Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚIÍ 1989 Haftiaáætlun verði rædd og samþykkt eftirSturlu Böðvarsson Tilefni þess að ég sting niður penna og sendi Morgunblaðinu þessar línur er grein Stefáns Friðbjarnarsonar þingfréttaritara er hann skrifar „í þinghléi" í Morgunblaðið 4. júlí sl. Stefán gerir að umræðuefni tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun fyrir árin 1989-1992 sem var lögð fram á Alþingi á 111. löggjafarþingi 1989, en hlaut ekki afgreiðslu. Stefán segir hafnaáætlun hvorki rædda né samþykkta, sem er rétt, en leggur síðan útaf því, sem aðaiatriði að Reykjavíkurkjördæmi verði útundan í áætluninni og þannig sé gengið á rétt Reykvíkinga. Vitnar hann máli sínu til stuðnings í dr. Ágúst Einars- son um að Reykjavík sé mestur sjáv- arútvegsbær landsins ef marka má tilvitnaða upptainingu doktorsins. Samkvæmt hafnalögum skal Hafnamálastofnun vinna að gerð áætlana um hafnarframkvæmdir til nokkurra ára í senn, en þó aldrei skemur en til fjögurra ára. Áætlun skal endurskoða á tveggja ára fresti. Hafnaáætlun hefur aldrei hlotið afgreiðslu á Alþingi. Öðru máli gegn- ir um aðrar mikilvægar fram- kvæmdaáætlanir svo sem vegaáætlun og flugmálaáætlun, sem Alþingi hef- ur samþykkt. Hafnaáætlanir hafa verið ræddar og notaðar sem viðmiðun við af- greiðslu fjárlaga en ekki hlotið fulln- aðarafgreiðslu. Að þessu sinni var lögð fyrir Alþingi áætlun sem var mjög vel undirbúin af starfsmönnum Hafnamálastofnunar og rækilega rædd í Hafnaráði og kynnt á árs- fundi Hafnasambands sveitarfélaga. Forsvarsmenn hafnanna leggja áherslu á að hafnaáætlun verði rædd í þinginu og afgreidd, sem ályktun Alþingis um framkvæmdir við hafnir. í áætluninni eru mjög stefnumark- andi þættir, sem ekki er forsvaran- legt að láta óafgreidda í heild sinni. Hafnirnar eru einhver mikilvæg- asti hlekkur í íslensku efnahags- og atvinnulífi og í raun forsenda fyrir góðri afkomu í sjávarútvegi allt í kringum landið. í frásögrt Stefáns af hafnaáætlun leggur hann megináherslu á að vekja athygli á því að Reykjavíkurhöfn njóti ekki framlaga úr ríkissjóði til fram- kvæmda. Virðist mörgum á þeim bæ eins og í flestum lj'ölmiðlum landsins vaxa það sífellt í augum hve borgin beri „skarðan" hlut frá borði hjá ríkis- valdinu. Er stöðugt verið að ala á óánægju og togstreitu milli höfuð- borgarinnar og landsbyggðarinnar án þess að þau mál séu krufin til mergj- ar t.d. með því að kanna forsendur fyrir því að ekki er talin ástæða til þess að styrkja hafnarframkvæmdir hjá þeim höfnum sem mestar tekjur hafa af öðru en sjávarútvegi. Spurt er í grein þingfréttaritarans hvort allir séu jafnir fyrir lögum á borði fjárveitingavaldsins. Von er að spurt sé svo sem málum er háttað um byggðaþróun í landinu og afkomu atvinnuveganna. Ekki þarf að efast um að slíkt mat er ekki auðvelt og verður aldrei í okkar dreifbýla landi, ÞJÓÐHÁTÍÐARAJETLUN HERJÓLFS 1989 Miðvikudagur 2. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Fimmtudagur 3. ágúst: Frá Vestmannaeyjum ki. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Föstudagur 4. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 05.00 Frá Þorlákshöfn kl. 09.00 Frá Vestmannaeyjum kl. 13.00 Frá Þorlákshöfn kl. 18.00 Frá Vestmannaeyjum kl. 22.00 Frá Þorlákshöfn kl. 02.00 aðfaranótt laug. Laugardagur 5. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 Frá Þorlákshöfn kl. 14.00 Sunnudagur 6. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 14.00 Frá Þorlákshöfn kl. 18.00 Mánudagur 7. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Frá Vestmannaeyjum kl. 01.00 aðfaranótt þriðjud. Frá Þorlákshöfn kl. 05.00 aðfaranótt þriðjud. Þriðjudagur 8. