Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
Minning:
Benedikt Bogason
alþingismaður
Fæddur 17. september 1933
Dáinn 30. júní 1989
Það var dag einn fyrir nokkru að
ég var að ergja mig yfir hvers-
dagslegu vandamáli. Utan við bank-
ann mætti ég skólabróður mínum.
Ég spurði hann frétta af veikindum
Benna, vinar okkar og bekkjarbróð-
ur og samstarfsmanns míns. Við-
mælandi minn sagði mér hver sjúk-
dómurinn var. Þessi frétt var mikið
áfall því ég vissi, að gegn þessum
vágesti dugðu engin ráð. Baráttan
gegn honum stóð venjulega ekki
lengi. Samt kom fréttin um andlát
Benna eins og reiðarslag því alltaf
vonar maður innst inni að betur fari.
Nokkrum dögum áður hafði ég feng-
ið kveðju frá honum og skilaboð um
að hann mundi hringja í mig. En
hringingin kom ekki.
Þessi stutta leið frá bankanum,
þar sem ég frétti um sjúkdóm Benna,
að vinnustaðnum mínum, var í þetta
sinn sem þymum stráð. Þyngst voru
skrefin fram hjá dyrunum hans því
skrifstofurnar okkar eru hlið við hlið,
saman úti í horni. Hugsunin um að
hafa Benna ekki lengur í þessu her-
bergi var lítt bærileg. Ringlaður lét
ég fallast ofan í stólinn minn. Eftir
langa stund seildist ég í símann og
hringdi í konuna mína. Henni var
fréttin líka mikið áfall því henni
fannst líka mjög vænt um Benna.
Nína mín, sagði ég, hvílíkt hjóm eru
nú þessar hversdagsáhyggjur okkar.
Hvaða máli skiptir bilaður bíll eða
gjaldfallin skuld þegar hann Benni
liggur fyrir dauðanum.
Benedikt Bogason andaðist að
morgni hins 30. júní síðastliðinn eft-
ir skamma sjúkdómslegu. Hann
hafði fundið til lasleika á meðan
hann sat á Alþingi, þar sem hann
tók sæti í aprílbyijun, en hugurinn
var svo mikill að ekki kom til greina
að leita til læknis fyrr en eftir þing-
slit. Þegar hann yfirgaf okkur í
Byggðastofnun til að gangast undir
læknisrannsókn datt engum í hug
að þetta væri skinaðarstundin enda
var Benni þá hress að vanda. En
kallið mikla getur komið hvenær sem
er.
Benedikt fæddist 17. september
1933 í Laugardælum í Hraungerðis-
hreppi en ólst að mestu upp í Laug-
ardalnum í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Bogi Eggertsson, verk-
stjóri í Reykjavík og kona hans
Hólmfríður Guðmundsdóttur, bæði
Ámesingar. Benni var af einum af
þessum fámennu kreppuárgöngum
sem við vorum vanir að segja að
einkenndust af gæðum frekar en
Qölda. Haustið 1947 hóf hann nám
í 1. bekk Menntaskólans í Reykjavík,
í síðasta sinn sem sá bekkur starf-
aði, dúx á inntökuprófi. Benni var
mjög áberandi maður í öllu félagslífí
innan skólans, gegndi þar trúnaðar-
störfum og var afar vinsæll meðal
nemenda sem kennara. Stúdents-
prófí var svo lokið í júní 1953. Um
haustið hófu menn háskólanám.
Blómastofa
Fnðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öil kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Benni fór í verkfræðina, fyrst hér
heima en svo, eiginlega fyrir tilvilj-
un, fór hann til Finnlands. Verk-
fræðinámið í Finnlandi var langt og
strangt og gerðar voru miklar kröfur
til stúdenta. Þær stóðst Benedikt
að sjálfsögðu allar með prýði. En
þessu æviskeiði tilheyrði einnig það
að finna sér lífsförunaut og stofna
fjölskyldu. Þar var lán Benedikts
mikið þegar hann gekk að eiga
Unni Svandísi Magnúsdóttur, sem
síðan hefur staðið með honum í blíðu
sem stríðu. Um svipað leyti hófst
svo lífsstarfíð. Starfsferill Benedikts
var fjölbreyttur og vel til þess fallinn
að safna saman fjölþættri reynsu.
