Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.08.1989, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1989 MEGRUN McCartney vill grenna sig Paul McCartney er nýbúinn að senda frá sér plötu sem fengið hefur góðar viðtökur. Hann er kominn á fimmtugs- aldur og eins og flestir hefur hann fitnað nokkuð með árun- um. Það er hann ekki ánægður með og heyrst hefur að hann sé nú á heilsuhæli í Kalifomíu þar sem honum er sagt að hreyfa sig mikið en fær lítið að borða. Tvífarar látinna snillinga Uti í hinum stóra heimi hefur það löngum þótt vís leið til frægðar og frama að líkjast ein- hveijum sem almenningur allur dýrkar og dáir. Sérlega eftirsóknar- vert þykir að vera nauðalíkur ein- hveiju poppgoðinu eða frægri kvik- myndastjömu. Nýverið var haldin í Bandaríkjun- um mikil hátíð til að heiðra minn- ingu rithöfundarins Ernest Hem- ingway og var þá efnt til slíkrar tvífarakeppni. Menn gripu andann á lofti er Richard nokkur Royston sem býr í Atlanta sýndi sig á svið- inu og þótti mönnum sýnt að þar færi sjálfur Hemingway.' Royston bar sigurorð af öllum keppinautum sínum en myndin var tekin á skrif- JAMES BOND Ólík pör stofu Hemingway í Key West í Florida-ríki. Ekki fýlgir sögunni hvort kettan á skrifborðinu, sem tæpast telst forógnanleg, tilheyrði rithöfundinum og má það raunar heita harla ósennilegt. Þegar nýjasta James Bond myndin Leyfið afturkallað var frumsýnd í Hollywood voru margir leikarar úr eldri myndum um njósnarann 007 viðstaddir. Maðurinn með stáltennumar, Richard Kiel, kom með eiginkonu sinni Diane, sem er fremur lágvaxin en dvergurinn Herve Villechaize sem er einum metra lægri en Kiel kom með vinkonu sinni Terri. Það er líka oft sagt að andstæð- umar laðist hvor að annarri. BÍLAR Glæsikerra Cosbys Bill Cosby er auðugur maður og einn af þeim hlutum sem hann met- ur hvað mest er þessi rauði bíll af gerðinni Mercedes 300SL Road- ster. Bill keypti bílinn nýjan árið 1965 á 9.250 Bandaríkjadali en hann er nú metinn á um 300.000 dali sem samsvarar átján milljónum ísl. króna. Hin myndin var hins vegar tekin í Lundúnum á dögunum en þar hyggjast menn færa upp söngleik um líf og feril rokkstjömunnar Buddy Holly. Söngleikurinn verður frumsýndur í októbermánuði í ónefndu leikhúsi í West End. For- ráðamenn sýningarinnar lýstu eftir mönnum í aðalhlutverkið og var þess vitanlega krafist að viðkom- andi væri bæði leikari góður og líktist söguhetjunni Buddy Holly. Rúmlega 200 manns frá Banda- ríkjunum og Bretlandi gáfu sig fram og vom átta valdir úr þeirra hópi. Einn þeirra mun síðan hreppa hlutverkið og væntanlega öðlast frægð og frama. ÍSLENDINGAFÉLAG * Islenskur barna- skóli í London I slendingafélagið í London rekur bamaskóla sem á 10 ára afmæli um þessar mundir. Þangað koma íslensk böm annan hvem laugar- dag, tvo tíma í senn en skólinn hefur það markmið að kenna og viðhalda íslenskunni. Þeim for- eldrum sem verða í London í vet- ur er bent á að hafa samband við íslenska sendiráðið og skrá börn sín í skólann. Að sögn Björgóifs Thorsteins- son formanns íslendingafélagsins hefur starfsemi þess verið með miklum blóma í vetur. Félags- menn em um 250 talsins og fá þeir reglulega sent fréttabréf. í vetur hittust íslendingamir 1. desember, á þorrablóti í febrúar og svo auðvitað 17. júní. Þá komu um 200 íslendingar saman í Reg- ents Park þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Fyrst var hlýtt á messu séra Jóns A. Baldvinssonar þar sem karlakórinn Hreimur söng og síðan var haldið út í fán- um skrýddan garðinn þar sem boðið var upp á pylsur að íslensk- um hætti. íslendingar í London héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í Regents Park.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.