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 Frá Þorlákshöfn kl. 13.00 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Miðvikudagur 9. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 ATH.: BREYTTA ÁÆTLUN. Símar: Vestmannaeyjar: 98-11792 - Reykjavík: 91-686464. Sturla Böðvarsson sem allt frá landnámi hefur verið byggt upp skipulagslítið í nálægð við auðlindir hvers tíma. Helstu „auðlind- ir“ okkar nú virðast vera í nálægð við sundin blá og Tjörnina þá einu og sönnu. Það má vera að nú sé komið að því að ríkið styrki hafnarframkvæmd- ir í Reykjavíkurhöfn í stað þess að styrkja framkvæmdir við Brimbijót- inn í Bolungarvík, í Vestmannaeyja- höfn eða Olafsvíkurhöfn þar sem gjöfulustu fiskimið hafa verið nærri og útgerð hefur blómgast þjóðinni allri til hagsældar. Hagur Reykjavík- urhafnar hefur einkum byggst á tekj- um af vöruflutningum að og frá landinu. Beinar tekjur af sjávarútvegi eru einungis brot af þeim tekjum sem Reykjavíkurhöfn hefur. Taka má undir þá gagnrýni að Reykjavíkurhöfn skuli ekki vera með í tillögu til þingsályktunar um fram- kvæmdir í höfnum landsins og er eðlilegt að á því verði breyting. Hins vegar er þess ekki að vænta að Reykjavíkurhöfn fái ijárveitingar til framkvæmda að óbreyttum lögum. Hafnalögin gera ráð fyrir skerðingu á ríkisframlögum eftir að tekjur hafn- anna umfram rekstrargjöld fara yfir ákveðið mark. Nokkrar aðrar hafnir en Reykjavíkurhöfn verða fyrir skerð- ingu vegna þessa og má þar nefna Hafnarfjarðarhöfn, Akraneshöfn, ísafj arðarhöfn, Akureyrarhöfn og Siglufjarðarhöfn. Allar þessar hafnir hafa verulegar tekjur af öðru en sjáv- arútvegi. Vegna þess að Stefán tekur Reykjavíkurhöfn sem dæmi er nauð- synlegt að gera nokkra grein fýrir tölulegum staðreyndum er varða rekstur hafna. Þær skýra vonandi hvers vegna aðildarhafnir innan Hafnasambands sveitarfélaga hafa sameinast um þá framkvæmd sem lögin gera ráð fyrir og þar á meðal Reykjavíkurhöfn. Eftir sem áður eru og verða fjárveitingar til einstakra verkefna umdeilanlegar á sama hátt og skerðingarákvæðin um ríkisfram- lög. Tekjur hafna af sjávarútvegi eru mestmegnis af aflagjöldum en þau eru 0,85% af aflaverðmæti. Sam- kvæmt yfirliti um rekstur hafnanna 1987 eru aflagjaldatekjur Reykjavík- urhafnar það ár 2,6% af heildartekj- um hafnarinnar sem voru 336.480.000. Tekjur allra hafna af aflagjöldum voru það ár 157.156.000. Aflagjaldatekjur Reykjavíkurhafnar voru 8.918.000 eða 5,7% af tekjum íslenskra hafna. Aflagjaldatekjur annarra hafna en Reykjavíkurhafnar voru 32% af heildartekjum þeirra en auk þess eru síðan lestar- og bryggju- gjöld o.fl. sem tengist sjávarútvegi beint en ekki vöruflutningum. Af þessum töium má ljóst vera að Reykjavíkurhöfn hefur mestan hluta tekna af vörugjöldum og hagnaður hafnarinnar var árið 1987 rúm 151 milljón, sem er meira en allar aðrar hafnir landsins höfðu í tekjur af afla- gjöldum. Af því geta allir sanngjarnir menn séð að millifærslur úr sameiginlegum sjóðum til útgerðarhafnanna eru ekki óeðlilegar og í raun forsenda fyrir Hraðlestrarnámskeið Næsta sumarnámskeið í hraðlestri hefst 1. ágúst nk. Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja auka lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Sérstaklega hentar þessi árstími vel öldunga- deildanemendum sem vilja taka námið föstum tökum í vetur. Ath: Sérstakur sumarafsláttur. Skráning í dag og næstu daga í símum 641091 og 641099. Hraðlestrar- skolinn Gabriel HÖGGDEYFAR Nf ^ STÓRSENDINGI^Bt yy E R G " SKEIFUNNI 5A, SÍIV II: 91 - 8 47 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.