Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1989 19 Rússar tregir til frek- ari freðfiskkaupa: Framleiðsla beinist inn á aðra markaði „ÞAÐ felst í því visst tjón í við- skiptunum við Sovétmenn, að ekki skuli hafa fengist íjárveit- ing þar eystra til kaupa á 5.500 tonnum af freðfíski til viðbótar því, sem áður var um samið til afhendingar á þessu ári. Það þýðir að vinna á þennan markað leggst niður hér á landi um nokkurra mánaða skeið og framleiðslan beinist þess í stað inn á nýja markaði. Sú markaðs- sókn er reyndar jákvæð, þó hún sé á kostnað viðskiptanna við Sovétríkin," segir Gylfi Þór Magnússon, einn framkvæmda- stjóra SH, í samtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið hefur áður greint frá því, að umsamin sala á freð- fiski héðan til Sovétríkjanna á þessu ári hafi numið 9.700 tonn- um, eða tæplega helmingi þess, sem kveðið er á um í rammasamn- ingi um viðskipti milli þjóðanna. Fulltrúar SH og Sambandsins hafa undanfarna mánuði unnið að samningi um sölu 5.500 tonna til viðbótar, en þau viðskipti hafa strandað á ijárveitingu frá yfir- stjórn Sovétríkjanna til sjávarút- vegsráðuneytisins og Sovrybflot. Gylfi þór segir, að í þessum samningi sé fyrst og fremst um að ræða ufsa, karfa og gráiúðu, en markaður sé fyrir þessar afurð- ir viða um heim, meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Því beinist framleiðsla á þessum fisktegundum meira inn á þessa markaði en áður. Afleiðingin verði svo aftur sú, svo ekki verði um birgðasöfnun að ræða, að vinnsla þessara fisktegunda á sovézka markaðinn leggist niður. Það sé slæmt því vinnsla af þessu tagi hafi verið hefðbundinn þáttur í vinnslu frystihúsa á íslandi og geti mögulega haft neikvæð áhrif á viðskiptin við Sovétríkin. Búizt er við að í novembermán- uði verði gengið frá samningum um sölu freðfisks til Sovétríkjanna á næsta ári. ÍTÖLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. Italskar vörurjyiískusýningar Tónlist B Kaffihús U ítalskur matur U Ferðakynningar H OGetraun, vinningur: ferb fyrir tvo til Ítalíu U Þ.Þ0RGRÍMSS0N &G0 WARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29. S. 38640 Þjónustusíminn veitir viðskiptavinum banka um land allt nýjustu upplýsingar um stöðu tékkareikninga Ný staða strax: Einfalt og Þægilegt: Þjónustusíminn er tölvu- væddur símsvari í Reikni- stofu bankanna. Hann veitir þér upplýsingar um nýjustu stöðuna á tékkareikningi þínum og 20 síðustu færslur. Leyninúmer tryggir að aðeins þú getur fengið upplýsingar um eigin reikning. Þjónustusíminn svarar þér greiðlega allan sólarhringinn. Rétt staða strax kostar eitt símtal. Allir hringja í sama símanúmerið: (91) 62 44 44 úr næsta tónvalssíma, hvaðan sem er — heima eða erlendis Nú þarftu ekki lengur að bíða eftir reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Næst þegar þú átt leið í bankann þinn skaltu velja leyninúmer sem veitir þér aðgang að Þjónustu- simanum. ÞJPINIUSTU wsmm BEHSl LÍÞdA BAiNJKA UIVI LAMO ALLT Fáðu þér kynningarbækling og settu þig í samband strax. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og bú veist alltaf hvar þú stendur 62 44 44 BEIIM LÍIMA BAIMKA UM LAIMD ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.