Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 14
14
MÖRGUhBLAÐÖ} I-RID.U'DACrR 3.‘ Ö'KTÓ'BER'1989
Hvert steftiir?
eftir Vilhjálm G.
Skúlason
Skipið og tundurduflið
Þegar ég hugsíi um fíkniefni og
öfugþróun þeirra mála hér á landi á
undanförnum áratugum kemur
stundum í hugann atvik, sem átti
sér stað fyrir meira en fjórum ára-
tugum. Atvikið gerðist um borð í
togara, sem var á stími, en þá var
venjan að láta tvo menn vera í
brúnni, annan með skipstjórnarrétt-
indi, sem fylgdist vel með umhverf-
inu, en hinn var venjulega réttinda-
laus háseti, sem góndi öðru hvoru
upp í áttavita í lofti brúarinnar og
hafði báðar hendur á gufustýri, sem
hann hreyfði annað veifið til þess
að halda striki. Við sem vorum í
brúnni í þetta sinn vorum góðir vin-
ir þótt aldursmunur væri nokkur og
ræddum saman um landsins gagn
og nauðsynjar og umhverfið. Vinur
minn, sem þekkti strandlengju
landsins eins og puttana á sjálfum
sér, var að lýsa fyrir mér því, sem
fyrir augu okkar bar, þegar hann
kastaði sér skyndilega á gufustýrið
og sneri því í bot.n um leið og hann
hrópaði „tundurdufl framundan".
Þegar því var lokið hraðaði hann sér
aftur að brúarglugganum og sá sér
til mikils hugarléttis að tundurduflið
flaut meðfram skipshliðinni. Er
hættan var liðin hjá og hann hafði
búið svo um hnútana að staðsetning
tundurduflsins yrði tilkynnt viðkom-
andi yfirvöldum, öðrum skipum til
varnaðar, tók ég eftir því að vinur
minn skalf eins og hrísla í vindi, en
andlegt og líkamlegt ástand mitt var
eins og ekkert hefði i skorist. Eftir
á að hyggja gerði ég mér ljóst, að
það sem hafði valdið þessum mun á
sálar- og líkamsástandi okkar var
að vinur minn hafði strax skilið, að
skyndilega og óvænt hafði hann
nálgast þau mörk að geta ekki upp-
fyllt þá skyldu, sem hann hafði tek-
ist á herðar, sem meðal annars var
fólgin í því að vernda skip og skips-
höfn gegn aðsteðjandi hættum, en
mér hafði aðeins verið falið að halda
striki. Þessi laukréttu viðbrögð vinar
míns gegn aðvífandi hættu eru mér
löngum dæmi um rétt viðbrögð
manna, sem þekkja skyldu sína og
gera ávallt sitt ítrasta til þess að
uppfyllá hana.
Hættur eru margvíslegar
En hættur eru margvíslegar og
misjafnlega augljósar. Ein af þeim
hættum, sem hefur læðst yfir þetta
þjóðfélag á undanförnum um það
bil tveimur áratugum, er ólögleg
dreifing og neysla fíkniefna. Þessi
hætta er miklu óljósari en tundur-
duflið og reyndar flestar aðrar hætt-
ur í þjóðfélagi nútímans. Meðal ann-
ars þess vegna hefur ekki tekist að
hamla gegn þessum vágesti og því
miður virðist sem andófið sé ekkert
öflugra né markvissara.nú, en það
var fyrir tveimur áratugum. Hörmu-
legast er, að svo virðist sem allt tal
um samstöðu og samhæfingu krafta
gegn vágestinum séu einungis orðin
tóm. Engin einn aðili virðist hafa
tekið hið lífsnauðsynlega frum-
kvæði, sem gæti hugsanlega bjargað
þjóðinni, einkum yngri hluta hennar,
á sama hátt og snarlegt frumkvæði
vinar míns bjargaði skipi og skips-
höfn forðum. Þetta er þeim mun
alvarlegra sem vandamálið stækkar
og breytist jafnt og þétt.
Stærð vandans
og breytingar
Þeir sem hafa fylgst með þessu
vandamáli með opin augu síðastliðna
rúma tvo áratugi hafa tekið eftir
því, að ólöglegt fíkniefnavandamál
hefur farið stöðugt vaxandi. Besta
vísbendingin er, hvað sem öllum
könnunum líður, að ólöglegar send-
ingar til landsins af fíkniefnum, sem
löggæslu- og tollyfirvöld hafa gert
upptækar, hafa stækkað úr tugum
gramma í þúsundir gramma auk
þess sem fíkniefni, sem ekki voru
þekkt þá hér á landi, eins og til
dæmis kókaín og amfetamín, hafa
bæst við í miklu magni. Þetta gefur
að mínu mati besta vísbendingu um
stærð vandans og að hann fer stöð-
ugt vaxandi. Það eru því síðustu
forvöð að' hefjast handa og hefja
andóf af alvöru, sem ætla má að
beri einhvern árangur.
