Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 26
26
MOIIGUNÖLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR B: OKTÓBER 1989
FLOTTAMANNASTRAUMURINN TIL VESTUR-ÞYSKALANDS:
Vestur-þýska sendiráðið í Prag:
Flúðu með
„Velkomin til
V-Þýskalands“
- tilkynnti Genscher utanríkisráð-
herra við gífurleg1 fagnaðarlæti
Prag. Reuter.
„ÉG kom til að segja ykkur, að
þið megið fara,“ sagði Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisrík-
isráðherra Vestur-Þýskalands, á
laugardag við nærri 4.000 aust-
ur-þýska flóttamenn í vestur-
þýska sendiráðinu í Prag í Tékkó-
slóvakíu. Varð þá hann þá að
gera hlé á máli sínu nokkra stund,
slík voru fagnaðarlætin.
Genscher steig út á svalir sendi-
ráðsins til að skýra fólkinu frá
„ánægjulegasta atburði á stjórn-
málaferli mínum“ og sagði, að
Hvítvoð-
ungur í
hópi flótta-
mannanna
Hof. Reuter.
Á MEÐAL austur-þýskra
flóttamanna sem væntan-
legir voru sl. sunnudag til
borgarinnar Hof í Vestur-
Þýskalandi frá Prag í
Tékkóslóvakíu, var dags-
gamalt barn. Vestur-þýskir
sjálfboðaliðar biðu barnsins
og höfðu ábreiður, pela og
pappírsbleyjur til reiðu.
Barnið kom í heiminn í
sendiráði Vestur-Þýskalands í
Prag. „Við vitum ekki með
hvaða lest bamið og móðir
þess kemur, svo við munum
fylgjast grannt með öllum
lestunum fjórum,“ sagði tals-
maður borgaryfirvalda í Hof.
Yfir 4,000 Austur-Þjóðveij-
ar hafa yfirgefið sendiráð
Vestur-Þýskalands í Prag frá
því á laugardag og haldið
áleiðis til Vestur-Þýskalands
um borð í austur-þýskum
hraðlestum. 600 af flótta-
mönnunum eru böm.
ITOLSK
V I K A
í KRINGLUNNI
28. sept. - 7. okt.
ítalskar vörurffTískusýningar
Tónlist #f Kaffihús## ítalskur
matur## Ferbakynningar ##
##Getraun, vinningur: ferð fyrir
tvo til Ítalíu ##
fyrsta lestin færi til Vestur-Þýska-
lands klukkan níu um kvöldið. „Vel-
komin til Vestur-Þýskalands,“ sagði
hann síðan og fólkið hrópaði upp
yfir sig af fögnuði. „Lengi lifi Gensc-
her,“ „Frelsi," „Þýskaland," og
sumir tóku að syngja vestur-þýska
þjóðsönginn. Genscher var mjög
hrærður og minntist þess klökkur,
að sjálfur hefði hann flúið frá Aust-
ur-Þýskalandi ungur maður.
Á fundi með fréttamönnum sagði
Genscher, að samkomulágið um
brottflutning flóttafólksins hefði
náðst í viðræðum hans við austur-
þýska embættismenn en vildi ekki
skýra nánar frá því. „Það var ákveð-
ið að láta ekkert uppi um það,“
sagði hann og svaraði ekki þegar
hann var spurður hvort samkomu-
lagið tæki einnig til þeirra, sem
ættu hugsanlega eftir að koma í
sendiráðið í Prag.
Reuter
Starfsmaður Rauða krossins í Hof afhendir flóttakonu barnamat við
komu hennar til borgarinnar á sunnudag.
Miklir feignaðarfimdir á
brautarstöðinni í Hof
Hof, Vestur-Þýskalandi. Reuter.
UM 6.300 Austur-Þjóðveijar
komu með sjö sérstökum lestum
til Vestur-Þýskalands á sunnu-
dag eftir næturferð frá Prag og
Varsjá. Lá leiðin um átthagana,
Austur-Þýskaland, sem fólkið
var að flýja. Var margt fólk sam-
ankomið á brautarstöðinni í Hof
í Vestur-Þýskalandi til að fagna
flóttafólkinu og ættingjar og fjöl-
skyldur féllust í faðma eftir
margra ára aðskilnað.
Landamæraverðir segja, að
5.500 manns hafi komið með sex
lestum frá Prag, allmiklu fleiri en
voru í sjálfu sendiráðinu, og með
lestinni frá Varsjá komu 800
manns. Lögðu austur-þýsk stjóm-
völd til lestimar samkvæmt sam-
komulagi við vestur-þýsku stjórnina
en í því var einnig kveðið á um,
að fióttafólkinu hefði formlega ver-
ið vísað úr landi.
Með síðustu Iestinni til Hofs vom
Mikael Scholz, 24 ára gamall, og
Sylke Janssen, 19 ára. Sögðust þau
hafa orðið síðust til að stíga um
borð í bílinn, sem flutti
brautarstöðina í Prag.
