Morgunblaðið - 16.07.1989, Qupperneq 36
36 G
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
Þú hefðir ekki átt að spyija um
skurðaðgerðina...
HÖGNI HREKKVÍSI
Á FÖRNUM VEGI
Páll Tómasson og Soffia Ámadóttir
Stóriðja eða
ekki stóriðja?
Hættulegl
að hjóla í
umferðinni
Til Velvakanda.
að hefur verið íjallað um hjól-
reiðar í Velvakanda að und-
anförnu og hjólreiðamenn m.a.
verið gagnrýndir fyrir að fara ekki
eftir umferðarreglum. Þetta kann
að vera satt. En ég vil benda á
að svo lítið tillit er tekið til hjól-
reiðamanna í umferðinni hér að
það er beinlínis stórhættulegt að
fara út í umferðina á reiðhjóli. Ég
hef sjálfur reynt að hjóla í um-
ferðinni hérna en hætti því alveg
þegar ég sá hversu hættulegt það
var. Síðan hef ég nær eingöngu
hjólað á gangstéttum og gangstíg-
um og ráðlegg öðrum hjólreiða-
mönnum að gera slíkt hið sama.
Hjólreiðamaður
Tínum
upp draslið
Kæri Velvakandi.
Eg hef verið á ferð um landið
að undanförnu með fjölskyldu
minni og vakti það athygli okkar
hversu mikið af drasli er víða með
vegurn. Mest eru þetta plastpokar
og brúsar af ýmsu tagi. Mikil
óprýði er af þessu og er það furðu-
legt að fólk skuli láta það henda
sig að kasta þessu út um
bílglugga. Við gerðum okkur far
um að tína þetta upp þar sem við
stoppuðum. Æskilegt væri að öku-
menn gerðu það almennt því það
virðist eina leiðin til að losna við
þennan ófögnuð.
Ferðalangur
Akureyri
UMRÆÐUR um orkufrekan iðnað
á Eyjafjarðarsvæðinu hafa verið
nokkuð áberandi á undaniörnum
vikum, en slíkar umræður hafa
að mestu legið niðri írá því fyrir
um fímm árum þegar umræður
um álver við EyjaQörð voru mikl-
ar og á tíðum heitar. Undirskrift-
um var safnað á báða bóga, með
og á móti og sýndist sitt hveijum
um ágæti álvers. Fyrirhugaður
er fúndur með iðnaðarráðherra í
september næstkomandi þar sem
fúndarefnið er orkufrekur iðnað-
ur í Eyjafirði.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur
nú fengið það verkefni að safna
upplýsingum um orkufrekan iðnað
hér um slóðir fyrir fundinn með iðn-
aðarráðherra. Tíu verkalýðsfélög á
Eyjafjarðarsvæðinu hafa skrifað
undir ályktun þar sem fullum stuðn-
ingi er lýst við hugmyndina um að
stóriðju af einhveiju tagi verði kom-
ið hér upp. Kvennalistakonur hafa
hins vegar varað við draumum um
stóriðju.
Hættuleg umhverfinu
Mogunblaðið lagði leið sína í
göngugötuna á Akureyri og spjallaði
við nokkra aðila um málið. Arnar
Matthíasson sagðist heldur neikvæð-
ur í garð stóriðju og sagði hana úr
takt við tímann. „Ég er á móti stór-
iðju vegna þess að ég álít að með
nútímatölvutækni þá sé okkur kleift
að afia tekna með iðnaði af öðru
tagi, sem þar að auki er ekki eins
hættulegur umhverfinu," sagði Arn-
ar.
Efla ber smáiðnað
Kristján Logason sagðist lítinn
áhuga hafa fyrir stóriðju í Eyjafirði.
„Ég er á móti stóriðju, sérstaklega
ef hún er í eigu útlendinga. Ég tel
mun heppilegra að efla ýmiskonar
smáiðnað á svæðinu. Ég held ein-
hvern veginn að stóriðjan gefi okkur
ekki öll þau atvinnutækifæri sem
verið er að tala um,“ sagði Kristján.
