Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
Bráðskemmtilegur hnetu-
keimurersérkenniþessa
hrísgrjónaréttar. Blanda af
villi- og brúnum hrísgrjónum
með ekta sveppabitum og
ferskri kryddblöndu. Bragð-
gott meðlæti með öllum mat.
• suðutími 15 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSOWCO.
Skúlatúm 4, Reykjavík, sími 62 32 32
.
Þegar þú vilt láta
ferskleikann njóta sín ...
Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur
eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði
rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til
- fátt gefur meiri ferskleika.
Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa
10% (Mayonnaise)
1 tsk (5 g) 5.7 37
1 msk (15 g) 17 112
100 g 116 753
• Hreinsiefni • Pappir • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.
Minning’arorð:
Elín H. Þorkelsson
Fædd 2. mars 1919
Dáin l.júlí 1989
Systir mín, Elín Helga, oftast köll-
uð Stella, lést í Landspítalanum 1.
júlí sl. eftir stutta legu, en veikindi
hennar komu öllum á óvart. Hún
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
í dag.'þriðjudag, kl. 13.30.
Elín Helga fæddist í Reykjavík 2.
mars 1919, dóttir hjónanna Páls J.
Olafson tannlæknis (dáinn 1933) og
konu hans, Jóhönnu K. Ólafson (dáin
1954). Stella var þríburi en bræðurn-
ir dóu stuttu eftir fæðingu í spönsku
veikinni. Önnur systkini eru Lára,
gift Jóhanni Jakobssyni efnaverk-
fræðingi, og undirritaður, giftur Ing-
veldi Viggósdóttur.
Stella var snyrtifræðingur eftir
nám í Kaupmannahöfn og rak sína
eigin snyrtistofu í Reykjavík í nokkur
ár.
6. maí 1939 giftist hún Gísla Þor-
kelssyni efnaverkfræðingi. Fyrstu
búskaparárin bjuggu þau í
Reykjavík, m.a. í Birkihlíð við
Reykjaveg, en fluttu til Kópavogs
1953 og bjuggu þar síðan. Gísli Þor-
kelsson lést 14. desember 1971.
Stella og Gísli eignuðust þijár
dætur: Jóhönnu, giftist Trausta
Finnbogasyni, en þau eru nú skilin;
Rannveigu, gift Stefáni Árnasyni,
og Ingibjörgu, gift Kristjáni Guð-
mannssyni. Barnabörn og barna-
barnabörn þeirra eru 14.
Fjölskylda mín sendir systrunum,
Jóhönnu, Rannveigu og Ingibjörgu
og fjölskyldum þeirra, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og óskum
þeim allrar blessunar um ókomin ár.
Blessuð sé minning Elínar Helgu
Þorkelssonar. Gísli Ólafson
Það er sorglegt að hún lang-
amma, Elín Helga Þorkelsson, er
dáin. Okkur þótti svo vænt um
hana. Við kölluðum hana alltaf
Löngu. Henni þótti það svo gaman.
Það var svo gaman að fara í
heimsókn til Löngu. Hún átti liti
og litabækur og við vorum alltaf
að lita hjá henni og leika okkur
með dótið sem hún átti.
Alltaf þegar við áttum afmæli
þá kom hún Langa til okkar. Hún
var svo hress og var alltaf að
grínast.
Við sáum Löngu síðast þegar hún
passaði okkur fyrir stuttu. Það var
nammidagur og hún leyfði okkur
að vaka eins lengi og við vildum
og gaf okkur fullt af nammi. Hún
spilaði við okkur og kenndi okkur
lönguvitleysu og las sögur fyrir
okkur alveg þangað til við vorum
sofnuð. Það var alltaf gaman þegar
Langa var að passa okkur.
Við söknum hennar Löngu.
En núna er hún Langa samt glöð
af því að hún er komin upp til
Guðs og til langafa sem er búinn
að bíða eftir henni.
Jóhann Helgi, Júlía , Sandra
Rún og Lena Björg.
