Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 2

Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Odin Air kaupir tvær skrúfiiþotur Tryggir sér forkaupsrétt að þeirri þriðju ODIN Air, flugfélag Helga Jónssonar, hefur fest kaup á tveimur skrúfuþotum af gerðinni Jet- stream og tryggt sér forkaupsrétt að þeirri þriðju. Jetstream-vélarnar taka allt að 18 farþega og koma í stað tveggja Mitsubishi-skrúfuþotna sem félagið hefiur hingað til notað í áætlunar- og leiguflugi sínu. Að sögn Helga Jónssonar hafa Mitsubishi-vélarnar reynst ákaflega vel, en þar sem þær taka aðeins 9 farþega anna þær ekki lengur flutningum félagsins. Þykir nú hag- kvæmari kostur að skipta yfir í stærri vélar en að bæta við fleiri smærri vélum. Jetstream-skrúfuþotumar eru framleiddar í Bretlandi af British Aerospace-verksmiðjunum, en Odin Air kaupir þessar vélar lítið notaðar af bandarísku flugfélagi. Helgi seg- ir að Jetstrem-vélamar þyki mjög hagkvæmar og ömggar og hafi þær Fangaprestur fær aftur að hitta fangana FANGAPRESTI þjóðkirkjunnar er nú á ný heimilt að hitta gæzlu- fanga í Síðumúlafangelsinu, sem þar sitja vegna rannsóknar um- fangsmikils fikniefnamáls. í gær sendi ríkissaksóknari lögreglu- stjóra bréf, þar sem hann segist ekki sjá ástæðu til rannsóknar í máli prestsins. Grunur hafði vaknað hjá ránn- sóknaraðilum um að presturinn bæri boð á milli fanganna, sem tengdust málinu. Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum úrskurð- aði að prestinum væri óheimilt að hitta fangana, en sá úrskurður var skilyrtur með þeim hætti, að sæi ríkissaksóknari ekki ástæðu til að rannsaka málið, félli bannið niður. Fangapresturinn kærði úrskurð sakadómsins á sínum tíma til Hæstaréttar, en hefur nú fallið frá kæmnni þar sem bannið er úr gildi fallið. nú um 40% markaðshlutdeild í heiminum í sínum stærðarflokki. Odin Air tekur formlega við vél- unum í næstu viku en áætlað er að þær verði teknar í notkun í sept- ember nk. eftir breytingar og þjálf- un flugmanna sem mun fara fram í Bandaríkjunum og Bretlandi. Flugrekstur Helga Jónssonar á 25 ára afmæli um þessar mundir, en hann hóf flugkennslu í maí 1964. Auk umfangsmikillar flugkennslu hefur Helgi haldið uppi áætlunar- flugi milli Reylqavíkur og Kulusuk á austurströnd Grænlands undan- farin fimm ár. Flugrekstrarleyfið hefur nýlega verið endumýjað til fimm ára. Að sögn Helga lentu flugvélar félagsins á Grænlandi að meðaltali á 36 klukkustunda fresti á síðast- liðnu ári, en auk þess hefur félagið stundað umfangsmikið leiguflug innanlands og milli landa. Segir hann að mikil aukning hafi orðið í flutningum frá síðasta ári og bókan- ir ferðaskrifstofa fyrir árið 1990 séu nú það miklar að hagkvæmt hafi verið talið að auka sætafram- boð verulega. Morgunblaðið/Sverrir Á myndinni sést Ómar Kristinsson forstjóri leika fyrsta leikinn fyrir Margeir Pétursson í fyrstu skák hans við Jón L. Ámason um Islandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Einvígið um skákmeistaratitilinn: Jón L. vann fyrstu skák- ina - jafhtefli í annarri JÓN L. Árnason vann á sunnudag fyrstu skákina í einvígi þeirra Margeirs Péturssonar um Islandsmeistaratitilinn í skák 1988. í gærkvöldi sömdu stórmeistaramir síðan um jafntefli eftir 22 leiki. Einvígið hófst á sunnudaginn í húsnæði Útsýnar hf. í Mjóddinni, og stýrði Jón L. svörtu mönnun- um. Upp kom nimzo-indversk vörn. í 18. leik lék Margeir af sér peði og fékk um leið verri stöðu. Hann lét þá af hendi drottningu sína fyrir hrók og biskup, í von um að fá gagnfæri, en það kom fyrir lítið og hann lagði niður vopnin í 31. leik. Önnur skákin var tefld í gær- kvöldi, og fór hún rólega af stað með drekaafbrigði Sikileyjarvarn- ar. Síðan urðu mikil uppskipti og sömdu stórmeistaramir um jafn- tefli eftir 22 leiki. Alls verða skákirnar fjórar, nema skákmennirnir verði jafnir að stigum. 