Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 49
fulltrúi Byggðastofnunar, þar sem hann starfaði til dauðadags. Kynni okkar Benedikts hófust veturinn 1961-62 hér á Selfossi. Þá kenndi hann stærðfræði hérna við Gagnfræðaskólann. Um vorið vorum við kjörnir í hreppsnefnd Selfoss- hrepps á lista Sjálfstæðisflokksins og höfðum því nána samvinnu næstu árin. Tvö voru megináhugaefni Bene- dikts þann tíma, sem hann vann hér að sveitarstjórnarmálum. Annað var að vinna að heildarskipulagi fyrir byggð á Selfossi og þróun hennar. Hitt var að leggja grunn að því að Selfoss yrði skólabær og bæri nafn með rentu. Hvort tveggja varð raun- in í fyllingu tímans. Þegar Benedikt hafði hafið rekst- ur eigin verkfræðistofu voru honum falin margs konar verk af því tagi hér um slóðir. Þar var um að ræða verkefni fyrir Vatnsveitu Selfoss, burðarþolsteikningar margra stærstu mannvirkja, sem þá voru hér í byggingu, svo sem Bóka- og byggðasafnið, Hótel Selfoss og síðar Fjölbrautaskóla Suðurlands. Enn héldust tengslin eftir að hann hóf störf við Framkvæmda- og Byggðastofnun, sem mjög fléttuðust daglegri baráttu sveitarstjómar- manna um land allt. í öllum þessum margháttuðu störfum nýttust eðlis- kostir B'enedikts Bogasonar með ein- dæmum vel. Hann hafði einlægan áhuga á hvers konar framförum, hvar sem hann kom að verki. Var óbilandi í trú sinni á möguleikum lands og þjóðar til þess að halda hér uppi blómlegu atvinnu- og menning- arlífí er stæðist vel samanburð við aðrar þjóðir. Benedikt var í raun gæddur þeim eldmóði, er tendraði áhuga hjá öllum sem voru við hann samvistum, um skemmri eða lengri leið. Hann var og þeirrar gerðar að hann naut þess að greiða götu manna og leysa vanda þeirra, væri það á hans færi. Enda býst ég við að fáir hafi gengið bón- leiðir til búðar af hans fundi. Þó að Benedikt væri jafnlyndur að eðlisfari og oft glettinn og spaug- samur í daglegu samneyti, þá var hann fastur fýrir og ákveðinn í Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, spónsagir, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 49 málafylgju, ef um það var að tefla sem honum þótti miklu skipta. En það sem mér er ríkast í minni og ég stend í mestri þakkarskuld fyrir, nú við leiðarlok, er drenglyndi hans og vinfesti, sem aldrei brást. Það er mikið harmsefni þegar jafn- hæfileikaríkur maður er hrifinn fyr- irvaralítið á brott í miðri dagsönn. Mestur harmur er þó kveðinn að ijölskyldu Benedikts og öðrum þeim sem næst honum stóðu. Benedikt var mikill hamingjumað- ur í einkalífi. Ungur gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Unni Magnúsdóttur, sem reyndist honum traustur lífsförunautur og einlægur félagi frá fyrstu tíð til hinstu stund- ar. Þeim varð tveggja barna auðið, en þau eru: Magnús, lögg. endur- skoðandi, kvæntur Birgittu Thor- steinsson og eiga þau eina dóttur, og Hólmfríður, flugfreyja, gift Þorg- ils Ingvarssyni, símvirkjameistara. Benedikt lá meginhluta hinnar stuttu en erfiðu sjúkdómslegu á heimiii sínu og naut hjúkrunar og aðhlynningar fjölskyldu sinnar svo sem frekast var kostur, nánast þar til yfir lauk. Við Svava sendum Unni, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og son- ardótturinni, sem og öllum öðrum aðstandendum Benedikts, okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar' Guðs í sorg þeirra og þungbærri þraut. Megi minningin um góðan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Óli Þ. Guðbjartsson Það voru þungbærar fréttir sem mér voru færðar að morgni 30. júní sl. þess efnis að góður vinur minn og velgjörðarmaður Benedikt Boga- son væri látinn. Fyrir aðeins örfáum vikum síðan var hann í fullu fjöri og engan óraði fyrir að stutt væri í endalokin. Benedikt var í blóma lífsins þegar hann lést og manni finnst að hann hafi átt margt eftir ógert þegar almættið kallaði hann til sín og manni fannst hann eiga nóg eftir. Samt finnst mér þegar ég lít yfir feril hans og farinn veg að hann hafi komist yfir meira en flest- ir aðrir. Með Benedikt er genginn einhver stórkostlegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Benedikt var sterkur og heilsteyptur persónuleiki sem lét (sér ekki allt fyrir bijósti SJÁ NÆSTU SÍÐU. Sumardagar í garðinum. 10% afsláttur af garðhúsgögnuin og garðverkfærum þessa viku! HUSA 5MKXJAN SKÚTUVOG116 SlMI 6877 00 Efni, áhöld og góðar hugmyndir. Fagurt umhverfi bætir mannlífið! Kodak d a pu; nnj jp ORKA SEM ENDIST 0G ENDIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.