Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.1989, Blaðsíða 33
MUOACIUl-CilíM ,aw.UWí4i’w£fei\li'tJíyiXtí* liKlAJðKUtíiíÖM MORGUNBLAÐIÐ VEDSKEPTI/iffVlNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1989 33 Bandaríkin * Fyrírtæki Islendinga íFlórída með 50 milljón kr. ársveltu Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. THE CORNERSTONE, eða Hornsteinninn, heitir fyrirtæki í Altam- onte Spring, einni af útborgum Orlando í Flórída, og er í eigu íslenzks manns, Stefáns Jóhannssonar og bandarískrar konu hans, Marion að nafhi. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausn mannlegra vanda- mála og meðal starfsmanna þess eru sérmenntaðir ráðgjafar, sálfræð- ingur, læknir og prestur. Vöxtur og viðgangur fyrirtækisins hefúr verið mjög hraður og á fimm ára afmæli þess 1. september sl. er ársveltan komin yfir 800 þúsund dollara. Fyrirtækið starfar nú í eigin hús- næði. Þar er veitt viðtalsmeðferð, en í sumum tilfellum er viðskipta- vinum ráðlagt að leita sér aðstoðar hjá völdum meðferðarstofnunum. í um það bil helmingi tilfella er um að ræða misnotkun eða ofnotkun áfengis, en önnur vímuefni eru aðal- orsök vandræðananna í tæplega helmingi tilfellanna sem „Horn- steinninn" glímir við. Bandaríkja- menn leita sér einnig aðstoðar vegna ýmiss annars konar óviðráð- anlegrar óreglu eins og t.d. vegna ofáts og spilafíknar svo dæmi séu tekin. Stefán Jóhannsson starfaði árum saman að áfengisvarnarmálum á íslandi áður en hann fluttist til Flórída 1973. Menntun sína og þjálfun á sviði áfengisvarnarmála hlaut hann við ýmsar viðurkenndar bandarískar stofnanir. Kona hans er íslendingum einnig að góðu kunn, en hún rak sjálfstæðan at- vinnurekstur á þessu sviði á íslandi um þriggja ára skeið, en hafði áður m.a. verið ráðgjafi hjá Hazelden stofnuninni í Minnesota. Stefán hefur einnig lagt á ráðin um skipu- lagningu áfengisvarnarmála í Póll- andi og er enn á förum þangað í október þeirra erinda fyrir pólsk stjórnvöld. Fyrir utan göngudeildarmeðferð veitir The Cornerstone Institute Ijölmennum starfsmannahópum ijölþætta þjónustu og fer það mjög í vöxt að stórfyrirtæki fái slíkar stofnanir til að skipuleggja eða veita starfsfólki sínu þá aðstoð er það þarfnast vegna hinna ólíkustu FLUGFÉLÖGIN SAS og Swissair tilkynntu í fyrri viku að þau myndu hefja samstarf á öllum flugleiðum sínum til að búa sig sem best undir aukna sam- keppni, sem vænta má' í flugi með tilkomu sameiginlegs mark- aðar Evrópubandalagsins 1992 en þá verður opinberum hömlum á flugi aflétt. Gert er ráð fyrir í samstarfssamningi SAS og Swissair að fyrst um sinn geti félögin hvort um sig eignast 10% hlut í hinu. Gangi samstarfið mjög vel verður mögulegt að auka eignarhlutana síðar meir. Samstarf hefur verið með SAS og Swissair í flugvélaviðhaldi og í sambandi við farseðlabókanir. Sam- eining áætlunarleiða hefur það í för með sér að farþegar á leiðum SAS komast til allra heimshluta með í vandræða sem kunna að draga úr vellíðan þess og starfsgetu. Auk ráðgjafaþjónustunnar rekur The Cornerstone Institute mikla bókaverzlun, þar sem lögð er áhersla á að hafa á boðstólum allar bækur sem Qalla um mannleg vandamál á hvaða sviði sem er. Sendir bókabúðin bókalista og pant- anir um allan heim. Heimilisfang fyrirtækisins er: The Cornerstone, 400 Matiland Avenue, Altamonte Springs, Florida 32701. mesta lagi einni millilendingu. í dag á það t.d. ekki við á leiðum félags- ins til Afríku, Miðausturlanda, Ind- lands og Pakistan. Swissair heldur uppi mililu flugi til þessara heims- hluta. Á sama hátt bjóðast far- þegum Swissair miklir og góðir tengimöguleikar til Norður-Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjanna eftir sameiningu flugleiðanna. Mið- að er við að hún verði um garð gengin á næsta ári. Telja flugfélög- in að sparnaður verði af sameiningu flugleiðanna og er gert ráð fyrir að hann nemi a.m.k. 30 milljónum dollara á næsta ári og um 90 millj- ónum dollara innan fárra ára. Auk sameinginu flugleiða munu SAS og Swissair auka samstarf er varðar kynningarstarf og hótel, flugeldhús og ferðaskrifstofur í eigu félaganna. Flug SAS og Swissair sameina flugleiðir Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Pakkalausnir á söluvanda Bjarna Sigtryggsson íslenskur iðnvarningur hefur allt- af átt erfitt uppdráttar, einkanlega á íslandi. Það þarf ekki endilega að vera sökum þess að varningurinn sé verri en