Morgunblaðið - 22.08.1989, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989
Stjórnarkreppan í Póllandi
Kommúnistar heyja örvænting
arfiilla baráttu fyrir völdunum
Varsjá. Reuter.
HAFI Lech Walesa og félagar hans í Samstöðu áður verið í vafa þá
vita þeir nú, að kommúnistaflokkur i Austur-Evrópu lætur ekki völd-
in af hendi þegjandi og hljóðalaust. í Póllandi eru komúnistar enn
hálflamaðir vegna sigurgöngu Samstöðu á þeim Qórum mánuðum,
sem samtökin hafa fengið að starfa, en nú virðast þeir vera að búa
sig undir að heyja örvæntingarfúlla baráttu fyrir völdunum, sem
þeir hafa einokað allt frá 1944.
Reuter
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, og Tadeusz Mazowiecki, ritstjóri
málgagns Samstöðu, fagna eftir að Mazowiecki var falin stjórnar-
myndun í Póllandi.
Kommúnistar eru vanir að trúa
því, að þeir hafi samkvæmt marxí-
skum söguskilningi næstum því
guðlegan rétt til að stjórna og þess
vegna standa þeir bæði reiðir og
ráðþrota frammi fyrir því, sem er
að gerast í Póllandi. Síðastiiðinn
laugardag fól Wojciech Jaruzelski
forseti Tadeusz Mazowiecki, rit-
stjóra Samstöðublaðsins, að mynda
stjórn en á miðstjórnarfundi á
sunnudag reyndu kommúnistar að
andæfa með því að kreijast mikil-
vægra embætta í væntanlegri sam-
steypustjórn. Kváðust þeir að öðr-
um kosti ekki geta tekið neina
ábyrgð á framvindunni.
Samstaða hefur boðið kommún-
istum vamar- og innanríkisráðu-
neytið en þeir vilja meira. Þeir hafa
að vísu ekki nefnt það sérstaklega
en þó gefið í skyn, að þeir vildu
áfram ráða ferðinni í landsmálum.
Einkum óttast þeir að missa yfir-
ráðin yfir útvarpi og sjónvarpi, mik-
ilvægu valdatæki í ölíum kommún-
istaríkjum, enda fengi þá Samstaða
færi á að ræða opinberlega um ráðs-
mennsku þeirra fyrr og síðar.
Heimildarmenn innan Samstöðu
segja að Walesa sé „ekki fyllilega
í rónni“. Honum sé það ljóst að
erfitt verði að leysa vanda Pól-
lands. Með því að taka stjórn lands-
ins í sínar hendur verða Samstöðu-
menn yfirboðarar fjölda embættis-
manna sem næstum allir voru ráðn-
ir af kommúnistaflokknum. Verk-
smiðjustjórar í landinu eru flestir
tilnefndir af flokknum og herinn
lýtur jafnframt stjórn hans.
Samstaða stefnir að markaðs-
kerfi á kostnað ríkisrekstrarins og
er þá hætt við, að þúsundir komm-
únískra kerfiskarla í verksmiðjum
og hjá hinu opinbera geti misst
vinnuna. Kommúnistar hafa verið
við vöid í 45 ár og aldrei þurft að
keppa við einn eða neinn og marg-
ir umbótasinnar innan flokksins
segja, að völdin hafi verið orðin
takmark í sjálfum sér. Ekkert tillit
hafi verið tekið til óska almenn-
ings, hvorki um frjálslegra stjórnar-
far né umbætur í efnahagsmálum.
Þegar kreppan jókst í Póllandi á
þessum áratug skildist Jaruzelski
forseta, að kerfið væri gjaldþrota.
í apríl sl. leyfði hann Samstöðu á
nýjan leik og beitti sér fyrir breyt-
ingum á þinginu, sem ollu því, að
kommúnistar hafa þar ekki lengur
sjálfvirkan meirihluta. Afleiðingin
var sú kommúnistum til mikillar
skelfingar, að það var eins og allar
flóðgáttir hefðu verið opnaðar.
Jafnvel Samstöðumenn óraði ekki
fyrir því, að þeir myndu vinna 260
sæti af 261 í kosningunum í júní.
