Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 28

Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Israel: V erkamannaflokkurinn hótar stjórnarslitum Jerúsalem. Reuter. I ISRAEL magnast deila stjórnarflokkanna enn, en forystusveit Verkamannaflokksins hefur lagt til við miðsljórn flokksins, að stjórn- arsamstarfínu við Líkúdflokkinn verði sfitið, þar sem Yitzhak Sam- ir, forsætisráðherra og formaður Líkúd, hafi kastað friðaráætlun Israela út í ystu myrkur með því að binda hana alls konar skilyrð- um, sem gefi ekkert svigrúm til samninga. Að sögn stjórnmálaský- renda þarf þetta þó ekki að þýða að stjórnarkreppa sé í vændum, heldur sé hér einungis um enn einn þáttinn í sambúð ósamlyndra hjóna að ræða. „Við verðum ekkert fíkjulauf fyrir Líkúd og við verðum ekkert fíkjulauf fyrir hreinni ógæfu,“ sagði Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins og varafor- sætisráðherra, en þar á hann við þá ákvörðun Líkúdflokksins að frið- aráætlun ísraela verði bundin af því, að uppreisnin á hernámssvæð- unum verði fyrst kveðin niður, að ekki verði samið við Frelsissamtök Palestínu (PLO), að sjálfstætt Pal- estínuríki komi ekki til greina, að gyðingar geti numið land að vild á hernámssvæðunum og að Jerúsal- em sé ekki til umræðu í neinum samningum. Eigi að síður ákváðu leiðtogar Verkamannaflokksins að ekkert lægi á og boðuðu til fundar mið- stjórnar flokksins eftir þrjár vikur, en talið er að þeir hyggist reyna að semja við Shamir um lausn málsins áður en miðstjórnin kemur saman til þess að fjalla um stjórnar- samstarfið og taka ákvörðun um áframhald þess. Samstarf Verkamannaflokksins og Líkúdflokksins (áður Líkúd- bandalagsins) hefur verið æði brös- ótt, en hefur þó staðið í nærri fimm ár, þar sem hvorugur flokkurinn hefur fengið hreinan meirihluta í kosningum eða skoðanakönnunum. Stjórnarslit nú yrðu hvorugum aðil- anum til góða og telja stjórnmála- skýrendur því, að hér sé aðeins um enn eitt ósættið að ræða, sem leyst verði bak við tjöldin. Almenningsálit í ísrael hefur sveiflast til hægri frá því að upp- reisnin á hernámssvæðunum á vesturbakka Jórdan og Gaza hófst fyrir 19 mánuðum og vill Peres því að líkindum ekki hætta á kosning- ar. Shamir vill á hinn bóginn stjórna landinu í félagi við Verka- mannaflokkinn frekar en að leita samvinnu við þá, sem lengst eru til hægri, og þingmenn sem stýrast frekar af trúarskoðunum en pólitískri sannfæringu. Slík hægristjórn myndi auk þess eiga erfiðar með samstarf við Bandaríkjastjórn og friðarumleit- anir yrðu að líkindum erfíðari við- ureignar. Á það má þó minna að það var undir stjórn Menachems Begins, sem þótti enginn miðju- moðari, sem friðarsamningar við Egyptaland tókust. Reuter Lögregla í Jerúsalem þurfti að handtaka ellefu gyðinga við útför eins þeirra sem létust í langferðabifreið sem palestínskur hryðju- verkamaður kom út af veginum milli Tel Aviv og Jerúsalem hinn 6. júlí. Mikill hiti er í ísrael vegna máls þessa, en 14 manns létust. Reuter Ung pólsk stúlka býður George Bush Bandaríkjaforseta velkominn á flugvellinum í Varsjá á sunnudag. Wojciech Jaruzelski, leiðtogi Póllands, og eiginkona hans fylgjast með. Endurreisn Pól- lands í augsýn - sagði Bush við komuna til Varsjár Varsjá. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti fór lofsamlegum orðum um umbætur í Póllandi og talaði um endurreisn Póllands þegar hann kom til Varsjár á sunnudag í opinbera heimsókn. „Pólland hef- ur stigið fyrstu skrefin upp eftir einstigi breytinga, lýðræðislegra breytinga," sagði Bush á flugvell- inum í Varsjá. „Ganga þessi á brattann er hrífandi en ekki allt- af auðveld. Hún krefst fórna en takist hún þá leiðir hún til endur- reisnar þessarar stórmerkilegu þjóðar.“ Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, tók á móti Bush á sunnudag. Nú fór bet- ur á með þeim tveimur en þegar þeir hittust 1987 því þá hitti Bush, sem var varaforseti Bandaríkjanna, Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, í óþökk pólskra yfirvalda. Við komuna gerði Bush grein fyrir þeim breytingum í Póllandi sem hann mæti mest og orðið hefðu undanfarin tvö ár: „Samstaða hefur verið lögleidd, vísir að frjálsri fjöl- miðlun er sprottinn upp, nýtt þing hefur tekið til starfa, pólska öld- ungadeildin hefur verið endurreist í fijálsum kosningum, Pólland ræð- ur sinni eigin sögu og Bandaríkin og allur heimurinn fylgjast með.