Morgunblaðið - 11.07.1989, Side 40
MUftGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
4Ö
>
í ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Kaupir Alþingi Hótel Borg?
Flytur Alþingi úr miðborginni? Ell-
iðavatn, Alftanes eða Þingvellir?
Hótel Borg, séð frá Austurvelli.
„Borgarráð Reykjavíkur lýs-
ir áhyggjum sínum yfir hug-
myndum um að Ieggja niður
hótelrekstur í miðbæ
Reykjavíkur með hugsanlegri
yfirtöku Alþingis á Hótel Borg.
Oskar Reykjavíkurborg eftir
viðræðum við Alþingi um hvort
ekki megi fínna leiðir til að
leysa húsnæðisvanda Alþingis
með öðrum hætti en þeim að
taka úr rekstri elzta hótel borg-
arinnar sem jafhframt er mikil-
vægur þáttur í lífi og starfi í
hjarta borgarinnar".
Þannig hljóðar samþykkt
borgarráðs Reykjavíkur, studd
jafiit af minnihluta sem meiri-
hluta.
I
Um miðjan aprílmánuð kom til
umræðu í sameinuðu þingi tillaga
til þingsályktunar, þess efnis, að
Alþingi heimili forsetum þingsins
„að ganga til samninga um kaup
á Hótel Borg og láta gera nauð-
synlegar lagfæringar á húseign-
inni ef af kaupum verður“.
I greinargerð segir að nýbygg-
ingarmál Alþingis séu í biðstöðu.
Starfsemi þingsins fari fram í sjö
húsum, utan Alþingishússins, sem
sé afar óheppilegt. Þar segir orð-
rétt:
„Könnunin [sem forsetar þings-
ins létu framkvæma] leiddi í ljós
að náist viðunandi samningar um
kaup á húseigninni [Hótel Borg]
sé ráðin bót á brýnasta húsnæðis-
vanda Alþingis næstu árin en það
auðveldar til mikilla muna þá end-
urskipulagningu á starfsemi Al-
þingis, sem nú er að unnið“.
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, mælti fyrir til-
lögunni. Hún sagði m.a.:
„Húsið þarfnast ekki gagn-
gerðra breytinga. Við getum nýtt
það mjög vel og 42 þingmenn
geta fengið þar skrifstofur án
þess að til meiri háttar rasks komi,
auk ýmissar annarrar starfsemi,
sem vel má koma fyrir í húsinu“.
I
II
Tillagan mætti harðri andstöðu,
sem ekki var bundin við einstaka
þingflokka, stjórn eða stjórnar-
andstöðu. Minnihluti þingmanna,
sem þátt tók í umræðu, studdi
hana.
Andstaðan var byggð á ýmsum
og ólíkum forsendurn. Hér verða
tínd til fáein efnisatriði hennar:
* 1) Samhljóða samþykkt og
tilmæli borgarráðs Reykjavíkur.
* 2) Andmæli Miðbæjarsam-
takanna.
* 3) Hótel Borg er eina starf-
andi hótelið í hjarta Reykjavíkur
og hluti af miðborgarmyndinni
sem Alþingi á að láta í friði.
* 4) Kaup og tilheyrandi breyt-
ingar á Hótel Borg er dýr bráða-
birgðalausn, reyndar fljótræði,
sem seinkar varanlegri lausn á
húsnæðisvanda þess.
* 5) Önnur hús í nágrenni
Alþingis koma allt eins eða betur
til greina, svo sem húsnæði það
við Austurstræti, sem nú hýsir
borgarskrifstofur er senn flytja í
borgarráðhúsið, og hús Pósts og
síma við Austurvöll.
„Mér finnst hálfpartinn að hér
sé á ferðinni eitthvert óðagot og
þessi lausn á húsnæðisvanda Al-
þingis, sé kannski ekki nægilega
vel og rækilega undirbúin", sagði
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rvk).
„Ég krefst þess sem þingmaður
Reykvíkinga, og það vil ég að
hæstvirtur forseti sameinaðs
þings viti, að það verði teknar upp
þær viðræður í þessum málum við
borgaryfirvöld, sem þau óska eft-
ir“, sagði Birgir Isl. Gunnarsson
(S/Rvk).
