Morgunblaðið - 29.06.1989, Page 48

Morgunblaðið - 29.06.1989, Page 48
48 G8f!t MUL .62 HUOAðUTMÍ/U'í ___ --------MGRGUNBLAÐID -FIMMTU ŒQAiæty030M Gámaútflutningur á ísfíski Órökstuddar fullyrðingar hraktar eftir Stefán Gunn- laugsson ogMarías Þ. Guðmundsson Forystumaður hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna hefur undanfarna mánuði staðið fyrir ófrægingarherferð í fjölmiðlum og víðar á hendur utanríkisráðuneyt- inu og þeim mönnum sem þar vinna við veitingu útflutningsleyfa á ísfiski í gámum. Augljóst er hveij- um manni sem til þekkir af hvaða hvötum þessar árásir eru sprottnar. LÍÚ skal fá vald í hendur hvað sem það kostar til að ráðskast með umræddar leyfisveitingar á svipað- an hátt og þeir stjórna ísfiskút- flutningi með fiskiskipum, þótt hvergi sé að finna í lögum eða reglugerðum að þau samtök eigi að sinna því verkefni. LÍÚ beitir valdi sínu þannig að úthlutun er ákveðin þijá mánuði fram í tímann, án nokkurs tillits til markaðsað- stæðna. Virðist sem sum skip njóti forréttinda þar. Úthlutun leyfa vegna gámaútflutningsins verður hinsvegar að taka mið af magni því sem fylgir geðþóttaákvörðunum LÍÚ og markaðsástandi í hverri viku. Ádeiluefnin eru aðallega eftirfar- andi: 1. Ráðuneytinu ferst illa úr hendi úthlutunin. LÍÚ takist það miklu betur. Helsta leiðin til úrbóta virðist vera að dómi LÍÚ að úti- loka fulltrúa hins fijálsa fram- taks frá því að aðstoða útgerðar- menn við útflutninginn, þ.e. umboðsmennina, þó með undan- tekningum, ef að Iíkum lætur, hvað varðar umboðssölufyrir- tæki LÍÚ, Innkaupadeild LÍÚ, sem stundað hefur útflutning á gámafiski og sækist mjög eftir leyfum ekki síður en aðrir, þótt útgerðarmenn hafi í minnkandi mæli sóst eftir þjónustu hennar upp á síðkastið. 2. Óhæft er að leyfa útgerðar- mönnum og öðrum að selja ísfisk á föstu verði, að áliti LÍÚ, jafn- vei þótt skilaverðin heim séu verulega hærri en verðið á upp- boðsmörkuðum. I ófrægingarstríði síðustu viku barst hvalreki á fjörur L.Í.Ú þegar samtökunum virðist hafa tekist að fá tvo uppgjafa skipstjómarmenn, sem starfað hafa á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins sem veiðieftir- litsmenn, í lið með sér. Þeir höfðu tekið saman skýrslu um eftirlitsferð til Bretlands og sent undirrituðum merkt Trúnaðarmál. Þessi skýrsla komst í hendur LÍÚ og þá var ekki að sökum að spyija!! Efni hennar var strax lekið í fjölmiðla. Það skal tekið fram, að Marías Þ. Guðmundsson er ekki starfsmað- ur utanríkisráðuneytisins, en hann hefur fylgst með leyfisveitingum ráðuneytisins af hálfu Fiskifélags íslands, þar sem hans starf er m.a. að sjá um að útfluttur fiskur skili sér á veiðiskýrslur skipa. Hér á eftir verður nánar fjaliað um skýrslu veiðieftirlitsmanna. Skýrsla sjávarút- vegsráðuneytisins Tveir veiðieftirlitsmenn á vegum sjávarútvegsráðuneytisins þeir Bjöm Jónsson og Þórður Árelíusson komu í utanríkisráðuneytið 31. maí sl. og tilkynntu, að þeir væru á förum á eftirlitsferð til Hull og Grimsby og óskuðu eftir tilteknum upplýsingum um útflutning á fiski í gámum, sem þeim voru látnar fúslega í té. Fyrir nokkrum dögum fengum við undirritaðir skýrslu í hendur sem hafði yfirskriftina „Eftirlitsferð á fiskmarkaði í Englandi. Farin 2.6.-9.6. 1989“, frá nefndum veiði- eftirlitsmönnum. Þar segir svo um tilgang ferðarinnar. 1. Almennt eftirlit með því, að regl- um um kvóta sé réttilega fram- fylgt. 2. Ræða við umboðsmenn um bætt, aukin og hraðvirk skýrsluskil. Fá skoðanir þeirra og tillögur um bætt eftirlit. 