3. og 4. skákin verða tefldar á miðvikudag og fimmtu- dag. Árbæjarhverfi og Aðventkirkjan: Pömpiltar ollu mikl- um skaða LÖGREGLAN stóð þijá stráka að verki upp úr hádegi á sunnudag þar sem þeir gengu berserksgang í Árbæjarhverfi og höfðu valdið tölúverðum skemmdum. Pörupilt- arnir eru ekki úr hverfinu, en höfðu setið að drykkju í nálægu húsi og voru mikið ölvaðir. Þeir eru sextán og sautján ára gamlir. Strákarnir byijuðu á því að bijóta niður snúrustaur við Hábæ. Þá sneru þeir sér að bifreiðum í hverfinu, brutu rúðu í einni og komust inn í tvær aðrar og stálu peningaveski og hljómtækjum. Næst skeyttu þeir skapi sínu á Árbæjarskóla, þar sem þeir brutu fímm rúður, og eina rúðu brutu þeir í kirkjunni. Skemmdarvargarnir voru færðir á lögreglustöðina. Að því búnu var einn þeirra vistaður á Unglingaheimili ríkisins vegna þess að enginn var heima hjá honum til að sækja hann. Foreldrar annars sóttu soninn, en þeim þriðja var komið til frænku sinnar. Fleiri skemmdarvargar voru á ferðinni um helgina, og voru rúðu- brot á 13 stöðum tilkynnt lögregl- unni. Stórtækastir voru tveir menn komnir af barnsaldri, 23 og 22 ára, sem brutu 23 rúður í Aðventkirkj- unni en voru gripnir er þeir hlupu á brott. Þeir höfðu verið að drekka íslenzkt brennivín á vínveitingastað og bar annar fyrir sig minnisleysi um gerðir sínar eftir það. Hinn ját- aði verknaðinn. Tugþúsunda tjón varð af þessari iðju þeirra. Skákmótið í Belfort: Karl og Gov- edari efstir SKÁKMAÐURINN Karl Þorsteins deildi efsta sæti alþjóðlega skákmótsins í Belfort með Júgóslavan- um Govedari. Fengu þeir ?/2 vinning af 9 möguleg- um. Karl teflir nú á sterku al- þjóðlegu móti í Frakklandi, og bar þar sigurorð af and- stæðingi sínum í fyrstu um- ferð. Fhigfreyjur Flugleiða boða til tveggja daga verkfalls FLUGFREYJUR hjá Flugleiðum hafa boðað tveggja daga verkfall á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku takist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallið myndi hafa alvarleg áhrif að sögn Einars Sig- urðssonar blaðafúlltrúa Flugleiða. Sigurlín Scheving sem situr í stjórn Flugfreyjufélagsins kveðst vona í lengstu lög að til verkfalls þurfi ekki að koma. Sáttaiúndur hefúr verið boðaður hjá ríkissátta- semjara næstkomandi fimmtudag. Samningaviðræður Flugleiða og flugfreyja hafa staðið frá apríllokum, en þeim var vísað til sáttasemjara í júní. Sigurlín segir að Flugleiðamenn hafí slitið síðasta samningafundi á laugardaginn var og daginn eftir hafí trúnaðarráð og stjórn Fiug- freyjufélagsins ákveðið að boða til verkfallsins. „Mér virðist okkur hafa verið boð- in um 18% launahækkun, hluti henn- ar á næsta ári, sem er svipað og flug- virkjar hafa fengið," segir Sigurlín. „Við viljum taka þessu, en gerum auk þess kröfur um tilfærslur milli launaflokka og 4% álagsgreiðslur vegna aukinnar vinnu um borð, aðal- lega vegna meiri þjónustu en verið hefur á Saga-class.“ Sigurlín segir að samningaviðræð- ur strandi nú á þessum álagsgreiðsl- um, en Einar Sigurðsson blaðafull- trúi Flugleiða segir að Flugleiðamenn telji fleiri atriði bera í milli. Þá segir hann að þegar hafí verið gengið lengra í samkomulagsátt en talið hafi verið unnt í upphafí. Flugleiða- menn telji sig hafa boðið flugfreyjum meiri hækkun en sem nemur 18%. Einar segir að reynt verði að semja í vikunni. Ef til verkfalls komi valdi það mjög verulegri röskun í flugi. Nú sé háannatími og verkfall yrði slæmt fyrir félagið fjárhagslega, geti jafnvel haft áhrif á erlenda markaði. í gærdag hafí verið leitað leiða til að mæta verkfalli flugfreyja, en ekki sé. fullljóst til hvaða aðgerða verði gripið ef til komi. Una Sigurðardóttir, yfírflugfreyja hjá