III
Stöku þingmaður setti fram
hugmyndir um flutning á starf-
semi Alþingis úr miðborg
Reykjavíkur, sem ekki hlutu mikl-
ar undirtektir.
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
sagði m.a.:
„Hvar á Alþingi að standa í
framtíðinni?... Það eru ýmsir stað-
ir sem koma til greina, eins og
t.d. á Alftanesi eða upp við Elliða-
vatn og fleiri staði mætti
nefna...“.
Ingi Björn Albertsson (FH/Vl)
sagði:
„Ég fer ekki dult með það að
ég er sammála þeim mönnum sem
tala fyrir því að Alþingi eigi að
hafa höfuðsetur á Þingvöllum, þó
það væru ekki nemu sögulegu
tengslin sem gerðu það að verk-
um“.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S/Vf) vitnaði hinsvegar til þings-
ályktunar frá 1981 um samkeppni
um gerð og skipulag nýbyggingar
fyrir starfssemi þingsins þar sem
það nú er [nýbbygging tengd
gamla þinghúsinu neðanjarðar].
Hann taldi að Alþingi ætti að
leysa húsnæðisvanda sinn til
frambúðar, samkvæmt stefnu-
mörkun frá þeim tíma.
IV
Fjárveitinganefnd klofnaði í
afstöðu til málsins. Meirihluti
nefndarinnar (Sighvatur Björg-
vinsson, Margrét Frímannsdóttir,
Oli Þ. Guðbjartsson, Jón Sæmund-
ur Sigutjónsson og Olafur Þ.
Þórðarson) lagði til að heimildar-
tillagan yrði samþykkt „með við-
bótum“. Meirihlutinn flutti breyt-
ingartillögu þar sem heimildin til
að ganga til samninga um kaup
á húsnæði er ekki einskorðuð við
Borgina, heldur jafnframt aðra
kosti í næsta nágrenni Alþingis.
Þar segir og að „við ákvörðun um
kaup og umfang endurbóta á hús-
næði skuli haft samráð við fjár-
veitinganefnd".
Minnihluti fjárveitinganefndar
(Pálmi Jónsson, Alexander Stef-
ánsson, Málmfríður Sigurðardótt-
ir og Égill Jónsson) lagði til að
þingsályktun um málið hljóðaði
svo:
„Alþingi ályktar að fela forset-
um Alþingis að kanna hvaða
mögúleikar eru til aukinnar hag-
kvæmni í húsnæðismálum Al-
þingis og skila um það skýrslu til
formanna allra þingflokka á
næsta haustþingi. í skýrslunni
komi fram: 1) Möguleikar á leigu
eða kaupum á húsnæði í grennd
við Alþingishúsið. 2) Aætlun um
kostnað í hveiju tilviki fyrir sig.
3) Aætlun um nýtingu húsnæðis
sem tekið kynni að vera á leigu
eða keypt. 4) Hvað af núverandi
húsnæði Alþingis megi láta af
hendi. 5) Aætlun um kostnað við
breytingar á Alþingishúsinu í
þeim tilgangi að bæta starfsað-
stöðu þingmanna og starfsfólks".
Málið kom ekki til síðari um-
ræðu og hlaut ekki afgreiðslu;
dagaði uppi í lokaönn þingsins,
þótt flutt væri af forsetum Al-
þingis. Svo virtist sem samkomu-
lag væri um þær málalyktir - að
sinni a.m.k.
t
Móðir okkar,
STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis á Grettisgötu 29,
er látin.
Svava Magnúsdóttir,
Knútur R. Magnússon.
t
Ástkær eiginmaður minn,
INGIMAGN EIRÍKSSON
bifreiðastjóri,
Meistaravöllum 7,
lést í Borgarspítalanum 7. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þuri'ður Jónsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON,
Grundarlandi 8,
lést í Giessen, Þýskalandi, föstudaginn 7. júlí.
Anna Hansen.
t
Útför sonar okkar, bróður og föður,
SIGHVATAR ANDRÉSSONAR,
Skriðustekk 19,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 11. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Andrés Sighvatsson, Júlianna Viggósdóttir,
systkini og börn hins látna.
