Morgunblaðið - 22.08.1989, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 198,9
Þing SUS:
Ríkisfl ölmiðlarnir
verði lagðir niður
Á 30. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á
Sauðárkróki um helgina var samþykkt ályktun að steftia að því að
hætta starfsemi ríkisfjölmiðlanna. Þá er menntamálaráðherra gagn-
rýndur fyrir að hafa synjað Miðskólanum um starfsleyfi en senda
sjálfur börn sín í einkaskóla.
I ályktun um menningarmál, sem
samþykkt var á þinginu, er lögð
áhersla á að það er ekki hlutverk
ríkisins að reka fjölmiðla og segir
síðan: „í samræmi við það á að
hætta starfsemi ríkisfjölmiðlanna
og leigja út afnot af dreifikerfí því
sem hið opinbera hefur byggt upp.
Síðan verði stofnað hlutafélag um
rekstur dreifikerfisins og eignar-
hlutir seldir á hlutabréfamarkaði."
Ungir sjálfstæðismenn ályktuðu
einnig um Miðskólamálið. Segir þar
m.a.: „Svavar Gestsson hefur beitt
valdníðslu til þess að ná fram því
pólitíska markmiði sínu að ríkið
gini yfir menntakerfínu öllu. Hann
hefur drepið niður nýjan valkost í
skólakerfinu og komið í veg fyrir
að fijáls vilji nemenda og foreldra
þeirra fái að ráða vali skóla.
SUS telur að skapa beri skilyrði
fyrir einkaskóla á öllum skólastig-
um. SUS ítrekar þá stefnu síná að
ríkið greiði ákveðið framlag á hvern
nemenda óháð eignar- og rekstrar-
formi skólans. Svigrúm fyrir einka-
skóla stuðlar að ijölbreytni innan
skólakerfisins og virkar sem heil-
brigður hvati á kennarastéttina í
heild.
Með framgöngu sinni hefur
Svavar Gestsson skipað sér á bekk
með hræsnurum því sjálfur sendir
hann börn sín í einkaskóla."
Sjá ennfremur frásögn af þingi
SUS og ályktun á miðopnu.
^ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
A garðyrkjuhátíð
MIKIÐ var um dýrðir á 50 ára afmæli Garðyrkjuskóla ríkisins á
Reykjum í Hveragerði á laugardaginn. Þessi ungi maður hafði
talsvert önnur áhugamál en iullorðna fólkið, en undi glaður við
sitt.
Bilun í hreyfli þýskrar Boeing 737-300-þotu:
Hefiu* ekki áhrif á rekst-
ur flugvéla Flugleiða
HVERFILBLAÐ brotnaði í hreyfli Boeing 737-300-þotu 1 siðustu viku
og urðu flugmenn hennar að stöðva hreyfilinn vegna titrings og lenda
á næsta flugvelli. Flugleiðir voru látnar vita af atvikinu en það hefur
ekki áhrif á rekstur fyrirtækisins þar sem flugvélar þess eru af ann-
arri gerð en sú sem bilunin varð
Þotan, sem hreyfilbilunin varð í,
var í eigu þýsks leiguflugfélags,
Germania, og á leið frá Þýskalandi
til Ítalíu sl. miðvikudag þegar atvikið
átti sér stað. Flugmennirnir urðu
varir við titring í hreyfli, drápu á
honum og lentu á næsta flugvelli.
Þar var skipt um hreyfil og rannsókn
hefur leitt í ljós að aðskotahlutur
hefði að öllum líkindum vaídið bilun-
inni, þar sem greinilegar högg-
skemmdir hefðu fundist á hverflin-
Af þessu tilefni sneri Morgun-
blaðið sér til Flugleiða og sagði Guð-
mundur Pálsson, framkvæmdastjóri
tæknisviðs, að atvikið hefði engin
áhrif á rekstur félagsins þar sem
bilunin hefði orðið í annars konar
þotum en það ræki. Bilunin hefði
orðið í Boeing 737-300 með CFM56-
3B2-hreyflum en nýju þotur Flug-
leiða væru af gerðinni Boeing
737-400 og knúnar CFM56-3C
hreyflum.
Pétur Karlsson við bíl sinn. Önnur hliðin og rúðurn- Sverrir Andrésson við bíl sinn sem hann var á i
ar eru eins og sandpappír viðkomu. óveðrinu.
„Steinar á stærð við hænu-
egg splundruðust á bílunum“
Ferðafólk í hrakningum í ofsaveðri og vikurbyl við Heklu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Krislján Árnason bóndi í Stóra- Klofa, íengst til vinstri, ásamt skosku
ferðamönnunum eftir að þeir höfðu þegið góðgjörðir í Stóra-Klofa.
Selfossi.
