Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 21

Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 21 Frídagur afgreiðslu- fólks ersanngjöm krafa Egilsstöðurn. I APÓTEKI Egilsstaða hitti fréttaritari Morgxinbiaðsins Sigrúnu Jónsdóttur afgreiðslustúlku þar. Sigrún hefur stundað afgreiðslu- störf í um tuttugu ára skeið í flestum tegundum verslana. Fréttaritari byijaði á að spyrja Sigrúnu hvað það væri við verslunar- og afgreiðslustörf sem væri svo heillandi að hún hefði starfað við þetta í tvo áratugi. Sigr- ún sagði að í eðli sínu væru af- greiðslustörf mjög skemmtileg. Þau væru krefjandi og gerðu miklar kröfur til afgreiðslufólksins um vöruþekkingu, einkum í sérverslun- um. En um ieið veita þau mikil tækifæri til samskipta við annað fólk. Störf í apóteki væru einkum frábrugðin störfum í öðrum sér- verslunum í því að starfið í apótek- inu krefðist mikillar vöruþekkingar á mörgum ólíkum vörutegundum. í apótekum væri fyrir utan lyf versl- að með vörur fyrir líkamann, ýmist til áburðar eða inntöku. Viðskipta- vinurinn yrði því að geta treyst því að afgreiðslufólkið hefði þekkingu á þeim vörum sem það væri að selja. Til dæmis þegar verið væri að kaupa vörur fyrir ungbörn. Sigrún sagði það sitt álit að versl- unarfólk hefði dregist aftur úr í launum og nú væru launakjörin orðin fyrir neðan allar hellur. Af- greiðslufólk væri ábyggilega orðið lægst launaða stéttin í landinu. Þetta væri ekki til að hvetja fólk til að festast í þessu starfi. En það væri í raun mikilvægt til að fólk gæti öðlast þá kunnáttu og vöru- þekkingu sem viðskiptavinurinn ætti rétt á. Afgreiðsiufólk með góða þekkingu á þeim vörum sem það er að selja getur í raun oft sparað viðskiptavininum verulegar upp- hæðir með þekkingu sinni. Við- skiptavinurinn þarf að geta leitað upplýsinga og ráða hjá afgreiðslu- fólkinu og treyst þeim ráðum. Ef eingöngu eru nýliðar í þessum störf- um öðlast þeir -aldrei þá þekkingu sem gott afgréiðslufólk þarf að hafa. Starfsreynslu á þvi skilyrðis- laust að meta meir til launa en nú er gert. Einnig þurfa launakjörin Sigrún Jónsdóttir að vera pað aðlaðandi að í verslun fáist hæft starfsfólk sem vill starfa þar til frambúðar. Um breytingu á afgreiðslustarfinu í gegnum árin sagði Sigrún, að nú væru allar verslanír orðnar mun tæknivæddari en verið hefði fyrir tuttugu árum. Þetta væri vissulega af hinu góða og létti afgreiðslufólkinu störfin en gerði um leið miklar kröfur til þeirra um að kunna á þessi tæki og nota þau rétt. Nú væru komnar flóknar rafeindavogir í allar verslanir og sífellt væri verið að gera strangari kröfur um skráningu og flokkun vörusölunnar á búðarkössunum um leið og varan væri seld. Nútímabúð- arkassi er orðinn fullkomin tölva þar sem mikilvæg skráning vörusöl- unnar fer fram. Sigrún sagði að frídagar verslun- armanna mættu gjaman vera fleiri. Þetta væri hálf öfugsnúið eins og þetta væri núna. Nú eiga allar stétt- ir frí á frídegi verslunarmanna nema helst afgreiðslufólk sem væri önnum kafið við að þjónusta aðrar stéttir sem væru í fríi á þessum degj sem upphaflega hefði eingöngu verið frídagur verslunarmanna. Verslunarmannahelgin væri fýrir löngu orðin mesta ferðahelgi ársins og það fólk sem væri á ferðalagi þyrfti á þjónustu afgreiðslufólks út um allt land að halda. Eftir þessa helgi væri afgreiðslufólkið örþreytt og því væri ekki ósanngjamt að það fengi sérstakan frídag sem væri þeirra frídagur. Sérstaklega ef tek- ið er tillit til þess að afgreiðslutími verslana væri alltaf að lengjast. Nú væri algengt að verslanir væm opnar í einhvem