Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989
'í
Aðför að starfí grunnskóla
eftir Sigrúnu
Gísladóttur
Aðbúnaður grunnskólanemenda,
þ.e. yngra stigs og miðstigs, 6-12
ára barna er áhyggjuefni. Þau þurfa
að búa við sundurslitnar stundatöfl-
ur, mismunandi byijunartíma, mis-
langa skóladaga, stuttan daglegan
skólatíma og eru ýmist fyrir eða
eftir hádegi milli ára. Á þessu verð-
ur ekki ráðin bót fyrr en menn
horfast í augu við hvað það kostar
að reka alvöru skóla.
Við þykjumst standa okkur,
fylgjast með og kenna allar náms-
geinar. En hvernig er þetta í reynd?
Nemendum er þeytt úr einu faginu
í annað og hvorki kennarar né nem-
endur hafa tíma til að gera náms-
efninu viðunandi skil og fylgja hlut-
unum eftir. Það er sjaldan hægt
að gefa nemendum tíma til að hugsa
og vinna með viðfangsefnið.
Þrautalendingin er alltof oft að allt
er leyst með ljósrituðum eyðufyll-
ingarblöðum því það er fljótlegast.
Getur það verið að sauðkindin
sé meira virði í augum ráðamanna
en uppvaxandi kynslóð? Landbún-
aðarstefnan má greinilega kosta
sitt en að reka almennilega grunn-
skóla —' það er of dýrt.
Alþýðubandalagsmenn með
Svavar Gestsson • menntamálaráð-
herra í broddi fylkingar hafa talað
fjálglega um mikilvægi skólanna
og viðurkennt í orði breytt hlutverk
grunnskólans í þjóðfélagi nútímans
þar sem báðir foreldrar vinna utan
heimilis og væntingar foreldra til
skólastarfsins eru aðrar og meiri
en áður var. En meðan skólatíminn
er jafn stuttur og óreglulegur eins
og nú er enginn vegur fyrir skólana
þrátt fyrir fullan hug og metnaðar-
fulla kennara að koma til móts við
þessar væntingar foreldra og rétt-
mætar þarfir nemenda.
í framhaldi af skilningsyfirlýs-
ingu menntamálaráðherra sendir
hann skólunum og foreldrum boð
um að útbúa óskalista til að stuðla
að bættu skólastarfi. Það tekur af
allan vafa um að ráðherrann sér
og viðurkennir að ýmislegt megi
betur fara í skólastarfinu og er það
kannski meira en hægt er að segja
um ýmsa fyrirrennara hans. Ekki
stóð á skólafólki og foreldrum að
senda ráðuneytinu óskalistana sína,
sem innhéldu sígildu óskirnar sem
kennarar hafa klifað á síðustu ára-
tugina: einsetinn skóli (reglulegur
samfelldur skólatími), lengri skóla-
dagur fyrir yngstu nemendurna 6-8
ára o.s.frv.
í bréfi ráðherra var þess og get-
ið að í vor fái sömu aðilar annað
bréf um hvernig óskalistarnir hafí
komið út og þá muni þeir fá tæki-
færi til þess að raða óskunum í
forgangsröð. Þetta hlýtur að boða
breytta stefnu, nýja og betri tíma,
eru það ekki réttmætar ályktanir?
Apríl og maí renna upp og það
vorar þrátt fyrir snjóskaflana á
skólalóðinni. Fræðslustjórar og
skólastjórar eru í óða önn að skipu-
leggja næsta skólaár og ákveða
kennararáðningar. Þá berst bréf frá
menntamálaráðherra um niðurfell-
ingu allra sundtíma næsta skólaár.
Fæstir skilja í fyrstu umrætt bréf
en smám saman skýrast málin.
Ráðherra boðar niðurskurð næsta
skólaár. Það á ekki að hætta allri
sundkennslu heldur að taka tíma
til þess frá öðrum námsgreinum svo
sem frá íslenskutímunum.
Hver man ekki eftir vasklegri
framgöngu Svavars Getssonar í
fjölmiðlum þegar hann tók undir
með skólamönnum og lýsti áhyggj-
um sínum af stöðu móðurmálsins.
Hann skipaði nefnd og boðaði alls-
heijar móðurmálsátak í öllum skól-
um landsins á næsta skólaári. Á
sama tíma og skólarnir eiga að
gera átak í móðurmálskennslu þá
eru skomar niður um það bil 2
kennslustundir af vikustundafjölda
hvers bekkjar. Hvernig ber að skilja
þetta? Jú, kennið meiri íslensku og
gerið sérstakt átak til vemdar móð-
urmálinu en þið fáið til þess mun
færri kennslustundir en áður.
