Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 52
VEIÐIHJÓL OG STANGIR
SAGA CLASS
Fyrir þá sern eru aðeins
á undan i-.. -
FLUGLEIDIR
FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Sölustofinun lagmetis:
Aldi kaupir
rækju fyrir
230 millj.
SÖLUSTOFNUN lagmetis hef-
ur gert nýjan samning við Vest-
ur-Þýzku verzlanakeðjuna Aldi
Nord um sölu á niðursoðinni
rækju að verðmæti um 230
milljónir króna. Samningurinn
tekur gildi í ágúst næstkomandi
og nær yfir 12 mánaða tímabil.
Morgunblaðið náði ekki sam-
bandi við framkvæmdastjóra SL í
gærkvöldi, en fékk fréttina stað-
festa eftir öðrum leiðum. Niður-
suðuverksmjðjan á ísafirði og K.
Jónsson og Co. á Akureyri munu
vinna rækjuna upp í þessa samn-
inga. Viðskipti við Aldi Nord lögð-
ust aldrei alveg af, þrátt fyrir
andóf Grænfriðinga. Rækja var
áfram seld þangað en undir
breyttu nafni, Nordmeer í stað
Eismeer. Engin sala hefur hins
vegar verið til Aldi Sud eftir mót-
mæli Grænfriðunga.
Farmenn boða
yfirvinnubann
SLITNAÐ er upp úr viðræðum
Sjómannafélags Reykjavíkur við
kaupskipaútgerðirnar um nýja
kjarasamninga í kjölfar þess að
samningar voru felldir í almennri
atkvæðagreiðslu í félaginu. Hef-
ur félagið boðað til yfirvinnu-
banns frá og með miðvikudegin-
um 5. júlí næstkomandi hafi
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma.
Eftir að yfirvinnubannið tekur
gildi verður öll vinna háseta í
heimahöfn og höfnum erlendis á
tímabiiinu frá klukkan 17 til klukk-
an 8 að morgni óheimil. Kjaradeil-
unni hefur ekki formlega verið vísað
til ríkissáttasemjara, en þess er
vænst að hún komi nú til kasta
hans.
ROIÐA RAUÐAVATNI
Morgunblaoio/fciinar ralur
Ný tilhögun Fljótsdalsvirkjunar gerir hana mun hagstæðari:
Jarðgöng í stað skurða lækka
kostnaðinn imi þrjá milljarða
Hefla þarf undirbúning strax ef virlgunin á að nýtast nýrri stóriðju
BREYTT fyrirkomulag á Fljóts-
dalsvirkjun, þar sem jarðgöng
kæmu í stað aðveituskurða, gerði
virkjunina eina þá hagstæðustu
sem völ er á miðað við fullnægj-
andi markað, að mati verkfræði-
deildar Landsvirkjunar.
Verktakafyrirtækið Krafttak sf.,
sem unnið hefur að jarðgöngum við
Blönduvirkjun og gegnum Óiafs-
fjarðarmúla, lagði áætlun um þessa
nýju tilhögun Fljótsdalsvirkjunar
fyrir Landsvirkjun í vor. Upphafleg
hönnun miðaði við 26 kílómetra
Stórfelld uppbygging flugstjórnarkerfísins:
Fjárfestíagar fyrir um
milljarð á næstu árum
UNDIRRITAÐUR hefur verið
verksamningur að upphæð 4,3
milljónir dollara milli Flugmála-
stjórnar og kanadíska fyrirtæk-
isins Canadian Aviation Eiec-
tronics Ltd. vegna uppbygginar
fyrsta hluta tölvukerfis fyrir
flugstjómarmiðstöðina í
Reykjavík. Pétur Einarsson flug-
málastjóri segir að á næstu ámm
sé framundan stórfelld upp-
bygging íslenska flugstjórnar-
kerfisins og áætlar hann að var-
ið verði til þessa 15-20 milljónum
dollara eða 873-1.164 milljónum
króna. Alþjóðlegt fjármagn
stendur straum af þessum kostn-
aði. .
Pétur Einarsson sagði að verk-
samningurinn sé mesta fjárfesting
frá upphafi vega í flugstjórninni.
Tölvukerfið, sem hlotið hefur heitið
„Fluggagnakerfi", er afar um-
fangsmikið og vinnur á sjálfvirkan
hátt úr upplýsingum um flugvélar
á öllu flugstjórnarsvæði Reykjavík-
ur. Svæðið er annað eða þriðja
stærsta flugstjórnarsvæði heims,
um 4,8 milljónir ferkilómetrar að
stærð og nær yfir stóran hluta
N-Atlantshafsins.
„Fluggagnakerfið“ er fyrsti
áfanginn í stórfelldri uppbyggingu
flugstjórnarkerfísins. A næstu
árum mun flugstjórnarmiðstöðin
síðan tengjast hinum nýju ratsjár-
stöðvum hérlendis auk stöðva í
Færeyjum og á Grænlandi. Auk
þess er hafinn undirbúningur að
notkun gerfihnattaupplýsinga um
flugumferð á svæðinu og er það
verk unnið í nánu samstarfi við
bandarísku flugmálastjómina
FAA.
