Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 18
18____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 Hugmyndir sjávanjtvegsráðherra um eftirgjöf opinberra gjalda fyrirtælqa í taprekstri: ““ Allt að 240 milljónir króna fyrir sjávarútveginn í heild HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra varpaði fram þeim hugmyndum á aðalfundi Sambands Fiskvinnslustöðva fyrir nokkru, að fyrirtæki með uppsafnað tap yrðu ekki krafin um greiðslu ákveð- inna gjalda, þannig að í stað þess að greiða þau i rikissjóð mætti færa tap sömu upphæðar gegn gjöldunum og af hálfú ríkissjóðs yrði litið á sem endurgreiðslu til fyrirtækjanna. Heildarupphæð þess- ara færslna í sjávarútvegsfyrirtækjum gæti orðið hæst um 240 millj- ónir króna, miðað við árið 1989, að mati Sigurðar Stefánssonar endur- skoðanda. Hann segir ennfremur að ef þessi aðferð yrði tekin upp, hlyti það einnig að gilda fyrir öll önnur fyrirtæki í landinu. Halldór Ásgrímsson kynnti þessa þá má nota þetta tap -til þess að leið ekki sem tillögu eða ákvörðun á fundinum, heldur sem hugmyndir til umræðu. „Það eru mörg fyrirtæki bæði í sjávarútvegi, iðnaði og öðru, sem hafa haft tap á síðustu árum,“ seg- ir Sigurður Stefánsson. „Sam- kvæmt skattalögum frá 1978 má færa þetta tap yfir á næsta ár, með uppfærslu miðað við byggingarví- sitölu. Þannig hefur meðal annars í útvegi safnast upp tap frá fyrri árum sem nemur hundruðum millj- óna króna, jafnvel milljörðum. Ef fyrirtæki til dæmis selur bát og er með mikinn söluhagnað af bátnum, lækka söluhagnaðinn.“ Sigurður segir aö víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé skattur endurgreiddur verði tap á rekstrinum. „En hér er það gert á þennan máta, ef ein- hvern tíma verður hagnaður, má nota tapið á móti honum.“ Sjávarútvegsráðherra ræddi þær hugmyndir, að gjöld sem fyrirtæki eiga að greiða til ríkisins falli niður á móti samsvarandi tapi. Gjöldin eru slysatryggingargjald, lífeyris- tryggingargjald og atvinnuleysis- tryggingargjald. Væru gjöldin ein milljón króna mætti fyrirtækið því halda þeirri upphæð eftir og draga sömu upphæð frá tapinu. „Þetta hlyti auðvitað að ganga yfír öll fyr- irtækin í landinu, ekki bara fisk- vinnslufyrirtæki,“ segir Sigurður Stefánsson. Hann segir að í sjávarútveginum séu flest fyrirtæki með uppfært tap frá liðnum árum, þó ekki öll. Miðað við áætlað útflutningsverðmæti sjávarafurða á þessu ári, 55 millj- arða króna, megi gera ráð fyrir að 40 milljarðar séu frá fyrirtækjum með uppsafnað tap. Miðað við að hlutur vinnulauna í þeim verðmæt- um sé 20%, nema þau átta milljörð- um króna. Af þeirri upphæð eru framangreind gjöld 2,5-3%. „Þann- ig að það gæti orðið í mesta lagi 240 milljónir," segir Sigurður. Hjá sumum fyrirtækjum er þetta eini skatturinn sem þau borga og segir Sigurður að þótt þessi frádráttur hefði ef til vill ekki úrslitaþýðingu fyrir rekstur þeirra, þá kæmi alltént nokkuð til baka og hlyti að hjálpa eitthvað í rekstrinum. Handritasamkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Tvær íslenskar sjávarsögur í Genf „GRÍMUR" og „Sjómaðurinn" heita handritsdrög sem héðan voru send til Genfar í handritas- samkeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Handritin voru send í enskri og danskri þýðingu í júlí og tók dómnefnd sér tveggja mán- aða frest til að velja tíu hugmynd- ir úr. Niðurstöðu er því að vænta á næstu dögum. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er for- maður dómnefndar annað árið í röð, en til undantekninga heyrir að sama fólk sitji þar lengur en eitt ár. „Steinbam" Vilborgar Ein- arsdóttur og Kristjáns Friðriks- sonar sem þótti eitt af tíu bestu handritunum í fyrra verður jóla- leikrit Sjónvarpsins í ár. „Sjómaður“ Þórdísar Kristjáns- dóttur og „Grímur“ Hlyns Helgason- ar urðu hlutskörpust tólf handrita sem bárust íslensku dómnefndinni. Hana skipuðu Viðar Víkingsson, Bríet Héðinsdóttir og Guðbrandur Gíslason. Handritin fjalla bæði um sjóinn; „Grímur" gerist í litlu sjávar- þorpi kringum 1920 en „Sjómaður- inn“ er eins konar ævintýri sem rifj- ár upp þjóðsagnaminni um seli er tóku mannsmynd og menn sem fóru í selsham. Sögusviðið er einnig sjáv- arþorp, hér á landi eða annars staðar. Að sögn Sveins Einarssonar, yfir- manns innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu, eru þetta ekki full- unnin handrit, heldur hugmyndir og efnisþræðir. Eftir að valið hefur ver- ið úr þeim fjölda handrita sem borist hafa til Genfar fá höfundar styrk til að klára þau. Að svo búnu kemur aftur til kasta dómnefndar sem velur bestu verkin úr. Sveinn segir nokkuð þrýst á að verðlaunaverkin verði að sjónvarpsmyndum eins og „Stein- barn“ sem landsmenn fá að sjá um jólin. „Hvorki Þórdís né Hlynur hafa áður skrifað fyrir almenning ef svo má segja. Með þessari samkeppni er reynt að örva nýtt fólk til að setjast við skriftir og það er dálítið skemmti- legt hve vel þetta gengur eftir,“ seg- ir Sveinn Einarsson. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Þessar stúlkur sáu um matseldina í sumar, auk ráðskonunnar. Fjöldi í Vatnaskógi SUMARBÚÐUM KFUM í Vatnaskógi í Svínadal lauk í byijun septem- ber. Hófust þær í lok maí og voru tíu flokkar með átta til níu hundr- uð drengi alls. Jafnhliða sumarbúðastarfinu var unnið að bættri leikaðstöðu og umhverfi með tyrfingu og fleiru. Skipt var um dúk á gólfi matsalar- ins, sem er rúmlega 20 ára gamall og aðstaða í eldhúsi bætt. Forstöðumenn voru Sigurbjöm Þorkelsson, Skúli Svavarsson, Sig- uijón Gunnarsson, Benedikt Jason- arson og Ólafur Jóhannsson. Mat- mæður voru Auður Pálsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. - pÞ Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Viðgerðir standa nú yfir á Sauðárkrókskirkju. Endurbætur gerðar á Sauðárkrókskirkju Sauðárkróki. VERULEGAR endurbætur fara nú fram á Sauðárkrókskirkju. f haust er áætlað að skipta um þak og gera við sperrur, sem orðnar eru verulega fúnar. Einnig á að skipta um klæðningu á kirkjunni allri og turni hennar, en fúaskemmdir eru orðnar allmiklar í klæðningu og fótstykkjum á suðurhlið. Gert er ráð fyrir að endurbótum verði lokið fyrir vetur. í viðtali við sóknarprest, séra Hjálmar Jónsson prófast, kom fram að þær skemmdir sem eru í kirkjubyggingunni komi ekki á óvart, því að í gömlum úttekt- um á kirkjunni komi fram að „leki sé nokkur í suðurhlið“, og því hafi raunar verið vitað að nú væri orðið mjög aðkallandi að framkvæma þessar lagfær- ingar. Sauðárkrókskirkja er byggð skömmu fyrir aldamót, var vígð 18. desember 1892 og því ekki ólíklegt að sitthvað í bygging- unni fari að þarfnast verulegra endurbóta, þó að nokkrar við- gerðar hafi farið fram áður. Þá er áformað að setja annan inngang í kirkjuna, sem verði fær öllum, en eins og nú háttar til eru háar tröppur upp að aðal- dyrum sem eru ófærar til dæm- is öllum þeim sem bundnir eru í hjólastól. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar þessi nýi inngang- ur verður, en væntanlega verð- ur í þessa framkvæmd ráðist næsta vor, en þá eru áformaðar endurbætur á kirkjunni að inn- an. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt, sem unnið hefur mjög gott starf við endurbætur og lagfæringar gamalla guðshúsa, og er skemmst að minnast þess stórvirkis sem unnið var við Hóladómkirkju undir hans stjóm, mun hafa umsjón og eftirlit með þeim framkvæmd- um sem gerðar verða á Sauðár- krókskirkju. Er Þorsteinn vænt- anlegur hingað norður nú í end- aðan september til þess að gera nákvæma úttekt á því sem gera þarf innandyra næsta vor. Þá kom einnig fram hjá séra Hjálmari að nú hefur sóknar- nefnd ásamt sóknarpresti skip- að nefnd til þess að huga að orgelkaupum fyrir kirkjuna, en á síðastliðnu ári gaf Búnaðar- banki íslands á