Hann stundaði verkfræðistörf og
kennslu á Selfossi hjá Flóaáveitunni
og fleirum og í Reykjavík hjá borgar-
verkfræðingi og síðan á eigin verk-
fræðistofu, hér syðra og víða um
land. Síðustu níu árin starfaði hann
í Framkvæmdastofnun ríkisíns og
Byggðastofnun. Það sýnir vel fjöl-
hæfni hans að í þessum tveimur
stofnunum starfaði hann mikið á
sviði fyrirtækjarekstrar, m.a. sem
formaður nefndar sem gerði viða-
mikla úttekt á heilum atvinnuvegi.
Á þessu sviði tók Benedikt oft að
sér afar erfið verkefni sem ekki að-
eins kröfðust faglegrar kunnáttu og
almennrar skynsemi heldur einnig
flókinna og jafnvel erfíðra mann-
legra samskipta. Þar var hann einn-
ig rétti maðurinn. Ekki skulu
pólitísku störfín ónefnd, í bæjarmál-
um á Selfossi og landsmálapólitík á
Suðurlandi og í landsmálum í
víðtækasta skilningi á meðan Gunn-
ar Thoroddsen var forsætisráðherra.
Þá sat hann m.a. í Efnahagsmála-
nefnd ríkisstjórnarinnar. Stjómmál-
in voru honum mikið áhugamál og
sagðar em þjóðsögur af afskiptum
hans þegar Gunnar Thoroddsen
myndað ríkisstjóm sína. Benedikt
gerðist svo einn af stofnendum
Borgaraflokksins. Hann var einn
aðal hugsuður flokksins og lagði
mikið af mörkum við stefnumótun
og í flokksstarfi. Hann varð vara-
þingmaður Borgarafokksins og í
aprílbyijun sl. tók hann svo sæti á
Alþingi. Þá var markmiði náð og
tækifæri fengið sem skyldi nýtt. En
áður en tími vannst til þess barst
kallið mikla.
Leiðir okkar Benedikts Bogasonar
la£u fyrst saman haustið 1950. Þá
settist ég í íjórða bekk Y í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Ég hafði,
ásamt öðmm félaga mínum lesið
þriðja bekk utan skóla heima í Reyk-
holti. Sá fór í máladeild og ég kom
því einn í Y bekkinn. í fyrsta sinn
var ég farinn að heiman til langdval-
ar, undan vemdarvæng foreldra og
hinnar miklu fjölskyldu sem nem-
endur og heimamenn hins mika
skólastaðar að Reykholti mynduðu.
Aðkoman í MR var einnig að því
leytinu sérstök að sá árgangur sem
ég nú gekk inn í var síðasti hópurinn
sem sat í Menntaskólanum í
Reylq'avík allt frá því í fýrsta bekk.
Þessi hópur, sem í þijú ár hafði ver-
ið í neðsta bekk skólans, var samt
„úrvals klíkan" í árgangnum, heima-
ríkur hópur sem tók ekki hvem sem
var sem fullgildan MR-ing, síst af
öllu ringlaðan sveitadreng sem varla
vissi í hvom fótinn hann átti að
stíga. Benni Boga var einn af þeim
sem mest bar á í Y bekknum enda
mikill naihsmaður og mikill og
skemmtilegur félagi allra vina sinna.
Ég bar mikla viðingu fyrir þessum
sjálfsömgga unga manni og það kom
mér á óvart þegar hann fór að veita
mér athygli. Ástæða þess að Benni
tók eftir mer var til að byija með
dálítið sérstök. Ég var nefnilega orð-
inn ákveðinn framsóknarmaður og
þess vegna keypti ég áskrift að
Tímanum. Ég tók blaðið með mér í
skólann og bar það á áberandi hátt
í vinstri jakkavasanum. Benni, sem
var sjálfstæðismaður, fann að þesssu
við mig. Hann sagði mér að fátt
væri um framsóknarmenn í MR og
þeim fáu sem þar væru þætti ráð-
legra að lata sem minnst á því bera.
Ef ég endilega vildi koma með
Tímann í skólann skyldi ég geyma
hann í skólatöskunni og lesa hann
svo lítið bæri á inni í skólastofu eða
þá helst inni á klósetti bak við læsta
hurð. Ég svaraði því til, að ég mundi
hvergi breyta háttum mínum. Mér
sem framsóknarmanni væri skylt að
beijast gegn ósóma íhalds og komm-
únisma í MR sem annarsstaðar og
menn skyldu þó sjá að einn Fram-
sóknarmaður væri óhræddur við að
auglýsa nærveru sína í þessum
skóla. Ég held að Benni hafí borið
virðingu fyrir þvermóðskunni í mér.
