Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 39

Morgunblaðið - 05.08.1989, Side 39
FRÍDAGUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. AGUST 1989 39 Fjölskyldurekstur um hótel og heildverslun í Eyjum: HótelÞórshamar byggt upp ttrsögufmgu húsi „Líflegt starf, skemmtilegt og kraftmikið,“ segir Heiðmundur Sigurmundsson um fyrirtæki fjölskyldunnar í Vestmannaeyjum. Sunnuhvoll með ódýrari gistingu. Grein og myndir: Árni Johnsen. Hótel Þórshamar í Vestmanna- eyjum og Heildverslun H. Sigur- mundssonar eru dæmigerð fyrir- tæki um fjölskyldurekstur í versl- un og þjónustu. Dugmikil og áræð- in fjölskylda skiptir verkum eftir því sem hagkvæmni og ástæður kalla og byggt er á sveigjanleika þannig að borð sé fyrir báru á hinum ýmsu álagspunktum. Heild- verslun Heiðmundar Sigurmunds- sonar í Vestmannaeyjum hefur starfað síðan 1966 og Hótel Þórs- hamar var opnað í hjarta mið- bæjar Vestmannaeyja 1987. Hótel Þórshamar í samnefndu húsi er talið eitt af bestu hótelum lands- ins, góður andi í húsinu, aðbúnað- ur allur hnitmiðaður og þjónusta persónuleg og hlýleg með vinarþel í fararbroddi. 18 herbergi eru í Hótel Þórshamri og nýlega keypti fyrirtækið húsið Sunnuhvol við hlið hótelsins og þar er boðið upp á 25 uppábúin rúm og svefnpoka- pláss fyrir um 50 manns. I her- bergjum Hótels Þórshamars eru sjónvörp, kæliskápar, böð og ann- að sem ferðamenn vilja hafa á góðum hótelum. Þá er hótelið prýtt listaverkum, flestum eftir listmálara úr Vestmannaeyjum. Hótelið hefúr sérstakan veitinga- sal fyrir morgunverð, en á jarð- hæð hótelsins er veitingastaður- inn Muninn sem er rómaður mat- staður. Hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Heiðmundur Sigurmundsson eru frumkvöðlar fyrirtækjanna, en með þeim vinna börn þeirra og tengdafólk. Við ræddum við Heið- mund um reksturinn. Hluti af starf- semi þeirra er í húsum sem Arsæll Sveinsson átti á sínum tíma og hans fólk, en í gamla Þórshamri var marg- háttuð menningar- og atvinnustarf- semi frá 1920. „Heildverslun H. Sig- urmundssonar var með starfsemi á Vestmannabraut 28 í Þórshamri til 23. janúar 1973 þegar eldgosið skall á, en í því féll húsið saman,“ sagði Heiðmundur. „Heildverslun H. Sig- urmundssonar hf. var stofnuð upp úr umboðsverslun minni 1. janúar 1966 og allt frá stofnun hefur fyrir- tækið verið að vinda upp á sig hægt og bítandi. Á fyrstu árum fyrirtækis- ins rak það einnig innheimtuskrif- stofu og umboð Samvinnutrygginga í Vestmannaeyjum. Strax á fyrstu árunum fór starfið í ákveðinn farveg með matvöru, hreinlætisvörur og vinnufatnað sem höfuðpósta. Vegna samkeppni um skipulag miðbæjar Vestmannaeyja eftir gos fengum við ekki leyfi til þess að endurbyggja Þórshamar nema í gömlu myndinni, svo við settum það í biðstöðu, en Fjölskyldan skapar sveigj anleikann Fyrirtæki okkar er fjölskyldufyrir- tæki og starfar öll fjölskyldan við fyrirtækið auk annars aðkeypts vinnuafis. Við heildsöluna starfa 5 manns og sami fjöldi við hótelrekst- urinn. Heildsalan skiptir við flest fyrirtæki í Eyjum, en við erum með vörur frá um 30 innlendum framleið- endum auk innflutnings í matvöru og hreinlætisvörum. Eftir því sem þörf krefur gengur fjölskyldan í störf á milli