„ÞETTA var eins og gosmökkur
að sjá héðan,“ sagði Kristján
Árnason bóndi á Stóra-Klofa um
vikur- og öskumökkinn sem þyrl-
aðist upp í miklu roki sem skall
á innan við Heklu um níuleytið
á sunnudagsmorgun og stóð fram
yfir hádegi. Bílar ferðafólks, sem
lenti í mekkinum, skemmdust og
gangandi ferðamenn á þessu
svæði lentu í miklum erfiðleikum.
„Þetta var gjörsamlega bijálað
veður. Það spændist upp töluvert
stórt gijót og buldi á bílnum eins
og skothríð,“ sagði Sverrir Andrés-
son frá Selfossi sem ásamt nokkrum
öðrum lenti í versta veðrinu.
Ferðafólkið hafðist við í tjöldum
um nóttina við Loðmundarvatn og
þegar hvessti um morguninn fauk
þar allt sem fokið gat og tjaldvagn-
ar lögðust saman. Um níuleytið
hélt fólkið af stað í sex bílum og
ók inn í mikinn öskumökk. Bylurinn
byijaði í Hekluhrauninu þar sem
sandur úr síðasta gosi fauk upp og
skyggni var ekki nema tveir metr-
ar. Veðrið fór stöðugt versnandi og
var verst á aðalveginum við afleggj-
arann í Dómadal. Askan smaug inn
í bílana og vikurinn sem buldi á
þeim eyðilagði lakk og rúður.
Á leiðinni ók fólkið fram á
franskan ferðamann sem var greini-
lega villtur. Hann var drifinn inn í
einn bílinn, þurrkuð framan úr hon-
um mesta askan og hann róaður
niður. Stuttu seinna kom fólkið að
hópnum sem ferðamaðurinn franski
tilheyrði. Fólkið stóð í hnapp til að
skýla sér fyrir veðrinu. Það var svo
skömmu seinna tekið upp í hóp-
ferðabíl á þess vegum.
Við afleggjarann inn á Dóma-
dalsveg sást fyrir tilviljun til þriggja
ferðamanna sem héngu á stórum
steini rétt við afleggjarann. Boðum
var komið til jeppabifreiðar í ná-
grenninu sem tók þá upp.
Sverrir Andrésson og Pétur
Karlsson frá Selfossi voru báðir
ásamt konum sínum í hópnum sem
lenti í óveðrinu. Þeir voru báðir á
þessum slóðum þegar Hekla gaus
1980 og óku þá í gegnum gosmökk-
inn. „Þetta var miklu verra,“ sagði
Sverrir. „Nuna sást ekki nema
svona tvo metra fram á veginn og
askan smaug inn og það varð allt
atað í ösku í bílnum. Ég hef ekki
lent í því verra, þetta var gjörsam-
lega bijálað og alverst á leiðinni
niður að Gaitalæk á aðalveginum."
Sverrir sagði að þau hefðu verið
um hádegisbil við Galtalæk og
hefðu stöðvað alla bíla á leiðinni
inneftir og varað fólk við. Þar á
meðal var áætlunarbifreið sem kom
boðum til ríkisútvarpsins um að
vara fólk við veðrinu.
Vindhraðinn mældist 9 vindstig
við Búrfell en Sverrir segist vera
handviss um að hann hafi verið
meiri en það því bílar sem fóru um
hjá Búrfelli skemmdust ekki og svo
hefði ekki verið stætt úti sem best
hafi sést á fólkinu sem hékk á stein-
inum við Dómadalsveginn.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins.
Steinkastið niðri á vegi var of-
boðslegt," ságði Pétur Karlsson.
„Manni leið bara ekkert vel í bílnum
meðan á þessu stóð og mér datt
ekki annað í hug en rúðurnar kæmu
inn. Þetta voru steinar á stærð við
hænuegg og þeir splundruðust- á
bílunum. Sjálfur bruddi maður ösku
og allt varð svart í bílnum," sagði
Pétur. Hann sagði þetta vera miklu
verra en þegar þeir lentu í gosmekk-
inum 1980. Þá hefði þetta verið
mest aska og auk þess nánast logn.
Kristján Árnason bóndi á Stóra-
Klofa fór eftir hádegið til aðstoðar
við fjóra skoska ferðamenn. Þeir
lentu í því að tvivegis sprakk á bíl
þeirra þegar þeir voru í miðjum
mekkinum. Svo mikið var veðrið
að halda þurfti við bílinn til að hann
héngi á tjakknum.
— Sig. Jóns.
Englands-
drottning
til Islands
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
Elísabet II Englandsdrottning
komi í opinbera heimsókn til
Islands seint í júnímánuði á
næsta ári.
Filippus drottningarmaður,
hertogi af Edinborg, verður
einnig í förinni. Heimsóknin
stendur yfir í þijá daga og mun
drottningin skoða landið og ræða
við islenska ráðamenn. Þetta er
í fyrsta skipti sem þjóðhöfðingi
Breta sækir ísland heim.
um.