„Með þessum breytingum getum
við minnkað aðskilnað milli flug-
véla á ferð um svæðið samhliða
því að öryggi er aukið. Þannig
getum við sinnt meiri fjölda véla á
svæðinu," segir Pétur Einarsson.
Verksamningurinn sem gerður
hefur verið er einn stærsti samn-
ingur um vél- og hugbúnað hér á
landi og gert er ráð fyrir hlutdeild
íslensks fyrirtækis í hönnun hans.
Kostnaður vegna hans greiðist af
flugumferð sém fer um flugstjórn-
arsvæðið samkvæmt samkomulagi
íslendinga við Alþjóðaflugmála-
stofnunina.
í máli Péturs kemur fram að
með tilkomu þessa verkefnis og
þess sem fylgir í kjölfarið verða
Islendingar með búnað á borð við
þá bestu í heiminum og mun þessi
tækniþróun tryggja áframhaldandi
rekstur íslendinga á alþjóðaflug-
þjónustunni fyrir flug yfir N-Atl-
antshafið næstu áratugina.
langan aðrennslisskurð, en Krafttak
gerir ráð fyrir jafn löngum'jarð-
göngum.
Verkfræðideild Landsvirkjunar
hefur unnið að mati á hagkvæmni
jarðgangaleiðarinnar og notið við
það ráðgjafar Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf. og Electrowatt
í Ziirich. Ér það samdóma álit þess-
ara aðila að jarðgangavirkjun í
Fljótsdal sé íjárhagslega hagkvæm.
Siík virkjun væri bæði mun ódýrari
og fljótbyggðari, svo munar 1-2
árum, og hefjist undirbúningur nú
þegar væri hægt að ljúka virkjun-
inni árið 1993.
Ráðgjafarnir telja að slík virkjun
muni kosta um 14.789 milljónir á
verðlagi í desember 1988, miðað við
240 megawatta virkjun. Væri skurð-
leiðin farin, gæti aflið orðið 252 MW
en þá myndi virkjunin kosta um
17.940 milljónir króna.
Til samanburðar má nefna, að
Blönduvirkjun er 150 MW og kostar
um 11.000 milljónir króna.
Sparnaðurinn kemur meðal ann-
ars fram í því að hægt er að vinna
við gerð jarðganganna allt árið en
aðeins væri hægt að vinna við skurð-
ina á sumrin. Að auki yrðu ísvanda-
mál ekki til staðar.
Ekki hefur verið teKÍn endanieg
ákvörðun hvort af byggingu Fljóts-
dalsvirkjunar verður. En Halldór
Jónatansson forstjóri Landsvirkjun-
ar sagði við Morgunblaðið að verið
væri að kanna hvort ráðlagt sé að
leggja í kostnað við ýmis konar und-
irbúning fyrir virkjunina, svo sem
endanlega hönnun virkjunarinnar og
gerð útboðsgagna, til að vera við-
búnir ef ákvörðun verður tekin um
stóriðju.
„I haust má vænta þess að línur
fari að skýrast varðandi Atlantal-
verkefnið, og ákvörðun liggi fyrir
um hvort byggt verði nýtt 185 þús-
und tonna álver, sem taki til starfa
1992-93, eða hvort álverið í
Straumsvík verður stækkað um 120
þúsund tonn.
1 báðum tilfellum er gert ráð fyr-
ir að Búrfellsvirkjun verði stækkuð,
en viðbótarorku þurfi til. Verði bygg-
ing nýs álvers fyrir valinu kemur
Fljótsdalsvirkjun betur inn í myndina
en ef aðeins verður ákveðið að
stækka ísal,“ sagði Halldór.
Hann bætti við að ljúka þyrfti
Fljótsdalsvirkjun árið 1993, svo hún
gæti nýst þessum valkostum. „Það
er mögulegt, ef miðað er við jarð-
gangaleiðina, en til þess að svo
megi verða þarf að hefja undirbún-
ing nú þegar. Annars er viðbúið að
Fljótsdalsvirkjun verði úr sögunni
sem orkugjafi í Atlantalverkefninu,"
sagði Halldór Jónatansson.
Farsóttir:
830 með kvef
í maímánuði
í MAÍMÁNUÐI leituðu 830 manns
læknis í Reykjavíkurumdæmi
vegna kvefs og annarra veirusýk-
inga í efri loftvegum, samkvæmt
skýrslum Læknavaktarinnar sf.
og fjiigurra lækna. Af öðrum far-
sóttartilfellum má nefna 63 sem
fengu lungnabólgu og 78 sem.
fengu iðrakvef, en 14 voru með
inflúensu.
Tveir fengu einkirningasótt, sjö
hálsbólgu af völdum sýkla (skarlats-
sótt), fjórir hlaupabólu og tveir
maurakláða.