Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Vandi sauðQárræktarinnar ræddur á fundinum á Hvanneyri, Fundur landbúnaðarráðuneytis og bænda: Rætt um að bæta tengsl framleiðslu o g markaðar FUNDI samninganefiida land- búnaðarráðuneytísins og Stétta- sambands bænda um búvöru- samninga lauk á Hvanneyri í Borgarfírði á fimmtudaginn. Beindist athygli fúndarmanna einkum að vanda sauðfjárrækt- arinnar, en einnig var fjallað um hvemig hægt væri að tengja framleiðslu landbúnaðarafúrða þörfúm markaðarins betur en nú. Landbúnaðarráðherra segir, að góður andi hafi verið á fúndinum; menn ætli ekki að stinga höfðinu í sandinn heldur takast á við þau vandamál sem landbúnaðurinn eigi við að efja. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, segir að á fundin- um hafi verið farið rækilega yfir reynsluna af núgildandi búvöru- samningi og einkum hafi athygiin beinst að vanda sauðfjárræktarinn- ar. í frtimhaldi af því hafi verið rætt um mögulegar aðgerðir til úrbóta, bæði varðandi þann tíma, sem eftir væri af gildistíma búvöru- samningsins og einnig markmið til lengri tíma. Staðan í sauðfjárrækt- inni væri mönnum áhyggjuefni og mikið í húfi að vel tækist til við lausn vandamálanna, sem þar væru fyrir hendi. Ráðherra segir að auk þessa hefði verið r'ætt almennt um breyt- ingar á neyslu búvara og hvernig betur væri hægt að tengja fram- leiðsluna þörfum markaðarins. Hann segist búast við því að menn hittist fljótlega aftur þegar farið hafi verið yfir þær hugmyndir og sjónarmið, sem komið hafi fram á fundinum. Fiskmarkaðurinn í Bretlandi: Fullviss um að verð haldist hátt í haust - segir Baldvin Gíslason í Hull BALDVIN Gíslason, forstjóri fisksölufyrírtækisins Gislason & Marr í Hull, segist þess fullviss, að mjög gott verð muni fást fyrir fisk á Bret- landsmarkaði í haust. Utlit sé fyrir að nokkuð dragi úr framboði, en eftirspum verði áfram mikil. Baldvin Gíslason sagði í samtali við Morg- unblaðið að nokkrar breytingar hefðu orðið á fiskmarkaðnum breska að undanfornu. veiddust í Rauðahafi og Miðjarðar- ísfiskur væri farinn að seljast bet- hafinu. ur og einnig saltfiskur á sumum svæðum í landinu. Enn fremur væru nýjar tegundir famar að seljast, til dæmis karfi og grálúða. Slíkt hefði ekki þekkst áður. Mætti meðal ann- ars rekja þá breytingu til þess, að fólk af ýmsu þjóðemi hefði sest að í Bretlandi á síðustu ámm. í þeim hópi væm miklar fískætur, sem sæktust eftir tegundum, sem ekki hefði verið markaður fyrir áður. Fólk frá ísrael keypti til dæmis karfa stað- inn fyrir svipaðar tegundir, sem Baldvin segir að eftirspum eftir físki sé alltaf mikil í Bretlandi. Ferski fiskurinn seljist nú vel og enginn vafí sé á því að gott verð muni fást fyrir allar tegundir hans í haust. Hins vegar sé spuming hvað íslend- ingar geti sett mikið á markað, því ýmsir eigi lítinn kvóta eftir. Nefnir Baldvin, að minna hafi borist af smáfíski af Vestíjarðamiðum en und- anfarin ár, en smáfískur, einkum smáýsa, henti mjög vel í „físh and chips“, sem Bretar séu sólgnir í. Vestur-íslendingar í Kanada: íslendingadagiirinn haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn Forseti íslands viðstaddur hátíðahöldin Winnipeg-. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgiinblaðsins. Islendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur hundraðasta sinni um helgina en hátíðar- höldin ná hámarki á mánudag. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, mun taka þátt í hátí- ðinni áður en tíu daga heimsókn hennar til Kanada lýkur á þríðju- dag Islendingadagurinn var fyrst haldinn í Winnipeg föstudaginn 1. ágúst árið 1890 í blíðskaparveðri. En aðdragandi þessarar hátíðar hafði ekki verið jafn blíður og veð- rið þennan ágústdag. Þegar þarna var komið sögu íslandsbyggðar í Kanada var byggðin í Manitoba aðeins 15 ára en Islendingar höfðu þegar skipst í jivo hópa. Annar hópurinn vildi einangra sig og halda íslenskum sérkennum en hin- um hafði gengið betur að komast áfram í nýja landinu og óttaðist því ekki aðlögun. Hvorir tveggju vom þó sammála um að varðveita arfleið sína en ágreiningur stóð um hvaða dag skyldi velja til að halda islendingahátíð. Annar hópurinn ákvað að halda upp á Islendinga- dag 1. ágúst. Hinn samþykkti það seint og síðar með semingi þó. Dagurinn hófst með skrúðgöngu eftir götum Winnipeg sem voru ein forarvilpa eftir rigningar daginn áður. Eftir gönguna var glímt og fengu sigurvegarar hveitipoka að launum. Nokkrum atriðum varð þó að aflýsa vegna þess að síðdegis opnaði himininn flóðgáttir sínar og hellti yfír viðstadda. Ágreingur um það hvenær halda skyldi íslendingadaginn entist fram á 20. öld. Smám saman var það hins vegar hefð að halda daginn hátíðlegan í upphafí ágústmánað- ar. Raunar var dagurinn um tíma haldinn hátíðlegur á tveimur stöð- um vegna þessa ágreinings. Árið 1924 voru menn teknir að hafa áhyggjur af því að íslendingadag- urinn myndi glata sérkennum sínum þar sem Vestur-íslendingar voru farnir að glutra niður íslenskukunnnáttu sinni. Var þá ákveðið að blása lífi í Fjallkonuna. Hún hefur síðan orðið að tákni fyrir íslendingadaginn. Þess má geta að það er ekki æskufegurð sem ræður þegar Fjallkonan er valin hér í Manitoba heldur framlag viðkomandi til málefna íslendinga hér. Árið 1932 var íslendingadagur- inn fluttur til Gimli þar sem hann hefur verið haldinn síðan. Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur hundrað- asta sinni og nær dagskrá hans reyndar yfír alla helgina þótt mest verði um að vera á mánudag. Vest- ur-íslendingar eru stoltir af því að geta tekið á móti forseta Islands við þetta tækifælri. Kór Fóst- bræðra kom hingað á þriðjudag og mun koma fram. Einnig halda Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari og fíðluleikari og Gunar Kvaran sellóleikari tónleika Vald- ine Anderson, sópransöngkona af íslensku bergi brotin, ætlar einnig að syngja fyrir gesti. Glíma verður sýnd í Gimli og fyrstu íslensku hestamir í Kanada verða einnig sýndir. Á sunnudag mun forsetinn af- hjúpa bjöllu sem löguð er eins og Fjallkonan og hvílir á tveimur bognum sívalningum sem líkjast fílstönnum og eru í laginu eins og stefni víkingaskips. Inn í bjöllu þessa hefur verið greypt ívitnun í skáldið Stephan G. Stephansson sem heimfæra má á Vestur-íslend- inga, afkomendur þeirra sem héldu frá Islandi fyrir rúmri öld: „Þó þú langförull legðir sérhvert land und- ir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“. Reykvíking-ar greiða 55% eignarskattsins EIGNARSKATTUR, sem lagð- ur hefúr verið á einstaklinga á landinu, nemur í heildina 1.670 milljónum króna og er sú upp- hæð um 117% hærri, en sú upp- hæð, sem lögð var á í fyrra. Einstaklingar í Reykjavík greiða um 55% af heildarálagn- ingu eignarskatts að þessu sinni, eða 927,5 milljónir kr. Eigpiarskattur leggst á skuld- lausar eignir yfir 2,5 milljónum kr. Átján einstakiingar í Reykjavík fá yfir hálfa aðra milljón kr. álagðan eignarskatt, en alls fá um 51 þúsund ein- staklingar á landinu öllu álagð- an eignarskatt að þessu sinni. Hæstu eignarskattana bera Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, bæði til heimilis í Háuhlíð 12, Reylyavík. Hvort um sig fær álagðan eignarskatt að upphæð rúmar 3,9 milljónir. Til samans greiða þau því tæpar átta