Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 55
CSéí S390TOÍO .£ HÖ0A(IirUIlH4 OlQAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óli Þ. Guðbjartsson, varaformaður Borgaraflokksins, í ræðustól á
landsfundi flokksins um síðustu helgi. Til hægri er Júlíus Sólnes, sem
kjörinn var formaður flokksins.
Landsfundur Borgaraflokksins:
Júlíus Sólnes var
kjörínn formaður
JÚLÍUS Sólnes var kjörinn formaður Borgaraflokksins á landsfúndi
flokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Hann hlaut 124 atkvæði,
en Hilmar Haraldsson sem einnig gaf kost á sér í formannskjörinu
hlaut 30 atkvæði. ÓIi Þ. Guðbjartsson var kjörinn varaformaður með
104 atkvæði, Ásgeir Hannes Eiríksson hlaut 49 atkvæði og Steinar
Benediktsson 1 atkvæði. Guttormur Einarsson var kjörinn ritari flokks-
ins með 100 atkvæði, næstur kom Brynjólfúr Jónsson með 34 atkvæði
og Kristján Ingólfsson hlaut 18 atkvæði. Alls tóku 155 fúlltrúar þátt í
atkvæðagreiðslu á landsfúndinum.
í stjómmálaályktun Borgara-
flokksins segir meðal annars að
flokkurinn líti á það sem megin-
verkefni við efnahagsstjóm næstu
mánaða að vinna að því að ná nýjum
áfanga í baráttunni við verðbólguna
og skapa á þann hátt skilyrði til
þess að ijúfa sjálfvirkni vísitöluvið-
miðana. Flokkurinnn muni ótrauður
halda áfram að beijast fyrir lækkun
matvælaverðs, þannig að dregið
verði úr skattlagningu ríkisins á
matvæli. Þá segir að Borgaraflokk-
urinn vilji afnema óþarfa höft og
hömlur sem setji útflutningsverslun-
inni og gjaldeyrisviðskiptum þröngar
skorður, og flokkurinn vilji skapa
hagstæðara rekstrarumhverfí fyrir
útflutnings- og samkeppnisfyrirtæki.
Samræming á verð-
i tryggðum og óverð-
tryggðum kjörum
- segir Ásmundur Stefánsson um gagn-
rýni á vaxtahækkun einkabankanna
„Mér fínnst reyndar svolítið skemmtileg striðni í þessari ályktun frá
Jökli á Höfn í Hornafirði, en auðvitað er málið alvarlegt. Það skiptir
miklu máli að ná vöxtunum niður og við í verkalýðshreyfingunni höfúm
lagt áherslu á að allar leiðir til þess verði reyndar. Eg hef offtar en
einu sinni sagt að ég telji það koma fyllilega til greina að stjórnvöld
gripi til beinna aðgerða til að lækka vexti, en slíkar aðgerðir verða að
ná yfir allan fjármagnsmarkaðinn og þá sérstaklega til þeirra afffallavið-
skipta sem tíðkast í landinu á gráa markaðnum," sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti AJþýðusambands íslands og formaður bankaráðs Al-
Þýðubankans og Útvegsbankans, aðspurður um ályktun verkamannafé-
lagsins Jökuls vegna nafnvaxtahækkunar einkabankanna um mánaða-
mótin.
Asmundur sagði að við vaxta-
ákvarðanir yrði banki að taka mið
af tvennu. Annars vegar af þeirri
samkeppni sem hann ætti í við banka
og aðra aðila á íjármagnsmarkaðn-
um, eins og gráa markaðinn og
skuldabréfasölu ríkissjóðs, og hins
vegar að samræmi væri milli verð-
tryggðra og óverðtryggðra kjara,
bæði hvað snerti inn- og útlánshlið.
Hækkun nafnvaxta nú væri til þess
gerð að samræma verðtryggð og
óverðtryggð kjör og væri tilkomin
vegna aukinnar verðbólgu. Það væri
ekki verið að hækka raunvexti á
verðtryggðum kjörum sem væri meg-
matriðið í þessu sambandi. Hins veg-
ar væri ríkissjóður að hækka raun-
vexti með skiptikjaratilboðum sínum
að undanförnu, auk þess sem gefið
sé í skyn skattfrelsi á skuldabréfum
ríkissjóðs í 20 ár, þrátt fyrir fyrir-
hugaðar breytingar á skattlagningu
vaxtatekna.
Aðspurður hvort það væri sam-
rýmanlegt að gegna forystuhlutverki
i verkalýðshreyfíngunni og að vera
formaður bankaráðs einkabanka og
hvort það gæti leitt til hagsmuna-
árekstra, sagði Ásmundur það hugs-
anlegt, en „annaðhvort verðum við
að vera menn til að takast á við
þann hagsmunaárekstur, sem getur
falist í því að taka þátt í því sem
gert er, eða við höldum okkur alveg
til hliðar og höfum þar með ekki
möguleika á að hafa áhrif á þróun-
ina.“
Ásmundur sagði að til margra ára
hefðu verið uppi kröfur um það í
verkalýðshreyfingunni að hún gerði
sig meira gildandi á þessu sviði.
