Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989
I,I„I.IJ.1.IJ,III„I -
Myndsendi-
tæki fyrir
trúnaðar-
skjöl
HEIMILSTÆKI hf. hefur hafið
innflutning á myndsenditækjum
(„telefaxtækjum") frá þýska fyr-
irtækinu Infotec sem gefa mögu-
leika á að senda trúnaðarupplýs-
ingar þannig að skjal prentast
aðeins út hjá viðtakanda þegar
leyninúmer er slegið inn. Enn-
fremur er mögulegt að senda
mörgum aðilum skjöl í einu með
lítilli fyrirhöfn þar sem unnt er
að geyma númer margra við-
takanda í minni tækisins.
Búnaðarbankinn hefur nýlega
gert samning við Heimilistæki hf.
um sölu og uppsetningu á mynd-
senditækjum fyrir bankann og útibú
hans að því er fram kemur í frétt
frá fyrirtækinu. Með fjölsendingu
getur aðalbankinn sent sömu upp-
lýsingar til allra útibúanna án þess
að þurfa að leggja mikla vinnu í
sendinguna. Móðurtækið sér um að
> hringja í undirtækin og senda þeim
skjalið. Þá segir að Heimilistæki
hafi sérmenntað starfsmenn til að
annast hönnun og ráðgjöf við val
og uppsetningu. Einnig hafi verið
stuðlað að menntun viðgerðar-
manna sem muni sjá um allt við-
hald og viðgerðir á tækjunum.
VERÐBREF —- Vegna breytinga á lögum sem takmarka
möguleika bankanna að veita viðskiptavinum þjónustu hvað varðar
verðbréf hefur Landsbankinn ákveðið að stofna sérstakt verðbréfafyr-
irtæki
Fjármál
Landsbankinn stofhar
verðbréfafyrirtæki
LANDSBANKINN hefúr stofnað fyrirtæki til að annast verðbréfa-
viðskipti þau sem verðbréfaviðskiptadeild bankans hefur annast
hingað til. Að sögn Brynjólfs Helgasonar aðstoðarbankastjóra
verður næsta skrefíð að sækja um starfsleyfi til viðskiptaráðuneyt-
isins en stefht er að því að starfsemi fyrirtækisins heljist í haust.
Fyrirtækið heitir Landsbréf hf. — Verðbréfamarkaður Landsbanka
íslands.
„Aðalástæða þessa er að í lögum
eru ákvæði sem takmarka þá þjón-
ustu sem við getum veitt okkar
viðskiptavinum á sviði verðbréfa-
viðskipta," sagði Brynjólfur. Hann
segir að ekki sé búið að ákveða
hvernig starfseminni verði háttað
en unnið verði að undirbúningi
hennar næstu tvo til þijá mánuði.
Nýja fyrirtækið mun hafa aðset-
ur að Suðurlandsbraut 24 þar sem
verðbréfaviðskipti Landsbankans
er nú til húsa.
Stjórnun
Norræn stjórnunarfé-
lög stofna samtök
STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefúr gerst stofiifélagi að nýjum sam-
tökum um stijónunarmenntun á Norðurlöndunum. Fimm stjórnunar-
samtök á Norðurlöndunum eru aðilar að Nordic Institute ofManage-
ment, NIM.
Árni Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Stjórnunarfélagsins sagði að
NIM hefði verið stofnað til þess að
auka möguleika í þjálfun og fræðslu
fyrir norræna stjórnendur. Verkefni
NIM verður því að efna til samnorr-
^ænna ráðstefna og námskeiða um
1 stjórnunarmál.
Að sögn Árna hefur NIM þegar
hafist handa við undirbúning að
tveimur námsþáttum sem byggja á
efnahagsþróun á Norðurlöndunum
vegna breytinga árið 1992 þegar
Evrópubandalagsríkin verða ein
efnahagsleg heild. Fyrsti fræðslu-
fundurinn verður 16.-20. október
og flallar um stjórnun stórfyrir-
tækja. Þá verður haldið námskeið
um „markvisst samstarf fyrirtækja
á Norðurlöndum" 2.-3. nóvember.
Árni sagði að Stjórnunarfélagið
vonaðist til þess að með þessu
aukna samstarfi við stjórnunarfélög
á Norðurlöndunum verði unnt að
bjóða íslenskum stjórnendum meiri
sérhæfingu og því betri þjónustu
'en hingað til.
Fyrirtæki
ÚtOutningur á set-
laugwn frá Norm-x
Hefur selt 600 setlaugar innanlands á 7 árum
NORM-X hf. í Garðabæ hefur hafið tilraunir með útflutning á
setlaugum til Kaliforníu í Bandaríkjunum. Ein tilraunasending
með 15 setlaugum er þegar komin til Bandaríkjanna og verða
á næstunni gerðar ýmiskonar prófanir til að kanna gæði fram-
leiðslunnar. Fyrirtækið hefúr framleitt setlaugar undanfarin 7
ár og á þeim tíma selt um 600 laugar innanlands. Þær eru fram-
leiddar úr polyethylene sem einnig er notað í aðrar framleiðslu-
vörur fyrirtækisins.
