Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 17 Sala aðgangs- korta að hefjast hjá LR LEIKFÉLAG Reykjavíkur byrjar sitt 93. Ieikár seint í október og er þetta jafnframt fyrsta leikárið í hinu nýja Borgarleikhúsi. A verkefnaskránni verða eingöngu ný íslensk verk. Aðgangskort gilda á fjögur verk- efni vetrarins en þau eru; Á stóra sviði: Höll sumarlandsins, í leikgerð Kjartans Ragnarssonar, leikstjóri Stefán Baldursson, Kjöt, eftir Olaf Hauk Símonarson, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir og Hótel Þingvellir, eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri Hallmar Sigurðsson. Á litla sviði: Ljós heimsins, leik- gerð og leikstjórn er í höndum Kjartans Ragnarssonar. Um jóla- leytið verður síðan frumsýnt barna- og fjölskylduleikritið Töfrasprotinn, eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir. Tónleikar í Hafiiarborg LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika í kvöld, þriðju- dagskvöld, í menningarmið- stöðinni Hafnarborg í Hafn- arfirði kl. 20,30. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir W.A. Mozart ög Leos Janacek, slav- neskir dansar eftir Dvorák í útsetningu Kreisler og Tveir þættir eftir ítalska tónskáldið Berio. Ljóðabók eft- ir Kristján Hreinsson ÚT ER komin ljóðabókin Vogrek eftir Kristján Hreinsson. Vogrek er fimmta ljóðabók höf- undar, en hann hefur auk ljóðabók- anna samið nokkur leikrit og var eitt þeirra, Svínastian, sýnt í Björg- vin í Noregi á vordögum 1986. Kristján Hreinsson hefur áður skrifað undir nafninu Kristján Hreinsmögur. Ljóðabókin Vogrek er gefin út á kostnað höfundar, en hann mun einnig sjá um dreifingu bókarinnar. í bókinni sem er 47 blaðsíður eru 16 ljóð. Success OUARANTEED ^ PERFECl ÍM SVlirP 8 MiNUTES IIIW B eef Oriental iteefSlanreá Rsíí k\ik Vtóetc'Mtt Bragðgóður hrísgrjónaréttur með nautakjötskrafti og ör- litlu hvítlauksbragði. Saman- við er bætt ferskum grænum baunum og gulrótum. Sérlega góðuppfylling. Fyrir 4 - suóutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON.vCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Ferðaittálcmám íiwTlli illlWHH Hl STOiTUIII tengdum ferðaþjónustu ? Málaskóliim Ablaðamannafundi sem Ferða- málaráð hélt nýverið kom fram að heildarvelta ferðaþjónustu þessa árs hér á landi yrði á milli 9 og 10 milljarðar króna. Aætlaðeraðum 135 þúsund ferðamenn heimsæki ísland í ár og miðað við aukninguna frá 1984 munu um 300 þúsund ferðamenn sækja ísland heim á ári hverju um næstu aldamót. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að nú eru 6 þúsund ársstörf hér á landi tengd ferðaþjónustu og reikna mætti með verulegri fjölgun þeirra á næstu árum. Með þetta í huga hefur Málaskól- inn, í samvinnu við Viðskipta- skólann, nú skipulagt námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að takast á við hin margvíslegu verkefni sem bjóðast í ferðamannaþjónustu. Námið er undirbúið af fagmönnum og sérfræðingum á ýmsum sviðum ferðamála. Sérstök áhersla er lögð á lausn raunhæfra verkefna. Meðal námspreina í ferðamálanaminu eru: Starfsemi ferðaskrifstofa. Erlendir ferðamannastaðir. Innlendir ferðamannastaðir. Tungumál. - Rekstur fyrirtækja í ferða- mannaþjónustu. - Flugmálasvið. - Heimsóknir í fyrirtæki. Hringdu í okkur og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum. Ath. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður. Hefur þú áhuga á að starfa að spennandi og fjölbreyttum störfum íferðaþjónustu hér heima eða erlendis? Vissir þú að ferðamannaþjónusta er í örum vexti á Islandi? Námið tekur alls 176 klst. og stendur yfir í 11 vikur. Kennarar á námskeiðinu hafa allir unnið við störf tengd ferðaþjónustu og hafa mikla reynslu á því sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.