Hingað til hefði hreyfingin rekið Al-
þýðubankann, sem væri lítill banki,
og hefði því takmörkuð áhrif, en með
þáttökunni í íslandsbanka skapaðist
aðstaða til að beita sér frekar á þess-
um vettvangi og það skipti mjög
miklu að verkalýðshreyfíngin gegndi
forystuhlutverki um hvernig staðið
yrði að sameiningunni. Markmið Al-
þýðusambandsins með þessu væru í
fyrsta lagi að einstaklingar njóti
sanngjarnra kjara í bankakerfinu,
þar með talið að vaxtamunur næðist
niður og kostnaðurinn við bankakerf-
ið. í öðru lagi að tryggja stofnunum
á vegum verkalýðshreyfingarinnar,
til dæmis lífeyrissjóðunum, trausta
þjónustu og í þriðja lagi að hafa
nokkuð um það að segja hvaða þjón-
ustu atvinnuvegimir fengju í banka-
kerfinu á hveijum tíma. „Þegar leit-
ast er við að uppfylla fleiri en eitt
markmið í einu er auðvitað hætta á
alls konar hagsmunaárekstrum. Það
er eitthvað til að takast á við og það
er alls ekki rangt heldur þvert á
móti sjálfsagt að gagnrýni komi
fram, eins og sú sem nú kemur frá
Hornfirðingum," sagði Ásmundur
Stefánsson.
Yfírskoðunarmenn ríkisreiknings 1988:
Telja ekki ástæðu
til frekari afskipta
Morgunblaðinu hefúr borizt efftirfarandi yfírlýsing frá yfirskoðun-
armönnum ríkisreiknings 1988. Yfirlýsing þessi er til komin vegna
áfengisúttektar þáverandi Qármálaráðherra, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, og send var á einkaheimili á Ránargötu í Reykjavík. í
yfirlýsingunni segir, að með því að áfengi þetta hafi verið endur-
greitt á fúllu útsöluverði og hlutaðeigandi ráðherra hafi beðizt
velvirðingar á mistökum sinum sé staðfest að ekki hafi verið um
opinbera risnu að ræða í umræddu tilviki. Telja yfirskoðunarmenn
ekki ástæðu til frekari afskipta af þessu máli af sinni hálfú.
Yfirlýsingin fer hér á eftir: Yfir-
skoðunarmenn ríkisreiknings 1988
rituðu ríkisendurskoðanda bréf
hinn 26. september sl. og gerðu
grein fyrir grunsemdum sínum
varðandi 106 flöskur af áfengi sem
þáverandi fjármálaráðherra pant-
aði og lét senda á einkaheimili við
Ránargötu í Reykjavík í maí 1988.
Yfirskoðunarmenn fóru þess á
leit við ríkisendurskoðanda að
hann aflaði skýringa á umræddri
áfengisúttekt, gerði viðeigandi
ráðstafanir væri grunur um mis-
notkun á rökum reistur og sæi þá
jafnframt til þess að áfengið væri
endurgreitt á fullu útsöluverði.
Einnig var óskað eftir því að ríkis-
endurskoðandi léti gagnskoða
hvort um fleiri sambærileg tilvik
gæti verið að ræða á síðasta ári
hjá þessu ráðuneyti eða öðrum.
Yfirskoðunarmönnum barst svar
ríkisendurskoðanda við þessu bréfi
í dag, 2. október. Þar segir:
„Með bréfí, dags. 26. september
sl., óskið þér eftir að ég afli skýr-
inga á úttekt á 106 flöskum af
áfengi, sem þáverandi fjármála-
ráðherra, nú utanríkisráðherra,
gerði þann 6. maí 1988.
Strax og ég hafði móttekið bréf
yðar ritaði ég utanríkisráðherra
bréf, sem ég boðsendi honum,
ásamt afriti af bréfi yðar.
Utanríkisráðherra svaraði bréfi
mínu samdægurs, og hafið þér
fengið sent ljósrit af því svari.
Þann 28. september sl. barst bréf
frá utanríkisráðherra til mín og
yðar þar sem hann skýrir m.a. frá
því að hann hafí þann dag greitt
til ÁTVR áfengisúttekt þá, er þér
óskuðuð skýringa á. — Greiðslan
fór fram á þann hátt er þér tölduð
réttan í bréfl yðar, þ.e. á útsölu-
verði í dag. — Tel ég því ekki
ástæðu til frekari aðgérða af hálfu
Ríkisendurskoðunar vegna um-
ræddrar áfengisúttektar.
Að ósk yðar fer nú fram sérstök
skoðun á áfengisúttekt ráðuneyt-
anna árið 1988.“
Með því að áfengi þetta hefur
nú verið endurgreitt á fullu útsölu-
verði og hlutaðeigandi ráðherra
beðist velvirðingar á mistökum
sínum er staðfest að ekki var um
opinbera risnu að ræða í umræddu
tilviki. Telja yfirskoðunarmenn
ekki ástæðu til frekari afskipta af
þessu máli af sinni hálfu.
