Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚS’L 1989 7 Þorlákshöfii: Dýpkun haftiarinnar lokið Þorlákshöfn. Sanddæluskipið Sóley frá Björgun hf. hefur nýlokið við dýpkun hafnarinnar í Þorláks- höfti. Búið er að dæla upp um 40 til 45 þúsund rúmmetrum, Nýir full- trúar í verð- lagsnefndir búvara aðallega úr innsiglingunni og innan hafharinnar þannig að nú geta öll skip siglt um höfhina án þess að eiga það á hættu að taka niðri. Kostnaður við þessa framkvæmd er orðinn um ellefu milljónir að sögn Einars Sigurðssonar, for- manns hafnarnefndar, en verkinu væri alls ekki lokið því eftir væri að dýpka innsta hluta hafnarinnar en það yrði að bíða næsta árs vegna fjárskorts. Hann sagði að sú dýpkun tengd- ist óneitanlega væntanlegu ferju- skipulagi sem verið er að hanna hjá Vita- og hafnarmálastofnun en henni þarf að vera lokið áður en nýr Herjólfur verður tekinn í notk- un. Hugmyndin er að þetta ferju- lægi verði við svokallaðan miðbakka og þar verði einnig aðstaða fyrir gámaflutningaskip. Útflutningur á vikri hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Á síðasta ári voru fluttir út um 70 þúsund rúmmetrar og vonast er eftir meiri útflutningi á þessu ári. í því sambandi eru uppi hugmyndir um að koma fyrir færiböndum á suðurgarði hafna.rinnar til að flýta fyrir lestum skipanna, sem hefur verið nokkuð tímafrek við núver- andi aðstæður. - J.H.S. Morgunblaðid/Jón H. Sigurmundsson Sanddæluskipið Sóley við dýpkun hafharinnar í Þorlákshöíh. Félagsmálaráðherra hefur tilnefiit Vilhelm Ingimundarson, fulltrúa hjá Verðlagsstofhun, í sexmannaneftid. Vilhelm tekur þar sæti Margrétar S. Einars- dóttur, sjúkraliða, en nefndinni er ætlað að ákveða verð land- búnaðarvara til bænda. Lögum samkvæmt hefur ASÍ rétt til að tilnefna tvo fulltrúa í sexmannanefndina og BSRB einn fulltrúa. Launþegasamtökin hafa hinsvegar ekki nýtt sér þennan rétt sinn í mörg undanfarin ár þannig að félagsmálaráðherra ber í staðinn að tilnefna þrjá fulltrúa neytenda í nefndina, að sögn Guðmundar Sig- þórssonar skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Aðrir fulltrúar neytenda í sex- mannanefndinni eru þau Baldur Oskarsson viðskiptafræðinemi og Helga Möller kennari. Fulltrúar bændasamtakanna eru Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bandsins, Þórólfur Sveinsson og Þórarinn Þoi’valdsson. Einnig varð sú breyting á fimm- mannanefndinni að Birgir Árnason, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, kemur í stað Klemensar Tryggva- sonar, fyrrverandi Hagstofustjóra. Fimmmannanefnd er ætlað að ákveða vinnslu- og heildsölukostn- að. Það er viðskiptaráðherra sem tilnefnir tvo fulltrúa í fimmmanna- nefndina þar sem Iaunþegasamtök- in nýttu sér ekki heldur rétt sinn til tilnefningar í hana. Auk Birgis situr í nefndinni Brynjólfur Sigurðs- son, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla íslands, einnig tilnefndur af viðskiptaráðherra. Georg Ólafs- son verðlagsstjóri er oddamaður í nefndinni og tveir fulltrúar koma frá afurðarstöðvunum, fulltrúar þeirra búgreina, sem fjallað er um hveiju sinni. Hörð andstaða ef ekki semst á næstunni - segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir AÐALHEIÐUR Bjarnfreðsdóttir þingmaður Borgaraflokksins segir í samtali við Tímann í gær að gangi flokkurinn ekki inn í ríkisstjórnina á næstu dögum taki hann upp eindregna stjórn- arandstöðu. Hún segir að stjórn- inni hafi verið gefið líf lengi en slíkt sé ekki hægt. að gera enda- laust. Aðalheiður segist hafa á tilfinn- ingunni að fyrst og fremst strandi á Alþýðuflokknum að samkomulag hafi ekki tekist um þátttöku Borg- araflokksins í ríkisstjórn. Hún telur þá afstöðu óheppilega gagnvart hinum ríkisstjórnarflokkunum en engu sé líkara en einhvetjum í stjórninni sé ekki annt um að stjórn- in geti komið nauðsynlegum málum í gegn. Aðalheiður segir að Borg- araflokkurinn hafi gert kröfu um þijú ráðuneyti, ekki endilega þijá ráðherra, auk lækkunar á tilkostn- aði heimilanna með niðurfellingu mátarskatts. ÞÚ STJÓRNAR húsnæðíslána 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísítölu. 1. september leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Þegar kemur a^ afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum t -ar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekkí sé minnst 1. ágúst Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar— 1. maí — 1. ágúst— 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. Greíðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greíðslur má ínna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKj.AVÍK • SÍMI 696900 SAMEINAÐA/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.