Skóla- og fræðslustjórar verða að
hefjast handa við að endurvinna
allar áætlanir og vísa frá kennurum
sem reiknað hafði verið með að
ráða.
Stuttu fyrir skólalok berst óska-
listabréf ráðherra nr. 2 og nú á að
raða óskunum í forgangsröð. Ætl-
ast ráðherra virkilega til þess að
við tökum þátt í svona skollaleik?
Hefur ráðherra eitthvað sér til
málsbóta? Ríkisstjórnin gerði sam-
þykkt um 4% niðurskurð ,í öllum
ráðuneytum. í byijun árs var að
skilja af fréttaflutningi að það væri
einungis í heilbrigðisgeiranum sem
verið væri að reyna að spara um-
rædd fjögur prósent.
Réttilega hefur verið talað um
mikla þenslu og aukinn kostnað á
„Getur það verið að
sauðkindin sé meira
virði í augum ráða-
manna en uppvaxandi
kynslóð? Landbúnaðar-
stefíian má greinilega
kosta sitt en að reka
almennilega grunn-
skóla — það er of dýrt.“
sviði fræðslumála. En hvar, á hvaða
skólastigum, hefur þenslan orðið
mest undanfarna áratugi? Er það á
grunnskólastiginu? Varla nema að
litlu leyti. Þar hefur ekkert breyst
þrátt fyrir háværar óskir um breyt-
ingar og betri aðbúnað. Aukningin
og þenslan hefur orðið allt annars
staðar, þ.e. á framhaldsskólastiginu
og í ýmsum sérskólum svo sem tón-
listarskólum. Var ekki nær að ná
fram skynsamlegum sparnaði með
því að snúa sér að þeim þáttum þar
sem aðalútgjaldaaukningin hefur
orðið en sleppa grunnskólastiginu
þar sem allt er njörvað niður og
þegar er fullsparað?
Athyglisverðar eru niðurstöður
könnunar Félagsvísindastofnunar
sem birtar voru í dagblöðum í júní
sl. Leitað var álits landsmanna á
því hvernig ýmsar opinberar stofn-
anir gegndu hlutverki sínu, stofnan-
ir svo sem Ríkisútvarpið, Háskólinn,
lögreglan, menntaskólar og grunn-
Sigrún Gísladóttir
skólar. Aðeins um 40% töldu grunn-
skólana gegna hlutverki sínu vel
Var þetta virkilega
nauðsynlegt?
Hefurðu ekki oft spurt þig þess-
arar spurningar þegar buddan er
orðin tom í lok mánaðarins? Og
hefurðu kannski líka heitið því að
gera betur næst og eyða minna í
óþarfa? Það er hægara sagt en gert
- en ekki vonlaust.
Þú getur notið þess að
stjóma þínum eigin
fjármálum:
I rauninni þarftu bara að setjast
niður og fara yfir útgjöldin. Hvað
var algjör óþarfi, hvað veitti ánægju
og hvað var nauðsynlegt? Og nota
svo peningana sem áður fíóru í
óþarfa til að verða þinn eiginn
herra í fjármálum!
F.h.
VerBbrhfamarhaSs
Xönaðarbanhans hf.
HH.
Það er gott ráð að leggja
hluta launanna fyrir strax
við útborgun.
Með því að leggja til hliðar mán-
aðarlega dálitla upphæð muntu
innan tíðar eignast varasjóð. Þú
getur gripið til hans þegar inikið
liggur við, eða látið hann ávaxtast
áfram til eftirlaunaáranna. 10.000
krónur sem lagðar eru fyrir
mánaðarlega verða að 5,1 milljón
auk verðbóta á 20 árum cf vextir
eru 7% yfir verðbólgu.
Fyrirhöfnin þarf ekki að
vera mikil.
Þeir sem leggja fyrir mánaðar-
lega hjá VIB geta fengið senda
gíróseðla, látið millifæra af banka-
reikningi í Iðnaðarbankanum eða
skuldfæra af greiðslukortum. Þann-
ig verður spamaðurinn fyrirhafnar-
lítill. Þeir fá einnig send yfirlit
svipuð því sem sýnt er hér á niynd-
inni á tveggja mánaða fresti og geta
þannig fylgst nákvæmlega með því
hvernig spariféð vex. Til að fá
peninga greidda út nægir eitt símtal
- við sjáum um afganginn.