Sigh vatur Andrés-
son - Minningarorð
Fæddur 26. mars 1949 það var alltaf svo stutt í glens og
Dáinn 1. júlí 1989
í dag, þriðjudaginn 11. júlí,
kveðjum við kæran vin, Sighvat
Andrésson, Didda, eins og hann var
alltaf kallaður.
Þegar ungt fólk deyr í blóma
lífsins er erfitt að sætta sig við
það. Getur verið að hann Diddi
okkar sé dáinn? Hann sem tilheyrði
lífinu eins og ég og þú.
Diddi var næstelstur af stórum
systkinahóp. Sonur hjónanna Júlí-
önnu Viggósdóttur, húsmóður, og
Andrésar Sighvatssonar, vörubíl-
stjóra. Systkini Didda voru Stína
elst, þá kom Diddi og síðan Magga,
Dísa, Addi, Lára, Viggó og Finnur.
Þetta var einstaklega samstilltur
hópur þar sem góðmennska og
glaðværð hefur alltaf ráðið ríkjum.
Enda er missir þeirra mikill og svo
stórt skarð hefur verið rofið í hóp-
inn.
Við systurnar kynntumst fjöl-
skyldunni sem litlar stúlkur að leik
við Möggu og DísUj en seinna sem
mágkonur Didda. A þessum árum
höfðu Sigrún, elsta systir okkar,
og Diddi komið sér upp heimili og
eignast tvo yndislega drengi, Ingva
sem er tvítugur, og stundar nám
við menntaskóla, og Sighvat sem
er nítján ára og er lifandi eftirmynd
föður síns heitins. Sama kátína ríkti
á þeirra heimili og einkenndi fjöl-
skyldu hans, þegar við kynntumst
honum. Margs er að minnast þegar
við látum hugann reika um liðin
ár, og minnumst við hvað hann
átti auðvelt með að koma öllurri í
gott skap sem í kringum hann voru,
gaman, þar sem Diddi var.
En því miður skildu leiðir þegar
Sigrún og hann slitu samvistum,
en alltaf hittum við hann af og til
í gegnum árin, bæði heima í for-
eldrahúsum hans sem við sóttum
alltaf í að heimsækja, þó að syst-
urnar væru fluttar fyrir löngu og
vorum við alltaf velkomnar bæði
með maka og börn, og svo hjá Sig-
rúnu systur því þó þau hefðu slitið
samvistum breyttist samband
þeirra í mikinn vinskap og væntum-
Þykju.
Didda var margt til Iistanna lagt
svo sem að mála myndir og yrkja
ljóð, og enginn var sá hlutur sem
hann gat ekki gert við.
Aðstandendum öllum vottum við
innilega samúð okkar og biðjum
Guð um styrk þeim til handa á sorg-
arstundu.
Með þessum línum viljum við
kveðja og huggum okkkur við að
þeir deyja ungir sem guðirnir elska.
Þó að fomu björgin bresti,
bili himinn og þomi upp mar,
allar sortni sólimar,
aldrei deyr, þótt allt upp þrotni'
endurminning þess, sem var.
(Grímur Thomsen.)
Linda, Gunna og Jórunn.
Elsku sonur okkar og bróðir,
minningin mun alltaf lifa um góðan
dreng, sem var einlægur vinur okk-
ar allra.
Ef einhver var dapur var hann
kominn með sína einlægni og kímni
eins og honum einum var lagið.
Við söknum hans sárt því að stórt
skarð er höggvið í systkinahóp.
Hann vissi að heima hjá pabba
og mömmu beið ávallt hlýja og ást
og þangað lá leið hans ætíð.
Hann var einstaklega listrænn
og verklaginn og hafði öðlast nýja
trú á lífið. Það er svo margt sem
okkur langar að segja en minningin
um Didda bróður lifir. Minning sem
mun aldrei gleymast.
Hafi hann þökk fyrir allt.
Og því er oss erfitt að dæma þann dóm,
að dauðinn sé hiyggðarefni,
þó ljósin slokkni og blikni blóm,
er ei bjartara land fyrir stafni?
Þér foreldrar grátið, en grátið lágt,
við gröfina dóttur og sonar,
því allt sem á líf og andardrátt
til ódáinsheimanna vonar.
(E.B.)
Pabbi, mamma og systkini.