Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 42
t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 !—:—!■!'!'('.: i—fn—"■.-i-fr-1'—rt——.'■■'■:■. :■,— forsenda Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi: Ríkisstjórnin biðjist lausnar og boðað verði til kosninga tafarlaust Egilsstaðir AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi, var á Egilsstöð- um laugardaginn 23. september. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum Qölluðu Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og Inga Jóna Þórðardóttir um undirbúning komandi sveitarstjómarkosn- inga. Þorsteinn Pálsson, formað- ur flokksins, og Geir H Haarde, alþingismaður, (jölluðu um stjómmálaviðhorfið og stefnu Sjálfstæðísflokksins ásamt þing- mönnum kjördæmissins, þeim Agli Jónssyni og Kristni Péturs- syni. I sljómmálaályktun aðalfúnd- arins segir, að hann krefjist þess að núverandi ríkisstjórn segi af sér og tafarlaust verði boðað til kosninga. I ályktun aðalfúndar- ins segir að það sé krafa almenn- ings í landinu að mynduð verði stjórn undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins. Einnig segir í ályktun- inni að taka verði landbúnaðar- stefiiuna til róttækrar endur- skoðunar, endurskoða verði vinnulöggjöfina og aðgreina betur framkvæmda- og löggjaf- arvald. Ráðherrar eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á þingi og þingmenn ekki að sitja í stjóm- um eða vera forstöðumenn ríkis- stofiiana er heyri undir fram- kvæmdavaldið. Aðalfundurinn krefst þess að Steingrímur Hermannsson biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og að tafarlaust verðið boðað til Frá aðalfúndi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Morgunblaðið/Björn Sveinsson. alþingiskosninga. „Það er þess að hægt sé að mynda sterka ríkisstjóm, sem getur tekist á við efnahagsvandann á raunhæfum forsendum og mótað nýja stefnu um endurreisn atvinnulífsins í landinu. Sú ríkisstjóm verður að vera undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins. Það er krafa almennings í landinu. Það hafa skoðanakann- anir í landinu sýnt mjög ræki- lega,“ segir í ályktuninni. Síðar í ályktuninni segir að það liggi fyrir að landbúnaðarstefna ríkisstjómarinnar sé gjaldþrota og á góðri leið með að útrýma íslensk- um bændum. Telur aðalfundurinn það óhjákvæmilegt að taka stefn- una í landbúnaðarmálum til rót- tækrar endurskoðunar. Breyta þurfi öllu sölu- og dreifingarkerfi landbúnaðarins og bændúr þurfi í framtíðinni að bera ábyrgð á gæð- um og verði sinnar framleiðslu þar til varan sé komin í hendur neyt- andans. Einnig verði bændur að mæta sveiflum í framboði og eftir- spum á eigin ábyrgð. Öllum hug- myndum um aukinn innflutning landbúnaðarvara er hafnað. Um byggðastefnu segir í álykt- uninni: „Aðalfundurinn telur rétt mat á þeim verðmætum sem til verða í undirstöðuatvinnuvegunum og stóraukna áherslu á bættar samgöngur vera þá homsteina sem byggðastefna Sjálfstæðisflokksins eigi að byggja á. Aðalfundurinn minnir einnig á að eitt grundvallar- atriðið í sjálfstæðisstefnunni.er að fólk geti valið sér sjálft búsetu. Þeim miðstýringarhugmyndum Fjölgun útlendinga í langferðir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Athafnasvæði Eldhesta við Hveragerði. Unnið var að því að gera klárt fyrir síðustu sex daga ferðina á þessu ári. Eldhestar Hveragerði: Þrír af eigendum Eldhesta, frá vinstri Þorsteinn Hjartarson, Bjarni E. Sigurðsson og Hróðmar Bjarnason. A myndina vantar Siguijón Bjarnason. Selfossi. „Það er alveg sama þó það sé rigning, fólkið vill ríða áfram þrátt fyrir það. Því finnst líka sjarmi yfir því,“ sagði Siguijón Bjarna- son einn eigenda Eldhesta í Hveragerði. Mikil aukning hefúr orðið á starfseminni frá því hún hófst 1987. Eldhestar reka hestaleigu og semi, sín eigin og önnur sem feng- in eru að láni hjá bændum í Ölf- standa fyrir lengri og skemmri ferðum á hestum. Það eru nær eingöngu útlendingar sem kaupa þessar ferðir og langflestir þeirra eru Svíar. Að sögn Siguijóns er mjög mikill áhugi fyrir íslenska hestinum í Svíþjóð. Eigendur Eldhesta eru Siguijón Bjarnason, Hróðmar Bjamason, Þorsteinn Hjartarson og Bjarni E. Sigurðsson. Þeir félagar hefja starfsemina 15. júní á styttri ferð- unum, frá dagsferðum upp í þriggja daga ferðir. í lok júní hefjast síðan 6 daga ferðimar sem eru 7-8 á ári. Alls eru þeir með 100 hross í kringum þessa starf- usi og á Skeiðum. Margir þeirra ferðamanna sem skipta við þá félaga vilja kaupa hestinn sem þeir hafa verið á í ferðinni eða ámóta hest. Við slíkum óskum er reynt að verða eins og frekast er unnt. „Það er mjög gott að vera með þessu fólki í ferðunum. Það veit að hveiju það gengur, að þetta sé svolítið frumstætt og það finnst því aðlað- andi. Fólkið