Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 29
28.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
ptujrgmtiM&foií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Verðbolga - lands-
framleiðsla -
lífskiör
Spár standa til að meðal-
hagvöxtur OECD-ríkja á
líðandi ári verði um 3,25%. ís-
land hefur að þessu leyti sér-
stöðu. Það er er eina landið í
þessum ríkjahópi sem ekki býr
að hagvexti; sætir samdrætti í
landsframleiðslu og þjóðartekj-
um. Spár Þjóðhagsstofnunar
fyrir árið 1990 standa raunar til
þess að landsframleiðsla íslend-
inga minnki enn á komandi ári,
þriðja árið í röð, og verði 5%
minni en hún var árið 1987.
Ytri aðstæður, einkum í lífríki
sjávar, hafa að sjálfsögðu áhrif
á þessa neikvæðu hagþróun.
Sterkar líkur standa hinsvegar
til að vandinn sé að hluta til
heimatilbúinn. Það er því meir
en tímabært að huga að pólitísk-
um orsökum hans.
„Þegar allt er skoðað og litið
er til langs tíma, fer hagvöxtur
eftir tækniframförum," segir
Þorvaldur Gylfason í nýlegri
grein í Fjármálatíðindum, „hvort
sem þær koma fram í bættu
vinnulagi, betri framleiðslutækj-
um eða virkara fjármagnskerfi
og einnig eftir skapandi fram-
taki.“ Höfundur leiðir jafnframt
líkur að því að verðbólga dragi
úr hagvexti og ýti undir erlenda
skuldasöfnun. Orðrétt segir
hann:
„Tölfræðilegur samanburður
á þróun hagvaxtar og erlendra
skulda í „háverðbólgulöndum"
annars vegar og „lágverðbólgul-
öndum“ hins vegar sýnir með
marktækum hætti, að hagvöxtur
var minni og skuldasöfnun meiri
í háverðbólgulöndum en í lág-
verðbólgulöndum árin 1980-86.“
Höfundur nafngreinir 28 ríki
þar sem verðbólga var meiri en
20% á ári 1980-86. Sitt hvað er
sammerkt með þessum verð-
bólguríkjum. í þeim öllum býr
fók við lágar eða miðlungstekjur
— á mælikvarða þjóðarfram-
leiðslu á mann — nema hér á
landi. Aðrir mælikvarðar á
lífskjör eins og lífslíkur, læsi og
orkunotkun gefa svipaðar niður-
stöður. Aðeins fjögur af þessum
28 verðbólguríkjum búa að
langri lýðræðishefð. Flest þeirra
búa við einræði eða alræði í einni
eða annarri mynd. Margar
skuldugustu þjóðir heims eru í
þeirra hópi. Að meðaltali minnk-
aði verg þjóðarframleiðla á mann
í þessum löndum um 1,6% á ári
1980-86. í átján af þessum lönd-
um var hagvöxtur á mann minni
en enginn á tímabilinu.
Höfundur tilgreinir þrettán
lágverðbólgulönd - með verð-
bólgu að jafnaði innan við 4%
1980-86. Þar er hagvöxtur við-
varandi, þjóðartekjur á hvern
þegn mun hærri, skuldahlutfall
við umheiminn verulega lægra
og almenn lífskjör betri. „Þessar
niðurstöður virðast því renna
stoðum undir þá ályktun,“ segir
höfundur, „að lítill hagvöxtur í
háverðbólgulöndunum á árunum
1980-86 hafi ekki verið tilvilj-
un.“
Loks dregur höfundur upp
athyglisvert samanburðardæmi.
Hann gefur sér þær forsendur
að að hagþróun háverðbólgu-
landa verði áfram í mínus um
1,6% næstu 20 árin, en 1,8%
hagvöxtur í lágverðbólgulönd-
um. Þetta þýddi að tekju- og
lífskjarabil breikkaði ört milli
þjóðahópanna. Meðaltekjur á
mann í háverðbólgulöndunum
myndu minnka úr tveimur
fimmtu af tekjum fólks í lágverð-
bólgulöndum, eins og þær nú
eru, í aðeins einn fimmta á tutt-
ugu árum. Það er að vísu ekki
líklegt að svo ójöfn tekjuþróun
gangi eftir. Það er hinsvegar
nauðsynlegt að læra af tiltækri
reynslu til að fyrirbyggja skað-
ann.