3. Fylgjast með ástandi fiskjar sem fluttur er út. 4. Athuga hvernig úthlutunar- reglum er framfylgt. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós, að hún er ekki nema að litlu leyti um ofangreint efni. Meginefni hennar er allt annað, þ.e. slíkar svívirðingar og órökstuddar fullyrð- ingar um fyrirkomulag og fram- kvæmd leyfisveitinga á gámafiski að langt er frá að sé sæmandi starfsmönnum virðulegs ráðuneytis að láta slíkan óhróður frá sér fara. Aðaluppistaða skýrslunnar er kaflinn „Útflutningsúthlutanir", en efni hans á að stærstum hluta ekk- ert skylt við tilgang ferðarinnar eins og hann er skilgreindur í skýrslu veiðieftirlitsmannanna. Nánari grein verður gerð fyrir því hér á eftir og óhjákvæmilegar at- hugasemdir gerðar: Órökstuddar fiillyrðingar í 1. og 2. málsgrein kaflans er fjallað um umsóknir eins og þær eru þegar þær berast utanríkisráðu- neytinu. Vandséð er, hvernig ráðu- neytið getur, eins og dylgjað er með, borið ábyrgð á því hvernig umsækjendur bera fram umsóknir sínar um útflutning. Þeir einir hljóta að bera ábyrgð á umsóknum sínum. Afstaða utanríkisráðuneytisins til raunhæfni umsókna kemur að sjálf- sögðu fram í hinum mikla niður- skurði sem útflytjendur verða fyrir við úthlutun. í annarri málsgrein segir: „Sótt er um heilan gám fyrir trillubát og 12 tonn fyrir bát, sem legið hefur bilaður við bryggju síðan 4. apríl sl.“ Þannig er einnig dylgjað um vinnubrögð ráðuneytisins. í nefndum kafla má einnig m.a. lesa: „ — afgreiðsla algjört kák, án þess að þar bóli á nokkurri skyn- samlegri, fyrirfram ákveðinni reglu eða að úthlutunarmenn geri sér grein fyrir á hvaða veiðum bátarnir eru“. Ennfremur: „Þetta væri ekki verra þótt dregið væri leyfi úr hatti“. Sem betur fer er slík lítilsvirðing á störfum manna sem vinna sin verk af fullri trúmennsku fátíð. En að hún skuli koma frá opinberum starfsmönnum á vegum ráðuneytis má með eindæmum telja. Svo virð- ist sem veiðieftirlitsmennirnir hafi annaðhvort ekki skilið eða viljað skilja þær meginreglur, sem lagðar eru til grundvallar við úthlutun gámaleyfa, þegar þær voru skýrðar fyrir þeim hér í ráðuneytinu 31. maí sl. Meginreglur ráðuneyt- isins við úthlutun Meginreglur ráðuneytisins við „Sælir eru þeir opin- berir starfsmenn, er nota slíkan málflutning því þeim er ekki annt um mannorð sitt. Það verður að gera aðrar kröfiir til starfsmanna í ráðuneyti um orðaval sitt en upphlaups- manna, sem í blöð skrifa. Ætla verður að höfiindar skýrslunnar séu hér að reka erindi upphlaupsmanna, en ekki að reyna að skil- greina á réttlátan hátt úthlutun útflutnings- leyfa.“ úthlutun leyfa eru í stórum dráttum þessar: a) Áhersla hefur verið lögð a'að veita helst öllum umsækjendum einhveija úrslausn vikuiega, sem þó hefur ekki ávallt tekist þegar ásóknin hefur verið hvað mest. b) Tillit hefur verið tekið til stærð- ar veiðiskipa og fjölda á vegum viðkomandi útflytjenda. Grund- vallarregla um úthlutað magn til hvers skips var mótuð á sl. hausti og hefur verið staðið við hana, eftir því sem ýtrustu að- stæður hafa leyft. c) Litið hefur verið til þess hvaða verkunaraðstöðu útgerðaraðili eða útflytjandi hafi í landi til að koma afla í vinnslu. d) Tillit hefur orðið að taka til for- gangs ísfisklandana fiskiskipa sem Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur tekið ákvarðanir um og hefur svigrúm til fiskútflutnings í gámum þrengst sem því nemur, en hlut- ur skipa í nefndum útflutningi hefur aukist sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Ofangreindum ummælum veiði- eftirlitsmanna er því algjörlega vísað á bug. Þær eru mannorðs- skemmandi og með öllu ósæmilegar opinberum starfsmönnum. Þá segir í skýrslunni: „ — Því að menn sem stunda þennan út- flutning segja að farið sé að braska með leyfin og séu leyfi seld fyrir 2% brúttósölu gáms.