Nú er hún látin, hún tengdamóð-
ir mín, Elín Helga Þorkelsson eða
Stella eins og hún var alla jafnan
kölluð. Það var 2. mars árið '1919
að hjónunum Jóhönnu (dóttur Lár-
usar H. Bjarnasonar hæstaréttar-
dómara) og Páli Ólafssyni (syni
Jóns Ólafssonar ritstjóra) fæddust
þríburar. Þetta var frostaveturinn
mikla og hér geisaði einhver skæð-
asta pest sem komið hefur í Evr-
ópu, spánska veikin. Margburafæð-
ing þótti merkur viðburður í
Reykjavík á þessum tíma og því
varð gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna að skoða þessi litlu börn. En
eins og Stella sagði sjálf þá var hún
minnst og því höfð innst í herbergi
og síst í smithættu. Bræður Stellu
létust en hún lifði.
Stella ólst upp í miðbænum í
Reykjavík og fylgdist grannt með
því sem þar fór fram, enda hafsjór
af fróðleik um bæjarbraginn á þess-
um tíma. Þar sem góð frásagnar-
gáfa fór saman með þessum fróð-
leik var gaman að hlusta á Stellu
segja frá mönnum og málefnum í
Reykjavík fyrri tíma.
Stella giftist manni sínum, Gísla
Þorkelssyni, árið 1939. Þau höfðu
kynnst um borð í Gullfossi á leið
til Kaupmannahafnar en þangað lá
leið beggja til náms. Gísli í efna-
verkfræði en Stella í snyrtifræði.
Eftir að þau hófu búskap bjuggu
þau fyrst í Norðurmýrinni, síðar í
Birkihlíð en það er þar sem nú eru
bílastæði við Laugardalsvöllinn. Á
þessum árum þegar Laugarnes-
hverfið var að byggjast upp þótti
þetta nokkuð útúr, jafnvel fyrir
utan bæinn. Um 1953 fluttust þau
hjón í Kópavog, en Gísli var efna-
verkfræðingur hjá Málningu hf.
Bjuggu þau fyrst í Melgerði en
fluttu síðan í Hlégerði þar sem þau
bjuggu þar til að Gísli lést eftir
erfiðan sjúkdóm 1971. Þá seldi
Stella húsið og keypti sér íbúð í
fjölbýlishúsinu að Lundarbrekku 2
í Kópavogi en þar bjó hún það sem
eftir var.
Stella og Gísli eignuðust þijár
dætur sem lifa foreldra sína, Jó-
hönnu, Rannveigu og Ingibjörgu.
Barnabörnin eru níu og barna-
barnabörnin eru orðin fimm. Öll
þessi börn minnast ömmu og
langömmu með söknuði, því að
þrátt fyrir að Stella segði oft að
hún þyldi ekki börn, þá sóttu börn
alltaf til hennar og ófáar stundirnar
sat hún og spilaði við dætur mínar
eða spjallaði við þær.
Stella fylgdist alla tíð vel með
þjóðmálum og var hún ófeimin að
tjá skoðanir sínar á þeim og þrátt
fyrir að hún væri sjálfstæðiskona
var hún ekki alltaf sátt við það sem
hennar - menn gerðu, einkum hin
síðari ár.
Stella var snyrtifræðingur og
starfaði við það allt þar til maður
hennar veiktist af sjúkdómi þeim
er varð honum að aldurtila. Stella
var virkur félagi í félagi snyrtifræð-
inga og átti þar aðild að stjórn um
nokkurra ára skeið.
Þegar Stella er kvödd í dag þá
sakna ég góðs vinar; en minnist
hinsvegar margra ánægjustunda
sem ég hef átt bæði á heimili henn-
ar og mínu.
Stefán Óli Árnason
íl
K.E.W Hobby Háþrýstidælan
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
VEIÐIHJÓL OG
STANGIR
Fást í nœstu sportvöruverslun.
Ðíllinn þveginn og
bónaöur á tíu mínútum.
Fyrir alvöru bíleigendur sem vilja fara vel meö
lakkiö á bílnum sínum en rispa þaö ekki meö
drullugum þvottakúst.
Sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylgir.
Einnig getur þú þrifið: Húsiö, rúöurn-
ar, stéttina, veröndina og sandblásiö
málningu, sprungur og m. fl. meö
þessu undratæki sem kostar nú
aðeins kr. 21.000.- staðgreitt.
Afetsölubladá hverjwn degi!
REKSTRARVORUR
Draghálsi 14-16 • 110 Rvik . Símar: 31956 - 685554