Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 41 .... ýsssxS-SSSSs RUSSLAND Ifyrra á sama tímabili skipulagði Land og Saga samskonar ferð sem var það vel heppnuð, að búast má við að hún verði árlegur viðburður. Flogið er til London og þaðan til Moskvu, einnig er flogið á milli borga íRússlandL Gert er ráð fyrir að gista 4 nœtur á lsta flokks hóteli íMoskvu og sá tími notaður til skoðunarferða um borgina. Frá Moskvu er svoflogið til Yalta og þar er gist á glœsilegu strandhótcli við Svartahafið. Sjórinn er um 20 gráðu heitur í ágúst - tilvalinn til böðunar og siglinga milli skoðunarferða. Eftir vikudvöl í Yalta ersvo haldið tilLeningrad, þarsem heimsfrœg söfn, hallir, styttur og byggingar verða skoðuð. Fararstjóri er lngibjörg Haraldsdóttir. LAND OG SAGA Bankastrœti 2(Bemhöftstoifu), sími: (91) 62 7144 ÍÍllifill Moskva - Yalta - Leningrad 15 dagar - 25. ágúst - 9. september „Gildismat sem birtist í námsefni grunnskólans og raunar öllum hans aðbúnaði og starfshátt- um, er ekki vænlegt til að byggja upp traust nemenda í strjálbýli á heimabyggð sína.“ En það er fleira í deiglunni sem bætt getur stöðu fámennu skólanna. Nú er væntanleg ný aðal- námskrá grunnskóla. Ekki verður farið nánar í efni hennar hér, aftur á móti mun þar vera á ferðinni rit sem er mun „opnara“ en gamla námsskráin, en þar með fá skólam- ir fijálsari hendur varðandi skipulag og útfærslu skólastarfsins. Sam- hliða hinni nýju aðalnámskrá mun enda verða gert ráð fyrir að hver skóli útfæri sitt skólakerfí í svo kallaðri skólanámsskrá eða starfs- áætlun. Þarna er fengin fram ákveðin viðurkenning á því að hver skóli hefur sín sérkenni og er þá fýrst og fremst undir starfsliði hans komið hvort næst að nýta það til bætts skólastarfs. Svo sem fram kom hér framar hefur að undanfömu verið afar sterk tilhneiging til þess, í íslensku skólakerfi að ganga út frá viðhorf- um og gildismati þéttbýlisbúa. Fyr- ir utan að þetta kemur á margan hátt afar illa niður á starfsemi fá- mennra skóla, þá virkar það náms- efni sem í boði er oft hálf hlægilegt þegar verið er að reyna að troða því í höfuð dreifbýlisnemandans. Vitaskuld fínna börnin vel fyrir þessu, enda fá þau fljótt á tilfinn- inguna að þau séu annars flokks nemendur, sem svo óhagkvæmt sé að mennta að tæpast svari kostn- aði. Það er nefnilega þannig að gildismat sem birtist í námsefni grunnskólans og raunar öllum hans aðbúnaði og starfsháttum, er ekki vænlegt til að byggja upp traust nemenda í strjálbýli á heimabyggð sína. Það er afskaplega mikilvægt að nemendur fái óvilhalla fræðslu um umhverfí sitt og samfélag. Þeim verður að vera ljóst að öll störf í þjóðfélaginu geta verið jafn mikil- væg og öll sjónarmið geta átt rétt á sér. Það er skylda skólans að sjá til þess að enginn nemandi þurfi að skammst sín fyrir uppruna sinn né heldur að finnast hann að öðru leyti annars flokks. Hér er raunar komið að grund- vallaratriði sem forsvarsmenn íslenskra skólamála verða að taka á ef ætlunin er að halda landinu öllu áfram í byggð. Að vísu er mjög auðvelt að varpa ábyrgðinni á ann- arra herðar og víst er það að nokkru óhætt hér. Hins vegar má halda því fram að með gerð skólanám- skrár opnist leið fyrir hvern skóla til að skapa sín gildi að nokkru leyti sjálfur og velja sér það námsefni og þær stafsaðferðir, sem líklegast- ar eru til að henta í því samfélags- mynstri sem viðkomandi skóli hrær- ist í. Það er fátt seinvirkara en „kerf- ið“ og þar er íslenskt skólakerfí síður en svo eftirbátur annarra „kerfa“. Meðan svo er ættu fá- mennir skólar að grípa það tæki- færi sem falið er í gerð skólanám- skrár og mynda sér sína eigin stefnu, með hag fámennra byggða og landsbyggðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grunnskólans í BorgarGrði. Um fámenna skóla og skólanámskrár eftir Ólaf Arngrímsson Fámennir skólar er skólagerð sem litla umfjöllun hefur fengið í skólamálaumræðu síðustu ára og áratuga. Mergt bendir til að á þessu kunni að verða nokkur breyting á næstu árum, enda virðist svo sem smám saman séu að renna upp fyr- ir mönnum þeir kostir sem oft eru því samfara að halda fámenna skóla. Ekki er til nein nákvæm skil- greining á því hvað fámennur skóli er en í þessum skrifum er fyrst og fremst átt við þá skóla sem stunda samkennslu árganga vegna nem- endafæðar, fremur en að miða við ákveðinn