Sauðárkróki kirkjunni kr. 300 þúsund til minningar um Ragnar Pálsson útibússtjóra, og skal fjármunum þessum varið til kaupa á hljóð- færi í kirkjuna. Er þess vænst að lagfæring- um utan- og innandyra í Sauð- árkrókskirkju verði lokið næsta haust. - BB Jens Evensen, dómari við Alþjóðadómstólinn í Haag: Akvæði um sjávarmengnn orðin hluti af þjóðarétti JENS Evensen, fyrrum ráðherra í Noregi og nú dómari við Al- þjóðadómstólinn í Haag, segist telja að ákvæði hafréttarsamnings- ins frá 1982 um sjávarmengun séu þegar orðin hluti þjóðaréttar enda þótt samningurinn sjálfur sé ekki orðinn það í heild. Gróður- húsaáhrifin, sjávarmengun og hættan á kjarnorkuáfiillum á borð við Tsjernobyl-slysið í Sovétríkjunum geri ítarlega alþjóðalöggjöf í umhverfismálum æ brýnni. Evensen hefúr lengi verið einn þekkt- asti Iræðimaður heims á sviði þjóðaréttar og átti mikinn þátt í samningum Norðmanna og íslendinga 1981 um hafsvæðið við Jan Mayen. Á fimmtudag í síðustu viku flutti hann fyrirlestur í Lög- bergi um gerð alþjóðalaga varðandi umhverfisvemd en hingað kom hann í boði lagadeildar Haskólans og lögíræðingafélagsins. Morgunblaðið spurði Evensen hvort mögulegt væri að nýhafin deila Dana og Norðmanna um fiskveiðikvóta á Norðursjó yrði hugsanlega leyst með hliðsjón af Jan Mayen-samningnum. „Jan Mayen-samningurinn var meðal þjóðréttarfræðinga. Hins afar góð lausn; ríkin ákváðu að leysa allar deilur af þessu tagi með friðsamlegum viðræðum og með því að leggja málin í gerðar- dóm. Þetta mál er nú orðið þekkt vegar má ég ekkert segja nú um mögulega lausn á deilu Norð- manna og Dana þar eð málinu hefur verið skotið til Alþjóðadóm- stólsins, þar sem ég á sjálfur sæti. Það er búið að ákveða að sérstakur alþjóðadómstóll í haf- réttarmálum fái aðsetur í Ham- borg en meira er í raun ekki hægt að gera í þeim málum í bili. Enn hafa aðeins um 40 ríki stað- fest hafréttarsamninginn, þ.á.m. ísland, en hann öðlast ekki gildi fyrr en 60 ríki undirrita hann.“ Evensen var spurður hvort væntanleg alþjóðalög í umhverfis- málum myndu skerða verulega fullveldi einstakra ríkja. „Fullveldi ríkja hefur aldrei verið algjört. Fullveldið takmarkast áf því að hvert einstakt ríki hefur ekki leyfi til að skaða nágrannaríki sitt eða önnur ríki yfirleitt. Ríkin verða að haga sér eins og góðir grann- ar. Ég tel að þegar séu í gildi alþjóðareglur sem banni ríkjum Jens Evensen: „Sjálfiir held ég að sá tími sé liðinn að einstök ríki geti leyft sér að reisa verk- smiðjur sem spúa eiturefnum yfir grannlöndin." að menga landsvæði annars ríkis. í sáttmála Sameinuðu þjóðanna er beinlínis tekið fram að aðild- arríkin skuli taka tillit til hags- muna annarra ríkja, ástunda sam- vinnu í efnahagsmálum; fullveld- inu eru sett viss takmörk. í rauninni verður fullveldi hvers Iands traustara ef öllum er bannað að skaða grannríki sín. Ávinning- urinn er stærri en réttindamissir- inn! í hafréttarsamningnum er grein 12 þar sem settar eru skorð- ur við sjávarmengun og ég tel að þama sé einfaldlega verið að slá föstu almennu viðhorfi. Þótt samningurinn hafi ekki öðlast formlegt gildi tel ég að þessi ákvæði séu þegar orðín hluti af alþjóðalögum, í raun venjuhelguð. I nútímaþjóðarétti eru reglur sem kveða á um umhverfisvernd. Sjálfur held ég að sá tími sé liðinn að einstök ríki geti leyft sér að reisa verksmiðjur sem spúa óþverra yfir grannlöndin. 1 fyrsta lagi hefur tækniþróunin valdið því að eiturefnin vaxa sífellt að magni til og í öðru lagi ber aðildarríkjum SÞ skylda til að vinna saman í slíkum málum. Sáttmáli SÞ frá 1945 setti fullveídi þjóða ýmis mörk sem mörg koma einkum smáþjóðum þh góða, t.d. var í fyrsta sinn tekið fram að ríki mættu ekki hefja stríð eða hóta stríði. í eldri alþjóðasamningum var kveðið á um rétt þjóða til stríðsreksturs svo að þarna urðu þáttaskil 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.