var
notað í minningargrein um hann á
þriðjudag í blaðinu Krasnaja Zvezda,
ályktuðu sumir sem svo, að hann
væri af rússneskum ættum.
Aðstoðarlögreglusljórinn á eyj-
unni Grenada í Karíbahafi myrti
í gær bandarískan stjómarerind-
reka og yfirmann sinn, lögreglu-
stjórann. Að því búnu svipti mað-
urinn sig lífi, að sögn talsmanns
bandariska utanríkisráðuneytis-
ins. Embættismaðurinn, sem vildi
ekki láta nafiis síns getið, sagði
að Bandaríkjamaðurinn látni
hefði verið John Butler sem starf-
aði í bandaríska sendiráðinu á
Grenada.
„Hann var Bandaríkjamaður,
líklega fæddur í Indiana," sagði Kry-
útskov og bætti því við, að Souther
hefði látið eftir sig rússneska eigin-
konu og 18 mánaða gamla dóttur.
„Hann svipti sig ekki lífi af pólitísk-
um ástæðum. Hann var vel gefinn
en mjög viðkvæmur og hafði lengi
Embættismaðurinn sagði að at-
burðurinn hefði gerst miðmorguns á
heimili lögreglustjórans. Butler var
þar á fundi með lögreglustjóranum
þegar aðstoðarlögreglustjórinn greip
til byssu sinnar og skaut Butler og
lögreglustjórann til bana. Að því
búnu beindi hann byssunni að höfði
sér og hleypti af.
Embættismaðurinn sagði að ekki
virtist sem pólitískar ástæður lægju
að baki ódæðisverkunum.
átt andlega erfíðleika að etja. Engum
verður um kennt hvernig fór.“
Souther, sem starfaði fyrir banda-
rísku leyniþjónustuna, lét sig hverfa
fyrir þremur árum þegar FBI, banda-
ríska leyniþjónustan, var tekin að
beina sjónum sínum að honum en
það var ekki fyrr en í júlí í fyrra,
að Sovétmenn upplýstu, að hann
væri í Moskvu. Sagði Kryútskov, að
Souther hefði gengið KGB á hönd.
„nokkrum árum“ fyrr.
I viðtali við sovéska sjónvárpið í
fyrra sagði Souther, að hann hefði
farið til Sovétríkjanna vegna andúðar
sinnar á framkomu Bandaríkja-
manna við aðrar þjóðir. Sagði Kry-
útskov, að móðir Southers og aðrir
ættingjar hefðu verið við útförina í
Moskvu en síðan haldið aftur heim
til Bandaríkjanna. Souther var graf-
inn í Kúntsevo-kirkjugarðinum í
Moskvu, þeim hluta hans, sem er
ætlaður hermönnum, og hvílir
skammt frá breska stómjósnaranum
Kim Philby, sem lést í Moskvu fyrir
ári.
James Bawden, aðstoðarskóla-
stjóri í Munster-framhaldsskólanum
í samnefndum bæ skammt frá
Chicago í Indiana, sagði í gær, að
Souther hefði fæðst í Hammond þar
í ríkinu en gengið í skólann í Munst-
er. Sagði Bawden, að Souther hefði
í flesta staði virst vera eðlilegur ungl-
ingur.
Grenada:
Sendiráðsmaður myrtur
Washington. Reuter.
Læknisfræði:
Er léttum ungabörnum
hættara við hjartveiki?
Lundúnum. Daily Telegraph.
RANNSÓKN sem gerð var í Bretlandi bendir til þess að þyngd
ungabarna við eins árs aldur hafi áhrif á það hvort þau verði
hjartveik síðar á ævinni.
David Barker er yfirmaður
stofnunar sem rannsakar tengsl
ýmissa þátta sem ákvarða tíðni
og dreifingu sjúkdóma. Hann
stjómaði rannsókn á fæðingar-
skýrslum 5.600 manna, fæddum
um 1920. Niðurstöður hennar
benda til þess að þrisvar sinnum
meiri líkur séu á því að þau börn
sem voru léttust við eins árs ald-
ur verði hjartveik síðar á ævinni,
heldur en þau sem þyngri voru.
Einnig kom í ljós að þeir sem
töldust til áhættuhópsins fædd-
ust yfirleitt í borgum. „Þetta
bendir til þess að við verðum að
gæta þess vel að ungböm þyng-
ist eðlilega, ef við viljum minnka
tíðni hjartasjúkdóma hjá kom-
andi kynslóðum. Þótt reykingar,
mataræði og hreyfing hafi mikil
áhrif þá gæti þroski í barnæsku
verið stærsti þátturinn sem hefur
áhrif á dauðsföll af völdum
hjartasjúkdóma," sagði Barker.
Sérfræðingar í hjartasjúk-
dómum segja þó, að jafn vel
þótt niðurstöður úr rannsókn
Barkers yrðu staðfestar, þá þýði
það ekki að beint orsakasamband
sé á milli þyngdar í bamæsku
og hjartasjúkdóma. Þeir þættir
sem orsaki litla þyngdaraukn-
ingu barna geti t.d. lagt grann-
inn að hjartasjúkdómum. Dr.
Frank Preston hjá bresku hjarta-
verndarsamtökunum telur að
lífsstíll og fæðuvenjur foreldr-
anna geti einnig haft mikið að
segja. Honum fannst kenning
Barkers áhugaverð, en meiri
upplýsingar um aðstæður þeirra
barna sem vora óeðlilega létt
væra nauðsynlegar.