Morgunblaðið - 22.08.1989, Side 48
JMným
mDNIUHÚFH§
mmmm
n
SKIPADEILD
SAMBANDSINS \
SÍMI 91-698300'
ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Jón Isberg;
Ekki hægt
að innheimta
söluskattinn
JÓN ísberg sýslumaður Húna-
vatnssýslu segir að hann telji
ekki hægt að innheimta söluskatt
af skemmtanahaldi í Húnaveri
um verslunarmannahelgina og
hefúr hann sent fjármálaráðu-
neytinu greinargerð um að öllum
settum skilyrðum varðandi und-
anþágu á greiðslu söluskatts hafí
verið fúllnægt. Að sögn Snorra
Olsen deildarsljóra í fjármála-
ráðuneytinu hefur greinargerðin
verið send skattsljóra Norður-
lands vestra, sem úrskurða muni
um hvort greiða beri söluskatt
TW'egna skemmtanahaldsins.
„Miðað við þá undanþágu sem
ráðuneytið veitti þá taldi ég ekki
hægt að innheimta söluskatt af
þessari skemmtun. Mér bárust gögn
frá þeim sem héldu skemmtunina
þar sem fram kom að öllum settum
skilyrðum var fullnægt, og ég hef
sent ráðuneytinu sönnun fyrir því.
Ég hef því vísað málinu til ráðu-
neytisins, þannig að þar geti menn
sjálfir túlkað sínar eigin undanþág-
^jr,“ sagði Jón ísberg.
Snorri Olsen sagði að það væri
ekki hlutverk ráðuneytisins að úr-
skurða um skattskyldu hjá einstök-
um aðilum. Ráðuneytið hefði sett
ákveðnar reglur, og það væri síðan
viðkomandi skattstjóra að úrskurða
hvort sett skilyrði varðandi undan-
þágur samkvæmt þeim hefðu verið
uppfyllt.
í sandbyl og
grjótregni
HÓPUR fólks lenti í erfið-
leikum í nágrenni Heklu á
sunnudaginn er þar skall
skyndilega á mikið rok.
Vikur og sandur buldi á
fólki og bifreiðum og voru
hnullungarnir allt að lófastór- ’
ir. Talsvert tjón varð á lakki
og rúðum bifreiða og nokkrir
fótgangandi ferðamenn á
þessum slóðum skárust í and-
liti.
Sjá ennfremur bls. 3:
„Steinar á stærð við hænu-
egg splundruðust á bílun-
um.“
Hópferðabifreiðin alelda á Fljótsheiðinni um miðjan dag í gær.
Morgunblaðið/Halla M. Pálsdóttir
Alelda hópferðabifreið á Fljótsheiði
LÍTIL hópferðabifreið varð alelda á á Fljótsheiði um miðjan dag
í gær og brann til kaldra kola áður en við nokkuð varð ráðið.
Fimmtán Þjóðverjar voru í bifreiðinni, auk ökumanns, og sakaði
þá ekki, Ökumaðurinn var á sjúkrahúsinu á Húsavík í nótt vegna
vægrar reykeitrunar.
Bifreiðin, sem hafði meðal ann-
ars farið með Þjóðveijana inn að
Herðubreiðarlindum og Kverk-
fjöllum, var á leiðinni frá Mývatni
til Akureyrar. Á Fijótsheiðinni
varð ökumaðurinn var við að hún
hitnaði mikið og þegar hann
stöðvaði bifreiðina drap hún á
sér. Ökumaður og farþegar fóru
út og sáu þá að eldur logaði í
undirvagni. Slökkvitæki var í
bílnum en það dugði ekki til að
slökkva eldinn. Hvasst var og tor-
veldaði það mjög slökkvistarfið.
Sent var eftir hjálp til Lauga í
Reykjadal og var komið þaðan
með tvö slökkvitæki og slökkvibíll,
sem þar er staðsettur, lagði einn-
ig af stað á heiðina. Ekki dugðu
slökkvitækin til þess að slökkva
eldinn, sem hafði magnast á með-
an beðið var og þegar slökkvibíll-
inn kom á staðinn var bifreiðin
mikið til brunnin.
Bifreiðin var með kerru undir
farangur í eftirdragi og slapp hún
nánast óskemmd, en nægur tími
gafst til að bjarga farangrinum.