“ Sovétríkin: Þjóðernisfylkingar takast á í Moldavíu Moskvu. Reuter. UM 25 þúsund stuðningsmenn Lýðræðisfylkingar Moldavíu söfhuðust saman í Kishinev, höfuðborg Sovétlýðveldisins, á sunnudag til þess að koma í veg fyrir að Alþjóðafylking rússneskumælandi íbúa Moldavíu gæti hafíð Qöldafúnd, sem hún hafði boðað til á aðalt- orgi borgarinnar og 1500 manns sóttu. Að sögn sovéska sjónvarpsins gat lögreglan komið I veg fyrir að í brýnu slægi með fylkingunum en tals- menn Lýðræðisfylkingarinnar Óþeflagði yfir Holland Haag. Reuter. MEGNA fylu Iagði af hafí yfir Holland og hluta af Belgíu um helgina og kvörtuðu margir íbú- ar undan höfúðverk og ógleði. í fyrstu var talið að óþefurinn kæmi af þörungagróðri sem hefur verið óvenjumikill í hlýju veðri í sumar. Umhverfismálaráðherra Hollands Ferry Heybruck taldi þó að fýlan hefði verið meiri en svo að hún gæti verið af þörunga- gróðri auk þess sem hún hefði horfið fljótlega. Því er nú talið líklegt að sökudólgurinn hafi verið skip sem hafi losað einhver efni í hafið en ekki gafst tími til að mæla hvort eiturefni voru í loftinu. segja aðgerðir sínar hafa verið friðsamlegar og hafa harðlega mótmælt fréttaflutningi sjón- varpsins. Lýðræðisfylkingin hefur efnt til margra fjöldafunda á þessu ári en hún berst fyrir varðveislu tungu og menningar Moldavíu sem áður tilheyrði Rúmeníu en varð hluti af Sovétríkjunum árið 1940. Moldavíubúar vilja að tungumál sitt verði gert að opin- beru ríkismáli og þeir vilja leggja niður kyrillískt letur og taka upp latneska stafrófið á ný. Hreyfingu þeirra svipar nokkuð til þjóðernis- hreyfinga í Eystrasaltslýðveldun- um. Rússneskumælandi íbúar Moldavíu hafa einnig myndað með sér samtök til að verja sína hags- muni og nefnast þau Alþjóða- hreyfingin. Þegar liðsmenn Alþjóðahreyf- ingarinnar reyndu að komast að hljóðnemum til að setja mótmæla- fundinn á aðaltorginu í Kishinev á sunnudag voru þeir stöðvaðir af þjóðernissinnum, sem um- kringdu þá og héldust í hendur. Þjóðernishóparnir veifuðu rúm- enska fánanum en aðrir mótmæ- lendur kröfðust þess að réttindi minnihlutans væru tryggð. Á ein- um borða stóð: „Við erum ekki gestir, við búum hér líka“. Borgar- ráð Kishinev kom þá saman og gaf Alþjóðahreyfingunni leyfi til þess að færa fund sinn á íþrótta- leikvang en liðsmenn Lýðræðis- fylkingarinnar dvöldu á torginu til miðnættis. Þessi sérkennilegi bogi, sem byggður er úr marmara, gleri og stáli, verður formlega tekinn í notkun á laugardaginn á fúndi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims. Leiðtogar Bainlaríkjanna, Bret- lands, Vestur-Þýskalands, Frakklands, Italíu, Japans og Kanada munu ræðast við í París um næstu helgi og verða fúndir þeirra haldnir á efstu hæð bogans sem er við enda Champs-Elysées breiðgötunnar. Boginn er í raun 35 hæða skrifstofúbygging sem stendur innan um önnur háhýsi í hverfi sem nefnist La Défence. Reuter Bræðralagsboginn íParís Palme-réttarhöldin: Deildi á Lis- bet Palme og saksóknarann Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins. VERJANDI Christers Petters- sons, sakborningsins í Palme- réttarhöldunum, hélt kröftuga lokaræðu til varnar skjólstæðingi sínum í gær. Hann deildi harka- lega á vitnisburð Lisbetar Palme og vinnubrögð saksóknarans i málinu og krafðist þess, að ákærði yrði látinn laus þegar i stað. Veijandinn, Arne Liljeros, minnti á, að aðeins Lisbet Palme hefði séð framan í morðingjann á Sveavágen 28. febrúar 1986. Hún hefði sjálf gert mikið úr skarpri athyglisgáfu sinni, en hins vegar hefðu mörg vitnanna haldið fram, að hún hefði verið í miklu uppnámi og vart við- mælandi þarna um kvöldið. Liljeros sagðist fullyrða, að Lisbet hefði verið svo illa brugðið, að ógerlegt hefði verið fyrir hana að taka eftir smáatriðum á morðstaðnum, þar sem eiginmaður hennar hefði legið deyjandi af skotsárum sínum. Liljeros gagnrýndi saksóknarann fyrir að leyfa varnaraðilunum ekki að vera við yfirheyrslunar yfir Lis- bet Palme. Hann benti á, að Lisbet hefði enga byssu séð og engu vitn- anna hefði tekist að tengja sak- borninginn við neins konar skot- vopn. Þar að auki hefði eitt vitn- anna borið, að það hefði séð Petters- son á járnbrautarstöð í útjaðri Stokkhólms um það Ieyti, sem morðið var framið. Liljeros sagðist sannfærður um, að morðið á Olof Palme hefði verið af stjórnmálalegum rótum runnið og rækilega skipulagt. Hann sagði, að vegna fjölmargra vafaatriða í málinu bæri að láta ákærða lausan þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.