nemendafjölda. Þó má benda á að oft er miðað við að þeir skólar sem hafa innan við eitt hundrað nemendur geti fallið undir þessa skilgreiningu. Fram til þessa hefur þótt fremur lítilfjörlegt að starfa við fámenna skóla, oft eru þeir á afskekktum stöðum og ævinlega í stijálbýli, enda hefur iðulega gengið erfíðlega að fá til þeirra starfsfólk. Það er ekki gott að átta sig á hvers vegna þessi hugsunarháttur hefur skap- ast, en einhvern veginn virðist það hafa orðið viðtekin regla í íslensku skólakerfí að miða við höfðatölu nemenda þegar útdeilt er . til skólanna kvótum til hinna ýmsu þarfa og ekki síður þegar ákvörðuð hafa verið laun starfsliðsins. Það kann að vera að ýmsir telji þetta sanngjarna reglu, enda sé þarna gerð tilraun til að sjá til þess að hver nemandi í íslenskum skóla kosti samfélagið því sem næst sömu fjárhæð. Út af fyrir sig er þetta skiljanleg afstaða, en því miðurtek- in á röngum forsendum. Það er nefnilega löngu tímabært að viður- kenna að skólar í þessu landi eru jafn mismunandi og þeir eru marg- ir og einmitt það ætti að geta verið þeirra styrkur ef rétt væri á málum haldið. Því er alrangt að ætla sér að steypa þá alla í sama mótinu með því að reikna þeim þarfír sínar með einni og sömu reglunni. Það er óhrekjanleg staðreynd að þeir sem hafa ráðið ferðinni í íslensku skólakerfi til þessa hafa undantekningarlaust notað viðmið íjölmennra skóla í þéttbýli. Það er nánast sama hvar borið er niður. í lqarabaráttu kennara eru þarfir starfsfólks stóru skólanna settar á oddinn, laun skólastjóra miðast við nemendafjölda (ekki vinnuálag), allt námsefni miðast við þarfír og umhverfi nemenda í þéttbýli og svo mætti lengi telja. Víðast bera fá- mennir skólar skarðan hlut frá borði. Og fram til þessa hafa menn hvorki æmt né skræmt. Enginn hefur orðið til þess að taka málstað fámenna litla skólans, sem þó er hinn dæmigerði skóli í stijálbýli út um allt land. En hvers vegna? Jú, einmitt vegna þess að starfsfólk þessara skóla hefur verið látið fínna það að þeirra skólar eru annars fiokks, hálfgert neyðarbrauð vegna þess að ekki hefur tekist að smala saman rtemendum af nógu stóru svæði til að byggja upp einn ærleg- an stóran skóla. En framundan gæti verið betri tíð með blóm í haga. Hvort svo verður veltur aftur á móti mest á því hvort starfsfólk fámennu skólanna víðs vegar um landið ber gæfu til að sameinast í baráttu fyr- ir tilvist og bættum hag þessarar skólagerðar. Þegar betur er að gáð kemur nefnilega í ljós að í mörgum þessara skóla hefur átt sér stað afar athyglisverð skólaþróun og sumir þeirra eru hiklaust meðal allra merkilegustu skóla í landinu í dag. Menntamálaráðuneytið hefur staðið fyrir þrem námskeiðum um starfshætti í litlum skólum til þessa en þar með er líka upptalið það sem gert hefur verið í þessum málum í kennaramenntuninni. í kjölfar þess- ara námskeiða stofnuðu hins vegar nokkrir þeirra sem sóttu þau „Sam- tök fámennra skóla“, og þar ætti að vera kominn ákjósanlegur vett- vangur fyrir þá sem bera hag fá- mennra skóla fyrir brjósti. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍN HELGA ÞORKELSSON, Lundarbrekku 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.30. Jóhanna Gísladóttir, Rannveig Gísladóttir, Stefán Óli Árnason, Ingibjörg Gfsladóttir, Kristján Guðmannsson, Lára Ólafson, Gísli Ólafson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför HALLDÓRU GUÐMUNDU ÞORVALDSDÓTTUR, Bjargarstíg 6, Reykjavík, áður frá Svalvogum, Dýrafirði, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. júlí klukk- an 10.30 fyrir hádegi. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Slysa- varnafélag íslands njóta þess. Systkini hinnar látnu. t Faðir minn og afi, BJARNI SKAGFJÖRÐ SVAVARSSON, Hringbraut 79, Keflavík, er lést á heimili sínu 4. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 14.00. Valgerður Maria Bjarnadóttir, Inga Anna Gi'sladóttir, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBJÖRN JÓHANNESSON kaupmaður, Flókagötu 59, sem lést 4. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudag- inn 12. júlí kl. 13.30. . Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Háteigskirkju. Sigríður H. Einarsdóttir, Elfn Þorbjörnsdóttir, Othar Hansson, Einar Þorbjörnsson, Astrid Björg Kofoed-Hansen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.