Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ÁriÖ h já Tvíbura í aag er það umfjöllun um árið framundan hjá Tvíbura (21. maí — 20. júní). Ekki er um atburðaspá að ræða heldur er verið að huga að þeirri orku sem verður sterk á árinu. Hver maður hefur síðan ftjálsan vilja til að bregðast við eftir eigin geð- þótta. Einungis er fjallað um afstöður á Sólina, eða það sem varðar grunneðli og lífsorku. Rólegra framundan Það sem strax vekur athygli er að Júpíter er nú að ijúka ferð sinni í gegnum Tvíbura- merkið og ætti að hægja um á næstunni, þensla, eirðar- leysi og hreyfingarþörf að minnka, en sjálfsagi og yfir- vegun að aukast, en jafn- framt má segja að iífið verði á einhvern hátt dauflegra, eða a.m.k. rólegra. Aukin bjartsýni Það sem ætti að sitja eftir ferð Júpíters yfir Sól á liðnum mánuðum ætti að vera aukin bjartsýni og sjálfstraust. Það er nú léttara yfir Tvíburum en áður. Að sjálfsögðu er slíkt þó einstaklingsbundið og fer eftir afstöðum á aðrar plánetur hvers og eins, en ætti að eiga almennt við. 150gráður Aðrar plánetur hafa einnig sitt að segja á komandi ári þó engin þeirra sé í hefð- bundinni afstöðu. Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó mynda allar 150 gráðu af- stöðu á Sól Tvíburans frá Sporðdreka og Steingeit. Mikilvœg afstaða Ég hef haft tilhneigingu til að horfa framhjá þessari af- stöðu undanfarið, en atburðir síðustu mánaða í eigin lífi og þeirra sem ég hef rætt við um þessa afstöðu bendir til þess að hún sé mikilvæg á sinn hátt. Aðsjá. . . „Að sjá er annað en að fá“ er setning sem kemur upp í huga minn þegar 150 gráðu afstaðan er annars vegar. Þetta táknar að margvísleg áhrif kom inn í líf Tvíburans sem vekja til umhugsunar, án þess að líklegt sé að allt of margt gerist. Það má þó segja að breytingar séu mögulegar, en þá verða Tvíburar að hafa nokkuð mikið fyrir þeimbreytingum. Frelsi Þeir Tvíburar sem eru fæddir frá 22. — 31. maí fá Úranus í 150 gráðu afstöðu á Sól. Það táknar að þessir Tvíbur- ar láta sig dreyma um frelsi o g breyt.ingar, en þurfa væntanlega að bíða eitthvað með að gera þær breytingar. Sjálfstæði þeirra ætti að auk- ast eitthvað á árinu. Agi Satúrnus kemur tii með að mynda 150 gráðu afstöðu á Sól þeirra sem eru fæddir frá 28. maí til 15. júní. Þessir Tvíburar þurfa að takast á við sjálfsaga og horfast í augu við vankanta sína og hömlur, eða skipuleggja og hreinsa til. Þetta getur reynst þeim nokkuð erfitt, en er mögulegt með vinnu. Biðstaða Ég held að þegar á heildina er litið að segja megi að bið- staða eða millibilsástand komi til með að ríkja á næsta ári hjá Tvíhura. Það má bú- ast við að margar hugmyndir kvikni sem koma til með að bíða betri tíma. Tvíburinn sáir í jörðina og bíður síns vitjunartíma. GARPUR X HALL ARGAeÞMUM E& HLLTÁ nÐJS-U/M E-NDAUUAl.' ’ Ó ■■ TEELA Hörups- jyiAÐufS- OH./&L. GOTT Jlfn. AO sxMy/accteJ é £<3 /ETLADI EHkJ AD GE&H yacu/e B/lt i//o, eu&kjó st- MÆLAM M/H EJZ /iOftr/n OS £ks HÉLTHÐþJDTUkJNN V/SR/AÐkpMA iffi PAÐ £76 LÉTTHD SEGTA Þal> - é<3 Aatssn e/t r Ar n/u LÍrU/H /yi/MU/uJ GRETTIR BRENDA STARR HUHÐ E&AÐ/ HTANDA ? þóEBThny&GuuruLL y ivanöa --- - ---'~T £Æ Ast YMEJ ALLS Etc/c/g ) A/IIICHA// ÞCJ/ngTTU£ÆA /VHKHA/L , ljó/JATEAVAkj HANS. EQ f>AE> ÞATC.H. £S VNÖ/ E/OC) HAFA Ar \Ó/ Pattzjj \ /yyy'Nv, ——— .. , FÞ/ENDA ) AH>eOJUH, U/ANPA ■ EG >4 E/e ir/ss u/y> /?