Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAQUfi Á QKTQ,BER 1989
37
gnæfði með stíl sínum alla aðra. En
það viidi Marivaux til, að hann í
upphafi ferils síns lenti í slagtogi
með ítölskum farandleikflokki og fór
að skrifa fyrir hann leikrit. Verk sín
skrifaði hann jafnan fyrir leikflokka
og ákveðna leikara, fyrri hluta
æfinnar fyrir ítaiska flokkinn og
síðar fyrir franska flokka. Áhrif
þessa komu vel fram í leiksýningun-
um í Iðnó og dæmunum sem leikin
voru með fyrirlestri Jeans-Claude
Penchenats. I leikritinu Þrælaeyjan
kemur t.d. fyrir hin hefðbundna per-
sóna úr ítölsku leikjunum „arlequin“,
sem er allt annar „arlequin" en sá
hefðbundni. Og sést þar vel hvernig
Marivaux umskapaði þessa persónu
sem og aðrar fastmótaðar persónur
farsaleikja, sem hann nýtti sér. I
öðru leikritinu sem hér var sýnt,
Sveitakonunni, kom svo vel fram
hvernig hann, seinna á ævinni, mót-
aði leikpersónur sínar í samræmi við
líf sitt í París og umgengnina við
hefðarfólk í salonum borgarinnar.
Frönsku leikflokkarnir voru þá frek-
ar úr hópi ríka fólksins, sem lék sér
að því að setja upp leikrit í höllum.
En þeim hefðbundnu persónum um-
breytir hann líka. Og er þá kominn
þessi stíll sem nefndur hefur verið
Marivaux-stíll, sem gaman var að
kynnast nú.
Marivaux var undanfari stjómar-
byltingarinnar frönsku, en leikrit
hans draga samt upp mynd af því
sem maður getur ímyndað sér að
hafí verið geijun í samfélaginu fyrir
þau umbrot, og eru þau því nú dreg-
in fram í tilefni 200 ára afmælis
stjórnarbyltingarinnar. Hefur fyrsta
leikritið, Þrælaeyjan, sem hér var
sýnt í Iðnó á mánudagskvöld eflaust
verið valið með tilliti til þess. Þar
verða skipreika á grískri eyju hús-
bóndi og þræll hans og húsmóðir og
ambátt hennar, en eyju þessari er
stjórnað af frelsingjum, sem ætla að
kenna ríka fólkinu betri siði í um-
gengni við þjónustufólk sitt með því
að láta þau skipta um hlutverk. Var
leikritið mjög hreint og skilmerkilega
sett upp, dregið hreinum línum.
Úr Þrælaeyjunni, leikararnir Bénédicte Wenders, Samuel Bonnafil
og Michel Toty í hlutverkum sínum
Arlequin Amaults Lecarpentiers,
sem lék þrælinn, einstaklega
skemmtilega leikinn. Og andstæðan
í ambáttinni, sem Francoise Miquelis
lék, mjög vel fram sett.
Sveitakonan, sem leikin var eftir
hlé, ijallar um auðugu konuna utan
af landi, sem vill allt til vinna að
sýnast ekki sveitaleg þegar hún kem-
ur til heimsborgarinnr og verður því
auðveld bráð auralausra spjátrunga
af báðum kynjum í samkvæmislífinu.
Þama koma, eins og annars staðar
í leikritum þeirra tíma og iðulega í
óperum, við sögu þjónar og þjónustu-
stúlkur, sem aðstoða húsbændur sína
í ástarmálum og ná svo líka sjálf
saman. í þessu leikriti er efnisþráður
flóknari og persónur fleiri, sem sýndi
vel hve jafngóðir leikararnir eru. Þar
kemur fram mismunandi talsmáti
hefðarfólks borgarinnar og þjónustu-
fólks úr sveitinni og nutu sín þar-vel
leikhæfileikar Hélenar Philipe í
kostulegu hlutverki hinnar sveitalegu
fylgdarkonu „Sveitakonunnar" í
borginni.
Hve fjölhæfir leikararnir í þessum
leikflokki em, kom vel fram í hinum
ýmsu hlutverkum sem þau fyrirvara-
laust brugðu sér í með fyrirlestrinum
og í samlestrinum á síðasta leikrit-
inu, Arfurinn. Þó varð Michel Toty
í hlutverki markgreifans og nokkrum
smámyndum eftirminnilegur senu-
þjöfur. En leikurinn fjallaði sem svo
mörg önnur verk Marivauxs um ást-
ina og hugarástand þeirra ástföngnu
í langvinnum flækjum, áður en þeir
réttu ná allir saman.
