Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 23

Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 23 Steinsteypa leysir ekki vandamál aldraðra eftir Krislján Baldursson Það er mikil ástæða til að athuga aðra möguleika fyrir aldraðra heldur en byggja hjúkrunarheimili og vista fólk í sólarhringsvistun. Fyrst og fremst er það staðreynd að fólk flest óskar að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er. Þá er það rétt út frá umhyggju fyrir hvetj- um einstaklingi að þjóðfélagið leitist við að mæta þessum óskum. Það er einnig í anda hinna nýju laga um málefni aldraðra sem samþykkt voru á síðasta þingi. Einnig er það öllum fyrir bestu að haldið sé uppi sem mestu forvarn- arstarfi. Það er hægt með þvi að virkja eldri borgara á allan hugsan- legan hátt í stað þess að gera þá háða of mikilli umönnun á hjúkr- unarheimilum. Það er viss hætta á að þjónustan við eldri borgara skipt- ist í tvö horn, annars vegar allt of lítil heimilisaðstoð og heimahjúkrun og hins vegar allt of mikil hjúkrun á stofnunum þar sem séð er fyrir öllum þörfum einstaklingsins og allt frumkvæði tekið frá honum. Reynsla Norðurlandanna á þessu er sú að hjúkrunarheimili stuðli að hnignun einstaklinga bæði andlega og líkam- lega. Með heimahjúkrun og heimilisað- stoð er auðvelt að koma til móts við ákveðnar þarfir hjá öldruðum og létta þeim þannig lífið með ýmsu móti. Þá er líka góð hugmynd að reka þjónustumiðstöðvar, félags- miðstöðvar fyrir aldraða. Þar sem lögð er áhersla á að virkja eldra fólk, aðstoða það við að mynda áhugamannafélög og klúbba og fá það til að vinna saman og aðstoða hvert annað og hugsa hvað um ann- að. Þjónustumiðstöðvar í tengslum við íbúðir eru líka góður kostur. Það er einnig góð reynsla af því að hafa opinn kaffiveitingastað í þjónustu- miðstöðvum aldraðra þar sem fólk hittist og spjallar, kemur og fer. Það er almenn hreyfing á Norðurl- öndum í þá átt að hverfa sem mest frá þessum hefðbundnu hjúkrunar- heimilum og leysa mál aldraðra með öðrum hætti. Þjónustuibúðum, sam- býlum og aukinni heimahjúkrun og heimilisaðstoð. Jafnvel er hafin sól- arhringsheimaþjónusta á nokkrum stöðum. Það hefur verið viðmiðunar- tala hjá Norðmönnum að um það bil 7% af þeim sem eru yfir sjötugu geti þarfnast hjúkrunarrúms. Ef miðað er við þá aldursdreifingu að 15% íbúa séu yfir sjötugu svaraði þetta til þess að í 1.000 manna sveit- arfélagi þyrftu 10,5 hjúkrunarrúm. Nú eru hugmyndir hjá Norðmönnum um það að um þ.b. helming af þess- ari þörf væri hægt að leysa með öðrum hætti en hjúkrunarrúmi á stofnun. Það er athyglisvert að á meðan nágrannaþjóðir okkar eru að hverfa frá byggingu hjúkrunarheimila og vistun fólks í sólarhringsvistun er þróunin alveg öfug hér á Islandi. Hér er verið að byggja upp og í undirbúningi hjúkrunarheimili út um allt, land. Það þarf margs að gæta þegar farið er á stað með slíkar stofnanir. Ekki minnst það að gera sér fulla grein fyrir að verið er að hefja rekst- ur á nýrri stofnun. Þó flestum þyki byggingarkostnaður hár og mikill þá verður hann bara smámunir mið- að við rekstur stofnunar sem kemur til með að þarfnast rekstrarfjár- magns um ókomna framtíð. Sóla- hringsvistun á hjúkrunarheimili er lang dýrasti kosturinn. Þegar þar við bætist að það er líka sá versti miðað við óskir fólksins og vellíðan er ástæða til að athuga sinn gang. Hvernig er hægt að veija þessum peningum öðruvísi til aðstoðar og velfarnaðar öldruðum? Hvernig er hægt að koma til móts við óskir og þarfir fólksins á sem bestan hátt? Hér er verið að tala um