Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 52

Morgunblaðið - 11.07.1989, Page 52
MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 !$2 ffclk í fréttum ■ Leikkonan Jodie Foster er að sögn kunn- ugra mikill aðdáandi Davids Bowies. Hún datt heldur betur í lukkupott- inn á dögxinum þegar David bauð henni í sam- kvæmi í tilefni af útgáfii nýjustu plötu sinnar, „Thin Machine". Ekki er hægt að sjá annað en vel fari á með þeim Jodie og David í samkvæminu. ■ Míkhaíl Baríshnikov hefur ákveðið að taka sér hlé frá Bandaríska listdansflokkn- um á næsta ári. Hann ætlar að taka því rólega og lesa kvikmyndahandrit. Myndin er tekin í Kólumbusar-kaffihúsinu í New York. Mikhaíl er einn eigenda kaffihússins. ■ Malcolm-Jamal Warner, sem leikur Theo í þáttunum um fyrir- myndarfoðurinn Cliff Huxtable, er eflaust vanari að vera framan við kvikmyndatökuvélar en aftan við þær. Þangað virðist hann þó stefha í framtíðinni því í sumar stundar hann nám í kvikmyndasfjórn við New York-háskóla. Myndin er tek- in þar sem Malcolm-Jamal vinnur að stuttri kvikmynd sem sett var fyrir í skólanum. SVIPMYNDIR Af stjörnum Tveir íslenskir drengir, báðir búsettir í Bethesda, léku á hljóðfæri, Jón Hallur Stefánsson, 11 ára, lék á fiðlu og Krisfján Snorrason, 9 ára, lék á píanó. WASHINGTON DC IIALDIÐ UPP Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Islendingafélagið í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, minntist þjóðhátíðarinnar 16. júní síðastliðinn. Nokkru áður hafði gengið yfi eitt mesta óveður í manna minnun og veðurspáin fyrir daginn var ekk upp á marga fiska. Nú voru gói DISNEY WORLD Heilsað uppá MikkaMús að getur verið erfitt að vera barnastjarna og þurfa að vinna þegar sólin skín og aðrir krakkar eru úti að leika sér. Af og til gef- ast þó stundir milli stríða og þá er gott að slappa af í faðmi fjölskyld- unnar. Keshia Knight-Pulliam, betur þekkt sem Rudy í þáttunum um fyrirmyndarföðurinn Cliff Huxtabie, átti frí frá sjónvarpsupp- Keshiu þótti mikið til um að hitta Mikka Mús. tökum fyrir skömmu og fór með foreldrum sínum og systkinum í skemmtigarðinn Disney World á Florida. Keshia hefur leikið í þáttaröð Bills Cosbys í fjögur ár. Hún verður bráðum átta ára. MÚNCHEN 200 ára afinæli Enska garðsins minnst Miinchen. Frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MUUNCHENARBÚAR eru hátíðarskapi þessa dagana. Stolt borgarinnnar, Enski garður- inn, sem er stærsti garður innan borgarmarka í heiminum, er um þesar mundir 200 ára gamall og svo virðist sém allir hafa lagst á eitt um að gera afmælið sem eftir- minnilegast. 1 Þýskalandi gengur Múunchen undir nafninu Borgin með hjartað. Ef staðsetja á hjartað á Maríut- orgi, ráðhústorgi borgarinnar, má segja að Enski garðurinn sé lunga hennar. Hugmyndina að garðinum átti bandarískur liðsforingi, Benjamin Thomas að nafni, sem kom til Múnchenar eftir dvöl á Englandi og var skipaður hermálaráðherra í Bæjaralandi 1788. Þáverandi kjör- fursti, Karl Theodór, sem var lítt vinsæll meðal Múnchenarbúa, tók ráðum liðsforingjans um að gera vel við íbúana og gerði þeim skemmtigarð í miðborginni. Við hönnun garðsins var farið eftir enskum fyrirmyndum en skemmtigarðar þar í landi þóttu víðlendari og náttúrulegri en annars staðar. Þar er skýringin á nafni garðsins komin. Árið 1789 var Enski garðurinn loks opnaður og þá með mikilli viðhöfn. Fyrst um sinn var hann aðeins ætlaður aðals- fólki en fjórum árum síðar var hann opnaður almenningi. Garðurinn, sem er 373 hektarar að flatarmáli og ákaflega gróður- sæll, er norður af miðborginni og gegnir veigamiklu hlutverki í dag- legu lífi borgarbúa. Sérstaklega á brennheitum sumardögum þegar ys og þys borgarinnar ætlar alla að æra og kæfa er kærkomið að bregða sér út í Enska garð til að ná andanum. Og ekki er hætta á að manni leiðist því mannlífið þar er með ólíkindum fjölskrúðugt. Á sólríkum sumardegi eru að jafnaði um 300 þúsund manns sam- an komin í garðinum við ýmiss konar iðju. Þar þinga hundar jafnt sem menn, hjólhestar eru á hverju strái og þarfasta þjóninum bregður fyrir á brokki inni á milli trjánna. Mesta athygli vekja þó vafalítið sólbaðsdýrkendur en garðurinn er þekktur fyrir ftjálslyndi í þeim efn- um. Á ákveðnu svæði í garðinum flatmagar að jafnaði fjöldinn allur af fólki sem lítt er gefið fyrir bað- fatnað og kýs miklu fremur að sóla sig eins og Guð skapaði það. Margir láta sér þó ekki nægja að liggja kyrrir fyrir í Adams- og Evuklæðum heldur nota tækifærið „frjálsir og óháðir" til að iðka ýms- ar íþróttir svo sem blak eða hnit. Einn furðufugl æfir meira að segja spjótkast og bogfimi í garðinum og hefur gert það um árabil. Strípa- lingarnir í Enska garðinum þykja sjálfsagður hluti af mannlífi hans Frá Miinchen. Frúarkirkjan gnæfir yfir og setur svip á borgina. Kirkj- an var reist á 15. öld. Turnar hennar eru eins konar tákn borgarinnar. og því láta fæstir það á sig fá þó þeir mæti nöktum spjótkastara á hlaupum á göngu sinni um garðinn. Ef þorsti sækir að garðgestum er hægur vandi að bæta úr því þar sem stærðar bjórgarður er við Kínverska turninn svokallaða. Er það líklega fjölsóttasti staðurgarðs- ins enda Þjóðvetjar frægir bjór- drykkjumenn. Þar situr fólk af öll- um manngerðum og þjóðfélags- gerðum með eins lítra bjórkrús í annarri hendi og brauðkringlu í hinni. Bæversk lúðrasveit, staðsett uppi í turninum, sér svo um að skapa rétta stemmningu. í tilefni 200 ára afmælisins eru fyrirhuguð tveggja vikna hátíða- höld í Enska garðinum en þau hóf- ust sl. sunnudag að viðstöddu fjöl- menni, meðal annars forseta lands- ins, Richard von Weizsácker. Ef veðrið heldur áfram að leika við Múnchenarbúa má reikna með að þeir verði ófáir sem eiga eftir að leggja leið sina í Enska garðinn næstu daga og fagna stórafmælinu, enda á perla borgarinnar í hlut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.