Á tímabili var talið, að kókaín
væri svo dýrt að einungis efnaðir
einstaklingar hefðu efni á að neyta
þess. Nú hafa þær breytingar orðið,
að svo virðist sem heil þjóðfélög fái
Lærið í USA:
Fræóslufundur um nám við Pacific Luthcran Univcrsitv
Pacific Lutheran University (PLU) var stofnaður af norskum
innflytjendum árið 1890 og hefur ávallt haldið sambandi við
Norðurlöndin. Margir kennarar og nemendur eru af norrænu
bergi brotnir og yfir 60 nemendur frá IMorðurlöndum (þ.á.m.
nokkrir íslendingar) stunda nú nám við PLU.
PLU er mjög vel metinn einkaháskóli. Hann er frekar lítill (u.þ.b.
4000 nemendur) og þægilegur, og er staðsettur í Tacoma í
Washington-fylki, 60 km. suður af Seattle, við vesturströnd
Bandaríkjanna. Meðal þess sem skólinn býður upp á er:
• B.A. nám i fjölmiðlafræði, kennslufræðum, listum, tónlist
og skandinavískum fræðum;
• B.S. nám í tölvuverkfræði, hjúkrun og íþróttum;
• B.B.A. og M.A. nám í viðskiptafræði;
• B.S. og M.A. nám í tölvufræði.
Á vegum skólar.s eru í boði styrkir, sem borga a.m.k. hluta af
skólagjaldinu.
Charles Nelson, háskólaritari hjá PLU, er kominn til landsins í
heimsókn og mun halda fræðslufund um nám við PLU:
miðvikudaginn 4. október, kl. 20.30
í Norræna Húsinu. Allir velkomnir!
PACIFIC lijtheran university
Tacoma, Washington 98447
FLOTT FORM
10% afsláttarvika
Æfingakerfið FLOTT FORM býður uppá þægilega leið til að styrkja og liðka líkamann,
án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks samblands af líkams-
hreyfingum og síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að
lengd þeirra þreytist, geta þekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líkam-
ans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða
appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk, svo og aðra álagssjúkdóma.
GETUR ELDRA FÓLK NOTIÐ GÓÐS AF ÞESSUM TÆKJUM?
Já, þessi þægilega leið við að hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að
allir geta æft á sínum hraða. Aukinn sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með
þessum tækjum, er kjörið fyrir þá sem hafa stífa vöðva eða eru með liðagigt.
Ólöf Þórðardóttir
Ég hef aldrei áður stundað
leikimi og finn því mikinn
mun á mér núna. Mér
finnst ég vera miklu lið-
ugri, hressari og þreki'ö
hefur aukist til muna auk
þess sem allur bjúgur
hvarf. Þrátt fyrir enga
megrun hefur sentimetr-
unum fækkað um 40. Ég
fer endurnærð heim til mín
eftir hvern tíma.
Sigrún Guðmundsdóttir
Þegar ég hafði reynt Flott
form-æfingakerfið í 10
tíma fann ég greinilegan
mun á því hvað líkaminn
hafði styrkst og átti ég
bæði betra með öndun og
alla hreyfingu. Auk þess
hafði sentimetrunum
fækkað ótrúlega mikið og
sömuleiðis kílóunum. Ég
mæli eindregið með þessu
æfingakerfi fyrir minn ald-
urshóp.
Verið velkomin - Bjóðum einn frían kynningartíma.
NESFORM, Eiðistorgi 13-15,
sími 612422.
Dr. Vilhjálmur G. Skúlason
„En allan þann tíma,
sem rætt hefur verið
um fíkniefni hér á landi,
er eins og enginn sé til-
búin að axla ábyrgð,
ekki einu sinni lands-
feðurnir, sem þó eiga
„að sjá allt, vita allt og
geta allt“. A þeim hlýt-
ur mikil ábyrgð að
hvíla.“
stóran hluta tekna sinna með ólög-
legri kókaínframleiðslu og dreifingu
og verð þess hefur lækkað til muna.
Þar til viðbótar hefur komið neyslu-
afbrigði af kókaíni, sem er ennþá
hættulegra en kókaín. Það er því
deginum ljósara, að ekki eru mörg
góð ráð til varnar gegn hættulegum
vágesti.
