Morgunblaðið - 22.08.1989, Qupperneq 38
MORÖUN'BLAÐID ÞRIÐ3UDAGUR 22. ÁGÚST: 1989
m
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS SVEINSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
lést 18. ágúst sl.
Svava Alexandersdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín,
ELÍSABET SVEINSDÓTTIR
sjúkraliði,
Goðatúni 30,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu 20. ágúst.
Hallgrímur Guðmundsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR
(frá Látrum, Aðalvík),
Drekavogi 20,
Reykjavík,
andaðist að morgni 20. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Börn, tengdabörn,
ömmu- og langömmubörn.
+
Sonur okkar og faðir,
ÁSGEIR S. BJÖRNSSON
lektor,
frá Ytra-Hóli,
Austur-Húnavatnssýslu,
andaðist að kveldi 20. ágúst í Sjúkrahúsi Blönduóss.
Björg Björnsdóttir, Björn Jónsson,
Jón Bjarki Ásgeirsson.
+ Sambýlismaður minn,
HJÖRVARÞÓRJÓHANNESSON,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
lést 17. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Fríða Elíasdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
BÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
frá Bíldudal,
lést i sjúkradeild Hrafnistu 9. agúst sl. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir fyrir einstaka umönn-
un henni veitta í veikindum hennar, til lækna og hjúkrunarfólks
á kvennadeild Landspítalans og á hjúkrunardeild Hrafnistu.
Páll Hannesson,
Sigriður Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðij tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN STEFÁNSSON
frá Blómsturvöllum,
Skarðshlíð 23 E,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, Akureyri.
Jónína Víglundsdóttir,
Stefán Þorsteinsson, Anna Björnsdóttir,
Vfglundur Þorsteinsson
Haukur Þorsteinsson,
Sigurður Þorsteinsson,
Páll Þorsteinsson,
Ásta Þorsteinsdóttir,
Kristjana Skarphéðinsdóttir,
Aðalheiður Gísladóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Jóhannes Óli Garðarsson,
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Grétar Óli Sveinbjörnsson,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Steinþóra H. Jóns-
dóttir — Minning
Fædd 3. desember 1926
Dáin 15. ágúst 1989
í dag verður ti! moldar borin frá
Fossvogskapellunni Steinþóra Hild-
ur Jónsdóttir.
Hún veiktist skyndilega fyrir
rúmu ári síðan og það dró hana til
dauða.
Okkur langar að skrifa nokkrar
línur um hana. Hun var alltaf svo
góð við okkur stelpurnar, húsið
hennar stóð alltaf opið fyrir okkur,
já, allan þennan hóp sem í kringum
hana var. Alltaf var hún reiðubúin
til að hjálpa og leiðbeina ef eitthvað
vandamál kom upp. Alla tíð hélst
sambandið við hana eftir að hópur-
inn tvístraðist með árunum. Hennar
lífsmáti var að halda félagsskapinn
og fylgjast með hvemig okkur
vegnaði á okkar lífsbraut.
Steinþóra átti þijár dætur og
einn son sem sakna hennar sárt og
biðjum við Guð að styrkja þau í
þeirra sorg.
Blessuð sé minning Steinþóru.
Bára Kemp
Ólöf Ólafsdóttir
í dag verður til moldar borin
Steinþóra Hildur Jónsdóttir, ein sú
ágætasta manneskja sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni.
Mig langar með nokkmm, fátæk-
legum orðum að minnast hennar
og færa henni þakkir fyrir góðu
árin í Glaðheimum 26. Það var seint
á árinu 1962, að ég sem ungur
menntaskólanemi frá Akureyri
bankaði uppá hjá Steinþóru, sem
þá átti heima í tvíbýlishúsi við Glað-
heima í Reykjavík. Hún hafði af
alþekktri gestrisni sinni og greið-
vikni failist á að skjóta skjólshúsi
yfir mig, nokkrar nætur, að beiðni
móður minnar, en Steinþóra og
móðir mín, Steinunn Guðmunds-
dóttir, sem búsett er á Akureyri,
voru æskuvinkonur frá Þórshöfn á
Langanesi.
Steinþóra er fædd á Hóli á
Langanesi, dóttir sæmdarhjónanna,
Ingibjargar Gísladóttur og Jóns
Ámasonar, sem bjuggu um árabil
á þeim bæ. Ekki ætla ég að segja
frekar frá ætt og uppruna Stein-
þóm, það gera þeir væntanlega sem
betur þekkja tii.
Þetta voru aðeins fyrstu kynni
mín af Steinþóra, því nokkru síðar
var ég um árabil heimagangur hjá
henni og fjölskyldu hennar. Það var
alltaf notalegt að heimsækja Stein-
þóm. Oft var spjallað og spiluð vist
langt fram á kvöld og mátti ég
hafa mig allan við að ná í síðasta
strætisvagn niður í bæ, en á þessum
ámm stundaði ég nám við Háskóla
íslands og bjó á Gamla Garði.