Að sjálfsögðu stríddi hann mér með
Tímanum og með framsókanrsveita-
mennskunni, en það var góðlátleg
stríðni sem aldrei særði. Ég var upp
með mér af þeirri athygli sem þessi
„úrvalsklíku-maður“ sýndi mér.
Þetta voru líka fyrstu skrefín í að
byggja upp þá vináttu sem þróaðist
með okkur næstu árin í mennta-
skóla, á fyrsta ári í Háskóla og síðan
í leik og starfí en þó serstaklega
eftir að við tókum upp daglegt sam-
neyti sem samstarfsmenn og á viss-
an hátt sálufélagar í Framkvæmda-
stofnuninni og í Byggðastofnun.
Með Benedikt Bogasyni hefur
hæfileikamaður og mannkostamað-
ur á besta aldri verið kallaður burt
frá stórum verkefnum löngu fyrir
tímann. Það er erfitt að vera sáttur
við og skilja þann sem öllu ræður
því Benni var traustur liðsmaður
þess góða í heimi hér og hann átti
svo margt ógert. Jesús sagði sjálfur
dæmisöguna um þjónana þijá sem
fengu talentur húsbóndans til varð-
veislu, um þá sem ávöxtuðu þær og
um þann sem gróf þær í jörð. Bene-
dikt Bogason fékk ríkulegar talentur
til ávöxtunar úr hendi húsbóndans
mikla og hann var að ávaxta þær
sem best hann kunni. Einnig fékk
hann sinn skerf af mannlegum veik-
leikum til að sigrast á. Sigurinn
vann hann með glæsibrag og kom
þroskaður maður út úr þeim hildar-
leik. En húsbóndinn gaf honum einn-
ig hlýtt hjarta, drengskaparlund og
hugsjónir. Því nýtti hann talentumar
og ávaxtaði þær í uppbyggilegu
starfí alþjóð til heilla en ekki til eig-
in hagnaðar og víða sjást hans spor.
Öllum verkefnum var vel borgið í
hans höndum hvort sem það var
undirbúningur mannvirkja eða
stjómun þeim tengd, ákveðin af-
mörkuð verkefni í Framkvæmda-
stofnun eða Byggðastofnun, nefnda-
störf af ýmsu tagi, seta í stjómum
fyrirtækja og svo framvegis. Allt
vom þetta mikilvæg verkefni en þau
nægðu honum ekki því talentumar
vom fleiri og hugurinn og orkan
mikil. Sá sem finnur til getu sinnar
og vill þjóðinni vel hlýtur að hafa
áhuga á stjórnmálum. Slíkur maður
má heldur ekki setja ljós sitt undir
mæliker, honum ber að láta það
skína öðmm til leiðsagnar. Þess
vegna varð Benedikt Bogason
stjómmálamaður. Sem slíkur átti
hann sína eigin þjóðfélagssýn sem
varð_ hugsjón hans. Hann gat ekki
séð Island fyrir sér sem land fráls-
hyggju, land ópersónulegra lögmála
og grimmdar þar sem fjarrnagnið
eitt réði. Landið hans Benna var
land félagslega ábyrgrar einstakl-
ingshyggju, þjóðfélag mannúðar,
þar sem hinn sterki tróð ekki á þeim
smáu heldur bar á þeim ábyrgð eins
og á sjálfum sér og þar sem réttsýn
stjórnvöld hefðu taumhald á heimsk-
um og skammsýnum markaðsöflun-
um og gættu hagsmuna almennings.
Þetta var kristileg þjóðfélagssýn,
þjóðfélag þeirra sem ávöxtuðu talen-
tumar en sem deildu ávöxtunum
með þeim sem minna máttu sín,
þjóðfélag þar sem miskunnsami
Samveijinn átti líka heima. Ég vissi,
og það gerðu fleiri, að Benna var
eins trúandi fyrir íslenska þjóðfélag-
inu eins og fyrir öðru sem hann
hafði tekið ábyrgð á. Því glöddumst
við innilega þegar hann loks fékk
stóra tækifærið sitt, þegar hann tók
sæti á Alþingi. Ég vissi að nú mundi
örninn fínna fyrir styrk vængja sinna
og þegar undirbúningi lyki yrði flug-
takið mikið. En þá komst þú, guð
minn, og sagðir: „Hingað og ekki
lengra, nú tek ég þig til mín, minn
trúi sonur, þér ætla ég önnur verk-
efni.“ Við, hérna niðri, sitjum eftir,
ráðvillt. Við skiljum ekki, drottinn,
að þig hafí munað um að gefa hon-
um nokkur ár í viðbót svo hann
hefði getað komið meiru af ætlunar-
verki sínu í framkvæmd. Það hefði
verið starf unnið þér til dýrðar,
talentumar þínar hefðu ávaxtast til
fullnustu.