£> púcSET— A URNABpm/ HUA0A --•', ÁrAAL srn BR erþö ÆTLAB Þéte ÞáA, LJOSKA <JJ0 euSUM 7'A. BnOPKAUPSArMfi 'PAQ FERDINAND 5. PIB cope nhagen J SMAFOLK Ég las nýlega í blaðinu að það er mikið um að lögfræðingar séu barðir. Er þér illa við það? Ekki lengur. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Útspilsdobl á slemmum eru ekki hættulaus verkfæri, eins og Ungverjinn í sæti vesturs varð áþreifanlega var við í eftir- farandi spili úr leik Ungveija og Hollendinga á EM: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 9 V32 ♦ ÁG9 + ÁK108764 Vestur Austur ♦ D108632 ♦ Á54 VD864 ♦ D10762 ♦ K843 ♦ D9 ♦ G3 Suður ♦ KG7 VÁKG10975 ♦ 5 + 52 BRIDS Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 lauf Dobl Pass Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: s{íaðaþristur. . Sagnir eru að mestu leyti eðh- legar, nema hvað fjórir tíglar og fjórir spaðar sýna fyrirstöð- ur. Fjögur grönd er ásaspurning og svarið 5 lauf skýrði frá 0-3, þar sem trompkóngurinn er tal- inn með. Vestur vildi ólmur fá út hjarta og kom þeirri beiðni á framfæri með doblinu. Suður vissi að vömin átti ás (eða laufkóng), og því væri slemman töpuð ef vestur fengi stungu. Hann ákvað því að freista gæfunnar í eigin lit. Austur tók fyrsta slaginn á spaðaás og spilaði m'eiri spaða í örvæntingarfullri viðleitni til að stytta blindan í trompi. En það var ekki hægt. Sagnhafi drap á kóng, spilaði laufi upp á ás og svínaði strax fyrir hjarta- drottninguna. Hann endurtók þann leik, og þegar laufíð fékk þægilega 2-2 var slemman í húsi. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi örstutta skák var tefld á opna mótinu í Belfort í byijun júlí: Hvítt: Pytel, Póllandi, svart: Bauer, Sviss, Caro Kann-vamar- leysi, 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - dxe4, 4. Rxe4 - Rd7, 5. Rg5 - Rdf6, 6. Bc4 - Rd5, 7. Rlf3 - h6?? (í þessari stöðu er nauðsynlegt að leika 7. - g6). 8. Rxf7! - Kxf7, 9. Re5+ - Ke6, 10. Dg4+ - Kd6, 11. Rf7+ - Kc7, 12. Dg3+ og svartur gafst upp. Karl Þorsteins sigraði á þessu móti ásamt júgóslavneska alþjóða- .meistaranum Govedarica. Þeir hlutu 714 v. af 9 mögulegum, en næstir komu Van Wely, Hollandi, og Krum Georgiev, Búlgaríu, með 7 v. Skákiíf er blómlegt í Frakk- landi um þessar mundir og á hverju ári er haldinn fjöldi al- þjóðlegra móta. Nýlega eignuðust Frakkar nýjan stórmeistara, það er Bachar Kouatly, sem er reynd- ar fæddur og uppalinn í Líbanon. Fyrir áttu þeir aðeins einn slíkan, sjálfan Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.