Ytri aðstæður ráða miklu um
þróun landsframleiðslu, þjóðar-
tekna og lífskjara íslendinga.
Það er á hinn bóginn mikilvægt
að þróa hagkerfi okkar — um-
hverfi atvinnulífs okkar — að
framvindu og veruleika á helztu
viðskiptasvæðum okkar í
V-Evrópu og N-Ameríku. Þróun-
in þarf að miða að virkara fjár-
magnskerfí og skapandi fram-
taki í þjóðarbúskapnum. Hún
þarf að nýta sér örar framfarir
í menntun, þekkingu og tækni.
Samanburður sá, sem vitnað
var til, áréttar nauðsyn þess að
ná verðbólgu í íslenzkum þjóðar-
búskap niður á svipað stig og
gengur og gerizt þar sem hag-
vöxtur er mestur og almenn
lífskjör bezt. Við þurfum að
draga réttan lærdóm af reynslu
háverðbólgu- og lágverðbólg-
uríkja — og af biturri reynslu
okkar eigin verðbólguára, sem
því miður eru ekki enn að baki.
Vaxandi ríkissjóðshalli vísar ekki
til réttrar áttar í þeim efnum.
Við þurfum ekki síður að losa
okkur við mýrarljós pólitískrar
miðstýringar og millifærslna —
sem og pólitískrar skömmtunar
á fjármagni og aðstöðu.
Landsframleiðsla og þjóðar-
tekjur vaxa ekki í fjötrum.
Vextir hækka á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði:
Hvert prósent þýðir um
750 milljóna útgjalda-
auka þjóðarbúsins
Erlendar skuldir íslendinga áætlaðar 150 milljarðar í árslok
GERA má ráð fyrir að útgjöld íslenska þjóðarbúsins vegna vaxta-
greiðslna af erlendum lánum aukist verulega á þessu ári í kjölfar
vaxtahækkana á erlendum fjármagnsmarkaði. Um helmingur af
skuldum íslendinga eru á breytilegum kjörum sem taka mið af
millibankavöxtum í London (LIBOR).
Lauslega áætlað hefur hvert hafa millibankavextir af lánum í
prósentustig til hækkunar á breyti- dollurum hækkað úr 7,5% í 9% en
legum vöxtum, í för með sér um
750 milljóna króna útgjaldaauka á
ári miðað við núverandi skuldir
íslendinga. Frá ársbyijun 1988
hækkanir á vöxtum af lánum
öðrum gjaldmiðlum eru enn meiri.
Millibankavextir af lánum í jap-
önskum yenum hafa hækkað úr
Kasparov bætir 17 ára
met Fischers um 10 stig
GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, vann Simen Agdestein í
síðustu umferð Interpolis-skákmótsins í Hollandi í gær. Kasparov
hlaut 12 vinninga af 14 mögulegum og varð 3& vinningi fyrir ofan
næsta mann, Viktor Kortsnoj. Kasparov er nú kominn með 2795 Eló-
stig og hefur þar með bætt 17 ára gamalt met Bobby Fischers um
10 stig.
Önnur úrslit í lokaumferðinni
urðu þau að Sax og Jóhann Hjartar-
son gerðu jafntefli, sömuleiðis
Ljúbojevic og Kortsnoj. Piket vapn
Ivantsjúk. Jóhann Hjartarson hafn-
aði í 6.-7. sæti á mótinu með 514
vinning ásamt Agdestein.
Á það hefur verið bent að þótt
Kasparov hafi nú slegið stigamet
Fischers þá sé samanburður á
meisturunum mjög erfiður m.a.
vegna þess að reglur um stigaút-
reikning hafa breyst. Einnig er vert
að geta þess að skákstig verða ekki
gefín út opinberlega fyrr en um
áramót og þá gæti Kasparov hafa
hækkað eða lækkað frá því sem
nú er.