millj- ónir. Af lögaðilum greiðir Lands- banki íslands hæstan eignarskatt í Reykjavík, rúma 51 milljón kr. Samband íslenskra samvinnufé- laga greiðir hæstu aðstöðugjöldin í Reykjavík, rúmar 77,5 milljónir kr., og Búnaðarbanki Islands er sá lögaðili sem greiðir hæstan tekjuskattinn, eða rúma 121 millj- ón kr. Einstaklingar: Greiðendur hæsta eignarskatts og sérstaks eignarskatts í Reykjavík 1989, þ.e. kr. 1.500.000 og þar yfir: 1. Þorvaldur Guðmundsson Háuhlíð 12 3.941.313 2. Ingibjörg Guðmundsdóttir Háuhiíð 12 3.941.313 3. Sigurður Valdimarsson Lynghaga 3 3.466.501 4. Skúli Magnússon Ánalandi 6 2.566.250 5. Sigríður Valdimarsdóttir Freyjugötu 46 2.393.057 6. Sigríður Valfells Blönduhlíð 15 2.375.351 7. Elin Guðjónsdóttir Laugarásvegi 16 2.133.259 8. Gunnar B. Jensson Suðurlandsbr. Selásdal 2.118.112 9. Emil Hjartarson Laugarásvegi 16 1.950.758 10. Ámi J. Fannberg Garðastræti 2 1.903.018 11. Sigriður J. Fannberg Garðastræti 2 1.740.029 12. Ingunn Ásgeirsdóttir Grenimel 21 1.710.143 13. Sigríður Frímannsdóttir Vogalandi 1 1.704.034 14. Bjöm Traustason Vogalandi 1 1.704.034 15. Sigurbjöm Eiríksson Hraunbæ 60 1.698.125 16. Ivar Daníeisson Álftamýri 1 1.697.881 17. Vilhelmína Loftsson Laugarnesvegi 71 1.635.940 18. Jóna Valdemarsdóttir Lundahólum 5 1.609.115 19. Gunnar Snorrason Lundahólum 5 1.609.115 20. Valdimar Jóhannsson Grenimel 21 1.563.500 21. Þorbjörg O. Morthens Stigahlíð 93 1.538.452 Lögaðilar: Greiðendur hæsta eignarskatts og sérstaks eignar- skatts í Reykjavík 1989: 1. Landsbanki Islands 51.432.631 2. Eimskipafél. íslands hf. 36.608.024 3. Flugleiðir hf. 35.433.252 4. Búnaðarbanki íslands 23.597.787 5. Olíufélagið hf. 21.049.872 6. Skeljungur hf. 17.315.661 7.0 Johnson og Kaaber hf. 9.062.500 8. Samb. ísl. samvinnuf. 8.769.381 9. IBM World Trade Corp. hf. 8.575.409 10. Húsasmiðjan hf. 7.589.385 11. Sameinaðir verkt. hf. 6.885.899 12. Iðnaðarbanki ísl. hf. 6.492.924 13. Bifr. og landb.vélar hf. 6.067.176 14. Heklahf. 5.521.512 15. Vífílfell hf. 4.892.427 16. Hagkaup hf. 4.735.915 17. Þýsk-ísl. hf. 4.606.271 18. Héðinn hf. 2.753.765 Lögaðilar: Greiðendur hæsta tekjuskatts í Reykjavík 1989: 1. Búnaðarbanki íslands 121.369.282 2. Iðnaðarbanki ísl. hf. 93.340.890 3. IBM World Trade Corp- hf. 91.595.155 4. Landsbankí íslands 78.512.344 5. Eimskipafélag ísl. hf. 75.902.826 6. Hekla hf. 41.854.912 7. Olíufélagið hf. 40.399.965 8. OJohnsonogKaaberhf. 31.250.000 9. Skeljungur hf. 28.819.199 10. Lánastofnun Sparisj. hf. 1L Kreditkort hf. 12. Sparisj. Rvk. og nágr. 13. Sparisjóður vélstjóra 14. Oddi, prentsmiðja hf. 15. Húsasmiðjan hf. 16. Mjólkursamsalan 17. Ingvar Helgason hf. 18. Smith ogNorland hf. 27.873.359 26.697.190 24.406.286 22.408.703 21.200.305 14.930.284 13.196.282 12.849.469 12.484.525 Lögaðilar: Greiðendur hæstu að- stöðugjalda í Reykjavík 1989: 1. Samb. ísl. samvinnuf. 2. Hagkaup hf. 3. Flugleiðir hf. 4. Eimskipafélag ísl. hf. 5. Hekla hf. 6. Samvinnutr. G.T. 7. Sjóvátryggingafél ísl. hf. 8. Húsasmiðjan hf. 9. Sláturfél. Suðurlands 10. P. Samúelsson og co. hf. 11. Tryggingamiðstöðin hf. 12. Kaupfél. Rvk og nágr. 13. Mikligarður sf. 14. Kjötmiðstöðin hf. 15. Glitnirhf. 16. IBM World Trade Corp. hf. 17. ísiensk endurtrygging 18. IngvarHelgason hf. 19. Brimborg hf. 20. Vlfílfell hf. 21. Bflaborghf. 22. Sölumiðst. hraðfrystih. 77.503.760 49.871.440 32.106.970 31.340.330 30.540.900 22.409.690 19.029.700 18.781.450 18.295.310 15.666.100 13.864.100 13.514.120 13.079.040 13.000.000 12.868.840 11.781.460 11.574.900 11.498.590 11.297.450 10.242.630 10.125.350 10.094.560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.