Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 26
26 MOIIGUNÖLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR B: OKTÓBER 1989 FLOTTAMANNASTRAUMURINN TIL VESTUR-ÞYSKALANDS: Vestur-þýska sendiráðið í Prag: Flúðu með „Velkomin til V-Þýskalands“ - tilkynnti Genscher utanríkisráð- herra við gífurleg1 fagnaðarlæti Prag. Reuter. „ÉG kom til að segja ykkur, að þið megið fara,“ sagði Hans- Dietrich Genscher, utanríkisrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, á laugardag við nærri 4.000 aust- ur-þýska flóttamenn í vestur- þýska sendiráðinu í Prag í Tékkó- slóvakíu. Varð þá hann þá að gera hlé á máli sínu nokkra stund, slík voru fagnaðarlætin. Genscher steig út á svalir sendi- ráðsins til að skýra fólkinu frá „ánægjulegasta atburði á stjórn- málaferli mínum“ og sagði, að Hvítvoð- ungur í hópi flótta- mannanna Hof. Reuter. Á MEÐAL austur-þýskra flóttamanna sem væntan- legir voru sl. sunnudag til borgarinnar Hof í Vestur- Þýskalandi frá Prag í Tékkóslóvakíu, var dags- gamalt barn. Vestur-þýskir sjálfboðaliðar biðu barnsins og höfðu ábreiður, pela og pappírsbleyjur til reiðu. Barnið kom í heiminn í sendiráði Vestur-Þýskalands í Prag. „Við vitum ekki með hvaða lest bamið og móðir þess kemur, svo við munum fylgjast grannt með öllum lestunum fjórum,“ sagði tals- maður borgaryfirvalda í Hof. Yfir 4,000 Austur-Þjóðveij- ar hafa yfirgefið sendiráð Vestur-Þýskalands í Prag frá því á laugardag og haldið áleiðis til Vestur-Þýskalands um borð í austur-þýskum hraðlestum. 600 af flótta- mönnunum eru böm. ITOLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörurffTískusýningar Tónlist #f Kaffihús## ítalskur matur## Ferbakynningar ## ##Getraun, vinningur: ferð fyrir tvo til Ítalíu ## fyrsta lestin færi til Vestur-Þýska- lands klukkan níu um kvöldið. „Vel- komin til Vestur-Þýskalands,“ sagði hann síðan og fólkið hrópaði upp yfir sig af fögnuði. „Lengi lifi Gensc- her,“ „Frelsi," „Þýskaland," og sumir tóku að syngja vestur-þýska þjóðsönginn. Genscher var mjög hrærður og minntist þess klökkur, að sjálfur hefði hann flúið frá Aust- ur-Þýskalandi ungur maður. Á fundi með fréttamönnum sagði Genscher, að samkomulágið um brottflutning flóttafólksins hefði náðst í viðræðum hans við austur- þýska embættismenn en vildi ekki skýra nánar frá því. „Það var ákveð- ið að láta ekkert uppi um það,“ sagði hann og svaraði ekki þegar hann var spurður hvort samkomu- lagið tæki einnig til þeirra, sem ættu hugsanlega eftir að koma í sendiráðið í Prag. Reuter Starfsmaður Rauða krossins í Hof afhendir flóttakonu barnamat við komu hennar til borgarinnar á sunnudag. Miklir feignaðarfimdir á brautarstöðinni í Hof Hof, Vestur-Þýskalandi. Reuter. UM 6.300 Austur-Þjóðveijar komu með sjö sérstökum lestum til Vestur-Þýskalands á sunnu- dag eftir næturferð frá Prag og Varsjá. Lá leiðin um átthagana, Austur-Þýskaland, sem fólkið var að flýja. Var margt fólk sam- ankomið á brautarstöðinni í Hof í Vestur-Þýskalandi til að fagna flóttafólkinu og ættingjar og fjöl- skyldur féllust í faðma eftir margra ára aðskilnað. Landamæraverðir segja, að 5.500 manns hafi komið með sex lestum frá Prag, allmiklu fleiri en voru í sjálfu sendiráðinu, og með lestinni frá Varsjá komu 800 manns. Lögðu austur-þýsk stjóm- völd til lestimar samkvæmt sam- komulagi við vestur-þýsku stjórnina en í því var einnig kveðið á um, að fióttafólkinu hefði formlega ver- ið vísað úr landi. Með síðustu Iestinni til Hofs vom Mikael Scholz, 24 ára gamall, og Sylke Janssen, 19 ára. Sögðust þau hafa orðið síðust til að stíga um borð í bílinn, sem flutti brautarstöðina í Prag. „í gærkvöld vorum við á dans- stað í Dresden," sagði Scholz þar sem hann var staddur á brautar- stöðinni í Hof í kvöldkulinu á sunnu- dag. „Þá sagði ég: „Nú er komið að því. Borgum fyrir okkur og för- um.