4,25% í 5,6875% frá ársbyijun
1988 og af lánum í þýskum mörk-
um hækkuðu vextir úr 3,3750% í
7,6875. Þá hafa vextir af lánum í
sterlingspundum hækkað frá sama
tíma úr 8,7% í 13,74%. Samkvæmt
áætlun Seðlabankans er gert ráð
fyrir að erlendar skuldir íslendinga
í árslok verði um 150 milljarðar
króna. Um helmingur af heildar-
skuldum er með breytilegum vax-
takjörum eða 75 milljarðar þannig
að gróflega reiknað má áætla að
um 1% hækkun á vöxtum á erlend-
um fjármagnsmarkaði leiði af sér
750 milljón króna útgjaldaauka
fyrir þjóðarbúið. Á þessu ári eru
nettó vaxtagreiðslur til útlána
áætlaðar kringum 12 milljarðar.
Á sama tíma og vextir hafa
hækkað af lánum með breytilegum
kjörum njóta íslendingar hins veg-
ar hagstæðari vaxtakjara en áður
af öðrum erlendum lánum sem
bundin eru föstum vöxtum. Ýms-
um eldri ög óhagstæðari lánum,
sem tekin voru kringum 1980 þeg-
ar vextir voru háir, hefur verið
skuldbreytt. Af heildarskuldum
þjóðarinnar eru um helmingur
þeirra í dollurum en af lánum með
breytilegum vöxtum eru lán í doll-
urum um 70% af heild.
Náttúrufræðistoftiun Islands 100 ára:
Byggmg náttúrufræði-
húss í Yatnsmýri á döfinni
Samvinna ríkis, Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands
HÁTT í 100 gestir héldu upp á aldarafmæli Náttúrufræðistofnunar
íslands sl. laugardag, en þá voru sýningarsalir stoftiunarinnar jafii-
framt opnaðir eftir gagngerar endurbætur. Stofnunin heftir til umráða
tvær hæðir í húsi númer 116 við Hverfisgötu en býr þar við afar þröng-
an kost enda mun húsnæðið aðeins hafa verið hugsað til bráðabirgða
þó nú séu 30 ár liðin frá því að flutt var þangað inn.
Nefnd, sem starfað hefur á veg-
um menntamálaráðuneytisins síðan
í júlí, leggur til að nýtt og nútíma-
legt Náttúrufræðihús verði reist í
grennd Háskólans við mörk frið-
lands í Vatnsmýrinni og yrði húsið
reist í samvinnu ríkis, Reykjavíkur-
borgar, Háskóla Islands og jafnvel
fleiri aðila. Húsinu er ætlað að rúma
fjölþætt sýningarsafn og aðstöðu
til margháttaðrar fræðslu- og kynn-
ingarstarsemi auk húsakynna fyrir
Náttúrufræðistofnun, Gert er ráð
fyrir stofnun undirbúningsfélags
ríkis, borgar, Háskólans og jafnvel
fleiri aðila eftir að nefndin hefur
lokið störfum um áramót, en húsið
gæti orðið fullbúið árið 1995 segir
í nefndarálitinu.
Innan umhverfísráðuneytis
Nefndin gerir ráð fyrir að Nátt-
úrufræðistofnun íslands starfi
áfram sem ríkisstofnun með það
Náttúrufræðifélag íslands hélt aftnælisfund sinn á Hótel Loftleiðum á sunnudag. Formaður þess er
Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989
29
Morgunblaðið/Þorkell
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson þakkar Margréti Grímsdóttur fyrir gjöf-
ina.
Hallgr ímskirkj a:
Ein milljón í orgelsjóð
NÝLEGA veittu sóknarprestar Hallgrímskirkju viðtöku höfðinglegri
gjöf í Orgelsjóð Hallgrímskirkju. Gjöfin, ein milljón krónur, er minn-
ingargjöf um Víglund Guðmundsson, vörubifreiðasljóra, Laugavegi
70, Reykjavík, fæddur 30. september 1905, dáinn 15. janúar 1987.