Steinþóra var skrafhreifin og fór
ekkert dult með skoðanir sínar á
mönnum og málefnum. Var oft
mikið hlegið í eldhúskróknum hjá
henni og þegar henni blöskraði eitt-
hvað, yfirleitt var það út af ein-
hveiju, sem ráðamenn þjóðarinnar
vom að framkvæma, tók hún, bak-
föll af vandlætingu eða sló á lærið.
Steinþóra hafði afskaplega létta
lund og hefur það áreiðanlega hjálp-
að henni á þeirri siglingu, sem allir
þurfa ða leggja í, um lífsins ólgu-
sjó. Stóð hún af sér öll veður og
boðaföll á þann hátt sem henni einni
var lagið.
í lífi hvers einstaklings verða
þáttaskil. Unglingsárin taka við af
bernsku, síðan koma fullorðinsárin
með öllum sínum vandamálum og
í framhaldi af þeim ellin. Eins er
farið með vini og kunningja sem
maður er samferða á lífsleiðinni.
Við eignumst bernskuvini, skólafé-
laga, vini í maka og börnum, svo
og vinnufélaga. Alltof oft slitnar
upp úr vinskapnum, því miður.
Leiðir okkar Steinþóm skildi
nærri jafn skyndilega og þær lágu
saman, en í huga mér er og verður
ætíð skýr mynd af vænni og góðri
konu sem reyndist mér vel, þegar
ég þurfti mest á fóstm að halda.
■Moðir mín hefur beðið mig að
færa Steinþóm þakkir fyrir gömlu,
góðu árin á Þórshöfn og fyrir greið-
viknina við hennar fólk.
Ég vil í lokin votta öllum aðstand-
+
Eiginmaður minn og faðir,
BJARNI VALUR SVEINBJÖRNSSON
fyrrum brunavörður,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. ágúst.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bergljót Sigurðardóttir,
Ragnar Valsson,
Ólafur Valsson,
Sigurður V. Bjarnason.
+ Útför föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS Á. MAGNÚSSONAR, löggilts endurskoðanda, Rofabæ 43, fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Marta Ragnarsdótttir, Þorsteinn Eggertsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Keld Gall Jörgensen og barnabörn.
+ Maðurinn minn og faðir okkar, SVEINN TRYGGVASON fyrrv. framkv.stj. Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Brekkugerði 18, Reykjavfk, verður jarðsunginn föstudaginn 25. ágúst kl. 13.30 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Gerður Þórarinsdóttir, Auður Sveinsdóttir, Þórarinn Egill Sveinsson.
endum Steinþóru, sérstaklega
dætmm hennar, Sigríði, Erlu og
Guðrúnu, svo og syni hennar, Óðni,
mína dýpstu samúð við fráfall
Steinþóru Hildar Jónsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, t
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Halldór S. Kristjánsson
Þann 15. ágúst lést á Grensás-
deild Borgarspítalans Steinþóra
Hildur Jónsdóttir, Rauðalæk 24,
Reykjavík. Fyrir einu og hálfu ári
veiktist hún skyndilega af alvarleg-
um sjúkdómi sem leiddi hana til
dauða.
Hún tók því eins og við mátti
búast af henni, lét engan bilbug á
sér finna, enda hafði hennar glað-
værð og trú meiri völd en allar
áhyggjur. Hún fæddist á Hóli á
Langanesi. Foreldrar hennar voru
Jón Arnason og Ingibjörg Gísladótt-
ir. Fluttist hún ung til Reykjavíkur
og eignaðist fjögur börn. Þau eru
Sigríður, Erla, Guðrún og Óðinn.
Þegar ég hóf búskap með konu
minni kynntist ég Steinþóm. 0g
minnist ég þess þegar vinkonurnar
hittust og töluðu um gömlu dagana
svokölluðu, þá var alltaf minnst á
Steinþóru því það hafði svo margt
drifið á dagana. Með árunum kynnt-
ist ég henni sjálfur af eigin raun.
Þakklæti er mér efst í huga þegar
við hjónin fermdum börnin okkar,
þá stóð ekki á hjálp hennar. Bakaði
hún risatertur á mörgum hæðum
svo glæsilegar að þær vora mynd-
aðar með fermingarbörnunum áður
en veislan hófst. Á síðastliðnum
ámm hittumst við nokkram sinnum
á kvöldin yfir kaffibolla með góðum
félögum. Ræddum við hvernig best
væri að vítamínbæta fæðið okkar.
Margt spaugilegt kom fram á þess-
um fundum og innilega' hlegið. Er
mér ljúft að geta þess hvað Stein-
þóra var bömum sínum góð móðir
enda hafa þau öll staðið við hlið
hennar í baráttunni við sjúkdóm
sinn svo eftir var tekið. Blessuð sé
minning hennar og bið ég Guð um
að styrkja börn hennar og aðra
aðstandendur í sorg þeirra.
Ólafúr Benediktsson
Blömastofa
Friöfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.