““ Scholz og Janssen tóku nætur- lestina til Prag og hröðuðu sér í vestur-þýska sendiráðið en þá var búið að loka því. Fyrir framan hús- ið var langferðabifreið í þann veg- inn að fara af stað „og við stukkum upp í hana á síðustu stund". Á brautarstöðinni í Hof var margt manna til að fagna flótta- fólkinu og þar á meðal ættingjar þess og ástvinir. Hans-Jiirgen Bla- ha stóð grátandi í rigningunni og hélt í hendur konu sinni, sem hann hafði ekki séð síðan hann flýði sjálf- ur fyrir tveimur ámm. Kona hans fór með börnin þeirra tvö til Prag á fimmtudag og var kominn vestur á sunnudag. Austur-Þjóðveijar, fólkið á sem koma til Vestur-Þýskalands, fá sjálfkrafa borgararéttindi þar og mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju heimkynnunum. því að fara um borð í lestir á ferð Hof. Reuter. WOLFGANG Zumkley, yfirmað- ur landamæralögregíunnar í Hof í Vestur-Þýskalandi, sagði að flóttamenn sem hefðu komið •frá Prag á sunnudag hefðu séð töluverðan fjölda Austur-Þjóð- veija stökkva um borð í lestir sem fluttu landa þeirra til Vest- ur-Þýskalands. Þetta gerðist þegar lestunum var ekið um borgina Dresden í Austur- Þýskalandi án þess að þær væru stöðvaðar. Zumkley sagði að svo virtist sem fjöldi Austur-Þjóð- veija hefði farið um borð í lest- arnar á brautarstöðinni í Prag án þess að hafa viðkomu í vest- ur-þýska sendiráðinu í borginni. Á meðal þeirra sem komust til Vestur-Þýskalands var Zschoc- kelt-fjölskyldan, hjónin Rainer og Elke og 12 ára gömul dóttir þeirra, Daniela. Fjölskyldufaðirinn, Rain- er, hafði áður farið þess á leit við austur-þýsk yfii’völd að fjölskyldan fengi að flytja úr landi með lögleg- um hætti til en beiðni hans var hafnað. Eina leið Zschockelt-íjölskyld- unnar til að hefja nýtt líf á Vestur- löndum var því fólgin í því að hún kæmist til vestur-þýska sendiráðs- ins í Prag í Tékkóslóvakíu. „Umsókn okkar um vegabréfs- áritun var hafnað sl. fimmtudag og degi síðar vorum við á leið til Tékkóslóvakíu," sagði Rainer. Síðastliðið laugardagskvöld, eft- ir dagsdvöl á lóð vestur-þýska sendiráðsins í Prag, steig Zschoc- kelt-íjölskyldan um borð í lest sem flutti hana ásamt 3,500 löndum hennar um Austur-Þýskaland til Hof í Vestur-Þýskalandi. neuier Þessar austur-þýsku mæðgur fognuðu ákaflega þegar tilkynnt var, að þeim og nærri 4.000 löndum þeirra í vestur-þýska sendiráðinu í Prag yrði leyft að fara til Vestur-Þýskalands. GARÐASTAL Áratuga ending - margir litir HÉÐINN STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Prag og Yarsjá: Fyllast sendiraðin af flóttafólki á ný? Prag, Varsjá. Reuter. AÐEINS nokkrum klukkustund- um eftir að um 4.000 austur- þýskir flóttamenn höfðu yfirgefið vestur-þýska sendiráðið í Prag í Tékkóslóvakíu voru landar þeirra allur teknir að safnast saman fyr- ir utan það. Sömu sögu er að segja frá Varsjá í Póllandi. Skömmu eftir að austur-þýsku flóttamennirnir, um 4.000 talsins, höfðu verið fluttir með lestum til Vestur-Þýskalands, reyndi . 150 manna hópur að komast inn í sendi- ráðið í Prag. Þar var þá allt læst og lokað en Hermar.n Huber sendiherra, sem hafði áður sagt, að flóttamanna- flutningarnir yrðu ekki endurteknir, ákvað þó eftir nokkurn tíma að hleypa fólkinu inn „til bráðabirgða". Var því fagnað ákaflega og næstum samstundis bættust við aðrir 150 með því að klifra_ yfir girðinguna umhverfis lóðina. Á sunnudag voru því austur-þýsku flóttamennirnir i vestur-þýska sendiráðinu í Prag orðnir 300 talsins. Aðfararnótt sunnudagsins voru 800 Austur-Þjóðveijar fluttir með lest frá Varsjá og þá um nóttina reyndu um 70 landar þeirra að kom- ast til bo: jarinnar í tíma til að ná í lestina. Þeir urðu þó of seinir og hafast nú sumir við í sendiráðinu, í bílum fyrir utan eða á hótelum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.