Gefendur eru ekkja hans, Margr-
ét Grímsdóttir og börn þeirra.
Víglundur hafði mikið yndi af söng
og hljómlist og Hallgrímskirkja var
honum afar hjartfólgin. Nú er unn-
ið að því að hanna og undirbúa
smíði hins volduga 70 radda orgels
sem komið verður fyrir yfir vestur-
dyrum kirkjunnar, en fjársöfnun til
þess hefur verið í gangi í nokkur ár.
(Fréttatilkynning)
_
Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina:
Mest fé lánað til Aust-
'N
urlandskj ördæmis
Af sveitarfélögum hefiir mest farið til Vestmannaeyja
SAMTALS hafa 154 fyrirtæki nú
fengið lán hjá Atvinnutrygginga-
sjóði útflutningsgreina, samtals
um 5,3 milljarða króna. Rúmlega
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á
Selfossi er meðalfallþunginn 14,63
kg þegar slátrað hefur verið 13.500
fíár af 38.000 sem áætlað er að
slátra þar í haust, og að sögn Hall-
dórs Guðmundssonar sláturhús-
stjóra er það svipað og var í fyrra.
Hjá sláturhúsi Kaupfélags Borg-
firðinga er fallþunginn ríflega 14,5
kg þegar um 20.000 fjár af 60.000
hefur verið slátrað, en að sögn
Gunnars Guðmundssonar slátur-
hússtjóra var fallþunginn 14,25 kg
50 umsóknum hefur verið hafn-
að. Skipt eftir kjördæmum hefiir
mest verið lánað til fyrirtækja á
Austurlandi, en minnst til
í fyrra. Óli Valdimarsson slátur-
hússtjóri Hjá KEA á Akureyri sagði
að þegar lokið væri við að slátra
13.000 af 44.000 fíár væri méðal-
fallþunginn 15,43 kg, sem væri
nokkru hærra en í fyrra, en ætti
vafalaust eftir að lækka þegar liði
á slátrunina. Hann sagði að 15%
af lömbunum hefðu farið í fitu-
flokka, sem hann teldi vera of hátt
hlutfall, en það hefði verið á bilinu
7-8% í fyrra.
Reykjavíkur. Af einstökum sveit-
arfélögum hefur mest farið til
Vestmannaeyja, en minnst til
Stykkishólms.
Til Austurlands hafa verið lánað-
ar 859,7 milljónir króna, 827,6 til
Suðurlands, Norðurland eystra hef-
ur fengið 776,6, Reykjanes 775,4,
fyrirtæki á Vesturlandi hafa fengið
674,2 milljónir, á Norðurlandi
vestra 571,4, á Vestfjörðum 532
og í Reykjavík 287,5 milljónir
króna.
Eftirtalin sveitarfélög eru þau,
sem mest hafa fengið (20 stærstu):
Vestmannaeyjar 461 milljón.
Akranes 307 milljónir.
Reykjavík 288 milljónir.
Sauðárkrókur 256 milljónir.
Sandgerði 253 milljónir.
Þorlákshöfn 223 milljónir.
Akureyri 222 milljónir.
Hornafjörður 212 milljónir.
Húsavík 206 milljónir.
ísafjörður 156 milljónir.
Grindavík 140 milljónir.
Bolungarvík 138 milljónir.
Neskaupstaður 137 milljónir.
Grundarfjörður 119 milljónir.
Siglufjörður 116 milljónir.
Ólafsfjörður 113 milljónir.
Hafnarfjörður 103 milljónir.
, Keflavík 103 milljónir.
Stykkishólmur 102 milljónir.