íslenska þjóðin hefur orðið fyrir
miklu tjóni við fráfall Benedikts
Bogasonar. Borgaraflokkkurinn hef-
ur tapað mesta hæfileikamanni
sínum. Við öll, sem trúum á kreddu-
laus og fordómalaus stjómmál heil-
brigðrar skynsemi höfum tapáð
sterkum liðsmanni. Byggðastofnun
hefur tapað afbragðs starfsmanni
og starfsmennirnir þar góðum fé-
laga. En þetta ér kannske léttvægt
miðað við það áfall sem fjölskylda
Benedikts, Unnur, börnin tvö, Magn-
ús og Hómfríður og tengdabörnin
að ógleymdu eina bamabaminu,
hefur orðið fyrir. Við höfum flest
einhveija reynslu af því að missa
ástvini yfir móðuna miklu. En þegar
þetta gerist svona óvænt einmitt
þegar allt lék í lyndi, þegar allir
horfðu björtum augum fram á við,
virðist lífíð fyrst á eftir svo innan-
tómt og hið daglega strit svo til-
gangslaust. Hjá þeim hjónum átti
svo mikið enn að vera eftir af góðu
árunum, ámm fulls þroska og frels-
is áður en ellin tekur við. Ávextir
ævistarfsins voru enn að verulegu
leyti ósnertir. En sá sem öllu ræður
hefur þennan rétt, að breyta öllum
áætlunum þega honum hentar.
Benedikt var líka einn þeirra manna
sem tekið gat við þessu kalli hvenær
sem var. Án þess að beija bumbur
og prédika á gatnamótum trúði hann
a'guð og á sinn hátt lifði hann í
guði og fyrir guð. Hann vissi að guð
er kærleikur og fyrirgefning en ekki
reiði og fordæming og að lífíð heldur
áfram jafnskjótt og okkur virðist því
ljúka. Þetta er hin íslenska þjóðar-
trú, sem enn hefur staðist þrátt fyr-
ir innflutning ofstækis og kreddu-
kenninga af ýmsu tagi. Manni með
þessa afstöðu em vistaskiptin auð-
veld. Hann getur tekið á móti ljósinu
mikla sem bíður hans og honum er
veþtekið.
Ég bið almáttugan guð að styrlqa
vin okkar sem hann kallaði til sín
og leiða hann inn í ijósið, inn á nýj-
ar þroskabrautir. Ég votta Unni og
bömunum innilegustu samúð okkar
hjóna og við biðjum guð að styrkja
ykkur í að byggja líf ykkar upp að
nýju. Honum Benna þökkum við
fyrir svo margt sem hann gerði fyr-
ir okkur með því að vera eins og
hann var. Blessuð sé minning hans.
Við sjáumst aftur.
Bjarni Einarsson
Þegar ég tek mér penna í hönd
að minnast vinar míns og samheija,
Benedikts Bogasonar, finn ég best
hvað ég sakna hans mikið. Ég minn-
ist þess ekki að hafa saknað nokk-
urs manns jafn innilega eftir ekki
lengri kynni.
Við tókum þátt í að stofna flokk
fyrir rúmum tveimur árum og unn-
um strax mikið saman. Hann var
frábær skipuleggjandi og átti auð-
velt með að vinna með ólíkasta fólki.
Það var gott að tala við hann, leita
ráða hjá honum og finna vináttu
hans.
Benedikt var gæfumaður í sínu
lífi. Hann átti eins og hann sagði
sjálfur heimsins bestu konu, góð
böm og tengdabörn og indæla afa-
stelpu. Samband hans við aðra ætt-
ingja var með ágætum.
Unnur mín, ég vildi að ég gæti
sagt eitthvað þér til huggunar en
öll orð verða svo fátækleg þegar
sorgin leggst að. I framtíðinni verð-
ur það huggun þín hvað þú reyndist
honum Benedikt þínum vel og alltaf
best þegar mest á reyndi.