tíma á laugardög- um. Þetta kæmi að sjálfsögðu niður á frítíma afgreiðslufólks. Því væri sérstakur frídagur afgreiðslufólks ekki ósanngjörn krafa. Bjorn ÍSAFJÖRÐUR: Kollumar kvörtuðu og lögreglan kom og lokaði ísafirði. Jón Norðquist og þrír félagar hans á ísafirði mættu líklega teljast til nýjungasmíða í ísfirðsku viðskiptalífi. Þeir félagar stofnuðu félag til leigu á vatnaþotum á Poll- inum í vor. En eins og oft vill verða eiga nýjungar ekki alltaf upp á pallborðið hjá fólki og nokkrum dögum eftir að leigan tók til starfa kom lögreglan og bannaði starf- semina og vísaði til reglugerðar ísafjarðarhafnar sem bannar sigl- ingar á hafnarsvæðinu á meiri hraða en 4 mílum. Jafnframt var vísað til að æðakollur hefðu hræðst gusuganginn í æskumönnunum á vatnaþotunum og skipamálarar höfðu fengið óvænta gusu. Jón sagðist strax hafa haft sam- band við hafnarstjórann og eftir að þetta flókna mál hafði flækst um hálfsmánaðarskeið í bæjarkerfinu fékkst sérstök undanþága til at- vinnurekstursins með nokkrum sérákvæðum. „Það sem kannski hélt mér best við efnið var sá mikli fjöldi ísfirð- inga sem kom og hvatti mig til að gefast ekki upp. Þótt það sé alltaf einhver hópur manna sem setur sig upp á móti öllum breytingum þá er til fullt af fólki sem vill að við fylgjumst með og bjóðum upp á AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF sambærilega þjónustu við aðra ferðamannastaði hérlendis og er- lendis. Ég held að þessar vatnaþotur hafi fyrst sést í einhverri James Bond-myndinni. Nú fer þetta eins og eldur í sinu um heiminn. Við erum með þurrbúninga af öllum stærðum sem eru einnig til leigu. Þá er ég einnig með sjóskíða- kennslu og nú er verið að ræða um mót í haust til að Ieyfa mönnum að spreyta sig. Við teljum þetta góða tilraun til að lífga upp á mannlífið hérna sem okkur finnst ekkert of ijölbreytt. Pollurinn -er hreint draumaland sjó- íþróttamanna, sagði þessi nútíma- legi „business“-maður að lokum. - Úlfar VULKAN ÁS - TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í - stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring ‘ millitækja. .L'L ifóaoitaipir & ©@ Ihrffo Vesturgðtu 16 - Simar 14600-13280 TVÍ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI haustönn 1989 Markmið náqisins er að útskrifa kerfisfræðinga sem geta unnið við öll stig hugbúnaðar- gerðar, skipulagt og séð um tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálf- un starfsfólks. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum en aðrir stúdentar geta þurft að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja, auk nýstúdenta. Sérstaklega skal bent á að þeir sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í starfi þurfa að sækja nú þegar um innritun á vorönn. Nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi, jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verda kenndar: Fornám Önnur önn Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Gluggakerfi Gagnaskipan AS/400 Gagnasafnsfræði Forritun í Cobol Málþing Verkefni Fyrsta önn Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Vélamál Forritahönnun Verkefni Þriðja önn Fyrirlestrar um valin efni Forritunarmál Hugbúnaðargerð Málþing Lokaverkefni Innritun á haustönn stendur yfir til 14. ágúst, en umsóknarfrestur lyrir vorönn er til 18. september nk. llmsóknareyðublöd fást á skrifstofu Versl- unarskólans, Ofanleiti 1. Kcnnslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi á meðan innritun stendur ylir og í sima 688400. Tölvuháskóli V.i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.