gífurlega mikla peninga. Hjúkrunarrúm á stofnun kostar ca. 5 m.kr. í byggingu og sa. 2 m.kr. í rekstri á ári. Það er hægt að gera mikið fyrir tvær milljónir. Til saman- burðar er hægt að hafa rúmlega eitt stöðugildi í heimahjúkrun sem þjónar milli tíu og tuttugu heimilum. Það væri hægt að greiða aðstend- endum há laun fyrir að aðstoða og þjónusta aldraða heima. Það er hægt að veita mikla heimilisaðstoð og samt verður það allt mun ódýrara heldur en vistun á hjúkrunarheimili, og mun betri kostur. Persónuleg aðhlynning og þjónusta í öruggu heimilisumhverfi einstaklingsins. Það væri líka örugglega hægt að leysa úr læðingi mikla starfskrafta með því að greiða aðstandendum fyrir að annast aldraða í heimahús- um. Auk þess sem það væri viður- kenning á því mikla og fórnfúsa starfi sem fram fer í kyrrþey mjög víða innan fjögurra veggja heimilis. Steinsteypa leysir engin vanda- mál, eða hús yfir stofnanir, það er þjónustan og starfið sem skiptir öllu máli. Það er því miklu réttara að skipuleggja þjónustuna, heimahjúkr- unina og heimilisaðstoðina heldur en storma af stað með dýrar bygg- ingar yfir nýjar stofnanir. Opinber stofnun og sólarhringsvistun verður ■ að vera síðasti kosturinn sem gripið er til eftir að aðrar leiðir geta ekki komið í staðinn. Það má líka minna á það að frá næstu áramótum tekur ríkið við og greiðir heilbrigðisþátt heimaþjónustunnar. Sveitarfélögin einungis félagslega þáttinn. Á und- anförnum árum hafa verið byggðar margar opinberar byggingar. Heil- sugæslustöðvar hringinn í kring um landið og stór sjúkrahús. Kristján Baldursson Mikið af sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum hafa verið óhóflega lengi í byggingu. Byggingardæmið hefur ekki alltaf verið hugsað nægi- lega vel fyrirfram, hvað varðar ein- staka liði hönnunar og með tilliti til endanlegs heildarkostnaðar. Fjár- magni hefur verið dreift í of marga staði í einu, sem þýðir litla bygging- aráfanga og sundurslitinn bygging- artíma. Þessir þættir verða til þess að auka á byggingarkostnaðinn. Til þess að sn úa við þessari þróun verð- ur að breyta um vinnubrögð. í fyrsta lagi, það þarf að hugsa framkvæmd- ina til enda fyrirfram, bæði varðandi skipulag, hönnun og byggingakostn- að. Auk þess verður að gera áætlun um rekstrarkostnað svo allir geri sér grein fyrir hvað verið er að gera og hvaða rekstrarfjármagn verið er að binda í framtíðinni. Það er líka mikilvægt varðandi hjúkrunarheimilin að litið sé á heild- arþörfina. Um þessar mundir er víða um land verið að undirbúa fram- kvæmd hjúkrunarheimila. Það er mikilvægt að skipuleggja aðra þjón- ustu og aðstoð'og beina kröftunum að forvarnarstarfi og kanna til hlítar aðra möguleika áður en ráðist er í að búa til nýjar stofnanir. Höfíindurer deildartæknifræðingvr hjá framkvæmdadeild Innkaupastofhunar ríkisins. Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til verksins, þcgar þú málar húsið það scm grunn undir Kópal-Steintcx. Þú mcð Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- getur málað mcð þessari úrvalsmálningu við akrýl vcitir steininum ágæta vatns- lágt hitastig, jafnvcl í frosti. Hún þolir vætu cftir um eina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, veðr- unarþol er frábært og litaval gott. Næst þegar þú sérð fallega málað hús — kynntu þér þá hvaðan málningin er vörn og mögulcika á að að „anda“ betur en hcfðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls cr gulltrygg og því gctur þú einnig notað JJfmálning't - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.