Við Guðsteinn biðjum góðan Guð
að blessa þig og alla vandamenn
ykkur hjóna og geyma okkur látna
vin í eilífum frið.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Við Benedikt Bogason áttum sam-
leið í stjórnmálum allan síðasta ára-
tug og lengur. Því réðu svipaðar
skoðanir okkar á manngildi og frelsi
en við höfnuðúm nýfijálshyggju og
flokksræði. Árum saman sátum vð
vikulega fundi á skrifstofu Bene-
dikts í góðum hópi fijálslyndra
manna í Sjálfstæðisflokknum og
stoltir fylgdum við Gunnari heitnum
Thoroddsen forsætisráðherra. Stofn-
un Borgaraflokksins var eðlilegt
framhald af því starfi.
En nú er Benni á brott kallaður
í miðri dagsins önn frá ástríkri fjöl-
skyldu og elskaðri eiginkonu. Éin-
mitt þegar hann átti þess kost að
vinna hugðarefnum sínum fylgi á
vettvangi stjómmálum í landinu.
Eftir stöndum við félagarnir í Borg-
araflokknum og kveðjum okkar
dugmikla vin hinstu kveðju og kunn-
um engin önnur ráð en elska enn
meira þá sem áfram lifa. Alfaðir
blessi ástvini Benedikts á skilnaðar-
stundu og styrki þá í djúpum sökn-
uði uns leiðir liggja saman á ný.
Asgeir Hannes
í dag verður til moldar borinn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, tengda-
faðir minn, Benedikt Bogason, verk-
fræðingur og alþingismaður. Hann
andaðist að morgni 30. júní sl. í
Landspítalanum í Reykjavík eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu. Bana-
mein hans var krabbamein.
Benedikt fæddist að Laugardæl-
um í Árnessýslu þann 17. september
1933 og var því 55 ára að aldri er
hann lést. Hann var sonur hjónanna
Boga Eggertssonar og konu hans
Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Auk
Benedikts eignuðust þau hjón 6
börn.
Benedikt lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1953 og sama ár fór hann í verk-
fræðideild Háskóla íslands. Árið
1954 lagði hann land undir fót og
skráði sig í Tekniska Högskolan í
Finnlandi og lauk þaðan prófí í bygg-
ingaverkfræði fyrstur íslendinga
árið 1961.
Á námsárum sínum í Finnlandi
fékk Benedikt tvisvar styrk frá
fínnska ríkinu fyrir góðan námsár-
angur. Þessir styrkir voru honum
nauðsynlegir vegna þess að foreldrar
hans vóru ekki aflögufærir og þurfti
hann því að fíármagna menntun sína
sjálfur sem hann og gerði.
Árið 1957 gekk Benedikt að eiga
Unni Magnúsdóttur og mun það
hafa verið eitt af hans stærstu gæfu-
sporum, því betri lífsförunaut var
varla hægt að hugsa sér. Eignuðust
þau hjón tvö böm, Magnús Grétar,
fæddur 15. janúar 1958, giftur und-
irritaðri svo og Hólmfríði, fædd 3.
október 1960, gift Þorgils Ingvars-
syni.
Benedikt var litríkur persónuleiki.
Lífsorkan og starfsgleðin geislaði
af honum og það var alveg sama
hvað hann tók sér fyrir hendur og
fyrir hvem, allt var jafn vel og ná-
kvæmlega unnið. Það var ekkert
verið að tvínóna við hlutina, því
hann var maður framkvæmdanna.
Benedikt starfaði mikið að félags-
málum og þekkti pólitíkina inn og
út. Það var ekki komið að kofanum
tómum í þeim efnum. Alltaf var
hann kátur og skemmtilegur og
hrókur alls fagnaðar. Hann var bráð-
greindur og skarpur maður og oft
furðaði mig á því hve vel hann var
að sér í hinum ýmsu málum.
Benedikt var maður sem fylgdi
skoðunum sínum fast eftir og oftar
en ekki voram við ósammála þegar
pólitíkin var raídd innan veggja
heimilisins. Það" breytti því þó ekki
að' ég virti hann sem stjórnmála-
mann og hann mig fyrir að þora að
standa uppi í hárinu á sér. Allt var
þetta þó í góðu og oft var mikið
hlegið að þessu karpi okkar, því
bæði vorum við jafn sannfærð um
eigin skoðanir.
Það sem skipti Benedikt þó mestu
máli í lífinu var fjölskyldan hans.
Sjaldan eða aldrei hef ég kynnst
jafn samhentri fíölskyldu, tengda
jafn sterkum böndum. Allar fjöl-
skyldur eiga við sína erfiðleika að
etja og fóra þau ekki varhluta af