“ Þessi setning- arhluti segir vel til sín „menn segja“ og er dæmi um óvönduð vinnubrögð og lævíslegar dylgjur af verstu teg- und. Sælir eru þeir opinberir starfs- menn, er nota slíkan málflutning því þeim er ekki annt um mannorð sitt. Það verður að gera aðrar kröf- ur til starfsmanna í ráðuneyti um orðaval sitt, en upphlaupsmanna, sem í blöð skrifa. Ætla verður að höfundar skýrslunnar séu hér að reka erindi upphlaupsmanna, en ekki að reyna að skilgreina á rétt- látan hátt úthlutun útflutnings- leyfa. Úthlutun Ieyfa Utanríkisráðuneytið gefur á föstudögum út bráðabirgðaheimild til útflutnings í næstu viku þar á eftir. Greinilega er tekið fram á þessum bráðabirgðaheimildum, að framsal heimildar sé óheimil, án samráðs við ráðuneytið. Með öllu er óskiljanlegt, ef útflytjandi sem veit um ónotað bráðabirgðaleyfi telji sig þurfa að kaupa slíkt leyfi, þegar hann getur gefið ráðuneytinu upplýsingar um slíkt og á þá kost á því að fá leyfið með eðlilegum hætti. Hvers konar barnaskapur er hér á ferð, eða er hér stuðst við „menn segja“? Varðandi skrá þá sem látin er fylgja með í skýrslu veiðieftirlits- mannanna: „ — yfir umsóknir, út- hlutun og sölu hjá þeim sém leyfi fengu“, skal þessa getið: Hér er um bráðabirgðaleyfi að ræða og skal endurtekið að það leyfi er óframselj- anlegt nema með heimild og vitund ráðuneytisins, sem tekur þá ákvörð- un um endurúthlutun leyfis. Öllum má Ijóst vera, að á föstudegi er ekki að fullu hægt að gera sér fulla grein fyrir því magni sem hver leyf- ishafi hefur til umráða til útflutn- ings, þó fyllsta hófs sé gætt við úthlutun. Þetta hefur oft komið fram hjá umsækjendum, þegar rætt hefur verið við þá um hversu raun- hæfar umsóknir þeirra eru. Þessi staðreynd ætti öllum skipstjómar- svo og veiðieftirlitsmönnum að vera ljós. Ráðuneytið bendir sérstaklega á að gámaskip lesta síðast í Vest- mannaeyjum, en þar hefur helst komið fram misvísun á bráða- birgðaheimild og raunverulegum útflutningi. í Vestmannaeyjum eru duglegir og framsæknir menn, sem kynna sér vel lestun skipa. Þeir hafa fengið heimild til að nýta sér það magn til útflutnings, sem heim- ilt hefur verið að flytja út þá viku og aðrir hafa ekki notað, þrátt fyir mikinn niðurskurð á umsóknum þeirra. Eru það þessir menn sem kaupa leyfi? Þegar útflutningsmagn hverrar viku er ákveðið er haft samband við markaðina hveiju sinni, m.a. fulltrúa ræðismannsins í Grimsby og framkvæmdastjóra fiskmarkað- arins í Bremerhaven, og úthlutun ráðuneytisins mótast af við ráðgjöf þessara menna. Auk þess er tekið tillit til úthlutunar leyfa LÍÚ á ísfiskskipum, sem til þessa hefur notið forgangs með sínar úthlutan- ir. Varðandi útflutning á föstu verði skal tekið fram: Ráðuneytið hefur gert sér far um að kanna ýmsa möguleika til að koma fiski á mark- að á sem hæstu verði. Þetta hefur verið gert í litlum mæli. Kannað hefur verið hvernig þessi útflutn- ingur hefur komið út, en vegna lé- legra boðleiða hefur þessi þróun gengið hægar fyrir sig en æskilegt væri. Ráðuneytið hefur að sjálf- sögðu fylgst með því hvort viðkom- andi hefur misnotað leyfi sitt í þessu efni. Varðandi tilgreindan gám segir í skýrslunni: „6 kör og 280/70 lítra kassa virðist vera rangt því hver i kassi tekur um 40 kg og hvert kar 500 kg.