Arnarflugi, segir að samningar Flugfreyjufélagsins við Arnarflug markist að einhveiju leyti af Flug- leiðasamningunum. Flugfreyjur Arn- arflugs bíði því átekta, en yfirleitt hafí gengið vel að semja við félagið. Úthlutun húsnæðismálastjórnar til félagslegra íbúða: Sé ekki ástæðu til gagnrýni - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að ef litið sé á úthlutanir húsnæðismálastofnunar til félagslegra íbúða á síðustu tveimur árum, geti landsbyggðin sæmilega við unað. Jóhanna mun skoða málið nánar, að ósk Alþýðuflokksins, en segir það ekki á vald- sviði ráðherra að gagnrýna ákvörðun húsnæðismálasljómar. Þingflokkur Alþýðuflokksins hélt fund í gær um þá ákvörðun stjórn- ar Húsnæðismálastofnunar að af um 2.500 milljónum, sem úthlutað var til byggingu félagslegra íbúða, renni um 77% til íbúðabygginga á höfuðborgarsvæðinu. Þessi úthlutun hefur verið gagn- rýnd af sveitastjórnarmönnum víða um land. Sighvatur Björgvinsson þingmaður Alþýðuflokksins hefur einnig gagnrýnt hana harðlega op- inberlega. Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Morgunblaðið, eftir þingflokks- fundinn, að úthlutunarvaldið væri í höndum Húsnæðismálastjómar og ekki þyrfti að bera ákvarðanir henn- ar undir félagsmálaráðherra til staðfestingar. „í húsnæðismálastjóm eiga sæti fulltrúar allra stjómmálaflokka og aðilar vinnumarkaðarins. Þeir stóðu einhuga að þessari- afgreiðslu og ég hef ekki séð neina ástæðu til þess, miðað við það sem ég hef skoðað, að gagnrýna þessa úthlut- un, enda er það ekki á valdsviði ráðherra að gera slíkt,“ sagði Jó- hanna. Hún benti á, að úthlutað hafí verið til byggingar 1.400 félags- legra íbúða á síðustu tveimur ámm, sem væri meira en á átta ámm þar á undan. Á síðasta ári hefði hlutur Iandsbyggðarinnar verið allgóður, því þá hefði 60% úthlutunarinnar farið út á landsbyggðina. Og af 200 kaupleigufbúðum, sem úthlutað hefði verið á síðasta ári, hefðu 190 -farið-út-á land. -............... „Ef litið er á þessi tvö ár í heild, held ég að landsbyggðin geti sæmi- lega vel við unað. Ég vil einnig benda á það, að biðlistar eftir fé- lagslegum íbúðum em hvergi lengri en á höfuðborgarsvæðinu; það em 12 manns um hveija íbúð sem til er,“ sagði Jóhanna. Þegar Sighvatur Björgvinsson var spurður hvort tekið hefði verið undir hans sjónarmið á þingflokks- fundinum, sagði hann aðeins að málið hefði verið rætt og félags- málaráðherra væri að skoða málið. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, gaf sömu svör að þingflokksfundinum lokn- ■ um,-............................ Vanskil á kvóta- skýrslum: 15 bátar missa veiðileyfið í sólarhring Sjávarútvegsráðuneytið svipti í gærdag fimmtán báta veiðileyf- um sínum timabundið vegna van- skila á kvótaskýrslum. Flestir bátanna hafa þegar bætt ráð sitt og var þeim frjálst að halda til veiða að nýju í morgun, en að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif- stofústjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, var fyrirhuguð viku- svipting milduð í sólahringssvipt- ingu í gær. Þeir aðilar sem svipt- ir voru og skiluðu ekki skýrslum sínum í gær endurheimta ekki leyfi sín fyrr en þeir ganga fi-á sinum málum við ráðuneytið. Jón sagði að það væru kvóta- skýrslur fyrir maímánuð sem verið væri að reka á eftir með þessum aðgerðum. „Maískýrslunum átti að skila 12. júní, og allt frá þeim tíma höfum við staðið í stappi við þessa aðila. Þessi svipting þarf því ekki að koma neinum á óvart,“ sagði hann. Sjávarútvegsráðuneytið sendi fyrir helgi þeim fimmtán aðilum sem enn höfðu ekki skilað inn skýrslum skeyti þess hljóðandi, að frá og með gærdeginum yrðu þeir- sviptir veiðileyfum sínum í viku- tíma, og að sögn Jóns streymdu . íkýrslurjw. inn j.gæn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.