Hann sagðist frekar vilja sjá blóm-
legan iðnað í smærri sniðum. „Ég
tel að slíkur iðnaður sé mun hag-
kvæmari í rekstri en stóriðja og
skapaði fleirum atvinnu, stóriðjur
eru orðnar svo vélvæddar að það eru
ekki svo ýkja margir sem fá þar
atvinnu, auk þess sem alltaf er
mengunarhætta fyrir hendi.“
Stóriðja myndi skapa mikla
atvinnu
Páll Tómasson og Soffía Árna-
dóttir sátu í makindum á bekk einum
í göngugötunni. Þau voru spurð álíts
á stóriðjumálinu. „Ég var á móti
þessu þegar rætt var um álverið á
sínum tíma, en ég hef skipt um skoð-
un síðan þá,“ sagði Páll og Soffía
tók í sama streng. Þau sögðust hafa
Víkveiji skrifar
egar ijármálaráðherra var í vor
sakaður um óábyrga samninga
við BSRB, samninga sem kostuðu
ríkið meira en greiðslugetan leyfði,
svaraði hann því til að allt væri í
stakasta lagi, samningarnir væru
innan marka fjátiaga. Blekið var
tæpast þornað af undirskrift hans
þegar í ljós kom að annaðhvort var
hér talað gegn betri vitund eða stað-
an í þjóðfélaginu var fyrir utan og
ofan skilnings mannsins. I stað 600
milljóna króna greiðsluafgangs er
nú talað um halla upp á 4-5 millj-
arða. Það munar um minna.
xxx
Og það sem verst er, þær krón-
ur sem launþegum voru réttar
þýða ekki aukinn kaupmátt þeirra,
þvert ú móti standa þeir hallari
fæti en áður. Staðfestir það enn
einu sinni, sem allir ættu raunar
að vita, að óraunhæf kauphækkun
skilar sér ekki í auknum kaup-
mætti og betri kjörum. Betra er að
hafa krónurnar færri og verðlagið
stöðugra, því það er staðreynd að
þegar vöruverð fer af stað, byrjar
að hækka, rýkur það upp úr öllu
valdi., En tónninn var gefinn, krón-
urnar skyldu fleiri, en um verðgildi
þeirra ekki hugsað.
xxx
Fjármálaráðherra talaði fyrr í
sumar um Ijóra kosti til þess
að „leysa“ vandann, sparnað, aukn-
ar skattaálögur, innlendar lántökur
og erlendar lántökur. Bætti hann
því við að af þessu fernu væru er-
lendar lántökur verstar. Ríkis-
stjórnin virðist bjartsýn á að inn-
lendar lántökur takist, en almenn-
ingur er nú orðinn svo vanur því
að versta leiðin sé valin að hann
yrði ekkert undrandi þótt svo yrði
einnig nú. En það kæmi núverandi
stjórn að sjálfsögðu ekki í koll.
Forsætisráðherra ætti í engum erf-
iðleikum með að bjarga málum,
hann yrði bara hissa eftirá og héldi
vinsældum sínum útá það.
xxx
Aukinn sparnaður kemur auð-
vitað ekki til greina, til dæmis
með því að draga úr framkvæmdum
hins opinbera. Nei, það gengur ekki.
I Þá .myndi þensla minnka. Að vísu
telja flestir að það yrði til bóta —
en það fellur bara ekki í kramið.
Einhver gæti misst spón úr aski
sínum. Draga úr reisukostnaði?
Nei, það er fáránlegt. íslendingar
verða að sýna að þeir séu menn
með mönnum. Ráðherrarnir verða
að fá að þeysa vítt um lönd og
sækja alla þá fundi, mögulega og
ómögulega, sem með nokkru móti
finnast svo að þeir verði ekki heim-
óttarlegir og geti komið fram sem
höfðingjar meðal höfðingja. Þar
má skiljanlega ekkert til spara.
Minni spámennirnir verða svo að
fá sinn skammt.
xxx
Víkveiji var næstum búinn að
gleyma skattinum. Auðvitað
má leggja aukasatt á þá, sem greitt
hafa öll sín opinber gjöld og skattá
skilvíslega. Um hina, sem svikið
hafa undan skatti, þýðir ekki að
tala. Öðru máli gegnir um þá skil-
vísu. Þá má mjólka betur. Svo ekki
sé talað um þá peninga, sem menn
hafa aurað saman á langri ævi.
Kannski væri hægt að krækja í þá
líka?