Frá því bréf yfírskoðunarmanna
var skrifað hefur utanríkisráðherra
sent ríkisendurskoðanda tvö bréf
með skýringum sínum og er hinu
síðara jafnframt beint til skoðunar-
manna. Þar er m.a. farið fram á
ýmsar upplýsingar um framkvæmd
þessara mála á liðnum árum og
varpað fram spurningum um
hvemig verja megi risnufé ráð-
herra. Einnig er óskað samstarfs
við yfirskoðunarmenn um að móta
skýrar reglur um þessa fram-
kvæmd.
Af þessu tilefni vilja yfirskoðun-
armenn taka fram að þeir eru
kjörnir af Alþingi til að yfirfara
ríkisreikning ársins 1988. Þeir
hafa þannig ekki til meðferðar
útgjöld er stofnað hefur verið til
fyrir 1988.
Hlutverk yfirskoðunarmanna er
ekki að setja reglur um t.a.m.
meðferð risnufjár eða kaup á
áfengi fyrir opinbera aðila heldur
fara þeir einvörðungu með endur-
skoðunar- og eftirlitshlutverk á
gmndvelli gildandi laga og reglna
á hveijum tíma. Það er á verksviði
ríkisstjórnarinnar en ekki yfirskoð-
unarmanna að setja reglur um
kaup opinberra aðila á áfengi á
kostnaðarverði. Um samstarf
skoðunarmanna og einstakra ráð*-'^
herra í því efni getur því eðli máls-
ins samkvæmt ekki orðið að ræða.
Yfirskoðunarmenn geta sam-
kvæmt ákvæðum stjórnarskrár,
hver um sig, tveir eða allir, krafist
að fá í hendur allar þær skýrslur
eða skjöl sem þejm þykir þurfa í
störfum sínum. Ábyrgð þeirra er
síðan gagnvart Alþingi en ekki
handhöfum framkvæmdavalds,
sem eftirlitshlutverk þeirra beinist
þvert á móti að. Þeir munu því
ekki taka upp bréfaskipti við ein-
staka ráðherra um störf sín eða.
starfshætti. Þeim sem vilja kynna
sér athugasemdir yfírskoðunar-
manna fyrri ára er hins vegar bent -
á að þær hafa verið birtar á Al-
þingi með ríkisreikningum hvers
árs fyrir sig.
Aftur á móti skal rifjað upp að
í bréfi yfirskoðunarmanna til ríkis-
endurskoðanda er sérstaklega ósk-
að eftir því að gagnskoðað verði
hvort áfengiskaupaheimildir hafi
verið misnotaðar í fleiri tilvikum á
síðasta ári. Vinnur ríkisendurskoð-
un að þeirri athugun. Yfírskoðun-
armenn hafa nú einnig óskað eftir
því að ríkisendurskoðun taki tiV^
athugunar önnur atriði í bréfi ut-
anríkisráðherra er máli þykja
skipta.
I skýrslu sinni til Alþingis um
endurskoðun ríkisreiknings 1988,
sem væntanleg er síðar í þessum
mánuði, munu yfirskoðunarmenn
gera grein fyrir athugasemdum
sínum við núgildandi heimildir til
áfengiskaupa á kostnaðarverði,
sem og við önnur atriði í ríkisreikn-
ingum er ástæða þykir til að taka
til meðferðar."
GeirH. Haarde, Lárus
Finnbogason, Sveinn L.
Hálfdánarson.
Ráðstefna
um Fiskvinnsluskólann og
fagmenntun í fiskiðnaði á íslandi
Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, boðar til ráðstefnu um Fiskvinnsluskólann og fag-
menntun í fiskiðnaði.
Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 5. október 1989 á hótel Holiday Inn í
Reykjavík.
Hún mun standa frá kl. 10.00 til 16.00 með klukkustundar hléi í hádeginu.
Aðgangseyrir verður kr. 500 á mann.
Um 10 fyrirlesarar munu flytja erindi á ráðstefnunni um Fiskvinnsluskólann og
fræðslumál fiskiðnaðins.
Þeir eru: Sigurður B. Haraldsson, skólastjóri Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði,
Hulda Arnsteinsdóttir, skólastjóri Fiskvinnsluskólans á Dalvík,
Jón Þórðarson, Háskólanum á Akureyri,
Ágúst Elíasson, Samtökum fiskvinnslustöðva,
Guðmundur Magnússon, Háskóla íslands,
Jón Gunnarsson, forstj., íslenskum gæðafiski,
Kristján Loftsson, f.h. útgerða frystitogara,
Stefán Ólafur Jónsson, frá menntamálaráðuneytinu,
Gylfi Gautur Pétursson frá sjávarútvegsráðuneytinu,
Gísli Jón Kristjánsson, formaður Fiskiðnar.
Fundarstjóri verður Sverrir Guðmundsson ráðgjafi hjá lcecon.
FAGFÉLAG
FISKIÐNAÐA RINS