“ Öllum sem til þekkja má vera ljóst, að ef flutt eru út 14.300 kg af þorski og ýsu í 20 feta gámi, er þeim sem það gerir nokkuð á sama um gæði fisksins. Þeim út- flytjendum sem slíkt gera er ekki annt um að senda frá sér vandaða vöru. Mesta þyngd í einum gámi getur verið rúm 15 tonn af blönduð- um fiski, en að tala um að meðal- þyngd í gámi sé 15 tonn er hrein- asta bull. Annars kemur þetta eins og skrattinn úr sauðarleggnum í kafla um „útflutningsúthlutanir". Meðferð fisks Meðferð fisks heyrir undir sjávar- útvegsráðuneytið og þar hittu höf- undar skýrslunnar sjálfa sig fyrir. Hér er á ferðinni gott dæmi um hve þessi kafli skýrslunnar er langt frá allri eðlilegri umfjöllun um „útflutn- ingsúthlutanir". Af hálfu ráðuneyt- - isins’er alltaf miðað við 12 tonn í 20 feta gám. Það eru útflytjendur sjálfir sem ákvarða magn það sem þeir setja í gáminn en ekki ráðu- neytið. Allt ber að sama brunni, aðeins ef vera kynni að hægt væri að koma höggi á „úthlutunar- menn“. Varðandi sölu til Danmerkur á föstu verði er kunnugt að mest er um netafisk að ræða. Sá fiskur telst ekki boðlegur á Humber-svæðinu eftir flutning frá íslandi um Dan-" mörk og þaðan til Englands. Fyrir- spurn hefur verið gerð til Dan- merkur hvort um nokkur slík tilvik sé að ræða að kaupendur íslensks físks þar flytji hann síðan til Eng- lands. Væntanlega kemur þá í ljós við hvaða getsagnir höfundar’ skýrslunnar hafa að styðjast. Þá segir: „Eins er í Þýskalandi, þar sem einn stærsti fiskkaupandi er matað- ur á fiski bak við markað, þannig að togarar hafa lent í „downsölu" fyrir bragðið“. Hér er enn eitt dæm- ið um óvönduð vinnubrögð um- ræddra starfsmanna sjávarútvegs- ráðuneytisins í skýrslu um „Eftir- litsferð á fiskmarkaði í Englandi"!! Þarflaust er að svara slíkum að- dróttunum, svo gjörsamlega sem þær eru út í hött. Þess skal getið, að ráðuneytinu er ekki kunnugt um að það sé talið brot á meðferð söluleyfis, sem LÍÚ gefur til fiskiskipa, þó gámar með fiski úr þeim hafi verið sendir frá Humber-svæðinu til sölu í Frakk- landi eða Þýskalandi. Það hefur e.t.v. engin áhrif á markaði? Lokaorð Erfitt er að sjá hvað „útflutnings- úthlutanir" eiga sameiginlegt með skýrslu um eftirlitsferð til Eng- lands. Tilgangur þeirrar ferðar var að athuga gæði físks, sem kemur á markaðinn og hvort samræmi sé á milli endanlegra sölureikninga og þess sem úr gámum kemur, nema því aðeins að þetta sé pantað af upphlaupsmönnum í ákveðnum til- gangi. Hverra hagsmuna voru þess- ir veiðieftirlitsmenn að þjóna? Menn geta verið ósammála um ákveðin vinnubrögð, en það þýðir að starfsmenn eins ráðuneytis ausi starfsmenn, eða „úthlutunarmenn" annars ráðuneytis, slíkum fúkyrð- um og hér er gert er einstakt. Utanríkisráðuneytið harmar þessa skýrslu starfsmanna sjávar- útvegsráðuneytisins. Hún er með öllu ósæmileg, þar sem hún inni- heldur óstaðfestar dylgjur og mann- skemmandi orðbragð. Að lokum skal endurtekið að þessi skýrsla, sem alls ekki fjallar um þau efni sem eftirlitsmennimir áttu að kynna sér, er ekki sæmandi sjávarútvegsráðuneytinu eða starfsmönnum þess. Hún segir meira um höfunda sína en þá menn sem þar eru bornir órökstuddum sökum. Höfundar hafa unnið við veitingu útflutningsleyfa á fískiá vegum utanríkisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.