Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 Viðskiptatækni Viöskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 HVERVANN? TVÖFALDUR POTTUR - næsta laugardag! Vinningsröðin 30. september: 1X1-121-XX1-XX1 Heildarvinningsupphæð: 509.243 kr. 12 réttir = 356.472 kr. Engin(n) var meö 12 rétta - og því er tvöfaldur pottur núna! 11 réttir = 152.771 kr. 19 voru með 11 rétta - og fær hver 8.040 kr. í sinn hlut. fclk í fréttum TÓNLIST Paul McCartney leggur land undir fót Reuter Paul McCartney tekur lagið í Drammen í Noregi. Tónleikarnir þóttu framúrskarandi góðir og kváðu viðstaddir það lyginni líkast að McCartney væri orðinn 47 ára. Af myndinni verður ekki annað ráð- ið en að McCartney hafí endanlega lagt Höfher-fiðlubassanum og tekið nútímalegri tól í þjónustu sína. Bítilmennið heimsfræga Paul McCartney er þessa dagana á miklu tónleikaferðalagi um gjör- valla heimsbyggðina. Er þetta í fyrsta skipti í heil 13 ár sem McCartney leggur land undir fót og skemmtir aðdáendum sínum með lúðrablæstri og söng. Tónleikaferðin hófst í síðustu viku í Noregi, nánar tiltekið í Drammen eigi alllangt frá höfuð- borginni Ósló. Sex þúsund manns mættu á tónleikana og vakti það athygli að unglingar jafnt sem miðaldra aðdáendur McCartneys þyrptust á staðinn til að beija goðið augum. Viðtökurnar voru mjög góðar og ekki spillti fyrir að 13 þeirra 27 laga sem McCartney lék á tónleikunum voru frá Bítlatímabilinu. Lög þessi eru mörg hver löngu sígild en undir tók í höllinni er McCartney söng „Let It Be“, „Yesterday" og „Hey Jude“. Nokkrir lýstu þó vonbrigð- um sínum vegna þess að hljóm- sveitin lét ógert að leika „Nor- wegian Wood“. Aðrir bentu á að mörg Bítlalögin hefðu aldrei áður verið flutt á tónleikum en Bítlarn- ir hættu að leika opinberlega árið 1966. Lög af nýjustu plötu McCartneys „Flowers of Dirt“ hljómuðu einnig vel að sögn við- staddra en platan þykir sú besta sem McCartney hefur sent frá sér í mörg ár. Fimm undirleikarar eru með í för en eiginkona McCartneys, Linda, leikur á hljómborð. Á tón- leikunum lék McCartney á gítar og hljómborð auk bassans sem hefur allt frá upphafi frægðarfer- ilsins með Bítlunum verið aðal- hljóðfæri hans. Frá Noregi héldu Paul McCart- ney og hljómsveit hans yfir til Svíþjóðar en þau hyggjast einnig heiðra Vestur-Þjóðveija, Frakka, ítali, Hollendinga og Breta með nærveru sinni. A næsta ári er för- inni heitið til Austurlanda og Bandaríkjanna auk Suður- Ameríku. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 SKILNAÐARMÁL Goldie deilir um forræði barna sinna við fyrrum eiginmann Leikkonan góðkunna Goldie Hawn á nú í harðri baráttu um forræði tveggja bama sinna. And- stæðingurinn er fyrmm eiginmaður hennar Bill Hudson, en sex ára hjónabandi þeirra lauk árið 1982. Þau áttu saman Oliver sem nú er 12 ára og Kate sem er 10 ára. Við skilnaðinn samþykkti Hudson for- ræði Goldie yfir börnunum, en hann hafði mikil tengsl við þau sam- kvæmt sáttmálanum. Hann mátti hitta þau reglulega, hafa þau hjá sér í mánuð á ári og hafa þau aðra hvora helgi ef Goldie og bömin væru stödd í Los Angeles eða ná- grenni. Nú er það svo, að Goldie og börn- in em á ferð og flugi og búa auk þess í Kolóradó og Hudson hefur átt í brösum með að hafa uppi á þeim. Auk þess svíður honum að Goldie hefur búið um langt skeið með leikaranum Kurt Russel og eignast með honum eitt barn. Hud- son er sem sé orðinn fullsaddur og hefur stefnt fyrrum frú sinni fyrir rétt. Krefst hann forræðis yfir börn- unum. Mörg og stór orð hafa fallið í deilunni, m.a. sakar Hudson Goldie um að letja börnin til að hringja til föður síns og auk þess reyni hún að hindra að hann nái sambandi við börnin. Hann hafi ekki haft hugmynd um að hún ætlaði að flytja frá Los Angeles þegar hann ritaði nafn sitt á forræðisplaggið um árið. Goldie segist aftur á móti vita hver hin raunverulega ástæða fyrir brölti Hudsons sé í ljósi þess að hann hafi ekki sýnt bömum sínum hinn minnsta áhuga allar götur frá skilnaðinum. Þannig hafi þá hagað til að Hudson fékk í sinn LJÓSMYNDA- ALBUM frá Múlalundi... ... vel geymdar verða minningarnar enn ánægjulegri. Múlalundur LU <£> z 5^ 2 ZD Q Z Œ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.