Jens Ingólfsson, markaðsráð-
gjafi, hefur annast samninga fyrir
Norm-x í Bandaríkjunum. „Það var
gerð ákveðin markaðskönnun og
fyrirtækið tók þátt i litlum sýning-
um á vesturströnd Bandaríkjanna
til að kanna undirtektir," sagði
Jens í samtali við Morgunblaðið.
„Og Norm-x virðist hafa þróað upp
framleiðsluaðferð við heita potta
sem ekki er notuð annarsstaðar
með hverfissteypu. Heitir pottar
eru yfirleitt alltaf framleiddir úr
Akrýl eða öðrum hörðum efnum.
Það kom mönnum á óvart að sjá
þessa framleiðsluaðferð með poly-
ethylen. Þetta er ekki þekkt aðferð
í Bandaríkjunum. Kostirnir eru
þeir að framleiðsluaðferðin er
ódýrari, efnið sjálft er ekki eins
viðkvæmt og akrýl og áferðin er
mjúk. Viðhaldið og endingin er
mikilu betri. Annar kostur við
Norm-x laugarnar er sá að þær
eru léttar og með tilliti til lögunar
pottanna er þetta ódýrt í flutning-
um. Það má hins vegar líkja þessu
við að flytja sand til Sahara því
hvergi í heiminum er þessi iðnaður
eins þróaður eins og í Bandaríkjun-
um og hvergi eins og á vestur-
ströndinni.“
Jens sagði að þær niðurstöðúr
sem lægju fyrir virtust benda til
þess að Norm-x hefði möguleika á
að ná nýjum markaðsgeira. Vissir
aðilar sæju möguleika á að ná til
nýs markaðshóps og nokkrir virtir
markaðssérfræðingar á þessu sviði
hefðu komið auga á gífurlega
möguleika. „Þetta er þó ekki á því
stiginu ennþá að við séum að tala
um stóra samninga en það gæti
orðið. Markaðurinn er gífurlega
stór og það má segja það að eins
og þetta lítur út í dag gæti þarna
orðið um verulegan útflutning að
ræða.
Að sögn Guðrúnar Sævarsdótt-
ur, sölumanns hjá Norm-x var það
hálfgerð tilviljun að fyrirtækið
réðst út í að framleiða setlaugar.
„Sama ár og það var stofnað árið
1982 fóru fram tilraunir með fram-
leiðslu á mjölsílóum með hverfi-
steypu. Vildi þannig til eitt sinn
að lofttappi stíflaðist með þeim
afleiðingum að sílóið festist í mót-
inu og- gat myndaðist. Neðri hluti
sílósins eyðilagðist en efri hlutinn
var settur út fyrir. Fljótlega fóru
að berast fyrirspurnir um hvort
ekki væri hægt að fá þennan helm-
ing keyptan sem setlaug og varð
þá til sú hugmynd að heíja fram-
leiðslu lauga með þessari aðferð.“
Guðrún segir að þó ekkert hafi
verið gert til að auglýsa vöruna
hafi eftirspurn smám saman aukist
og því hafi fljótlega verið farið út
í frekari vöruþróun hvað varðaði
efni og hönnun. Hún segir að á
þeim 7 árum sem liðin séu frá því
framleiðslan hófst hafi ekki komið
fram neinir gallar og raunar séu
flestir kaupendanna fólk sem
kynnst hafi setlaugunum af eftir-
spurn. Norm-x sé sennilega eina
fyrirtækið í heiminum sem fram-
leiði setlaugar með þessari aðferð.
Framleiðslukostnaður sé mjög lág-
ur sem geri það mögulegt að selja
laugarnar á mun lægra verði en
annarsstaðar þekkist.
Mi'iMJItMir
Astin er blind — og löngunin
rekur skynsemina á dyr!
Pólland
Hæstu vextir
120 prósent
PÓLSKA ríkissljórnin hefúr
ákveðið að hækka hámarksvexti
sem bankar mega bjóða á innlán,
og verður hámarkið 120%.
Samkvæmt reglugerð frá síðasta
ári tryggir ríkisstjórnin að raun-
vextir séu jákvæðir og eru vextir
leiðréttir á sex mánaða fresti með
tilliti til verðbólgu. Hámarksvextir
voru 66% frá 1. janúar sl. en hækk-
uðu eins og áður segir í 120%, 1.
júlí. Vaxtahækkunin gefur til kynna
að verðbólga sé meiraen 100%, en
opinberar tölur um verðbólgu á
síðasta ári segja að verðbólga hafi
verið 74%.