„í gærkvöld vorum við á dans-
stað í Dresden," sagði Scholz þar
sem hann var staddur á brautar-
stöðinni í Hof í kvöldkulinu á sunnu-
dag. „Þá sagði ég: „Nú er komið
að því. Borgum fyrir okkur og för-
um.““
Scholz og Janssen tóku nætur-
lestina til Prag og hröðuðu sér í
vestur-þýska sendiráðið en þá var
búið að loka því. Fyrir framan hús-
ið var langferðabifreið í þann veg-
inn að fara af stað „og við stukkum
upp í hana á síðustu stund".
Á brautarstöðinni í Hof var
margt manna til að fagna flótta-
fólkinu og þar á meðal ættingjar
þess og ástvinir. Hans-Jiirgen Bla-
ha stóð grátandi í rigningunni og
hélt í hendur konu sinni, sem hann
hafði ekki séð síðan hann flýði sjálf-
ur fyrir tveimur ámm. Kona hans
fór með börnin þeirra tvö til Prag
á fimmtudag og var kominn vestur
á sunnudag. Austur-Þjóðveijar,
fólkið á sem koma til Vestur-Þýskalands,
fá sjálfkrafa borgararéttindi þar og
mikla hjálp við að koma sér fyrir í
nýju heimkynnunum.
því að fara
um borð í
lestir á ferð
Hof. Reuter.
WOLFGANG Zumkley, yfirmað-
ur landamæralögregíunnar í
Hof í Vestur-Þýskalandi, sagði
að flóttamenn sem hefðu komið
•frá Prag á sunnudag hefðu séð
töluverðan fjölda Austur-Þjóð-
veija stökkva um borð í lestir
sem fluttu landa þeirra til Vest-
ur-Þýskalands. Þetta gerðist
þegar lestunum var ekið um
borgina Dresden í Austur-
Þýskalandi án þess að þær væru
stöðvaðar. Zumkley sagði að svo
virtist sem fjöldi Austur-Þjóð-
veija hefði farið um borð í lest-
arnar á brautarstöðinni í Prag
án þess að hafa viðkomu í vest-
ur-þýska sendiráðinu í borginni.
Á meðal þeirra sem komust til
Vestur-Þýskalands var Zschoc-
kelt-fjölskyldan, hjónin Rainer og
Elke og 12 ára gömul dóttir þeirra,
Daniela. Fjölskyldufaðirinn, Rain-
er, hafði áður farið þess á leit við
austur-þýsk yfii’völd að fjölskyldan
fengi að flytja úr landi með lögleg-
um hætti til en beiðni hans var
hafnað.
Eina leið Zschockelt-íjölskyld-
unnar til að hefja nýtt líf á Vestur-
löndum var því fólgin í því að hún
kæmist til vestur-þýska sendiráðs-
ins í Prag í Tékkóslóvakíu.
„Umsókn okkar um vegabréfs-
áritun var hafnað sl. fimmtudag
og degi síðar vorum við á leið til
Tékkóslóvakíu," sagði Rainer.
Síðastliðið laugardagskvöld, eft-
ir dagsdvöl á lóð vestur-þýska
sendiráðsins í Prag, steig Zschoc-
kelt-íjölskyldan um borð í lest sem
flutti hana ásamt 3,500 löndum
hennar um Austur-Þýskaland til
Hof í Vestur-Þýskalandi.
neuier
Þessar austur-þýsku mæðgur fognuðu ákaflega þegar tilkynnt var,
að þeim og nærri 4.000 löndum þeirra í vestur-þýska sendiráðinu í
Prag yrði leyft að fara til Vestur-Þýskalands.
GARÐASTAL
Áratuga ending - margir litir
HÉÐINN
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Prag og Yarsjá:
Fyllast sendiraðin
af flóttafólki á ný?
Prag, Varsjá. Reuter.
AÐEINS nokkrum klukkustund-
um eftir að um 4.000 austur-
þýskir flóttamenn höfðu yfirgefið
vestur-þýska sendiráðið í Prag í
Tékkóslóvakíu voru landar þeirra
allur teknir að safnast saman fyr-
ir utan það. Sömu sögu er að segja
frá Varsjá í Póllandi.
Skömmu eftir að austur-þýsku
flóttamennirnir, um 4.000 talsins,
höfðu verið fluttir með lestum til
Vestur-Þýskalands, reyndi . 150
manna hópur að komast inn í sendi-
ráðið í Prag. Þar var þá allt læst og
lokað en Hermar.n Huber sendiherra,
sem hafði áður sagt, að flóttamanna-
flutningarnir yrðu ekki endurteknir,
ákvað þó eftir nokkurn tíma að
hleypa fólkinu inn „til bráðabirgða".
Var því fagnað ákaflega og næstum
samstundis bættust við aðrir 150
með því að klifra_ yfir girðinguna
umhverfis lóðina. Á sunnudag voru
því austur-þýsku flóttamennirnir i
vestur-þýska sendiráðinu í Prag
orðnir 300 talsins.
Aðfararnótt sunnudagsins voru
800 Austur-Þjóðveijar fluttir með
lest frá Varsjá og þá um nóttina
reyndu um 70 landar þeirra að kom-
ast til bo: jarinnar í tíma til að ná í
lestina. Þeir urðu þó of seinir og
hafast nú sumir við í sendiráðinu, í
bílum fyrir utan eða á hótelum.