Óvinsældir kommúnistaflokksins
voru nú öllum augljósar.
I síðustu viku gerðist það svo,
að tveir flokkar, sem hingað til
hafa verið taldir samgrónir komm-
únistum, ákváðu að rífa sig lausa
og setjast að samningum við Sam-
stöðu. Saman hafa þingflokkarnir
þrír 57% sæta á þingi.
Þótt staða kommúnistaflokksins
sé slæm er varlegra að vanmeta
ekki styrk hans og aðstöðu. Enn
ræður hann öllu ríkiskerfinu, örygg-
islögreglunni og hernum og umfram
allt hefur hann á að skipa þúsund-
um manna, sem eiga sér ekki aðra
hugsjón og lifibrauð en völdin.
Embættismenn flokksins segja að
vísu, að valdi verði ekki beitt gegn
andstæðingum hans en Mieczyslaw
Rakowski flokksformaður virtist
vera að gefa eitthvað í skyn þegar
hann sagði í ræðu í síðasta mánuði:
„Við skulum ekki hlaupa í felur
eins og kanína undan snáki. Við
höfum tvær milljónir manna innan
okkar vébanda. Það er stór og
öflugur her.“
Slysið á Thames
Ihuga ákæru á hendur
skipstjóra dæluskipsins
63 farast o g að minnsta kosti 84 bjargað
Lundúnum. Daily Telegraph, Reuter.
KAFARAR héldu áfram að leita að farþegum skemmtibátsins Mar-
chioness í gær og lögregluyfírvöld sögðu að allt að 63 manns hefðu
farist er sanddæluskip sigldi á bátinn undir Southwark-brú á Tha-
mesá í Lundúnum aðfaranótt sunnudags. Lögregluyfirvöld ihuga nú
ákærur á hendur skipstjóra og fyrsta stýrimanni sanddæluskipsins.
25 lík höfðu fundist í dögun í
gær og vitað var að 84 komust lífs
af. Talið var að 38 til viðbótar hefðu
verið í bátnum en ekki var vitað
með vissu um afdrif þeirra. Skrokk-
ur bátsins náðist eftir erfiðar og
hættulegar björgunaraðgerðir en
ekkert sást til efra þilfarsins, þar
sem meðal annars var danspallur.
Skipsstjóri og fyrsti stýrimaður
sanddæluskipsins, N Bówbelle, voru
handteknir á sunnudagskvöld og
lögregluyfirvöld sögðu að verið
væri að rannsaka hvort þeir hefðu
gerst sekir um glæpsamiegt at-
hæfi. Blóðsýni voru tekin af mönn-
unum til að kanna hvort þeir hafi
Skemmtibátar
njóta vinsælda
Lundúnum. Daily Telegraph.
OFT eru um 5.000 manns um borð
í 30-40 skemmtibátum á Thamesá
á laugardagskvöldum á sumrin.
Minnstu bátamir taka aðeins 70
ferþega en þeir stærstu allt að 350.
Clive Markley, sem seldi skemmti-
bátinn Marchioness fyrir tíu árum,
segir að farþegum skemmtibáta láist
yfirleitt að athuga björgunartæki eða
neyðarútganga um borð í bátunum
því það fyrsta sem menn geri sé að
fara á barinn. Hann segir að
skemmtibátamir hafi notið óhemju
vinsælda á undanförnum 15 árum.
Engar reglur eru um á hvaða
tímum afgreiða megi áfengi í
skemmtibátum og eru barirnir opnir
á meðan bátamir eru á siglingu.
Skemmtibáturinn Marchioness var
smíðaður árið 1923 og var lengi tal-
inn einn af bestu skemmtibátum á
Thamesá. Markley segir að John F.
Kennedy og kona hans, Jackie, hafi
til að mynda leigt bátinn til að sigla
til Windsor áður en hann varð for-
seti Bandaríkjanna.
verið drukknir er slysið varð. Fimm
skipverjar Bowbelle hafa einnig
verið yfirheyrðir.
George Williams, skipstjóri
skemmtibátsins Hurlingham, sem
sigldi á eftir Marchioness, sagðist
hafa séð skemmtibátinn velta á hlið-
ina er Bowbelle sigldi á hann.