er mjög kurteist og aldrei nein vandamál í umgengni við það,“ sagði Siguijón. Hann sagði það glöggt dæmi um áhuga Svíanna að nú þegar væri uppselt í landsmótstúrinn á Vindheima- mela á næsta ári. Þar er um að ræða fólk sem komið hefur áður og aðrir sem vita að þetta eru sérstakar ferðir og mótið sjálft ásamt rómantíkinni í kringum það. í sex daga ferð Eldhesta er fyrsta daginn lagt upp frá Hvera- gerði og gamla póstleiðin farin milli hrauns og hlíða og komið að Kolviðarhóli. Gist er í Víkings- skála. Á öðrum degi er riðið inn í Marardal sem er mikið náttúru- undur ogþaðan áleiðis að Dyrfjöll- um, komið við í Jórukleif og riðið að Heiðarbæ. Þaðan er fólkið flutt íbíl um Þingvelli að Skógarhólum. Á þriðja degi er riðið upp hjá Meyjarsæti, meðfram Skjaldbreið, um Eyfirðingaveg, milli Karls og Kerlingar að Hlöðuvöllum og gist þar. Þaðan er svo farið á fjórða degi áleiðis að Geysi. Frá Geysi er á fimmta degi farið að Kringlu- mýrarskála um Lyngdalsheiði og síðasta daginn er riðin svokölluð Drift, farið yfir Grafningsháls og komið í Hveragerði. Sigurjón Bjarnason sagði að það færi í vöxt að Danir sýndu ferðunum áhuga og góður kippur hefði komið í sumar eftir að leik- konan Gitta Nörby hefði komið í ferð í þeirra boði. Fyrirspurnir hefðu strax á eftir aukist frá Danmörku og fólk spurði hvort þetta væri hestaleigan sem leik- konan hefði farið með. Sigutjón sagði nú unnið að markaðssetningu og kvaðst eiga von á að enn yrði aukning í ferð- ir þeirra. — Sig. Jóns. sem fram hafa komið um að það verði stjórnvaldsákvörðun að skipuleggja einn þéttbýliskjarna í hveiju kjördæmi verður að hafna samstundis. Þrátt fyrir verulegar framkvæmdir í samgöngumálum á undanfömum árum og sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft for- ystu fyrir verður að auka enn áherslur í þeim efnum. Nota verður alla þá nútíma tækni og vísinda- legu þekkingu sem til er, til að hraða uppbyggingu samgangna- nets milli byggðalaganna, og skapa þannig gmndvöll fyrir auknu sam- starfi og aukinni hagræðingu í rekstri atvinnufyrirtækjanna á þessum stöðum. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að endur- reisa atvinnu- og efnahagslífið í landinu.“ Aðalfundurinn telur einnig brýnt að hafin verði endurskoðun á vinnulöggjöfinni í nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Meg- inmarkmiðið eigi að vera að skil- greina betur en gert sé í dag valda- mörk aðila vinnumarkaðarins og hlutverk þeirra, þannig að sam- skiptareglur verði skýrari og ábyrgð þessara aðila á ákvörðun- um ótvíræð. Með þessum hætti sé hægt að skapa aukin stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði, en það sé nauðsynlegt, eigi að takast að réisa atvinnulífið úr þeim rústum sem óstjórn síðustu missera í efna- hagslífinu hafa leitt af sér. Þá telur aðalfundurinn nauðsyn- legt að aðgreina betur fram- kvæmdavaldið frá löggjafarvald- inu. Alþingismenn eigi ekki að sitja í stjórnum eða vera forstöðumenn ríkisstofnana er heyra undir fram- kvæmdavaldið. Það eigi einnig að vera ófrávíkjanleg regla að ráð- herrar hafi ekki atkvæðisrétt á þingi. „Þannig að þegar alþingis- maður verður ráðherra og tekur sæti í ríkisstjórn þá taki varaþing- maður sæti hans meðan hann gegnir ráðherrastörfum,“ segir í ályktuninni. Björn. Kynningar- fiindir ITC ITC-samtökin eru fjölmcnnustu alþjóðasamtök sem starfa ein- göngu á fræðilegum grundvelli. ITC-deildir á íslandi halda flestar kynningarfundi í októbermánuði ár hvert. í dag, þriðjudaginn 3. október, mun ITC-deildin Irpa í Reykjavík halda kynningarfund í Brautarholti 30, 3. hæð og hefst hann klukkan 20.30. Gefst þá fólki tækifæri til að kynnast þjálfun þeirri sem fer fram innan deildar- innar. ITC eru þjálf- unarsamtök. Þau starfa ekki að góðgerðarmálum eins og mörg önnur samtök og sjóðir samtak- anna eru eingöngu ætlaðir til rekst- urs þeirra. ITC veiti þjálfun í almenn- um tjáskiptum og örvar forustuhæfí- leika. Markmiðið með starfinu í ITC er að félagar öðlist andlegt jafnvægi og aukið sjálfstraust. ITC starfa að vísu að góðgerðarmálum í þeim skiln- ingi, að samtökin gera einstaklinginn hæfari til að starfa að samfélagsmál- um og gera áhrif hans meiri, hvort sem hann er óbreyttur félagi eða stjórnandi í félagi sem starfar að almannaheill - hvort sem heldur í skólanefnd, hefðbundnum stjórn- málaflokki eða annars staðar. (Fréttatilkynning) Afmæli BAB VEGNA fréttar í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag skal tekið fram, að bók Elínar Pálmadótt- ur, Fransí biskví, er ekki af- mælisrit Bókaklúbbs almcnna bókaklúbbsins. Bókin fjallar um sögu franskra sjómanna hér við land og kemur út um þessar mundir á 15 ára aftnæli bóka- klúbbsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.