Sauðfi ár slátrun:
Fallþungi dilka svip-
aður og í fyrra
*
Astand á beitilöndum með ágætum
þrátt fyrir slæmt vor
MEÐALFALLÞUNGI dilka í haust virðist víðast hvar á landinu
vera svipaður og í fyrra. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar
þjá Búnaðarfélagi Islands hefur ástand á beitilöndum verið með
ágætum í sumar þrátt fyrir slæmt vor.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúrufræðistofhun bárust nokkrar góðar gjaiír í tilefni aftnælisins. Brunabótafélag íslands gaf Nátt-
úrugripasaftiinu mikinn og skrautlegan stein, um 200 kg að þyngd. Steinninn inniheldur afbrigði af
kvarsi og fannst árið 1984 í 110 milljón ára gömlum jarðlögnm. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabóta-
félags íslands, festi kaup á steininum á Ítalíu á síðasta ári og tókst að koma honum til íslands með
hjálp góðra manna. Hann sagði að Brunabótafélagið hefði ákveðið að gefa Náttúrufræðistofhuninni
þennan merkisgrip þar sem Brunabótafélagið og Náttúrufræðistofiiunin ættu sömu rætur ásamt Forn-
leifafélaginu. Sömu einstaklingarnir hefðu átt stóran þátt í stoftiun þessara þriggja félaga. Þeirra á
meðal mætti neftia þá Þorleif Jónsson ritstjóra Þjóðólfs, Björn Jónsson ritstjóra Isafoldar og Indriða
Einarsson, skáld og alþingismann Vestmanneyinga. Á myndinni eru: Eyþór Einarsson forstöðumaður
Náttúrufræðistofiiunar, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins og Matthildur Sigurðardóttir
starfsmaður safiisins.
hlutverk að stunda og skipuleggja
almennar rannsóknir á náttúru Is-
lands og fái til viðbótar aukið hlut-
verk á sviði umhverfisrannsókna.
Nýtt umhverfisráðuneyti taki við
þessum málaflokki af menntamála-
ráðuneytinu. Náttúru- og umhverf-
isrannsóknir verði efldar úti um
land með heimild til að ríkið styðji
við uppbyggingu og rekstur nátt-
úrufræðistofa í eigu heimaaðila.
Slíkar stofur annist m.a. rannsókn-
ir og eftirlit vegna náttúruverndar
og landnýtingar. Heimilt verður að
stofna til sérstakra rannsóknadeilda
við náttúrufræðistofur í hveijum
landsfjórðungi, að hámarki fjórar
talsins. Sett verði á fót fimm manna
stjórn yfir náttúru- og umhverfis-
rannsóknir til stefnumörkunar og
verði hún jafnframt stjórnarnefnd
Náttúrufræðistofnunar íslands.
Náttúrufræðistofur í landshlutun-
um lúti þriggja manna stjórn og
tilnefni heimaaðilar tvo en ráðherra
einn. Náttúrufræði- og náttúru-
gripasöfn verði aðgreind frá rann-
sóknastarfsemi og byggð upp og
rekin af sjálfstæðum félögum eða
sjálfseignarstofnunum. Hins vegar
styðji Náttúrufræðistofnun íslands
og náttúrufræðistofur við upp-
býggingu slíkra safna með rann-
sóknum og ráðgjöf. í þessu skyni
verði byggð upp sérstök fræðslu-
og sýningadeild innan Náttúru-
fræðistofnunar.
Markmið félagsins
var náttúrugripasafn
Náttúrufræðistofnun íslands er
afkvæmi Hins íslenska náttúru-
fræðifélags, sem var stofnað 16.
júlí 1889, með það sérstaklega að
markmiði að koma upp náttúru-
gripasafni hér í Reykjavík, að sögn
Eyþórs Einarssonar, forstöðu-
manns Náttúrufræðistofnunar ís-
lands. Fyrsti formaður félagsins var
Benedikt Gröndal og var hann jafn-
framt umsjónarmaður safnsins til
síðustu aldamóta. Tveimur árum
áður hafði verið stofnað íslenskt
náttúrufræðifélag meðal íslendinga
í Kaupmannahöfn, það var stofnað
í sama tilgangi og Reykjavíkurfé-
lagið og var í raun fyrirrennari þess.
Gqimyt og hamur
afhafsúlu
Þegar á fyrsta ári félagsins eign-
aðist það talsvert af náttúrugripum,
sem urðu fyrsti vísirinn að safninu.
