Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 12

Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 12
SIR LAURENCE OLIVIER SRILUR EFTIR SIG SKARÐ IRRESRU LEIKHUSLIFISEM ERFITT VERÐUR AÐ FYLLA samantekt/Arnaldur Indriðason í ÞORPSKRÁNNI heima í Ashurst í Sussex sat hann gjarna gam- all maður afsíðis með kollu af Pompey Royal án þess að þekkjast nema af öðrum fastagestum og þeir pössuðu uppá að hann yrði ekki truflaður. Kannski var hann að hugsa um forna leiksigra, kannski um sínar stórkostlegu Shakespearemyndir, kannski um hjónaböndin sín þrjú, kannski horíha félaga í leiklistinni. Eða hann var að hugsa um kvöldið þegar hann var 16 ára og faðir hans tilkynnti honum til mikillar fiirðu að hann skyldi verða leik- ari. Það kom algerlega flatt uppá hann að faðir hans skyldi orða við hann leiklistarnám og Elsie Fogerty, forstöðukonu leiklistar- skólans. „Þú munt að sjálfsögðu hljóta skólastyrkinn," sagði faðir hans. „Hún sér strax að þú ert fæddur leikari." Hann varð risi í bresku leikhúslífí í meira en hálfa öld, leikhúsmaður, kvikmynda- leikari, leikstjóri, leikhússtjóri, framleiðandi. Eins og Gielgud varð hann frábær stjórnandi og leiðtogi í sinni listgrein. Kannski var hann að hugsa um sjúkdómana sem þjáð höfðu hann í 15 ár og drógu hann loks til dauða því kráargesturinn í Ashurst, sir Laurence Olivier, er allur. SSir Lawrence Olivier varð 82 ára. Dregið var niður í ljósum leikhúsanna í Bret- landi á þriðjudagskvöldið síðasta til minningar um hann, sem af mörgum var talinn mestur leikara á tuttugustu öldinni, en hann lést fyrr um daginn í svefni á heim- ili sínu í Sussex. Leikhúsfólk vott- aði honum virðingu sína um allt land og allan heim. Sérstök minn- ingarathöfn var haldin í Olivier- salnum í Þjóðleikhúsinu í London sem hann skóp og stjórnaði fyrstu árin. Fyrrum þjóðleikhússtjóri, sir Peter Hall, sagði: „Það er ekki of- sögum sagt að hann var líklega mestur leikara í sögunni." Michael sig væri að takast á við klassísku verkin og þótt hann hafi sannarlega leikið í nýrri verkum eins og eftir John Osborne eða Eugene Ionesco átti alltaf við hann það sem 19. aldar gagnrýnandinn George Henry Lewis sagði: „Sá er mestur sem er bestur í æðri stigum listar sinnar." Olivier tilheyrði því skeiði í bresku leiklistarlífi, sem sagt hefur verið að hverfi nú með honum en hófst á átjándu öldinni, er fékkst við raunsæislega túikun á klassísku verkunum. Breidd hans, fjölbreyti- leiki, kjarkur — enginn var djarfari en hann á sviði — spratt uppúr krefjandi og fínlegri tækni. Hann vildi ekki að listamenn héldu aftur af list sinni, hann hafði hvorki skap eða þjálfun til að láta þannig. Hann var eftir nútímastaðli gamaldags leikari, en hvað svo sem hann var sakaður um í túlkun sinni á Shake- speare lék hann aldrei svo menn muna hlutverk sem ekki var þess virði að sjá. Samstarfsmaður hans um skeið og einn frægasti leiklistargagnrýn- andi Bretlands, Kenneth Tynan, dró' saman lýsingu á gæðum Oliviers sem leikara — líkamleg afslöppun, seiðandi aðdráttarafl, valdsmannleg augu og rödd, djörfung, frábær tímasetning og geta til að stafa frá sér ógn. Hann þótti aldrei geta opnað sig og bera fyrir öðrum sinn innri mann og ævisöguritarar fundu fyrir því. Enginn hefur enn skrifað fyllilega um hans glæsilega feril. Tynan hefði átt að gera það er sagt, en Olivier hætti við og sagði Gore Vid- al að þótt hann stæði í mikilli þakk- arskuld við Tynan, skuldaði hann honum ekki líf sitt. Kvikmyndaleikur Oliviers fyrir stríð fór skrykkjótt af stað. Greta Garbo vildi t.d. ekki sjá að hann léki á móti sér í myndinni „Queen Christina" en nokkrum árum seinna, eftir fáein Shakespearehlut- verk og rómantískar Hollywood- myndir var hann orðinn einn eftir- sóttasti og áhrifamesti leikari í hin- um enskumælandi heimi. Hann tvísté þegar honum var boðið hlut- verkið í Fýkur yfir hæðir en góður vinur hans, sir Ralph Richardson fáorður en gagnorður, hvatti hann áfram. „Já. Svolítil frægð. Gott.“ Hann sigldi yfir hafið með elskunni 1987 . Með eiginkonu sinni, Joan Plowright, á áttræðisafmælinu. 1937. Vivian Leigh í „Fire over England." Caine sagði: „Hann var stórkostleg- ur í öllu sem hann gerði — leik, leikstjórn, hvort sem var á sviði eða í kvikmyndum. Hann var einstakur maður og hans skarð verður ekki fyllt.“ Dustin Hoffman, sem lék með Olivier í Marathonmanninum, sagði: „Hann var risi og snillingur." Elísabet drottning sendi persónu- legt samúðarskeyti til eiginkonu sir Laurence, leikkonunnar lafði Joan Plowright, og í tilkynningu frá for- sætisráðherranum Margaret Thatcher sagði: „Hæfileikar hans voru einstakir.“ Sir Laurence barðist hetjulegri baráttu við m.a. krabbamein og hjartasjúkdóma sem höfðu nauð- beygt hann til að hætta sviðsleik og snúa sér alfarið að kvikmyndum og sjónvarpi um miðjan áttunda áratuginn. Árið 1983 var hann enn harður á því að hann yrði að halda áfram því sem hann byijaði 17 ára gamall. „Ég verð að leika til að anda,“ sagði hann. „Síðustu dagar hans voru kyrr- látir,“ sagði sonur hans Richard. „Hann lést í svefni á hádegi. Öll fjölskylda hans var við dánarbeðið." Laurence Olivier fæddist í Surrey árið 1907, næstelsti sonur klerksins Gerards Kerrs. Hann lærði leiklist í skóla Elsie Fogerty og seinna í Birmingham áður en hann fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í Beau Geste 22 ára gamall og lét sér vaxa þunnt yfirvaraskegg fyrir hlutverkið í stíl Ronald Colmans. Árið 1935 lék hann Rómeó á Old Vic og var mjög umdeildur fyrir raunsæislega túlkun sína á Shake- speare. Hann tilheyrði þeirri kyn- slóð breskra leikara sem var kennt að eina leiðin til að sanna sjálfan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.