Bifreiðin er hins vegar gjörónýt.
Ríkisábyrgð á launum;
Tæplega 200 inilljónir kr.
greiddar á 18 mánuðum
RÍKISSJÓÐUR greiddi út tæpar
200 milljónir króna vegna ríkis-
ábyrgðar á launum á 18 mánaða
tíma, 80-90 milljónir á árinu 1988
og 110 milljónir á fyrri helmingi
þessa árs, að sögn Óskars Hall-
grímssonar á Vinnumálaskrifstofú
félagsmálaráðuneytisins. Greidd-
ar voru launakröfúr starfsfólks
gjaldþrota fyrirtækja. Félags-
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna:
Námslán hækki ekki
um næstu mánaðamót
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna treystir sér ekki til að
-leggja til hækkun námslána um 10,3% sem átti að verða þann 1.
september næstkomandi, ef ekki koma bein fyrirmæli menntamála-
ráðherra um að lánin hækki. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
er ástæðan fyrirsjáanlegur halli á sjóðnum sem gæti numið allt að
300 milljónum króna á árinu. Ráðherra hefúr verið sent bréf um
þessa ákvörðun og fúlltrúum námsmannahreyfinganna, sem aðild
eiga að LÍN, hefúr verið kynnt afstaða stjórnarinnar.
Námslán eiga að hækka 1. sept-
ember úm 5,1% vegna hækkunar
■éramfærsluvísitölu og Svavar
Gestsson menntamálaráðherra boð-
aði fyrr á árinu auk þess sérstaka
5% hækkun 1. september. Þessar
hækkanir eru samanlagt 10,3%.
Stjóm LÍN fer fram á að mennta-
málaráðherra gefi um það bein fyr-
irmæli, ef hækkanirnar eiga að
verða.
Ákvörðun stjórnarinnar er rök-
studd með því, að fyrirsjáanlegt sé,
að Lánasjóðurinn þarfnist aukafjár-
veitinga sem nemi allt að 300 millj-
ónum króna og með því að falla frá
hækkununum 1. september megi
draga úr þeirri fjárþörf um allt að
100 milljónir.
málaráðherra hefúr nú skipað
nefnd til þess að endurskoða lögin
um ríkisábyrgðina, vegna ýmissa
galla sem þykja vera á þeim.
Óskar segir að lítið sem ekkert
hafi heimst aftur af þrotabúunum í
fyrra, enda hafi þau flest verið eigna-
laus. Hann segist ekki geta sagt fyr-
ir um hvernig ganga muni að endur-
heimta launakröfurnar á þessu ári,
enda geti verið munur á því á milli
ára hvers eðlis gjaldþrot eru og þá
um leið hvort þrotabúin geti greitt
kröfur.
Endurskoðun laganna um ríkis-
ábyrgð á launum hefur staðið fyrir
dyrum í all nokkurn tíma, segir
Óskar. I þeim eru ýmis ákvæði sem
hafa reynst erfið í framkvæmd eða
þarf að skilgreina betur. Óskar
nefndi sem dæmi að flóknar reglur
eru um launatímabil sem ábyrgðin
tekur til, ennfremur að engin ákvæði
eru um hve háar launakröfur eru
greiddar. Um það verða setta'r við-
miðunarreglur.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur nú skipað nefnd
sem á að endurskoða lögin og skila
niðurstöðu fyrir 1. nóvember næst-
komandi. Nefndina skipa Jón Rúnar
Pálsson lögfræðingur, tilnefndur af
Vinnuveitendasambandi Islands,
Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur,
tilnefnd af Alþýðusambandi íslands,
Ragnar H. Hall borgarfógeti, til-
nefndur af dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, Skúli Thoroddsen lögfræð-
ingur, tilnefndur af fjármálaráðu-
neytinu og Þórhildur Líndal deildar-
stjóri sem skipuð er formaður nefnd-
arinnar.
Mjólkurfræð-
ingar funda
um kjaramál
Mjólkurfræðingar hafa
boðað til félagsfiinda um
kjaramál, en þeir eru með
lausa samninga um næstu
mánaðamót.
Mjólkurfræðingar sunnan-
lands funda í kvöld á Selfossi,
en mjólkurfræðingar á Norður-
landi hafa boðað til fundar á
Akureyri á fimmtudagskvöld.