Má fyrst nefna gripi þá, er Hafnar-
félagið hafði aflað, en þeir voru
afhentir Reykjavíkurfélaginu til
eignar við stofnun þess. Fyrsti
íslenski gripurinn, sem safnið eign-
aðist, var geirnyt, sem fékkst fyrir
milligöngu Sigurðar sýslumanns
Jónssonar i Stykkishólmi. Næsti
gripurinn var svo hamur af hafsúlu,
en síðan jókst safnið smám saman
enda urðu ýmsir til að senda því
góðar gjafir. Má þar einkum nefna
fullkomið íslenskt eggjasafn, sem
Nielsen verslunarstjóri á Eyrar-
bakka gaf árið 1890. Helgi Pjeturss
tók svo við af Benedikt Gröndal,
en 1905 tók Bjami Sæmundsson
við af honum og var umsjónarmað-
ur safnsins til dauðadags árið 1940.
Safiiið á hrakhólum
I máli Eyþórs kom fram að safn-
ið hafi lengst af verið á hrakhólum
með starfsemi sína. Þrautseigja
Hins íslenska náttúrufræðifélags
að koma safninu á fót og reka það
í nærri 60 ár væri aðdáunarverð,
en hefði þó mætt litlum skilningi
yfirvalda. „Þegar félagið nálgaðist
fertilgsaldurinn komst nokkur
skriður á. Fmmdrættir voru gerðir
að safnbyggingu og rætt var við
stjórnvöld um málið, þó án niður-
stöðu. Þegar leið að fimmtugsaf-
mælinu var byggingamálið enn tek-
ið upp, og nú ekki bara við stjórn-
völd heldur var leitað eftir samvinnu
við Háskóla íslands. Skipuð var
sérstök bygginganefnd 1942 og
önnur 1946, nú með aðild Háskól-
ans þar sem í ráði var að hann léti
byggja hús fyrir Náttúrugripasafn-
ið fyrir ágóða af happdrætti sínu.
Saftiið gefið ríkinu
Undirbúningur byggingar var vel
á veg kominn þegar ákveðið var
að afhenda ríkinu Náttúrugripa-
safnið í ársbyrjun 1947. Það hafði
alloft verið rætt innan félagsins að
afhenda ríkinu safnið til eignar og
reksturs, en þar sem skoðanir um
það voru mjög skiptar og ríkið tregt
til að veita safninu viðtöku vegna
kostnaðar, sem það hefði í för með
sér, hafði ekki orðið af því. En
haustið 1946 féllst ríkið á að taka
Náttúrugripasafnið í sínar hendur
og var afhendingin afráðin á aðal-
fundi félagsins 1947. Það voru
.strax ráðnir tveir fastir starfsmenn
í fullt starf og árið eftir sá þriðji.
Um 1950 voru allar teikningar og
líkan af byggingu tilbúnar, en mál-
ið tafðist og strandaði loks á því
að ekki fékkst fjárfestingarleyfi
fyrir byggingunni,“ sagði Eyþór.
Fyrstu lögin 1951
Árið 1951 voru fyrst sett lög um
safnið, það nefnt Náttúrugripasafn
íslands og í lögunum kveðið á um
starfssvið safnsins og stjóm. Fleiri
starfsmenn voru ráðnir og árið
1958 var það afráðið að Háskólinn
keypti fyrir happdrættisfé heila
hæð undir starfsemina í húsi því
við Hlemmtorg þar sem hún er enn
til húsa eftir 30 ár. Árið 1965 voru
sett ný lög um safnið og nafni þess
breytt í Náttúmfræðistofnun Is-
lands. Nýju lögin vom fyllri en þau
eldri og lögfestu í raun það form
sem starfsemin var komin í. Nátt-
úrufræðistofnun var þjóðarsafn
náttúmgripa, hliðstætt öðrum þjóð-
arsöfnum eins og Þjóðminjasafni
og Landsbókasafni, áuk þess sem
hún var rannsóknastofnun og sýn-
inga- og fræðslustofnun.