En ekki er þar með öll sagan sögð
því að á síðustu árum hafa framleið-
endur, sem margir kunna mikið fyr-
ir. sér í lífrænni efnafræði, hafið
framleiðslu fíkniefna, sem líkjast
öðrum fíkniefnum til þess að reyna
að koma þeim fram hjá eftirliti lög-
gæslu. Þetta hefur í stórum stíl far-
ið fram í Kaliforníu og þar gengur
þessi nýi flokkur fíkniefna undir
nafninu „designer drugs,“ sem í raun
þýðir að hægt er að hanna og fram-
leiða fíkniefni eftir óskum og þörfum
hvers einstaklings. Talið er, að þessi
starfsemi muni bylta bæði fram-
leiðslu og dreifingu fíkniefna þar
sem tiltölulega auðvelt er að fram-
leiða þessi efni, auðvelt að smygla
þeim, þau eru ódýr í framleiðslu og
síðast en ekki síst er framleiðsla
þeirra ekki háð hráefnum eins og
ópíum eða kókablöðum heldur eru
þau framleidd út' einfaldari efnum,
sem eru venjuleg verslunarvara i
efnaiðnaði. Nú mætti ætla að meira
en nóg væri komið af fyrirsjáanleg-
um erfiðleikum fyrir toll- og lög-
gæslu, en líka er fyrirsjáanlegt að
heilsugæslan fær sinn sket'f af aukn-
um et'fiðleikum vegna þess, að nv
efni, sem enginn þekkir haus né
sporð á, bjóða augljóslega upp á
meiri hættur, ekki síst vegna óbrein-
inda, sem í þeim kunna að vera. Þar
bætist við hætta hliðstæð þeirri, sem
fólgin er í neyslu fíkniefnanna
sjálfra.
Lengi hefur verið á vitorði, að
margs konar óhreinindum er oft
blandað í fíkniefni til þess að drýgja
þau og auka íjárhagslegan hagnað
framleiðanda og dreifingaraðila.
Mörg þessara efna eru milli þess að
vera hættulaus í það að vera
lífshættuleg. En þau óhreinindi, sem
myndast sem aukaefni við marg-
breytilegar framleiðsluaðferðir hafa
óþekkta ogófyrirsjáanlega eigin-
leika. Bytjun þessarar starfsemi hef-
ur þegar tekið sinn toll og lofar sann-
arlega ekki góðu. Einu raunverulegu
tilviki skal hér lýst í grófum drátt-
um, en það er frásögn dr. Williams
Langstons, sem sjálfut' rannsakaði
það mál, sem frásögnin fjallara um,
en þau óhreinindi leiddu til heila-
skemmda, sem höfðu hræðilega ör-
kumlun í för með sér.
Lifandi dauður
„Sjúklingurinn, sem var 42 ára
gamall fíkniefnasjúklingur, sat
stífur og þögull eins og hann líktist
meira gínu en lifandi manni. Ef
handleggir hans voru settir í
ákveðna stöðu voru þeir þar kyrrir.
hann gat iyft útlimi af eigin vilja,
en aðeins með mikilli einbeitingu og
fyrirhöfn og óeðlilega hægt. Hann
gat einnig tekið blýant sér í hönd
og hreyft hann með erfiðismunum
yfir pappírsörk. Fyrstu þtjár setn-
ingarnar hans, sent hann gat muldr-
að með erfiðismunum, orkuðu á tnig
eins og snilldarlýsing á því, hvernig
það er að vera í spennitreyju eigin
vöðva, fangi eigin líkama: „Ég veit
ekki hvers vegna eða hvað hefur
kontið fyrir mig. Ég veit aðeins, að
ég get ekki hreyft mig. Ég veit hvað
ég vil gera, en ég get það ekki.“
Hendur hans voru ekki einungis
stífar. Þegar þær voru hreyfðar með
utanaðkomandi afli á þann hátt að
teygja á olnboga eða úlnlið tókst það
með rykkjum og skrykkjum eins og
verið væri að hreyfa hömluhjól.
Þetta kalla taugasjúkdómasérfræð-
ingar tannhjólastífleika. Þar sem
sjúklingurinn var þekktur fíkniefna-
sjúklingur grunaði okkur fyrst, að
hann hefði óviljandi tekið inn meng-
að heróín. En samt sem áður hafði
ég aldrei séð neitt þessu líkt eftir
notkun fikniefnis, sem dreift er með
ólöglegum hætti. Söguþráðurinn
varð ljósat-i, þegar við komumst að
raun um, að 32 ára gömul vinkona
sjúklingsins var næstum í nákvæm-
lega eins ástandi. Að því er virtist
höfðu þau sprautað sig með nýju
„samtengdu heróíni." Nú sat hún
hreyfingarlaus, án svipbrigða í and-
iiti, án þess að depla auga. Á hvetj-
um morgni urðu móðir hennar og
systir að hjálpast að við að baða
hana, klæða og koma henni fyrir í
stól. Þrisvar sinnum á dag var henni
Ritsafnið
RJETUR ÍSLENZKRAR MENNINGAR
eftir Einar Pálsson
er ómissandi öllum, sem láta sig íslenzka menningar-
sögu varða. Ritsafn þetta opnar íslendingum með
öllu nýja sýn yfir fornmenningu vora og uppruna. Rit-
safnið er nú til - öll átta bindin - í vandaðri útgáfu
og fallegu bandi.
Bókaútgáfan Mímir
Sólvallagötu 28, Reykjavík. Sími 25149.
Vélritunarkennsla
Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Lærið vélritun á
vægu verði hjá vönu fólki. Enginn heimavinna. Ný
námskeið byrja 5. og 6. október. Innritun í símum
36112 og 76728.
Vélritunarskólinn,
Ánanaustum 15, sími 28040.