Séu sýningarnar teknar allar sam-
an, er augljóst hve þjálfaður þessi
14 manna leikflokkur er, þekkir vel
verk og stíl Marivauxs og persónurn-
ar eru vel heima í ijölbreyttum hlut-
verkum hans, sem þau bregða sér
í. Og hlýtur að skrifast að stórum
hluta á reikning leikstjórans. Ekki
er hægt að taka út og telja upp leik-
arana, enda tilgangslaust. En sýn-
ingar franska leikflokksins frá
Campagnol-leikhúsinu voru mikill
fengur fyrir þá íslensku leikhúsgesti
sem þeirra nutu, svo og kynnin við
nýjan höfund frá 18. öld, sem fæstir
höfðu áður þekkt, og ekki síður
meðferð nútíma landa hans á þessum
verkum. í landi, sem á svo stutta
leiksögu, víkkar það sjóndeildar-
hringinn.
SIEMENS
Góður og ódýr þurrkari!
• Stórt lúguop og stór lósía.
• Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að
forðast krumpur.
• Tekur 4,5 kg. að þvotti.
Sérlega hagkvæmur og sparneytinn þurrkari.
Verð: kr. 35.800,-
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
m targtmWI 3»
Áskriftarsíminn er 83033 OD <J1 ■U o
Rafvirki
Við viljum ráða rafvirkja í þjónustudeild okkar.
Starfið felur í sér viðgerðir á Siemens-
heimilistækjum og ýmsum öðrum raftækjum.
Við leitum að ungum og röskum manni, sem
hefur áhuga á þægilegum, mannlegum sam-
skiptum og vilja til að veita góða þjónustu.
Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindu starfi,
eru beðnir um að senda okkur eiginhandar-
umsókn, ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir
hendi, fyrir 9. október nk.
----SMITH& ____________________
NORLAND
Pósthólf 519, 121 Reykjavik ■ Nóatúni 4 • Simi 28300
Ritari
Félagasamtök vilja ráða starfskraft til
almennra skrifstofustarfa. Ensku- og
dönskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
kl. 17.00 í dag, merktar: „Ritari - 7847“.
Söngfólk
Getum bætt við nokkrum góðum söngkröft-
um í kór Seljakirkju. Á verkefnaskrá vetrarins
eru mörg áhugaverð verk, kirkjuleg og verald-
leg.
Upplýsingar gefur organisti kirkjunnar Kjart-
an Sigurjónsson í síma 45968.
Löglærður fulltrúi
óskast til starfa nú þegar við opinbera stofn-
un í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbreytt innheimtu- og lög-
fræðistörf. Laun eru samkvæmt launakerfi
opinberra starfsmanna. Viðkomandi þarf að
hafa bifreið til umráða. Greiddur er bifreiða-
styrkur.
Umsóknum ber að skila til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins fyrir hádegi 10. október ’89
merktum: „Lögfræði-99“.
Atvinna óskast
Þrítug kona óskareftirvel launuðu skrifstofu-
starfi strax. Hefur 13 ára reynslu við almenn
skrifstofustörf.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„AT-2825".
1. vélstjóri
óskast á rækjutogara sem frystir aflann um
borð.
Upplýsingar í síma 91-626630 á skrifstofu-
tíma og í síma 91-46676 á kvöldin.
Bakari
Bakari óskar eftir vinnu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðs-
ins merkt: „B-7131".
St. Jósefsspítali, Hafnarfirði
Röntgentæknar
athugið!
Staða röntgentæknis við röntgendeild spítal-
ans er laus til umsóknar. Um er að ræða
hlutastarf en fullt starf kemur til greina.
Æskilegt væri að umsækjandi gæti byrjað
15. október eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 54325 og deildarröntgentæknir í síma
50966 (16).
Starfskraftur
óskast strax til starfa hjá aðila í ferðaþjón-
ustu við farmiðasölu og upplýsingaþjónustu.
Vaktavinna. Framtíðarstarf. Smávegis tungu-
málakunnátta er skilyrði.
Einnig vantar starfskraft til almennra af-
greiðslustarfa. Vaktavinna.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
hádegi miðvikudag, merktar: „Starfskraftur
- 7747“.
Veitingahús
Aðstoðarfólk óskast í sal á aldrinum 20-40 ára.
Nánari upplýsingar á staðnum frá kl. 15.00-
18.00 þriðjudag til fimmtudags.
Bjórhöllin hf.,
Gerðubergi 1,
Gréta Pétursdóttir.
r