Ríkisstjórnin ákvað verðlags- og
launafrystingu í síðustu viku í einn
mánuð, eða þangað til ný ríkisstjórn
tekur við völdum. Ákvörðunin kom
í kjölfar mikillar verðhækkunar á
~r'- bensíni, sykri og öðrum mikilvægum
neysluvörum.
eftir Bjarna Sigtryggsson
Munurinn á markaðsfræðingum
og öðrum hagfræðilesnum mönnum
er sá, að hefðbundin hagfræði
gengur út frá því sem vísu, að hinn
almenni borgri sé skynsamlega
þenkjandi í efnahagsmálum og taki
ákvarðanir samkvæmt því. Mark-
aðsfræðingar hafa áhuga á atferli
manna og að reyna að skilja hvað
fær fólk til þess að taka óskynsam-
legar ákvarðanir við ráðstöfun fjár,
svo sem í innkaupum.
Þetta er þó ekki einhlítt. Banda-
ríski hagfræðiprófessorinn Franco
Modigliani hlaut til dæmis Nóbels-
verðlaun fyrir rannsóknir sem
leiddu í Ijós að þörf manna til að
hefja sparnað og búa sig þannig
undir ellina verður afgerandi um
það leyti sem börn þeirra taka að
vaxa úr grasi. Þetta er skynsamlegt
og skiljanlegt og ekki í samræmi
við aðrir þarfir manna, sem illa
gengur að útskýra. Til dæmis þá
áráttu nútímamannsins að hugsa
mest um stundargróða og stunda
rányrkju á lífríki jarðar.
Hagfræðingum hættir til að of-
meta rökhugsun fólks en vanmeta
tilfinningaþætti, þegar að efna-
hagsmálum kemur. Söíuskatts-
breytingarnar fyrir hálfu þriðja ári
síðan voru dæmi um slíkt. Almenn-
ingur lætur sig litlu varða heildar-
áhrif efnahagsaðgerða á afkomu
reikningslegrar fiölskyldu, sem hef-
ur lögheimili í tölvu Hagstofunnar.
Fólk skynjar hins vegar verðbreyt-
ingar í matvörubúðinni.
Hóteli í eigu flugfélags gekk vel
að fá fólk í ræstingarstörf þegar
þensla var á vinnumarkaði þótt
öðru hóteli gengi það illa. Ástæðan
var einn frír flugfarmiði á ári, sem
flugfélagshótelið veitti sínu starfs-
fólki, þótt kaupaukar og hlunnindi
á hinu hótelinu næmu mun hærri
upphæð en andvirði farmiða á fullu
verði. Sömuleiðis er það algengt að
viðskiptavinir láti afsláttarprósentu
ráða meiru um innkaup en inn-
kaupsverð í krónum.
Skýringin á þessu er sú, að til-
finningar ráða meiru um þarfir
fólks en bláköld skynsemi. Ástin
er blind, segja menn, og löngunin
rekur skynsemina á dyr. Þetta gera
hagfræðimenntaðir ráðgjafar
stjórnvalda sér ekki alltaf grein
fyrir. Þess vegna hættir ráðamönn-
um ríkissjóðs oft til að taka ákvarð-
Almenningur
lætur sig litlu
varða heildar-
áhrif efna-
hagsaðgerða á
afkomu reikn-
ingslegrar fjöl-
skyldu, sem
hefur lögheim-
ili í tölvu Hag-
stofunnar.
anir af eigin hagfræðigrundaðri
rökhyggju án tillits til viðbragða
almennings. Mistök af þessu tagi
hafa oft verið afdrifarík, og áttu
mikinn þátt í að fella síðustu ríkis-
stjórn. „Matarskatturinn" svo-
nefndi var rökrétt, skynsamleg og
eðlileg aðgerð, séð frá sjónarhorni
heildarhagsmuna almennings, en
pólitískur afleikur í stöðunni.
Það láðist að „markaðssetja“
ákvörðunina. Það er að segja að
skapa eftirspurn eftir henni. Það
láðist í hita leiksins að hnýta sölu-
skattsbreytingarnar sýnilegum ár-
angri í vitund almennings, þannig
að fólk myndi sjálft kreijast breyt-
inganna.
Skynsemi en líka
tilfinningar
Það vita markaðsmenn, sem hag-
fræðingar gera sér síður grein fyr-
ir, að eftirspurnin kemur af þörf,
meðvitaðri eða ómeðvitaðri. Þörfin
sprettur af tilfinningum fyrst og
fremst. Þótt maðurinn sé allveruleg
skynsemisvera á mælikvarða dýra-
ríkisins, þá er hann þó ekki síður
tilfinningavera.
Þegar stjórnmálamenn telja sig
hafa fundið rétta veginn að leiða
þjóð sína út úr efnahagslegu eyði-
mörkinni til fyrirheitna landsins,
eins og Móse forðum, þá dugir ekki
að hafa einungis útreikninga Þjóð-
hagsstofnunar eða hagfræðideildar
fjármálaráðuneytisins að leiðarljósi.
Fólk verður sjálft að trúa því að
rétta leiðin hafi verið valin.
Þarna greinir á milli. Hagfræð-
ingurinn reiknar réttu leiðina út á
tölvu. Markaðsmaðurinn spyr fólkið
hvert það vilji fara.