fyrirtækjanna og tekur á sig stærsta hlutann af nætur- og helgi- dagavinnu og til dæmis skiptumst við á að taka næturvaktir. Auk okk- ar reksturs í húsinu er veitingastað- urinn Muninn, sem við leigjum að- stöðuna, blómaverslunin Eyjablóm sem er í hótelinu og í húsinu við Strandveg 77 er veiðarfæraverslunin Sandfell Þú spyrð hvað sé skemmtilegast við starfið. Einfaldlega það að þetta.. er skemmtilegt starf, líflegt og kraftmikið, maður umgengst fjöl- marga og alltaf ný og ný andlit. Við erum í senn í góðum tengslum við verslunina og ferðaþjónustuna, en hún gefur mikla möguleika með hag- kvæmni og góðri stýringu eigenda. Það er mikill ferðamannastraumur til Vestmannaeyja og það er gott að finna að þetta starf skiptir máli. Það hefur svo sem ekkert komið okkur á óvart í þessum rekstri, við vorum búin að vera með puttana í þessum atvinnurekstri áður og vorum búin að reka okkur á hvað væri óhag- stætt og hvað hagstætt. Næstu árin siglum við inn á lygnan sjó í gegn um fjárfestingarkostnaðinn og kepp- umst við að halda því sem nú er í gangi með góðum og eftirsóknar- verðum blæ.“ - á.j. Það heimilislega og hagkvæma fer saman í Þórshamri. Hótel Þórshamar. fyrirtækið hóf aftur starfsemi í Eyj- um í október 1973 við þröngan húsa- kost þar til við keyptum Strandveg 77 og 79 af Vélsmiðjunni Magna. Eftir að niðurstaða hafði fengist í samkeppninni um miðbæ Vest- mannaeyja fékkst leyfi til þess að byggja eftir óskum húseigenda sem vildu endurreisa hús aftur í mið- bænum. Upphaflega húsið var reist 1919 og hafði þjónað fjölda fyrir- tækja og ýmiskonar menningarstarf- semi. Þar var Nýja bíó, leikhús, dans- hús, kaffihús, prentsmiðja, trésmíða- verkstæði, verksmiðjan Eyjapiss sem framleiddi gosdrykki og um tíma var í húsinu skreiðargeymsla fyrir pakk- aða skreið frá Ársæli bónda Sveins- syni. Við byggðum húsið sem sagt upp 7 árum eftir gos og fyrsta hæð- in var tekin í gagnið fyrst, en í 3 ár var þar verslunarhúsnæði. Eftir það var síðan hafist handa um breyt- ingar á húsinu með hótelrekstur í huga og hótelið var opnað 11. júlí Gamli Þórshamar eftir hrunið í gosinu 1973, var áður hús marg- þátta menningar- og atvinnulífs. Jóhann Heiðmundsson hótel- stjóri. Heiðmundur Sigurmundsson. 1987 og nefnt Hótel Þórshamar eftir þeirri nafngift sem húsið hafði frá byijun. 18 herbergi eru í húsinu, setu- og veitingastofa og það sem ferðamenn óska eftir að hafa á her- bergjum. Fyrir skömmu keyptum við Sunnuhvol við hliðina á Þórshamri, einbýlishús sem hefur verið breytt í gistihús með 25 uppábúnum rúmum og svefnpokaplássi fyrir um 50 manns, en þarna býðst aðstaða fyrir þá sem leita eftir ódýrustu gisting- unni. Við opnuðum Sunnuhvol um miðjan maí. Sú þjónusta hefur mælst mjög vei fyrir og er sýnilegt að hún á eftir að stóraukast. Reksturinn á Hótel Þórshamri hefur gengið all vel og nýtingin eykst stöðugt. Við höfum lítið auglýst og sem betur fer hefur hótelið auglýst sig sjálft því það er jú besta- auglýsingin. í heildsölunni, Heiðmundur Sigurmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Hlynur Tryggvason og Sigrún Ileiðmundsdóttir. í anddyri Hótels Þórshamars. Úr gistiherbergi í Þórshamri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.