Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUÐÁÖUK 3. OKTÓBER 1989 Hagvirki hf. með lægsta tilboð- ið í framkvæmdir á Amameshæð HAGVIRKI HF. átti lægsta tilboð, 166,6 milljónir króna, í brúarsmíði og gatnagerðarframkvæmdir á Amarneshæð. Tilboðið er 76% af kostn- aðaráætlun. „Sprengd verður meðal annars gjá í gegnum Arnames- hæðina og byggð brú yfir gjána,“ sagði Pétur Ingólfsson verkfræðing- ur hjá Vegagerð ríkisins. Pétur sagði að Hafnarfjarðarvegur um sker- ingu á Arnarneshæð, ásamt brú og gatnamótum á Arnarneshæð, eigi að vera tilbúinn til umferðar eigi síðar en 1. október 1990 en öllu verkinu skuli vera lokið eigi síðar en 1. ágúst 1991. Innifalin í þessu verki er lagning neshæð, svo og gerð eystri hluta eystri akbrautar Hafnarfjarðarveg- ar frá Hlíðarvegi í Kópavogi suður undir Amameslæk, vestari ak- brautar vegarins um Amameshæð og tengivega gatnamóta á Amar- steyptra undirganga norðan Fífu- hvammsvegar og umferðareyja á gatnamótum. Einnig er innifalin í verkinu smíði brúar á eystri ak- braut Hafnarfjarðarvegar yfir Kópavogslæk og vegbrúar yfir Hafnarfjarðarveg á Arnarneshæð. SH verktakar hf. buðu um 174 milljónir króna í verkið, ístak hf. bauð um 238,5 milljónir kr., Völur hf. og Steintak hf. um 184,4 millj- ónir kr., Klæðning hf. og Ármanns- fell sf. um 222,8 milljónir kr., Gunn- ar og Guðmundur hf. um 222,8 milljónir kr., Byggðaverk hf. og Suðurverk hf. um 189,5 milljónir kr., svo og Loftorka hf. í Reykjavík og Álftárós hf. um 215 milljónir kr. VEÐUR » * c ■« ** * • i Fyrírhugadar framkvæmdir á Arnarneshæð 500m VEÐURHORFUR í DAG, 3. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Yfir frlandi er heldur minnkandi 1032ja mb hæð, sem þokast austur, en hægfara 1005 mb lægð á vestanverðu Grænlandshafi. Fremur hlýtt verður áfram. SPÁ: Áfram suðlægar áttir með rigningu og súld sunnan- og vestan- lands en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suð- og suðvestlæg- ar áttir. Súld eða rigning einkum sunnan- og vestanlands. Áfram hlýtt á miðvikudag en kólnar á fimmtudag. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður \m > * 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltí veður Akureyri 11 skýjað Reykjavik 9 alskýjað Bergen 9 skýjað Helsinki 7 alskýjað Kaupmannah. 15 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk 2 rigning Osló 14 úrkoma í grennd Stokkhólmur 11 skúr Þórshöfn 9 skýjað Algarve 25 þokumóða Amsterdam 14 skýjað Barcelona 23 mistur Berlín 14 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 13 alskýjað Glasgow 13 reykur Hamborg 15 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 14 skýjað Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Madrid 23 mistur Malaga 24 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 14 alskýjað New York vantar Orlando 24 hálfskýjað París 15 skýjað Röm 22 helðskírt Vín 16 skýjað Washington 19 rigning Winnipeg vantar Morgunblaðið/SPB Friðrika Stefánsdóttir frá Norðurhlíð í Aðaldal á sjúkrahúsinu á Húsavík í gær. Skarst illa á hendi og fæti Húsavík. „ÉG ÆTLAÐI að fara að hátta og var að gá að stofnglugganum því að ansi var orðið hvasst. Vissi ég þá ekki fyrr en eitthvað fýkur i gluggann og yfir mig kastast glerbrotin,“ sagði Friðrika Stefánsdóttir, 81 árs gömul kona búsett á bænum Norðurhlíð í Aðaldal, þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík hafði tal af henni þar sem hún lá á sjúkrahúsinu þar. I suðvestanstorminum síðast- liðið laugardagskvöld skarst Frið- rika af völdum glerbrotanna, en í storminum brotnaði rúða í stofu- glugga hennar. Mikið blæddi úr öðrum fætinum og annarri hend- inni auk þess _sem Friðrika fékk glóðurauga. „Ég ætlaði að hafa mig að símanum, en hafði ein- hvern veginn ekki þrótt til þess og svo sé ég líka illa. Agnar, son- _ ur minn, kom svo áður en langur tími leið og dreif í því að farið yrði með mig á sjúkrahúsið á Húsavík og hér ligg ég eins og þú sérð. Læknarnir hafa lagað þetta og ég er bara hress. Ég vona að ég þurfi ekki að vera hér lengi og að ég komist sem fyrst heim til þess að hjálpa Agnari þó lítil stoð sé orðin í mér. Ég bý hjá honum og þykist eitthvað geta gert,“ sagði hin 81 árs gamla kona. Frettaritari 16 milljónir króna fyrir leyfi tll fiskveiða ALMENN leyfi til fiskveiða hér við land kosta nú 5.400 krónur hvert. Skammtíma- og tilraunaveiðileyfi kosta 1.800 krónur. Gjald- skráin er ákveðin með reglugerð Qármálaráðuneytisins um aukatekj- ur ríkissjóðs og er henni fyrst og fremst ætlað að standa undir kostn- aði við útgáfú leyfanna. Útgáfa veiðileyfa hófst, þegar skipulagi og eftirliti með rækjuveið- um inni á fjörðum og flóum var komið á. Með aukinni stjórn á svo- kölluðum sérveiðum, rækju, humri, skel og síld, eykst útgáfa veiðileyfa og með tilkomu kvótakerfsins í upphafi ársins 1984 urðu botnfisk- veiðar einnig bundnar leyfisveiting- um. Aætlaður fjöldi veiðileyfa árlega er nálægt 3.000 og miðað við það nemur galdtaka vegna þeirra um 16 milljónum króna. Sjávarútvegs- ráðherra telur eðlilegt að gjöld vegna veiðileyfa standi undir kostn- aði við veiðaeftirlit, en samkvæmt fjárlögum þessa árs, er kostnaður vegna þess tæpar 40 milljónir króna. MÁL og menning hefur gefið út ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson og er það jafnframt fyrsta jólabók forlagsins. Bókin nefnist Yfir heiðan morgun og hefur undirtitilinn Ljóð ’87-’89. Hún geymir 43 ljóð og skiptist í fjóra hluta sem nefnast Tónar frá ánni, Hliðar, Hvítir teningar og Dægur. Yfir heiðan morgun er sjötta ljóðabók Stefáns Harðar, en fyrsta ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður, kom út 1946. Síðast sendi hann frá sér safnið Tengsl árið 1987. Yfir heiðan morgun er 64 blaðsíður að stærð, innbundin og með hlífðarkápu. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Stefán Hörður Grímsson. Ljóðabók eftir Stef- án Hörð Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.