Stephen Faldo, skipstjóri Marc-
hioness, ákvað að sigla báti sínum
á milli stöpla á miðju brúarinnar
en Williams hafði kosið að sigla á
milli annarra stöpla. Þegar hann
nálgaðist brúnna á eftir March-
ioness heyrði hann skipstjóra Bow-
belle tilkynna í talstöðina að hann
hygðist einnig sigla á milli stöplana
á miðju brúarinnar. Sanddæluskipið
hefði ekki stöðvað heldur heldur
siglt áfram á fullri ferð. „Ég stöðv-
aði bátinn, kastaði öllum björgunar-
hringunum í ánna og byrjaði að
draga fólk um borð,“ sagði Will-
iams. „Við misstum aðeins eina
stúlku. Hún hélt í björgunarhring
en straumurinn bar hana undir bát-
inn og við gátum engan veginn náð
henni. Hún hvarf,“ bætti skipstjór-
inn við. Hann kvaðst telja að ekki
hefði verið hægt að afstýra árekstri
eftir að skipstjóri sanddæluskipsins
hefði ákveðið að sigla á milli sömu
stöpla og skemmtibáturinn.
Eigendur Marchioness sögðust
sannfærðir um að skipstjóri
skemmtibátsins hefði farið eftir öll-
um siglingarreglum.
Marchioness var komin undir
brúnna þegar slysið varð. Margir
farþeganna voru á ytra þilfari báts-
ins og köstuðust í ána. Aðrir voru
í byggingu yfir þilfari bátsins og
héldu sig þar í von um að skipið
sykki ekki. Þeir sem voru að dansa
á efra þilfarinu í afturhluta skipsins
reyndu að komast út um glugga.
Erfiðast var að komast úr neðra
þilfarinu, þar sem bar bátsins var,
og talið er að flestir þeirra sem
fórust hafi lokast þar inni.
Reuter
Sérfræðingar kanna skemmdir á
skrokk skemmtibátsins Marc-
hioness, sem náðist á land í gær
eftir að hafa sokkið í Thamesá í
Lundúnum á sunnudag. Allt að
63 fórust í slysinu en að minnsta
kosti 87 var bjargað. Á innfelldu
myndinni sjást skemmdirnar á
afturhluta bátsins, þar sem 2.000
tonna sanddæluskip sigldi á hann.
Njósnuðu fyrir dönsku
leyniþjónustuna í Póllandi
Kaupmannahöfh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁRIÐ 1987 voru tveir Danir handteknir í Póllandi og að sögn öryggis-
lögreglunnar þar í landi voru þeir staðnir að því að ljósmynda pólsk
hemaðarmannvirki. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dan-
merkur, vísaði þeim ásökunum á bug og sagði, að þarna hefði aðeins
verið um að ræða tvo klaufska ferðamenn. En nú hefur það verið stað-
fest, sem allir vissu raunar: Mennirnir vom njósnarar og á launum hjá
dönsku leyniþjónustunni.
Jens Ellekjær og Niels Hemmings-
en eins og þeir heita fengu það verk-
efni að fara til Póllands og taka þar
myndir af hernaðarmannvirkjum og
það var ekki í fyrsta sinn, sem þeir
fóru austur fyrir járntjaldið í sömu
erindagjörðum. Frá þessu öllu segir
Ellekjær í bók, sem hann hefur unn-
ið að í samvinnu við tvo blaðamenn
á TV2, annarri rás danska sjón-
varpsins, en fyrir njósnirnar var El-
lekjær dæmdur í níu ára fangelsi en
Hemmingsen í sjö. í pólsku fangelsi
sátu þeir þó ekki nema í hálft ár því
að þá voru þeir keyptir lausir fyrir
28 milljónir ísl. kr.
Ellekjær segir í bókinni, að hann
hafi starfað fyrir dönsku leyniþjón-
ustuna í fimm ár. Á árunum 1982-86
hafi hann farið einu sinni eða tvisvar
til éinhvers Austur-Evrópuríkis og
síðast til Austur-Þýskalands 1986
ásamt Hemmingsen. Gekk sú ferð
mjög vel og heim sneru þeir með
ágætar myndir af austur-þýskum