hinn innflutti, þótt svo hafi óneitanlega oft verið. Hitt er öllu líklegra að umbúðirnar hafi þarna ráðið meiru en menn hafi grunað. Því þótt íslenskir iðnrek- endur hafi lengst af verið hugsjóna- menn um framleiðslu, þá hafa þeir ekki verið markaðsmenn að sama skapi, og það er varla hægt að segja að iðnhönnun njóti hér enn sömu virðingar sem hagnýt fræðigrein og aðrir þættir framleiðsluferilsins. Sala á hugbúnaði fyrir einkatölv- ur tók mikinn kipp þegar hún færð- ist úr verslunum einkaumboðs- manna í í almennar hugbúnaðar- og tölvuvöruverslanir og varð þar aðgengileg í hillum rétt eins og hver önnur pakkavara í kjörbúðum. Þegar í þessar aðgengilegu hillur kom skipti máli að innihaldið væri í vel útlítandi pakka, sem freistaði kaupandans við nánari skoðun. Þessir pakkar urðu fljótt hið staðl- aða útlit hugbúnaðarins, því einn lítill og fátæklegur disklingur í umslagi getur aldrei gefið sömu fyrirheit og litprentaður pakki af nokkurri þyngd og umfangi. Svipað hefur reyndar verið að gerast í verslun með alls kyns heim- ilistæki og húsbúnað á síðustu árum, eftir að stórmarkaðirnir tóku að auka vöruval sitt. Litprentaðir Þannig veröa um- búðirnar ásamt aug- lýsingum mikilvægt verkfæri í markaðs- setningu vörunnar pakkar og kassar úr bylgjupappa eru nú utan um allt frá brauðristum upp í garðsláttuvélar, enda eru glæsiprentaðar myndir af ijúkandi grillsteik mun sölulegri umbúðir um útigrill en það að láta glóðarsteiki- pönnuna standa kalda og nakta án matar né ilms á gólfi eða í hillu verslunarinnar. Augnablik sannleikans Þá skiptir það líka méira máli nú en fyrr að umbúðir taki að sér hlutverk sölumannsins, því sjálfsaf- greiðsla verður almennt útbreiddari og ákvörðun um kaup er oft tekin á augnabliki sannleikans, þegar kaupandinn er einn með vöru sinni. Enda færist það í vöxt að verslanir stilli aðeins upp kössum með varn- ingi, en taki hann ekki upp. Þá skiptir það líka máli að um- búðirnar séu traustvekjandi. Það gefur til kynna að varningurinn í þeim sé gæðavara. Þannig verða umbúðirnar ásamt auglýsingum mikilvægt verkfæri í markaðssetn- ingu vörunnar. Sú þróun að pakka heimilistækj- um í bylgjupappa og gjarnan í steyptan innri pakka úr frauð- plasti, sem nær lögun tækisins, hefur haft mikil áhrif á útlit kass- anna. Áður voru flestir aðeins úr brúnum bylgjupappa, og á þá í mesta lagi stimplaðar fáorðar upp- lýsingar um innihaldið. Nú eru kassarnir hins vegar komnir í hillur verslananna og því eru þeir orðnir skrautlega litprentaðir. Þá fer prentunin fram áður en pappinn er settur saman, og ytra byrði bylgju- pappans því gert úr litprentuðum örkum, en pappinn síðan stansaður í viðkomandi kassagerð. En þetta var tæknilégt innskot. Draumar í lit Meginmálið er það að umbúðirn- ar gegna nú veigameira hlutverki en fyrr í því að lita draum neytand- ans, ýta þannig undir þörfina og skapa þar með eftirspurn. Helst strax á sölustað. Kynningarfundui um bnlhönnunarstaöla Byggingastaðlaráð og félagsmálaráðuneytið halda kynningarfund í tilefni af útgáfu íslenskra þolhönnunarstaðla mánudaginn 9. október 1989 kl. 13.10-17.00 í Borgartúni 6. Allir, sem hafa með þolhönnun bygginga að gera, eru sérstaklega hvattir til þess að mæta á fundinn. Þátttaka óskast tilkynnt til staðladeildar Iðn- tæknistofnunar íslands í síma 687000 fyrir 6. október 1989. Nýjungar í Ethernet tengingum Fimmtudaginn 5. október kl. 14.00 verður fyrir- lestur um Ethernet á snúnum vírum „Twisted Pair“ í fundarsal Hótels Loftleiða. Fyrirlesarinn er hollenskur eðlisfræðingur, Jos de Klein, sem starfar sem yfirmaður tækniþjón- ustu SynOptics í Evrópu. Fyrirlesturinn tekur u.þ.b. þrjár klukkustundir með kaffihléi. Aðgangseyrir er kr. 1.000,-. Þátttaka tilkynnist til Sigríðar Friðjónsdóttur í síma 687220. Leiðandi á sínu sviði H ÖRTÖLVUTÆKNI ^jj Tölvukaup hf. Skeifan 17,108 Reykj*avík, sími 687220. Fræðandi, skemmtileg og hagnýt ensku- námskeið VIÐSKIPTAENSKA Námskeið hefjast 12 október. Lengd 45 tímar. ENSK VERSLUNARBRÉF Námskeið hefjast 12. október. Lengd 20 tímar. EINKANÁMSKEIÐ Námskeið hefjast í byrjun október. Þú ákveður tímann. S AMT ALSN ÁMSKEIÐ Námskeið hefjast 9. október. Lengd 30 tímar. ENSKULEIKNII og II Námskeið hefjast 9. október. Lengd hvors námskeiðs 72 tímar. Innritun stendur yfir. k A\ Málaskólinn BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 6 6 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.